Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. 27 Afmæli Magnea Hjálmarsdóttir Magnea Hjálmarsdóttir kennari, Sigtúni 27, Reykjavík, er áttræð í dag. Magnea er fædd á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi og ólst upp í Gröf í Hrunamannahreppi. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ1929 og var í framhaldsnámi í London og Bristol í Englandi 1930-1931. Magnea fór í námsferð um Norðurlönd 1931-1932 og síðar og var í framhaldsnámi í Edinborgarháskóla 1938-1939. Hún var kennari í Reykjaskóla í Hrúta- firði 1932-1933 og í Miðbæjarskólan- um í Rvík 1933-1936. Magnea tók sundkennarapróf 1937 og var kenn- ari í Skildinganesskóla 1936-1946 og í Melaskóla 1946-1978. Hún var handavinnukennari á Elliheimilinu Grund 1962-1984 og vann ásamt manni sínum, Friðriki Jónassyni, á sumardvalarheimili lamaðra og fatlaðra í Reykjadal, fyrst tvö sumur sem fóstra og fóndurkennari, síðan sex sumur sem forstöðumaður. Magnea giftist 29. desember 1966 Friðriki Jónassyni, f. 23. júlí 1907, kennara. Foreldrar hans voru Jónas Eiríksson, skólastjóri Búnaðarskól- ans á Eiðum, og Helga Baldvins- dóttir. Dóttir Magneu var Hellen, f. 11. september 1937. Hún lést af slys- förum sextán ára. Dætur Friðriks eru Jóhanna Arnljót, menntaskóla- kennari í Kópavogi, og Björk Helgaj húsmóöir og fyrrv. flugfreyja í Rvík. Bróðir Magneu var Jón, f. 1912, d. 1913. Foreldrar Magneu voru Hjálmar Jónsson, f. 25. maí 1878, d. 2. janúar 1915, b. á Syðra-Seli í Hrunamanna- hreppi, og kona hans, Guðrún Guð- jónsdóttir, f. 5. júlí 1883, d. 9. septem- ber 1916. Föðurbróöir Magneu var Guðjón, afl Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Kristjáns Sigurjóns- sonar læknis. Hjálmar var sonur Jóns, b. á Syðra-Seli, Jónssonar, b. á Syðra-Seli, Jónssonarb. á Syðra- Seli, Sigmundssonar, b. á Laugum, Auðunssonar, b. á Birnustöðum, Guðbrandssonar, bróður Þórðar, langafa Þórðar, ættfoður Thorodd- senættarinnar, föður Jóns sýslu- manns og skálds. Móðir Jóns, amma Hjálmars, var Guðrún, systir Jóns afa Ingimars Jónssonar prests, fóð- ur Jóns, skrifstofustjóra í heilbrigð- isráðuneytinu. Jón var einnig lang- afl Þorkels Jóhannessonar prófess- ors. Guðrún var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra í Hörgsholti í Ytri- hreppi, Magnússonar, b. í Steins- holti, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Ólöf Einarsdóttir, systir Narfa, afa Magnúsar Andréssonar, ætt- fóður Langholtsættarinnar, langafa Ásmundar Guðmundssonar bisk- ups og Sigríðar, móður Ólafs Skúla- sonar vígslubiskups. Móðir Jóns var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Láta- læti, Jónssonar og konu hans, Guð- ríðar Gísladóttur, systir Ólafs, bisk- ups í Skálholti, langafa Þorkels, afa Oscars Clausens rithöfundar. Móðir Guðrúnar var Kristín Jónsdóttir, b. á Úlfsstöðum í Landeyjum, Sigurðs- sonar, bróður Jórunnar, ömmu Tómasar Sæmundssonar „Fjölnis- manns“. Móðir Hjálmars var Ses- selja Guðnadóttir, b. í Syðri-Gróf í Flóa, Jónssonar, b. í Seljatungu í Flóa, Guðnasonar. Móðir Jóns var Valgerður Guðmundsdóttir, systir Brynjólfs, langafa Þuríðar, móður Þorsteins Erlingssonar. Guðrún var dóttir Guðjóns, b. á Reykjanesi í Grímsnesi, bróður Ástríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Guðjón var sonur Finns, b. á Kaldárhöfða í Gríms- nesi, Finnssonar, b. á Langárfossi í Álftaneshreppi á Mýrum, Jónsson- ar, b. á Langárfossi, Nikulássonar. Móðir Jóns var Sigríður Guð- mundsdóttir, systir Þórunnar, móð- ur Sigríðar, konu Ólafs Stefánsson- ar stiftamtmanns, ættforeldra Stephensenættarinnar. Móðir Guð- rúnar var Guðlaug Sigvaldadóttir, b. á Björk í Grímsnesi, Ingimundar- sonar, b. í Vorsabæ á Skeiðum, Sig- valdasonar. Móðir Sigvalda var Guðrún Grímsdóttir, b. á Kotferju í Flóa, Hálfdanarsonar, bróður Ein- Magnea Hjálmarsdóttir ars, langafa Hálfdanar, fóður Helga lektors og skálds og Guðjóns, afa Helga Hálfdanarsonar, lyfjafræð- ings og skálds, og langafa Hannesar Péturssonar skálds. Magnea tekur á móti gestum á heimili sínu frá kl. 15-18. Ólafur E. Guðmundsson Ólafur E. Guðmundsson frá Mos- völlum, Stórholti 32, Reykjavík, er áttræður í dag. Ólafur Eggert er fæddur á Mosvöllum í Önundarfirði ög ólst þar upp. Hann var i námi í Alþýðuskólanum á Núpi í Dýraflrði 1926-1928 og var lengst af framan af ævi sjómaður. Ólafur reri fyrst frá Kálfeyri fermingarvorið sitt, 1923, og var á mótorbátum og togur- um til 1936. Hann réðstþá kyndari á Kötlu gömlu og var m.a. í sigling- um milli Englands og Spánar í borg- arastyrjöldinni og milli Evrópu og Ameríku á fyrstu árum heimsstyrj- aldarinnar. Ólafur kom í land 1941 og vann um skeiö hjá sveitunga sín- um, Skúla á Laxalóni, og hjá Bygg- ingafélagi verkamanna. Hann fór að vinna við smíðar í Trésmiðjunni hf. 1943 þar sem hann starfaöi rúm þrjátíu ár. Ólafur lauk prófi í hús- gagnasmíði frá Iðnskólanum í Rvík 1949 og var í mörg ár gjaldkeri Sveinafélags húsgagnasmiða og er nú heiðursfélagi þess. Hann og kona hans hafa verið virk í Félagi eldri borgara og syngja bæði í kór félags- ins. Ólafur kvæntist 15. október 1938 Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, f. 13. ágúst 1913. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson, b. á Kropps- stöðum í Önundarfirði, og kona hans, Kristín H. Halldórsdóttir. Þor- valdur var sonur Þorvalds Snjólfs- sonar frá Bakkaseli í Langadal sem var ættaður úr Gufudalssveit. Móð- ir Þorvalds var Efemía Þorleifsdótt- ir, prests í Árnesi og Gufudal, Jóns- sonar, stúdents á Laugabóli, Jóns- sonar, prófasts á Stað í Steingríms- firði, Sveinssonar. Móðir Þorbjarg- ar var Kristín Halldórsdóttir, b. í Ytri-Hjarðardal, Jónssonar ogkonu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Guðrúnar var Kristín Einarsdóttir, b. í Tungu í Skutulsfirði, Ásgríms- sonar, b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, Illugasonar, ættföður Arnardalsættarinnar. Börn Ólafs og Þorbjargar eru Guðmundur, f. 1938, verkfræðingur, kvæntur Sigurrós Þorgrímsdóttur háskólanema; Þor- valdur, f. 1944, eðlisfræðingur, kvæntur Brynju Jóhannsdóttur meinatækni; Kristín Ágústa, f. 1949, borgarfulltrúi, gift Óskari Guð- mundssyniritstjóra; Eggert, f. 1952, tæknifræðingur, kvæntur Sigrúnu Þorvarðardóttur háskólanema, og Snjólfur, f. 1954, stærðfræðingur, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur lyíjafræðingi. Barnaböm Ólafs og Þorbjargar eru ellefu. Systur Ólafs eru Ragnheiður, f. 1902, átti Ólaf Hjálmarsson birgðavörð; Halldóra, f. 1906, var lengi formaður Nótar, félags netagerðarmanna; Ingileif, f. 1907, átti Óskar Gíslason, ökukenn- ara í Rvík, og Margrét, f. 1913, gift Jóni Jónatanssyni, fyrrv. b. á Hóli í Önundarfirði. Foreldrar Ólafs voru Guðmundur Bjarnason, b. á Mosvöllum, og kona hans, Guðrún J. Guömundsdóttir. Guðmundur var sonur Bjarna, b. Olafur E. Guómundsson og hreppstjóra í Tröð í Álftafirði, sonar „Glaða-Jóns“ Sigurðssonar sem ættaöur var af Hornströndum. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Hattardalskoti, Ól- afssonar, b. á Svarfhóli, Ásgríms- sonar, bróður Einars í Tungu. Móð- ir Ólafs var Guðrún Guðmunds- dóttir, systir Kristjáns, föður Ólafs Þ., Guðmundar Inga, Jóhönnu og Halldórs. Guðrún var dóttir Guð- mundar, b. á Kirkjubóli, Pálssonar. Móðir Guðmundar var Kristín, syst- ir Soffíu, ömmúSigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa. Kristín var dóttir Hákonar, b. í Tungu, Hákon- arsonar, bróður Brynjólfs, langafa Guðnýjar, móður Guðmundar G. Hagalín. Ólafur og Þorbjörg taka á móti gestum í dag kl. 17-20 í Risinu, Hverfisgötu 105. Til hamingju með daginn 85 ára Rósa Þorsteinsdóttir, Höföavegi 3, Hafnarhreppi. Guðbjörg Jónsdóttir, Kirkjuvegi 14, Selfossi. 60 ára 80 ára Sigurður Benediktsson, Málfríður Sigurðardóttir, Kleppsvegi 52, Reykjavík. Ólafur E. Guðmundsson, 50 ára Stórholti 32, Reykjavík. Rósiín Tómasdóttir, 75 ára Drangshlíð 1, Akureyri. Hiimar Árnason, Brekku við Vatnsenda. Ingibjörg Danivalsdóttir, Borgarvegi 2, Njarðvík. 40 ára Helgi S. Guðmundsson, Dísarási 14, Reykjavík. Kinhnrd .1 O Briem, 70 ára Dalseli 21, Reykjavík. Ágúst Már Ármann, Magnús Ágústsson, Aðalbraut 48', Raufarhöfh. Sigurdís Guðjónsdóttir, Gilsárstekk 8, Reykjavik. Ásbjörn Magnússon, Kvíabala 1, Kaldrananeshreppi. i miic&ii iii diíTWiibUcirnd Blaðið hveturafmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir »»-al '&f ÍSI LAI N D - DAl m ilÖ R í kvöld KL. 20.30 í LAUGARDALSHÖLL STYÐJUM STRÁKANA! Forsala aðgöngumíða hefst kl. 18 í Laugardalshöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.