Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988.
17
Lesendur
Húsnæðismál MR:
Viðhafið réttlæti
Rut skrifar:
Mikið hefur borið á skrífum um
húsnæðismál Menntaskólans í
Reykjavík og er ekki nema gott eitt
um þau að segja. En eitt er það sem
óvefengjanlega tengist þvi vanda-
máli og er það ekki minna. Vil ég
nú ræða það nokkuð frá mínu sjón-
arhomí.
Sjíólaárið 1988-89 voru teknir inn
í skólann u.þ.b. 280 nýnemar sem
þýðir um 11 bekkjardeildir. Það
gefur augaleið að Menntaskólinn í
Reykjavík rúmar ekki 11 nýjar
bekkjardeildir. Samt voru sam-
þykktir 280 nýnemar. Fimmtíu af
þessum 280 eru nemar frá stöðum
sem hafa menntaskóla til að taka
við nemendum og voru skólayfir-
völd Menntaskólans ekki skyldug
til að taka við þessum tveimur
bekkjardeildum.
Til þess að leysa húsnæðisskort-
inn sem af þessu leiðir hafa skóla-
yfirvöld greinilega tekiö þann pól
í hæðina að fella bara 2-3 bekki. -
Þetta er skakkur póll, því hann er
mjög ósanngjarn. Hann eyðileggur
heilt ár fyrir mörgum nýnemum
eða u.þ.b. 50-75 manns, sem eru2-3
bekkir. - Þessi ákvörðun varð einn-
ig til þess að fella 195 nýnema i
nýafstöðnum jólaprófum og eru
það hvorki meira né minna en 70%
3ju bekkinga og féllu 70% bæði i
stærðfræði og stafsetningu.
Af ofangreindum tölum má sjá
að íflestum.tilvikum hafa jólapróf-
in í þessum greinum ekki verið
sambærileg skyndiprófum og fyrri
æfingum sem nemendur fengu til
æfinga og fróðleiks. - Eru þessar
aðgerðir skólayfirvalda Mennta-
skólans að einhverju leyti sann-
gjarnar?
Er ekki alröng aðferð að taka inn
allt of marga nemendur (að meö-
töldum þeim sem eiga eigin svæöis-
skóia) og leysa þann vanda með þvi
að láta margt ungt fólk sitja í skó-
lanum í heilt ár, aðeins til þess að
fá ósanngjörn próf og sitja undir
því aö u.þ.b. 3 bekkir eigi að falla?
Er ekki manneskjulegra að t-aka
heldur inn þá sem rétt hafa til setu
í skólanum, svo að einhverjir
möguleikar séu fyrir hendi að ná
upp úr 3ja bekk - og halda fiöldan-
um í hæfxlegu jafnvægi? Skólayfir-
völd skólans hljóta að sjá sóma sinn
í því að láta þessi 70% vita hvort
vorpróf verði eins erfiö og nýaf-
staðin próf og eins ósanngjöm og
raun bar vitni. Þá geta kannski ein-
hverjh' bjargað sér frá heils árs
eyðileggingu innan þeirra veggja
sem rúma virðulegustu stofhun
landsins.
Það er augljóst að ekki er borin
virðing fyrir æsku landsins sem
reynir að hefia sig upp til æðri
mennta, þjóðfélaginu til góða. Ef
eðlilegt þykir að 196 nemendur fái
undir 4 í einkunn við að stafselja
sitt eigið móðurmál - hvers vegna
er þá ekki eðlilegt að ljósastaurar
dansi eða stígvél tali?
Vandamálin innan veggja MR
þarf að leysa en ekki leysa þau á
hlut nema sem vilja bara læra til
þess að vera betur undir lífið og
tilverana búnir. - „í nafniréttlætis
og mannréttinda".
Spuming dagsins í DV og svör:
Hvar á að spara
í ríkisrekstri?
Grétar Guðmundsson hringdi:
Sum dagblöðin hér taka fólk tali
á fórnum vegi og spyrja það einnar
spurningar á degi hveijum. Þetta
er vinsælt lesefni allajafna og
speglar viöhorf margra, jafnvel
þjóöfélagsins stundum, til þess sem
spurt er um.
í DV 27. des. var spurningin þessi:
„Hvar finnst þér að ætti að vera
hægt að spara í ríkisútgjöldum?"
Fjórir af sex nefndu niðurskurð á
ferðakostnaði opinberra starfs-
manna eða betri nýtingu mannafla
hjá hinu opinbera, ásamt minni
fríðindum hjá þeim sem þeirra
njóta.
Dæmigert svar hins almenna
borgara hvar sem er í heiminum,
að slegið sé á strengi þess sem sýni-
legt er og oft haft í flimtingum, svo
sem ferðalög opinberra starfs-
manna. í Bandaríkjunum er t.d.
sama uppi á teningnum þegar spurt
er svipaðrar spurningar, nema þar
eru það hermálin sem koma fyrst
upp í huga fólks þegar spurt er
hvar helst eigi að skera niður eða
spara.
Sannleikurinn er hins vegar sá
aö hvorki ferðalög opinberra
starfsmanna á íslandi né hermál í
Bandaríkjunum eru stórir eða fyr-
irferðarmiklir útgjaldaliðir hjá
hinu opinbera - miðaö við útgjöld
ríkisins til menntamála og heilsu-
gæslu svo alstærstu útgjaldaliðirn-
ir séu nefndir.
Þessir tveir þættir eru þó þeir
sem helst eru aö sliga íslenskt þjóö-
félag og þeir sem við höfum síst
efni á að halda úti í jafnríkum
mæli og krafist er. Þess vegna
finnst mér það skjóta skökku viö
að fáir skuli nefna þá til sögunnar
þegar spurt er um hvar megi helst
spara í þjóöfélaginu. Sennilegasta
skýringin á þessum viðbrögöum
fólks er líklega aö félagslegu þætt-
irnir eru ekki sýnilegir í fljótu
bragöi og þar eru allir jafnkröfu-
harðir. Ferðalög opinberra aöila
eru hins vegar mjög áberandi og
sýnileg hverjum samferðamanni
og því auðvelt að skírskota til
þeirra í önn dagsins.
O &
BJOÐUM VK>
AFALLRI
m
OG KOPERINGU
FLUGELDASALA
VIKINGS
í Félagsheimilinu v/Hæðargarð
á Sprengisandi
v/Austurver - Háaleitisbraut
v/biðskýlið Bústaðavegi (neðan Bústaðakirkju)
v/biðskýlið, Sogavegi 1 - Kringlunni
KREDITKORT
NÓG AF PÚÐRI
TIL AÐ FAGNA
NÝJU ÁRI
í GÓÐU ÚRVALI
Á BESTA VERÐI
OPIÐ:
Föstudag kl. 11-22
Gamlársdag kl. 9-16