Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Popp Pælingar: Það besta frá fe* útlöndum Nú þegar aöeins lifa þrjár vikur af árinu 1988 og obbi þeirra platna sem út koma á árinu er lýðum ljós er rétt að staldra við og bregða mæli- stiku á árangurinn. Tilefni þessara vangaveltna er að á næstu dögum birta ensk tónlistar- blöð dóma sína um bestu plötur árs- ins. nokkuð sem tónlistaráhuga- menn víða um Evrópu bíða spenntir eftir. Þessir Salomonsdómar breska poppskríbenta eru svolítið fyndið fyrirbæri. Hnausþvkk spámanns- gleraugu eru sett upp. fálmað eftir frumlegum nýliðum eða furðufugl- um og þeim síðan hampað af fmnanda og hans miðli. Smartast er auðvitað að hafa erindi sem erfiði og er það upphefð hverjum skríbent að ýta i sviðsljósið tilvonandi stjörnum. Gott dæmi um slíkt ferli eru Sykur- molarnir og Melody Maker í fyrra. Hér er ekki verið að gera lítið úr starfi breskra poppskríbenta, síður en svo, markmið þeirra er háleitt og það ber að virða. Þeir veita nýju blóði inn í tónlistarheiminn sem örlitlu mótvægi viö vinsældalistaprumpið. Hugmyndaauðgi og andleg frjó- semi einskorðast þó ekki við nýliö- ana eingöngu. Hér á eftir er ætlunin að velta vöngum yfir hvernig tilvon- andi dómar Tjallana komi til með að verða. Það er kannski óðs manns æði og merki um mikilmennsku að ætla að voga sér dómsvald yfir þeim þús- undum erlendra plötutitla sem út hafa komið á árinu. Hér verður samt reynt. House of Love Nýliðasveit frá London undir for- ystu Guy Chadwick gat af sér frum- burð sem verður aö telja til há- punkta tónlistarársins. Plötuna ein- kennir rífandi kraftur og sköpunar- gleði er leiftrar milli tveggja póla sem kenna má við bjartsýni og böl. Frum- leiki tónlistarinnar minnir á vissan hátt á Velvet Underground enda Lou Reed í hávegum hjá lagasmiðnum Chadwick, á meðan hljómfallið er eins og ómur mitt á milli Smiths og Jesus and Mary Chain. Hljómsveitin House of Love hefur hannað í andans arkitektúr heil- steypt verk, ástarhreiður. Þessi plata verður á einhverjum lista, einhvers staðar. Nick Cave Árið 1988 hefur opinberað Nick Cave sem annað og meira en tónlist- armann. í apríl sendi hann frá sér bókina „King Ink“ (heiti eins af betri lögum Birthday Party) sem inniheldur ljóð, smásögur og teikningar Cave frá síð- ustu 6-7 árum og í sumar bætti hann um betur þegar út kom skáldsagan „And the ass saw the angel" sem hann var rúm tvö ár að vinna. Ofan á þetta lék Nick Cave í sinni fyrstu kvikmynd á árinu og í janúar vann hann að plötuupptöku ásamt hljóm- sveit sinni The Bad Seeds. Á meðan á upptökum plötunnar stóð, sagði Nick Cave í viðtali við enskan blaðamann að lagasmíðar og plötugerð væru honum frygðar fálm sem erfitt væri að hætta. Cave sagði einnig að með tímanum yrði það örð- ugra hveijum tónlistarmanni að bæta sig og þegar sá dagur kæmi að hann hefði ekkert nýtt og ferskt fram að færa þá færi gítarinn í tunnuna. Öskukarlar í Berlín, þar sem Cave hefur búið undanfarin þrjú ár, geta þó ekki átt von á að sjá hljóðfæri kappans í tunnunni á næstunni. Það staöfestir nýja platan Tender Prey. Platan sannar Cave sem frábæran lagasmið og í textunum, sem standa fyrir sínu eins og ávallt þegar Cave á í hlut, er fantaserað með djöfla, ást og rafmagnsstóla svo eitthvað sé nefnt. Þessi plata verður á einhverjum lista, einhvers staðar. Go Betweens Eins og Nick Cave er hljómsveitin Go Betweens áströlsk. Illu heilli hafa íslendigar að mestu farið á mis viö þann geðþekka popp-kvintett sem annars flytur melódiskt gáfumanna- popp af mikilli mýkt og fimi. Go Betweens hefur starfað í tæpan áratug og á þeim tíma sent frá sér hverja gæðaplötuna á eftir annarri, 16 Lovers Lane er líklega 7. plata hljómsveitarinnar og sem fyrr eru Robert Forster og Grant McLennan í aðalhlutverkum. Yrkisefnið er í flestum tilfellum ástin og poppið er ferskt. Hljómsveitin er laus við allan rembing (kannski búin að gefa upp alla von um að slá almennilega í gegn), virðist samkvæm sjálfri sér og árangurinn er heiðarlegt verk. Þessi plata verður á einhverjum lista, einhvers staðar. Waterboys The Go-betweens. Skoska hljómsveitin Waterboys bærði á sér eftir rúmlega þriggja ára þymirósarsvefn í september sl. Þessi langi svefn var þó í raun aðeins sú hlið er sneri að almenningi því inn- viöir sveitarinnar höfðu ýmislegt að starfa á þessu tímabili. Eftir útkomu This is the Sea 1985 og hljómleika- ferðarinnar er fylgdi í kjölfarið, virt- ist sveitin stefna í andlega blindgötu. Mannabreytingar voru tíðar og ágreiningur innan sveitarinnar var slíkur að Waterboys líktist mest stjórnlausu rekaldi á miðju ballar- hafi. Mike Scott lýsti á þessum tíma yfir áhuga sínum á að flytjast til NY í þeim tilgangi að ná áttum og fá frið til að semja. Og vist hélt Scott í vest- urátt en þó ekki lengra en til Galway héraðs á vesturhluta írlands. Þar tók hann að sér þróunaraðstoð til handa Waterboys. Hann drakk í sig írska sögu og tónlist, samdi af krafti og stöku sinnum tróð hljóm- sveitin upp á litlum sveitakrám í Galway. Um áramótin ’86-’87 héldu Wat- erboys í einkastúdíó U2 í Dublin og tóku upp það efni sem þá hafði safn- ast fyrir, Þau lög prýða fyrri hlið nýju plötunnar, Fishermans Blues. Seinni hliðin var hins vegar hljóðrit- uð í byijun þessa árs í Galway. Það má því ljóst vera að ekki var anaö að neinu, þó platan sé í raun hrá og laus við allt nostur. Styrkleiki henn- ar liggur í lagasmíðunum auk þess sem um hana leikur ferskur andvari írskra áhrifa. Þessi plata verður á einhverjum lista, einhvers staðar. REM Á átta ára ferli hefur REM afrekað fimm LP-plötur er skapað hafa sveit- inni viðurnefni eins og besta rokk- hljómsveit Bandaríkjanna. Þegar búiö er að hefja hljómsveit í hæstu hæðir eins og gert hefur verið með REM getur orðið erfitt að standa undir þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru. Sjötta plata REM og sú fyrsta á merki Warner bræðra kom út í byrj- un síðasta mánaðar og kallast Green. Hún er eins og fyrri verk hljómsveit- arinnar frekar tormelt og allt að því fráhrindandi viö fyrstu kynni. Það Nick Cave. er þvi ekki út í hött að kalla hana plötu morgundagsins því hlustand- inn þekkir hana betur í dag en í gær og á morgun uppgötvar hann enn eitthvaö nýtt þannig er hægt að vera langan tíma að kynnast tónlist REM, alltaf nýir fletir, nýjar víddir. REM stendur undir nafni sem besta rokksveit Bandaríkjanna og virðist treysta stöðu sína enn frekar sem slík, með útkomu Green. Þessi plata verður á einhveijum lista, einhvers staðar. The Waterboys. og allt hitt Þær fimm plötur er hér hafa veriö nefndar litast auðvitað að einhveiju leyti af smekk þess er þetta ritar. Hér vantar auðvitað glás af góðum plöt- um með flytjendum á borð viö U2, Sonic Youth, 10.000 Maniacs, Tracey Chapman, Prince, Morrisey, Martin Stephenson og Sykurmolana. Plötur meö þessum flytjendum verða líka á einhverjum listum, ein- hvers staðar. The house of love. Geiri Sæm. Jólaútgáfa Skífunnar: Sól og tungl, strax! Jólaútgáfa Skífunnar samanstendur að þessu sinni af 8 plötum. Jólaplötu, barnaplötu, tveimur klassískum plötum og þremur poppskífum. Síðan skein sól hefur starfað í rúmt ár og frum- burður sveitarinnar er nýlega kom- inn út. Þar er á ferö rokkplata sem varkið hefur nokkura athygli og greinilegt er að liðsmenn kunna vel til verka enda flestir vel sjóaðir í bransanum. Lögin eru öll eftir hljóm- sveitina er Helgi Björnsson söngvari gerði textana. Geiri og Tunglið Allt frá því Geiri Sæm. kyijaði með Pax Vobis fyrir nokkrum árum hefur hann þótt í hópi ágætustu söngvara landsins af yngri kynslóðinni. Geiri sannaði sig sem sólóista í fyrra með plötunni Fíllinn og nú er á leiðinni önnur plata hans og hinnar ágætu hljómsveitar Hunangstunglsins, platan Er ást í tunglinu. Annað Tvíeykiö Strax sendi frá sér eftir Pólskiptin fyrir nokkrum vikum og ástæöulaust er að kynna hana frekar svo rækilega umfjöllun hefur hún fengið. Jólaplata með Ellý Vilhjálms þar sem Magnús Kjartanss. hefur haft yeg og vanda af upptökum og útsetningum. Tunglið tunglið taktu mig kallast barnaplata sem Agnes Johansen og Stefán S. Stefánss. hafa unnið. Á henni eru að finna 12 barnalög sungin af Agli Ólafssyni og Helgu Möller, og fimm smásögu upplestra. Að endingu má til með að geta plötu Rögnvaldar Siguijónssonar þar sem hann flytur píanóverk eftir Shubert, Haydn, Beethoven og Chopin, og geisladisk með Sinfóníuhljómsveit Islands sem gefin er út í minningu Jean Pierre Jacquillar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.