Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Side 5
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. 5 Fréttir Harður dómur um Þjóðhagssto&iun: Leggur ekki fram gögn sem koma ríkisstjórn illa - segir PáU HaUdórsson, formaður BHMR „Þjóðhagsstofijun er undirstofnun forsætisráðuneytisins og leggur fram gögn fyrir það. Ef maður orðar þetta varlega má segja að hún leggi ekki fram gögn sem koma því illa,“ sagði Páll Halldórsson, formaður Banda- lags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, í samtali við DV. ,í Kjarabréfi, sem BHMR sendi frá sér í gær, kemur fram afar hörð gagnrýni á vinnubrögð og spár Þjóð- hagsstofnunar. Sýnt er fram á að við upphaf kjarasamninga hverju sinni eru spár stofnunarinnar svartar en um leið og kjarasamningar eru af- staðnir gerbreytist spáin til hins betra. Bent er á að í janúar 1984, rétt fyr- ir kjarasamninga, spáði Þjóðhags- stofnun 3,6 prósent samdrætti á ár- inu. í júlíspá að gerðum kjarasamn- ingum var enn spáð samdrætti en aðeins þriðjungi af upphafsspá árs- ins eða 1,3 prósent sem síðan varð að 3,6 prósent hagvexti í árslok. Fyrsta spá fyrir árið 1985 var 1,3 til 1,4 prósent aukning landsfram- leiðslu. Um mitt árið voru gerðir hógværir kjarasamningar. Strax á eftir kom spá um 3,1 prósent vöxt landsframleiðslu sem síðan reyndist verða 3,4 prósent. Fyrsta spá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1986 var um 1,9 prósent aukn- ingu landsframleiðslu. Kjarasamn- ingum lauk í febrúar 1986 en BHMR átti í baráttu fram á sumar. Þegar henni var lokið kom ný spá frá Þjóð- hagsstofnun um 3,5 prósent aukn- ingu landsframleiðslu. I desember 1986 var gerð hin fræga þjóðarsátt Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins en mik- ið var samt skiliö eftir af samninga- gerð alveg til vors 1987. Þessi samn- ingagerð byggöi á 3,5 prósent aukn- ingu landsframleiðslu á árinu 1987 en hún varð 6,6 prósent þegar upp var staöið. Síðan segir aö nú hafi Þjóðhags- stofnun sent frá sér spá fyrir næsta ár um aö landsframleiðsla 1989 verði 1,6 prósent minni en á þessu ári. Samkvæmt reynslu fyrri ára og þeim skekkjum, sem í spánum hafa verið, má gera ráð fyrir 3 prósent aukningu landsframleiðslu á næsta ári. Vegna þessa hefur BHMR gert eig- in þjóðhagsspá fyrir næsta ár og þar er því spáð að hagvöxtur aukist um 0,3 prósent á næsta ári en Þjóðhags- stofnun spáir 1,6 prósent minnkun hagvaxtar. Páll Halldórsson sagði að nauðsyn bæri til fyrir verkalýðshreyfinguna að gera sína eigin spá þegar kemur að samningum, en BHMR er nú aö undirbúa kjarakröfur sínar fyrir næstaár. -S.dór Lukkutríó: Gallaðir miðar í umferð Nokkuð hefur borið á því að und- anförnu að fólk hefur haft samband við Lukkutríó björgunarsveitanna og tahð sig hafa hlotið geislaspilara í vinning en síðan fengið að heyra að það hafi engan vinning hlotið. DV hafði samband við skrifstofu Lukku- tríós og var tjáð að galli hefði orðið í prentun 500 miða. Sá galli kemur þannig út að fólk heldur sig hafa fjarka í teningaspilinu en hefur í raun fimmu. Er einhver blettur á miðanum sem villir fólki sýn. Að sögn björgunarsveitarmanna hefur fólki verið boðið að koma á skrifstof- una og sjá hvernig tveir fjarkar eiga að líta út og öryggisnúmer til að taka af allan vafa. Allir niiðarnir séu með Stöðvar tvö númeri og því útilokað að um vinning sé að ræða. Prent- smiðja miðanna erlendis mun lag- færaþennangalla. -hlh Nonni og Manni í þýska sjónvarpinu - og heimildarmynd um ísland á undan Gizur Helgason, DV, Danmörku: Sýningar á myndaflokknum Nonna og Manna hófust í þýska sjón- varpinu á rás 2 annan dag jóla. Eins og hér verða þættirnir sex sýndir daglega og er þeim valinn tími í byij- un kvölddagskrár kl. 18.00. Á aðfangadag jóla kl. 16.15 sýndi þýska sjónvarpiö á sömu rás 45 mín- útna heimildamynd um ísland. Þátt- urinn nefndist Milli íss og elds og er tekinn af manni sem fór á skelli- nöðru umhverfis landið og var sér- staklega vel sýnt frá Suður- og Suð- vesturlandi. Var þátturinn, sem var vel heppnaður, nokkurs konar und- anfari Nonna og Manna. Húsin fyrir aldraða á ísafirði. Mikið hitamál á ísafírði: DV-mynd BB, ísafirði Samþykkt að greiða 40 millj- ónir í íbúðir aldraðra Vflborg Daviðsdóttir, DV, ísafirði: Bæjarstjóm ísafjarðar hélt lokað- an fund um stöðuna í Hlífarmálinu svokallaða en það snýst um hvort bæjarsjóður eigi að taka á sig millj- ónakostnað við byggingu íbúða aldr- aðra þar sem svo virðist að ekki hafi verið samþykkt að greiöa meira en 3-4 milljónir af kostnaði við bygging- una. Byggingarsamvinnufélagið fer hins vegar fram á að bæjarsjóður taki á sig 64 milljónir. Fjármagns- kostnaður við hana er nú orðinn 47 milljónir. Á fundinum kom fram að lögmað- ur, sem leitað var til, Andri Arnason í Reykjavík, álítur að bærinn hafi skuldbundið sig til að greiða tengi- byggingu Hlífar og þann hluta af kjallara sem kallast föndurrými og hefði tekið á móti þessari eign þegar húsið var afhent fyrir rúmu ári. „Bæjarstjórn féllst á þetta álit en hafnaði þeirri beiðni stjórnar bygg- ingarsamvinnufélagsins að greiða einnig þann hluta af kjallaranum sem kallast tómstundarými. Einnig var fallist á að greiða ijármagns- kostnað í samræmi við skuldastöðu og eignaraðild," sagði Smári Har- aldsson bæjarstjórnarmaður í sam- tali við DV. Kostnaðurinn við tengibygginguna er 24,5 milljónir og kostnaður við kjallara aö viðbættum fjármagns- kostnaði verður líklega um 10-15 milljónir, samtals um 40 milljónir. Ekki hefur þó verið gengið endanlega frá því hve mikið bærinn greiðir af vaxtakostnaðinum. Samþykkt var að greiða 20 milljón- ir með um 10 milljóna króna fram- lagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra og fella niður gatnagerðargjöld að upphæð um 10 milljónir. Óákveðið er hvenær og hvernig 20 milljónir til viðbótar verða greiddar. HiGIiJH'IAIÍILVfHK /a SKHH.VM (.Di.\T IIA(.líAm Mikíð úrval af ódÝrum og góðum flugeldum, kökum, gosum o.fl. góðgætí fyrir áramótín. Opið þriðjudai* - iostudíig irá Id. 10-22. Gamlársdag irá ld. 10-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.