Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Side 5
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 198: Fréttir Erlenda vmnuaflið: Hikað við endur- nýjun ráðning- arsamn- inga Þaö er algengt að erlent starfs- fólk, sem hér vinnur í fisk- vinnslu, fari heim til sín í desem- ber, þegar dregur úr vinnu, en komi svo aftur þegar veiðar hefj- ast eftir áramót. Það hefur verið algengt að gengið hafi verið frá nýjum ráðningarsamningi viö útlendingana áður en þeir fara í jólafrí en nú er minna um það en áður. Óskar Hallgrímsson, atvinnu- málafulltrúi í félagsmálaráöu- neytinu, sagði að þetta ætti þó ekki við alla. Nokkrir útlending- ar, sem væru á heimleið fyrir jól, hefðu komið í ráðuneytið til að fá framlengingu á atvinnuleyfi sínu. Aftur á móti væru margir atvinnurekendur ragir við að endurnýja ráðningarsamning þessa fólks vegna óvissunnar sem ríkir um hvað við tekur eftir ára- mótin. Að sögn Óskars vinna útlend- ingar sér rétt til atvinnuleysis- bóta til jafns við íslendinga ef þeim er sagt upp störfum. Til þess" að fá lágmarks atvinnuleysis- bætur þarf fólk að hafa unnið 425 klukkustundir áður en það verð- ur atvinnulaust en 1730 klukku- stundir til að fá fullar atvinnu- leysisbætur. Allir útlendingar, sem koma hingað til að vinna, verða að ganga í viðkomandi verkalýðsfélag þar sem þeir vinna. -S.dór Persónuleg ■ # DAGATAL 1989 Tökum tölvumyndir i lit af þér, barninu þinu, maka eða vini. Gleðjið afa, ömmu, fraenku, frænda með mynd af barninu þinu á dagatal 1989. Komið i Kringluna (i göngugötu við Byggt og búið). Við myndum og dagatalið er tilbúið á ca 3 minútum. Sendið Ijosmynd (ekki filmu) úr fjöl- skYldualbúminu og við sendum daga- talið ásamt myndinni í póstkröfu strax daginn eftir. Sendið (jósmynd til Prima, póstverslun, box 63, 222 Hafnarfírði, siml 62-35-35. IÐUNNARBÓK E R G Ó Ð BÓK BYR íniNGUR HÉR? Sagan af kaupmannssyninum úr Reykjavík sem fullur bjartsýni heldur út í heim til ad afla sér menntunar en er svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingar- búðir nasista í Þýskalandi. Býr íslendingur hér? er óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum sem verða í lífi ungs Reykvíkings, Leifs Muller, sem elst upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15 en lendir síðan í einhverri mestu þolraun sem íslend- ingur hefur lifað. Eftir fjörutíu ára þögn segir hann áhrifamikla sögu sína af hreinskilni og einlægni, sátt- ur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan. Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englend- ingunum í hegningardeildinni, ívani litla og Óskari Villijálmssyni, gamla manninum sem gat ekki gengið í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir — sviptir trú á miskunn Guðs og manna. Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifamiklu ör- lagasögu og skapað eftirminnilega og magnaða frá- sögn sem á engan sinn líka meðal íslenskra ævisagna og snertir djúpt alla sem liana lesa — snertir þá og minnir á ábyrgðina sem fylgir því að vera maður. IÐUNN Bræðraborgarstíg 16 ■ sími 28555 ÍSIESSKA AUGL YSINCASTOfAX HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.