Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. Fréttir Skoöanakönnun DV: Yfirgnæfandi meirihluti vill hvalveiðar áfram Mikill meirihluti landsmanna vill halda hvalveiðunum áfram þrátt fyr- ir andstöðu víða. í DV-könnun nú í vikunni var spurt: Ertu fylgjandi eða andvígur því að íslendingar hætti að veiða hval? Af heildinni sögðust 23,5 prósent vera fylgjandi því að viö hættum að veiða hval. 62,3 prósent sögðust andvíg stöðvun hvalveiða. Óákveðin voru 12,3 prósent og aðeins 1,8 prósent vildu ekki svara. Þetta þýðir að af þeim sem afstöðu tóku vilja 27,4 prósent að við hættum hvalveiðum en heil 72,6 prósent eru andvíg stöðvun hvalveiða. DV gerði svipaða könnun í október 1985. Þá var meirihluti stuðnings- manna hvalveiða heldur meiri en nú. Þeim hefur sem sagt fjölgað sem vilja stöðvun.hvalveiða þótt þeir séu enn í miklum minnihluta. í október 1985 voru 14,7 prósent úrtaksins fylgjandi stöðvun hval- veiða, 65 prósent vildu áframhald- andi hvalveiöar. 15,5 prósent voru óákveöin og 4,8 prósent vildu ekki svara. Þaöþýddi að af þeim sem tóku afstöðu vildu 18,4 prósent stöðvun hvalveiöa en 81,6 prósent vildu hval- veiðar áfram. í skoðanakönnuninni nú var úr- takið 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkur- svæðisins og landsbyggðarinnar. DV hefur síðustu ár spurt spurn- inga sem tengdust hvalveiðum þótt ekki hafi síðan í október 1985 verið spurt beint um stöðvun hvalveiða. í könnun DV í september 1986 var spurt hvort menn vildu láta endur- skoða varnarsamninginn vegna hvalamálsins. Af þeim sem tóku af- stööu vildu 82,7 prósent endurskoða varnarsamninginn vegna hvala- málsins - það er vegna andstööu Bandaríkjamanna við hvalvéiðar ís- lendinga. Aðeins 17,3 prósent þeirra sem tóku afstööu sáu ekki ástæðu til að endurskoða varnarsamninginn vegna hvalamálsins. -HH Niðurstöður skoðunarkönnunar DV uni hvalveiðar Andvígir stöðvun hvalveiða Fylgjandi stöðvun hvalveiða Okt.1985 Nú Ritið sýnir hlutföllin milli þeirra sem vilja veiða hval og hinna sem vilja hætta að veiða hval. Samanburðurinn er milli DV-kannana nú og i október 1985. Unimæii fólks í könnuninni Kona sagöist ekki þola að viö hættum hvalveiðum vegna þrýst- ings grænfriöunga, slíkt væri yfir- gangur. Karl sagöi aö við mættum ekki láta kúga okkur. Annar sagð- ist ekki geta gert upp á milli tveggja hliða á hvalamálinu. Karl sagðist fylgjandi vísindaveiðunúm eins og þær væru. Annar kvaðst vera sjó- maður og styðja hvalveiöar, annars æti hvalurinn fiskinn í sjónum. Kona kvaðst hlynnt hvalnum sem bæri aö vemda með stöðvun veiða. Konakvaöst styðja stefnu Halldórs Ásgrímssonar í hvalamáiinu. Önn- ur kvaðst andvíg hvalveiðum því að við neyddumst beinlínis til að hætta veiðunum. Karl sagðist vilja að við sýndum hörku í þessu raáli. Kona sagði að við ættum meiri rétt á fiskinum en hvalurinn. Karl sagði að í lagi væri aö veiða hval þótt andstöðu gætti. Karl sagöi aö viö yrðum nú að hætta hvalveiðum vegna viðskiptaþvingana. Karl sagði að viö mættum ekki láta neyða okkur til aö hætta. Annar sagði að það væri okkar aö ráöa. Viö ættum að halda áfram hval- veiðum. -HH íslendingar vilja halda áfram að veiða hval þrátt fyrir andstööuna. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Til samanburðar eru niður- stöður skoðanakönnunar DV frá október 1985: Okt.1985 Nú Fylgjandistöðvun hvalveiðá 14,7% 23,5% Andvígirstöðvun hvalveiða 65% 62,3% Óákveðnir 15,5% 12,3% Svara ekki 4,8% 1,8% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Okt.1985 Nú Fylgjandistöðvun hvalveiða 18,4% 27,4% Andvígirstöðvun hvalveiða 81,6% 72,6% Ríkisendurskoðandi um áfengiskaupin: Magnús greiddi sjálfur áfengið „Magnús Thoroddsen hefur greitt sjálfur fyrir þetta áfengi. Þaö hefur ekki fariö á reikning forsetaembætt- isins eöa Hæstaréttar. Við skoðum reglulega bókhald ÁTVR og áfengis- kaup Magnúsar voru farin að vekja athygli. Eg haföi samband við Guð- rúnu Helgadóttur, forseta Sameinaðs Alþingis, út af málinu á miðviku- dag,“ sagði Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi við DV. Halldór sagði að ríkisendurskoöun veitti fjölda áminninga ár hvert sem bæði væru alvarlegar og til að skapa ákveðið aðhald. En hvað fær ríkis- endurskoðun til að áminna sérstak- lega og hvar eru dregin mörk milli þess sem þykir viðeigandi og þess sem þykir alvarlegra? „Þetta er vissulega samvisku- spurning fyrir okkur hjá ríkisendur- skoðun. Við höfum ekki hlaupandi tölfræðilegar upplýsingar til að bera stöðugt saman en þaö má segja aö í tilfelli Magnúsar Thoroddsen hafi verið langt gengið. Við höfðum tekið eftir úttektum hans og hefðum kannski átt að vekja athygli á þeim fyrr. En það er spurning hvar eigi að draga línuna. Annars er það ekki okkar að túlka hversu alvarlegt þetta er.“ - Ættu starfsmenn ÁTVR að hafa vakið athygli á þessum gríðarlegu' áfengiskaupum Magnúsar? „Það er ekki starfsmanna þar að leggja mat á kaup einstakra aöila.“ -hlh Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins: Veitum ekki upplýsingar um kaup einstakra viðskiptavina „Það hefur verið reikningur til hér hjá ÁTVR síðustu 20 ár sem er á handhafa forsetavalds. Við höfum skrá yfir þá sem kaupa áfengi með sérstökum kjörum. Hvað þeir gera síðan við það er ekki okkar mál,“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, við DV þegar hann var spurð- ur hvort áfengisverslunin mætti í raun selja Magnúsi Thoroddsen áfengi þegar hann keypti það í eigin nafni. „Við megum alveg selja Magn- úsi áfengi." Höskuldur hefur lista yfir þá aöila eða embættti sem mega kaupa áfengi með sérkjörum. Þar eru embætti for- seta íslands, handhafar forsetavalds, ríkisstjómin, þó ekki ráðherrar per- sónulega, ráðuneytin, Alþingi, ÁTVR og forstjóri áfengisverslunarinnar, það er hann sjálfur. Þar fyrir utan er selt á sérstökum kjörum til frílag- era skipafélaganna, fríhafnarinnar og sendiráða. „Það eru takmarkanir á áfengis- kaupum handhafa forsetavalds þess efnis að þeir megi aðeins kaupa áfengi þegar forsetavald er í þeirra höndum. Aðrar takmarkanir eru ekki.“ - Hvert er umfang áfengiskaupa á þessum sérstöku kjörum? „Við veitum hvorki upplýsingar um kaup einstakra viðskiptavina okkar eða heildartölur um þau kaup. Öll viðskipti eru færð í bókhald ÁTVR og ef menn hafa hug á að rann- saka það geta þeir hæglega fundið þessar upplýsingar með því að grafa fylgiseðla upþ.“ - Hvernig fara þessi viðskipti fram? „Þessir aðilar panta hér og er pönt- unin skrifuð út samkvæmt reikn- ingi. Áfengið er ýmist sent eða sótt og greitt með ýmsum hætti: með ávísunum, peningum eða í gegn um gíró.“ -hlh Halldór Asgrímsson: niðurstaða „Ég tel þetta mjög góða niður- stöðu í Ijósi þeirra miklu um- ræðna sem hafa verið uppi að undanfómu og þeirra hótana sem settar hefa verið fram," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. „Það er eðlilegt að menn óttist slíkar hótanir og hefur áreiðan- lega áhrif á viðhorf einhverra. Ég tel að þessi niðurstaða sýni að við emm á réttri leið í þessum málum." Halldór sagði aö þó að vissulega væri ákveöin skekkjumörk á svona skoöanakönnunum þá heföi reynslan sýnt að þær gefi góðarvísbendingar. -SMJ Ami Gimnarsson: er að „Það gefur augaleið að fólk er aö skoöa þessi mál í nýju Ijósi. Ef þessi áróðursbylgja á ekki að ganga yfir okkar málflutning þá veröum viö að stöðva þessar vís- indaveiöar," sagði Árni Gunnars- son alþingismaður. Hann sagðist hins vegar álíta aö í skoðanakönnuninni væri verið aö spyrja um annan hlut en hann heföi tekiö á í þingsálykt- unartillögu sinni, þ.e.a.s. að stöð va vísindaveiðarnar og í raun segði niðurstaöan ekkert um það mál. „í mínum huga kemur ekki til greina að hætta hvalveiðum og ég hefði svarað þessari spumingu sjálfur á þá leið að ég væri and- vígur stöövun hvalveiöa. Mín til- laga gengur út á það að hætta vísindaveiðum en þannig mynd- um við rétta fram sáttahönd i þessardeilu.“ -SMJ Kristján Loftsson: Áróðurínn án árangurs „Ég get ekki túlkað þetta á ann- an veg en að verulegur meiri- hluti fólks sé fylgjandi hvalveið- um,“ sagði Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf. Hann sagði að greinilegt væri að íslendingar stæðu heils hugar að baki stefnu stjórnvalda í þessu raáli og á því hefði varla orðið nein marktæk breyting þrátt fyrir mikið áróð- ursstríð undanfarið. „íslendingar em alveg niðri á jörðinni í þessu máli þótt það sé verið að setja á svið ýmsar uppá- komur erlendis. Menn gleypa einfaldlega ekki við þeim hér á landi þótt þær séu einmitt ætlað- artilþess." -SMJ Magnús Skarphéöinsson: Mjög glaður yffir þessum niðurstöðum „Ég get ekki annaö, fyrir hönd skjólstæðinga minna, en verið mjög glaður yfir þessum niöur- stööum,“ sagöi Magnús Skarp- héðinsson, talsmaður Hvalavina- félagsins, um niðurstööu skoð- anakönnunarinnar. „Stöðugt eru fleiri og fleiri íslendingar að sjá aö það þýðir ekki aö halda þessu stríði áfram. Mér er persónulega kunnugt um það að ef íslendingar hætta hvalveiðum munu Græn- friðungar hjálpa okkur að selja afurðir okkar um allan heim. Fólk hér heima er aö átta sig á því að ekki má fóma minni hags- munum fyrir meiri." -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.