Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Page 5
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. 5 Jólatrén streyma nú til byggða enda kominn desember. Þessi voru höggvin í Haukadalnum. DV-mynd S Egilsstaðir: Skógræktina austur Sigrún Björgvinsd., DV, Egilsstöðum; Á fundi bæjarstjórnar Egils- staðabæjar nýlega var eftirfar- andi ályktun samþykkt. „Bæjarstjórn Egilsstaða fagnar ályktun Alþingis sl. vor varðandi sldpulag landnýtingar, eflingu skógræktar á Fljótsdalshéraði og ílutning höfuðstöðva Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað. Bæjar- stjórn leggur á þaö áherslu að nefnd sú, sem skipuð hefur verið til þess að vinna aö þessum mál- um, ljúki störfum hið fyrsta og niöurstöður hennar verði kynnt- ar sveitarstjómum á Ffjótsdals- héraöi.“ Fréttir Gengisfelling sama og stríðsyfirlýsing - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins „Verði gengið fellt núna um 15 til 20 prósent eins og menn eru farnir að tala um, á meðar. lög eru í gildi sem binda hendur verkalýðshreyf- ingarinnar, þýðir það bara eitt, stríðsyfirlýsingu. Láti stjórnvöld verðá af þessu kasta þau stríðs- hanska að verkalýðshreyfingunni. Þá er um leiö komin upp ný vígstaða þar sem öll verkalýðsfélög í landinu myndu telja sig óbundin. Þá er ég hræddur um að margir verði tilbúnir að brjóta þau lög sem nú binda hend- ur okkar,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, í samtali við DV. Guðmundur sagðist vita að Sölu- miðstöðvarmenn þrýstu nú fast á forsætisráðherra um að fella gengið. Hann sagðist líka vita það upp á hár að fiskvinnslustöðvar væru að bind- ast samtökum um að opna ekki eftir áramót nema að fenginni gengisfell- ingu. „Ég veit fyrir víst að Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumiðstöðvarinnar, segir ósatt þegar hann þrætir fyrir þetta opinberlega. Ég vil að þetta komi fram,“ sagði Guðmundur. Hann sagði um gengisfellinguna, sem nú er talað um, að þegar menn væru að tala um nauðsynlegar hlið- arráðstafanir samhliða henni væru menn einfaldlega að tala um að laun fólks megi ekki hækka, punktur og basta. „Gengisfelling af þeirri stærðar- gráðu, sem verið er að tala um, yrði ein stærsta kjaraskerðing sem hér hefur verið framkvæmd. Það liggur alveg ljóst fyrir að verðbólgan og dýrtíðin, sem henni fylgir, myndu rjúka upp. Það segir sig sjálft. Og hvernig í ósköpunum ætti venjulegt launafólk að geta tekið við því bóta- laust,“ sagði Guðmundur J. -S.dór Veruleg leiðrétting á gengi verður að koma til - annars komumst við ekki aftur 1 gang, segir Amar Sigurmundsson „Það er engin spurning að veru- lega leiðrétting á genginu verður að koma til ef fiskvinnslustöövarnar eiga aö komast aftur í gang eftir ára- mótin. Ég skal ekki segja hve mikil gengisfellingin þarf að vera, en ætli menn séu ekki að tala um 15 til 20 prósent gengisfellingu. Nú, þegar 9 mánaða uppgjör fiskvinnslustöðv- anna hggur fyrir, kemur í ljós að meðaltap frystingarinnar er rúmlega 10 prósent í ár. Það dugar því ekki smágengisleiðrétting. Það er einnig ljóst að strangar hliöarráðstafanir verður að gera til að koma í veg fyr- ir að verðbólga geri gengisfellinguna að engu,“ sagði Arnar Sigurmunds- son, formaður Sambands fisk- vinnslustöðva, í samtali við DV. Aðspurður um til hvaða hliðarráð- stafana hann teldi að grípa ætti'sagði Arnar að koma yrði í veg fyrir að gengisfellingin flæddi út í verðlag og kaupgjald. Það lægi alveg ljóst fyrir, og allir gerðu sér grein fyrir því, að fyrirsjáanleg væri kjaraskerðing í þessu landi. Hún væri raunar þegar hafin en myndi halda áfram. - Það er alltaf talað um nauðsyn á hliðarráðstöfunum samfara gengis- breytingum. Samt virðist sjaldan hafa tekist aö framkvæma þær, hver er ástæðan? „Fyrir svo sem 20 árum eða svo voru afurðalánin í innlendum krón- um. Þegar genginu var breytt urðu birgðir í frystiklefunum langtum verömeiri. Ríkið þjóðnýtti hluta af birgðahagnaöinum og þeir peningar voru notaðir í svonefndar hliðarráð- stafanir. Nú eru nær öll afurðalánin í erlendri mynt. Afurðalánaskuldirn- ar hækka því samfara gengisfellingu. Verðhækkun birgöanna er því ekki lengur til staðar og gerir allar það hliðarráðstafanir mun erfiðari og gengisbreytingar eru því vandmeð- farnari leiö en áður var,“ sagði Arnar. Þar sem það er yfirlýst stefna Bandaríkjastjórnar að dollarinn lækki enn frekar var Arnar spurður hvað væri til ráða, gengisfelling nú myndi fljótt étast upp um leið og dollarinn fellur? „Miðað við það sem gerðist í lok september, þegar gengið var fellt en fall dollarans gerði gengisbreyting- una að engu, held ég að það heföi verið betra ef stjórnvöld heföu látið gengið fljóta og látið krónuna elta dollarann í siginu. Tapið í frysting- unni væri nokkru minna í dag ef þetta hefði verið gert,“ sagði Arnar. -S.dór UrvaHð er hfá okkur 9 • • •• I KJOTMIÐSTOÐINNI GARÐABÆ_________________ Konfekt í miklti úrvalí Norðíenska hangíkjötíð Pekingendur # Gæsir Kalkúnar • Kjúklíngar Heítur matur allan dagínn Bökunarvörur - aldrei meira úrval Frábærir > fiskréttir Tilboðsverð í gangí alla vikuna. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-18.30 Föstudaga 9-20 Laugardaga 9-18 Sunnudaga 11-18 Jt— i SllSillÍllBÍÍiliÍ ÍÍwill PííkV KJOTMIÐSTOÐIN GARÐABÆ, SÍMI 656400 SALATBORÐ DESERTAR PATE PIZZUR lagaðar á staðnum SERTILBOÐ Vi grillaðtxr kjúklíngur, hrásalat, sósa og franskar - aðeíns 375 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.