Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 12
,88er HaaMaaaa .or AUOAaflAOUAJ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 12 Sælkerinn____________________x>v Ágætisvín frá Ástralíu Frakkar hafa nánast framleitt öll helstu gæðavín í heiminum seinustu áratugi. Þrátt fyrir að ýmsar þjóðir hafi þróað vínframleiðslu sína til mikilla muna að undanfórnu hefur enn ekki tekist að slá frönsku gæða- vínin út. Vissulega koma öðru hverju vín frá ýmsum löndum sem þykja ekki síðri en þau frönsku en það virð- ist ýmsum erfiðleikum bundiö að halda gæðunum jöfnum í lengri tíma. ítalar hafa þó staðið sig mjög vel og hafa að undanförnu komið á mark- aðinn nokkur frábær ítölsk gæðavín. Þaö land, sem talið er þó mest spenn- andi vínland nú um stundir, er Ástr- alía. Ástralir hafa framleitt vín með góðum árangri í meira en 100 ár en það er ekki fyrr en nú að áströlsku vinin eru farin að vekja verulega at- hygli og má segja að þau hafi farið sigurfór um hinn vestræna heim. Nýlega var staddur hér á landi Ger- ald S. Hargrave frá ástralska fyrir- tækinu Hardy’s. Hann var spurður hver væri helsta ástæðan fyrir sigur- göngu áströlsku vínanna hér í Evr- ópu, einkum þó í Bretlandi og Svíþjóð og svo í Bandaríkjunum? „Jú,“ svaraði Gerald S. Hargrave, „margir þeirra Evrópubúa, sem fluttust til Ástralíu á sínum tíma, komu frá bestu vínræktarhéruðum Evrópu. Vín hefur því verið framleitt í Ástralíu nokkuð lengi. Fyrirtækin voru yfirleitt lítil og voru vínin yfir- leitt seld á þeim svæðum þar sem þau voru framleidd. Við megum ekki gleyma að Ástralía er stórt land og samgöngur innan álfunar voru lengi vel erfiðar. Ýmiss konar heíðir hafa því þróast, á einu svæði bjuggu t.d. að mestu Þjóðverjar, á öðru Frakkar og á hinu þriðja kannski Grikkir. Öll framleiddu þessi þjóðabrot vín að sínum smekk. Það var svo ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari að samgöngur við Evrópu og Bandarík- in urðu nokkuð greiðar. Þar sem fyr- irtækin voru yfirleitt lítil og ijar- lægðin við markaðina mikil var tahð nær ómögulegt að keppa t.d. við evr- ópsku vínin. Unnendur góðra vína komust þó nokkuð fljótt að því að skilyrði til vínræktar eru sérlega góð frá náttúrunnar hendi í Ástralíu. Fljótlega upp úr 1950 var farið að veita auknu fé til rannsóknarstarfa og kynblöndunar á ýmsum gerðum vínviða. Á svipuðum tíma voru sam- tök vínframleiðenda efld og kannaðir voru möguleikar á útflutningi. Stuttu eftir að farið var að bjóða áströlsk vín í Evrópu og í Bandaríkjunum fóru þau að vekja athygli og vinna til verðlauna. í fyrstu var haldið að hér væri um svo lítið magn að ræða að áströlsku vínin myndu aldrei Það var huggulegt af ATVR að nefna hið nýja gin eftir Dillon lávarði. Skjaldarmerki fjölskyldunnar prýðir flöskuna. Nýtt gin komið á markaðinn - Dillonsgin ÁTVR er nú farið að framleiða nýja tegund af gini og kallast það Dillon eftir hinum fræga enska lá- varði Dillon sem gisti ísland. Lá- varðurinn varð ástfanginn af Siri Ottesen og ákvað hann að hafa vetrardvöl hér í Reykjavík. Lá- varðurinn byggði hús að Suður- götu 2 og eignaðist hann dóttur með ástkonu sinni. Svo fór því miður að ekkert varð úr ástum lávarðsins og frú Ottesen. En lávarðurinn skrifaði bók um ísland og húsið að Suðurgötu 2 er nú á Árbæjarsafni. Það var huggulegt af ÁTVR aö heiöra lávarðinn meö þvf aö nefna ginið eftir honum. Það má segja að ekki hafi veriö óeðlilegt að ATVR færi að framleiða gin, eins og áður hefur komið fram hér á Sælkera- síðunni hefur ginneysla aukist mjög hér á landi. Um ginið sjálft er það að segja að það minnir mjög á Beefeater. Einn af viðmælendum Sælkera- síðunnar, sem drekkur gin að jafn- aði, taldi þó að of mikiö spírabragð væri af Dillonsgininu, annar við- mælandi taldi þó að þetta gin væri of veikt. Nú er bara að sjá hverjar vinsældimar verða. Gerald S. Hargrave, vínkaupmaður frá Ástralíu. skipta neinu verulegu máli. Þetta átti heldur betur eftir að breytast. Segja má að markaðirnir hafi tekið áströlsku vínunum sérlega vel og er nú vínframleiðsla orðin öflug at- vinnugrein í Ástralíu og ég þakka hinar miklu vinsældir áströlsku vín- anna fyrst og fremst því, að þau eru í háum gæðaflokki og hafa með því aö vinna til fjölda verðlauna vakið mikla athygli." Þetta sagði vínkaup- maðurinn Gerald S. Hargrave. Segja má að saga þess fyrirtækis, sem Hargrave starfar fyrir, sé mjög ein- kennandi fyrir önnur áströlsk vín- fyrirtæki. Ættfaðirinn, Thomas Hardy, kom til Ástralíu frá Englandi 1850. 1853 fór hann að framleiða vín ásamt náunga, Reynell að nafni. Brátt skildi þó leiðir þeirra félaga en Thomas Hardy hélt ótrauður áfram vínræktinni. Hardy’s er enn fjölskyldufyrirtæki og rekur nú fjórði ættliðurinn í Hardyættinni fyrirtækið og er það nú eitt öflugasta fyrirtæki sinnar teg- undar í Ástralíu. En gefum nú Ger- ald S. Hargrave aftur orðið: „Ég tel að helsti styrkur áströlsku fyrirtækj- anna sé aö þau hafa verið fjölskyldu- fyrirtæki. Um tíma var þó álitiö að mikill gróði væri í þessari atvinnu- grein. Það orsakaöi að ýmis stórfyr- irtæki og hringir fóru að kaupa göm- ul og gróin fjölskyldufyrirtæki. Hvernig sem á þvi stóð hefur þessum stórfyrirtækjum gengið illa að reka þessi vínfyrirtæki og selt þau aftur til annarra vínframleiðenda eða fjöl- skyldna. Það einkennir sem sagt enn ásfrölsku fyrirtækin að þau eru frek- ar lítil og yfirleitt fjölskyldufyrir- tæki.“ Svo mörg voru þau orð. Að sögn Hargrave hefur þróunin mest verið á síðari árum, aðallega þó á árunum 1970 til 1984. Árið 1970 var ræktað 357.701 tonn af vínþrúgum en 1984 var framleiðslan komin upp í 518.929 tonn. í verslunum ÁTVR eru á boðstólum nokkrar tegundir af áströlskum vínum. Hvítvínin eru þrjú: Bird Series Dry sem kostar kr. 710,- og er ágætisvín, þurrt en þó er af því létt ávaxtabragð. Houghton Supreme Dry sem kostar kr. 720,- en þetta vín hefur náð miklum vinsældum. The Hardy Collect, Fumé sem kostar kr. 850,- . Þetta frábæra Fumé heillaði Sælkerasíðuna algjörlega og er án efa eitt af betri hvítvínum sem hér eru á boðstólum. Rauðvínin eru tvö: Bird Series Cab. S. Shiraz kostar kr. 710,-. Þetta vín er pressað úr Shiraz- þrúgunni sem er algengasta rauð- vínsþrúgan í Ástralíu. Þetta er kraftmikið vín sem er í háum gæða- flokki miðað við verð. Hitt rauðvínið er Hardy Collection Cabinet Sauv. 1984 og kostar kr. 910,-. Hér er um mjög svo áhugavert gæðavín að ræða sem gaman er að eiga í vínkjallaranum. Já, ástralski vínheimurinn er svo sannarlega áhugaverður. Hvernig væri að hafa á boðstólum nokkur áströlsk gæða- vín í verslunum ÁTVR tii viðbótar við t.d. góðan Rieshng nú eða ástr- alskt púrtvín? Vínið vinnur á elli kerlingu Fyrir nokkru var bent á það hér á Sælkerasíðunni að glas af góðu víni væri gott fyrir heilsuna. Bent var á að samkvæmt rannsóknum væri það sérlega hollt og gott fyrir eldra fólk að drekka eitt til tvö glös af víni á dag. Ýmsir hneyksluðust á þessum skrifum og var meðal annars hringt í Sælkerasíðuna og hún skömmuð fyrir óskammfeihnn áfengisáröður. En - viti menn, frændur vorir Sviar hafa hingað til ekki verið álitnir mjög frjálslyndir í áfengismálum. Þrátt fyrir allt hafa þeir þó orðið að viður- kenna að gott rauðvín, nú eða þá hvítvín, er bæði hollt og gott fyrir eldri borgarana. Nú er sem sagt farið að bjóða léttvín á sumum dvalar- heimilum aldraðra í Svíaríki. Væri nú ekki ráð að taka þetta upp hér? Það mætti án efa minnka lyfjakostn- aðinn allverulega og svo myndi fólk- inu líða betur, skiptir það ekki öllu máli? Þrælgóöur kjúklingur Nú geta eldri borgarar í Svíþjóð fengið sér glas af góðu víni á dvalar- heimilum þar í landi. Frakkar eru duglegir að matreiða kjúklinga eins og flestallt annað. Þeir segja að matreiða megi kjúklinga á ótal vegu og jafnvel á fjölbreyttari hátt en annað kjöt. Ýmsir frægir matreiðslumenn hafa burstað rykið af gömlum uppskriftum og boðið gestum sínum „gamla” rétti en að- lagað þá nútímanum. Einn helsti og mesti matargerðarmaður Frakka heitir Roger Vergé. Hann býður t.d. gestum sínum kjúkhngarétt sem hann matreiðir samkvæmt uppskrift frá móður sinni. Þessi réttur er mjög óvenjulegur en frábærlega góður, satt best að segja einn sá besti sem Sælkerasíðan hefur bragðað. Það sem er óvenjulegt við þennan rétt er hve mikið er notað af hvítlauk og svo er kjúklingurinn soðinn í rauðvíns- ediki. Þrátt fyrir þetta fmnst varla hvítlauksbragð af kjúklingnum og ekki af andardrætti þess sem snæðir þennan góða rétt. Byrjið á því að búa til soð úr 'A teningi af kjúkhnga- krafti og hálfum teningi af græn- metiskrafti og 1 msk. af tómatkrafti, hér er miöað við 1 lítra af vatni sem er soðið þar til 'Á htri er eftir. Þá þarf 2 kjúklinga, hlutið þá niður og notið aðeins bringurnar og lærin. Annað sem þarf er: 15 hvítlauksrif, 1 'A dl rauðvínsedik, timjan, esdragon, lárviöarlauf, salt og pipar. i —t Franski matreiðslusnillingurinn, Ro- ger Vergé lærði þennan kjúklinga- rétt af móöur sinni. Það þarf engan að undra aö hann bjóði gestum sín- um þennan rétt því að hann er frá- bær. Steikið kjúklingabitana á pönnu, kryddiö meö salti og pipar. Steikiö hvílauksrifm í smjöri í potti. Þegar kjúklingabitarnir eru orðnir fallega brúnir eru þeir settir í pottinn með hvítlauknum. Vínedikinu er nú hellt í pottinn og kryddið sett í hann. Rétt- urinn á nú að sjóða í 20 mín. Ef þurrt verður í pottinum má bæta soði í hann. Takið kjúklingabitana upp úr pottinum og haldið þeim heitum. Sælkerinn Sigmar G. HaukssOn Helhö soðinu í pottinn og látið allt sjóða kröftuglega nokkra stund. Sós- una má nú þykkja með maizena- mjöh, hveiti eða sósujafnara eftir smekk. Sósan er svo síuð yfir kjúkl- ingabitana. Þessi réttur verður enn betri ef bætt er í sósuna grænum pipar og nokkrum steinlausum rús- ínum. Já, það má laga úrvalsrétti úr kjúkhngakjöti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.