Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. 11 Utlönd Atvinnuleysi eykst í Noregi Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Atvinnuleysi í Noregi eykst meö ótrúlegum hraða. Um níutíu þús- und manns eru nú atvinnulausir eða vinna atvinnubótavinnu. Og bara í nóvember bættust fimm þús- und og flmm hundruð við. Þetta er yfir 3 prósent af vinnufæru fólki í landinu. Búist er við að atvinnuleysi auk- ist sérlega mikið í janúar þegar jólaverslunin er afstaðin. Talið er að verslun og byggingariðnaður verði verst úti eftir jóhn. í bygg- ingariðnaðinum óttast menn að tuttugu og fimm þúsund manns missi vinnuna á næstu mánuðum. Norska stórþingið tók máhð upp í spurningatíma sínum í gær. Svartsýni og kreppuhljóð var í þingmönnunum og ríkisstjórnin var ásökuð fyrir að hafa misst stjórn á vandanum. Ekki komu fram neinar ákveðnar tillögur til úrbóta frá nokkrum öðrum flokki heldur. Hópur bandariskra gyðingakvenna við bænagjörð i Jerúsalem í gær. Voru þær að leggja áherslu á rétt sinn til að taka þátt í hefðbundnum trúarathöfnum samkvæmt lögum gyðinga. Klæddust þær flikum sem venjulega eru að- eins bornar af karlmönnum. Simamynd Reuter Klerkarnir láta bíða eftir sér Lítill klerkafiokkur í ísrael, sem er með lykilaðstööu við stjórnar- myndun, sagði í gær að hann myndi tilkynna á mánudag hvort hann styddi Likud-bandalagið eða Verka- mannaflokkinn. Á mánudag rennur út frestur fyrir Yitzhak Shamir for- sætisráðherra til að kynna stjórn fyrir þingmönnum. Shamir fékk tuttugu og einn dag til þess aö mynda stjórn eftir kosn- ingarnar þann 1. nóvember síðastlið- inn. Ekki er talið útilokað að Chaim Herzog forseti veiti Shamir umboð í þrjár vikur til viðbótar takist honum ekki að kynna nýja stjóm á mánu- dag. Spurningin um hver sé gyðingur og hver ekki ógnar nú samskiptum milli gyðinga erlendis og í ísrael. Flokkur réttrúaðra hefur krafist þess að sett verði lög er kveði á um að þeir sem skírðir hafi verið til gyðin- gdóms af gyðingaprestum sem ekki tilheyra réttrúnaðarkirkjunni séu ekki gyðingar. Verkamannaflokkur- inn fullyröir að hann hafi ekki lofað stuðningi við slík lög og vinstri sinn- aðir flokkar segjast ekki taka þátt í stjórn með Verkamannaflokknum sem mynduð væri með þeim skiiyrð- um að frumvarpið um gyðinga verði samþykkt. Verkamannaflokkurinn hafnaði í vikunni samstarfi við Likud-banda- lagið um stjórnarmyndun. Stjórn- málasérfræðingar telja samt að þess- ir tveir flokkar verði líklegastir til að mynda stjórn saman ef klerka- flokkarnir halda fast við stefnu sína. Reuter Walesa fagnað eins og hetju Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka í Póllandi, var fagnað eins og hetju er hann kom heim til Gdansk eftir sjón- varpskappræðurnar við leiðtoga hinna opinberu verkalýðsfélaga. Stuðningsmenn Walesa afhentu hon- um boxhanska að gjöf sem tákn um sigurinn. Honum bárust einnig blóm og heillaóskaskeyti. Walesa kvaðst óánægður með að kappræðurnar hefðu ekki leitt til þess að útlitið fyrir viðræður milli stjórnarinnar og Samstöðu yrði betra. Samkvæmt skoðanakönnun- um sjónvarþsins hafa áhorfendur að sjónvarpsþætti ekki verið fleiri síðan Jóhannes Páll páfi II var vígður árið 1978. En á meðan menn fognuðu sigri Walesa í sjónvarpskappræðunum héldu menn í Lenínskipasmíðastöð- inni í Gdansk heim af síðustu vakt- Haldið heim af síðustu vaktklni frá Leninskipasmíðastöðinni I Gdansk í gær. Skipasmíðastöðin verður lokuð í að minnsta kosti tvö ár. Simamynd Reuter inni. Yfirvöld hafa ákveðið að starf- í að minnsta kosti í tvö ár. semi í skipasmíðastöðinni liggi niðri Reuter Fullt af nýjum PEYSUM FLOTTAR PEYSUR Sparipeysur - vinnupeysur, og auðvitað buxur í stíl. Nýr möguleiW ó Stór-Reykjavíkursvœðinu HUOÐBYLGJAN FM 95,7 i loftió í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.