Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Page 22
22 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Bónstöð í Framtíö Þar sem framtíðin er þar erum við. Fljót og góð þjónusta með úrvals efnum. Hjá Jobba Bónstöö í húsi Framtíðar Faxafeni 10 Sími 685100 (149) VERfl CA.KR. 119.000,- inciar lumúli 32 Sími: 680624. ‘TI -1--1jnartíma 667556. fh+r KOMUM HEIM, MÆLUM OG RÁÐLEGGJUMí VALIÁ INNRÉTTINGUM • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. ELDHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR OG BAÐ- INNRÉTTINGAR, I hvltu, hvitu og beyki, gráu, gráu og hvftu, eik, beyki, furu og aski. Við erum við hliðina á Álnabæ i Siöumúla. Opið 9-19 alla daga. Laugardaga 10-16. Sunnudaga 10-16. Eiginkonur, unnustur! Ef Bosch rafmagnsverkfæri leynist í jólapakkanum er engin afsökun lengur að fresta endurbótum á heimilinu! Gefið gjöf sem gerir gagn um ókomin ár Opið i dag til kl. 18 Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16, s. 691600. Útsölustaðir Mikligarður, Reykjavík Valfell, Úlafsfirði Málningarþjónustan, Akranesi Jón Fr. Einarsson, Bolungarvik Byko, Kópavogi og Hafnarfirði Húsasmiðjan, Reykjavík Akurvik, Akureyri Stapafeli, Keflavik Póllinn, Ísafirði Fjölmiðlar_______dv Desember-mál Ég gat þess í grein fyrir skömmu að skammdegið væri mikil uppspretta gróusagna og kjaftagangs. Fyrru'm forseti Hæstaréttar hefur heldur bet- ur fundið fyrir þessu sérkenni árstíð- anna upp á síðkastiö og skal hér ekki farið út í þá umræðu en tvö atriði henni skyld langar mig til að fjalla örlítið um. Hið fyrra er með hvaða hætti svona mál berast til almennings, hið síðara hvemig fjölmiðlar standa í stykkinu við að kryfja málin til mergjar. Réttlausir menn? Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem kerfið lekur upplýsingum um ákæru eða ásökun á mann án þess að hafa tryggingu fyrir því að hann frétti af málinu áður en fjöl- miðlar taka það til umfjöllunar. í fyrra skiptiö var það þegar settur ríkissEiksóknari sneri sér til alþingis til þess að biðja um að alþingismaður og fyrrverandi bankaráðsmaður í Útvegsbankanum yrði sviptur þing- helgi svo unnt yrði að ákæra hann í svokölluðu Hafskipsmáli. Þá mun þingmaðurinn hafa fyrir tilviljun átt erindi niður í þing síðdegis á laugar- degi, þar sem hann frétti af bréfi sak- sóknarans, en önnur tilviljun réð því að hann var þá ekki erlendis á vegum þingsins. Fréttin birtist um kvöldið í fjölmiðlum. Hitt skiptið var mál forseta Hæsta- réttar, þar sem fjölmiðlar helltust yfir hann án þess að hann vissi að málið hefði verið gert opinbert. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að ráða þá gátu hver hafi komið þessum málum til fjölmiðla. Það skiptir held- ur ekki máli því í báðum tilvikum áttu málin erindi þangað. Það sem mér finnst gagnrýnivert er hins veg- ar að opinberir aðilar skuli vera að pukrast með svona mál án þess að ráða við pukrið og án þess að þeir sem mest kemur það við viti af því. Ekki bætir úr skák að í báðum tilvik- um veit sami aðili, einn af hand- höfum forsetavaldsins, forseti sam- einaðs þings, um málið áður en það lekur til fjölmiðla. Nú vil ég að það komi afdráttar- laust fram að mér dettur ekki í hug að þingforsetinn hafi lekið málinu. Guðrún Helgadóttir tekur starf sitt áreiðanlega allt of alvarlega til þess að hún stundi slíkt. En sjá menn ekki í hve slæma aðstöðu hún er sett með svona vinnubrögðum? Halda menn virkilega að ekki séu til nógar Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson rógtungur sem vifja klína þessu á hana? Er ekki lágmark að þeir sem með þessi mál pukrast sjái tfi að ann- að virðulegt embætti sé ekki dregið ómaklega inn í svona vinnubrögð? Sjálfstæði fjölmiðla Ég sagði hér fyrr að vissulega hefðu bæði þessi mál átt erindi í fjölmiðla. En umræðan þar um þau bæði hefur vakið ýmsar spurningar. Hvemig vinna fjöimiðlamenn í svona málum? Láta þeir pólitíkusa mata sig á stað- reyndum eða reyna þeir að vinna sjálfstætt, rannsaka máhn á eigin spýtur? Ég spyr fyrst og fremst vegna síð- ara málsins, brennivínsmálsins margumrædda. Mér hefur fundist ákaflega lítið fara fyrir gagnrýninni umræðu í fjölmiðlum um málið nema hvað fjallað hefur verið ræki- lega um vínkaup tiltekins manns og síðar dálítið um kaup annarra í svip- aðri aðstöðu. Getur verið að fjölmiðl- um hafi fljótlega orðið ljóst að óþægi- lega margir væru flæktir í máhð og gamla góða pólitíkin hafi einhvers staðar komist í spfiið? Var kannski einhver sem hvíslaði að öðrum að vissast væri að fara varlega og láta nægja að hengja einn? Hvar á að draga mörkin um óviðurkvæmilega notkun heimilda? Hver getur sagt til um það? Hvað höfðu þeir í huga sem settu reglumar umfram það sem skrifað stendur? Er hugsanlegt að hvað sem mönnum finnst núna þá hafi menn í þá daga hugsað þetta sem kaupuppbót? Já, þær eru býsna margar, spum- ingarnar sem er ósvarað. Fastir liðir í des- ember - og glætur Desember er annars sérkennileg árs- tíð í fiölmiðlum. Þá er tvennt sem að öðm jöfhu yfirskyggir alla umræðu í fiölmiðlum. Annars vegar af- greiðsla fiárlega og skyldra mála í þinginu sem alltaf er eins að því leyti að hún fer ekki fram fyrr en í síð- ustu lög og tryggt er orðið að þing- menn séu orðnir svo heimfúsir að þeir samþykkja nærri hvað sem er til þess að sleppa. Fjölmiðlar yfirfyll- ast af „fréttum“ af gangi mála við Austurvöll enda þótt hvorki þing- menn né kjósendur viti í raun hvaö er verið að samþykkja (kannski hefði verið rétt að telja ráðherrana þama með). Hins vegar er það svo efni tengt jólunum sjálfum sem hellist yfir fiöl- milana. Þar á ég bæði við auglýs- ingarnar og fréttir og umfiöUun um það sem á boðstólum verður. EðlUega fer þar einna mest fyrir umfiöUun um bækur enda stærum við okkur af því að vera einstök bókaþjóð. Fjölmiðlar birta fréttir af bókaútgáfu enda bókaauglýsingar drjúg tekjulind þeirra. Ritdómarar skrifa háfleygar og lærðar greinar um bókaútgáfuna og svo læðist grein og grein með frá fólki sem vill vekja sérstaka athygli á því máh sem um er fiallað í nýútkomnum bókum. í Ríkisútvarpinu dynur yfir mikUl lestur úr nýjum bókum og sjón- varpsstöðvarnar era farnar að sinna bókaútgáfu miklu meira og betur en áður gerðist. ÁbyggUega er bókaumfiöllun ekki eins mikU í fiölmiðlum í nokkru öðru landi. Fjölmiðlar hér virðast helst ekki vilja viöurkenna það fyrir sjálf- um sér að bókaútgáfa er ekkert ann- að en viðskipti og bækur eru í harðri samkeppni við aðra vöra sem fólk notar mest til jólagjafa. Bækur eru að vísu í augum okkar margra öðru vísi vara og rétthærri en t.d. vöfflu- járn og fótabaðstæki en engu að síður verður að viðurkenna að það er ekki nema hluti þeirra bóka, sem flæðir um verslanir og fiölmiðla í jólamán- uðinum, sem á skilið þá miklu um- fiöllun sem þær fá. En þrátt fyrir þessi sjálfskipuðu fiölmiðlamál í desember læðast ýms- ar glætur með sem rífa okkur út úr drunga vanafestunnar. Sjónvarps- efni það sem á boðstólum er nú í desember er líklega fiölbreyttara en við höfum átt að venjast í þessum mánuði. Á Stöð 2 eru til dæmis marg- ar úrvalskvikmyndir í boði og marg- ir innlendir þættir í Ríkissjónvarp- inu vel þess virði að eyða í þá kvöld- stund. Til að mynda var fullveldis- dagurinn mjög vel heppnaður þar, með leikriti Birgis Sigurðssonar, Degi vonar, og svo ágætum og vel unnum þætti um Þórarin Eldjárn. Líklega ætlar fréttaþáttur Ríkis- sjónvarpsins á sunnudögum að fest- ast vel í sessi. Það er mikil framfór í því að leggja Kastljós niður og taka þetta form upp. Kastljósið var ágæt- ur þáttur í upphafi en búið að ganga allt of lengi og var satt best að segja orðið þreytandi í lokin. Þarfur þjónn, sem orðinn var að húðarklár og hef- ur nú fengið verðskuldaða hvíld. Spurning er svo hvort Sjónvarpið tekur þá ákvörðun að færa fréttatíma sinn til hálfátta. Danir kváöu vera búnir að breyta í hina áttina, það er að hafa sína tvo sjónvarpsfréttatíma ekki lengur á sama tíma. Raunar held ég að það sé skynsamlegri leið. Úr því að sjónvarpsmenn þorðu ekki að halda áfram með fréttatímann klukkan hálfátta á sínum tíma eiga þeir að lcggja áherslu á einhvers kon- ar sérstöðu í fréttaöflun og ná til sín áhorfendum með þyí móti. Besta sér- staðan er vitaskuld að vera með betri fréttir, pottþéttara fréttanet, og til þess á Sjónvarpið að hafa alla burði. ast með svona mál án þess að ráða við pukrið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.