Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Þorvaldur Garðar fékk Ha] ski ui sko< síð - segir Halldói í hressileg Halldór á Kirkjubóli er bindindis- maöur og einn haröasti andstæð- ingur bjórs og annars áfengis hér á landi. Það er alkunna. Hitt vita færri að fyrir nærri hálfri öld skráði Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson Halldór í stúku á Flateyri. Nú er hætt að kenna Þorvald við bindindi. Halldór segir stoltur frá því að hann hafi ekki skipt um skoðum síðan. Halldór brosir í kampinn þegar hann er spurður um sinna- skipti stúkufélaga síns. „Við skul- um sem minnst tala um það,“ segir hann. „Það er margt sem gerist á langri ævi.“ Orrustan töpuð en stríðið ekki Halldór og skoðanabræður hans hafa verið á undanhaldi í bjórmál- inu og hafa tapað þar orrustu sem hann fullyrðir þó að sé ekki úrslita- orrustan. Bjórinn verður engu að síður löglegur á íslandi 1. mars á næsta ári og Ólafur Ragnar fjár- málaráðherra ætlar ríkissjóði milljarð á ári í tekjur af bjórsölu. Halldór hefur ekkert við hugmynd- ir fjármálaráðherra að athuga. „Úr því að meirihluti Alþingis - og hann ræður - vill hafa áfengi á markaðnurn þá finnst mér það sjálfsagður hlutur að reyna leggja þannig gjald á það að það standi undir einhverjum af þeim auka- kostnaði sem fellur á ríkissjóð vegna áfengisneyslunnar í landinu," segir hann afdráttar- laust. Og honum finnst bjórinn að vonum ekki of dýr því hann spáir miklum aukakostnaði fyrir ríkis- sjóð vegna sölu hans. „Ég gerði það einu sinni að gamni mínu að tala við nokkur lögreglu- embætti víðsvegar um land og spurði hversu mikill hluti af störf- um lögreglunnar stæði í sambandi við áfengisneyslu. Auðvitað gat enginn sagt mér það nákvæmlega en þeim bar öllum saman um að meirihlutinri af hennar vinnu væri þannig til kominn,“ heldur Halldór áfram og leggur þá áherslu á orðin sem honum er einum lagið. Hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.