Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 30: DESKMBKR löRS.
19
Sigurður Ringsted:
Skipin smíðuð
erlendis
„Þaö sem mér
er efst í huga nú
um áramótin og
snertir starf mitt
er hversu illa
okkur gengur að
halda verkefnum
hér innanlands,
hér er sama og
engin nýsmíöi í gangi en verið að
smíða skip fyrir islendinga um allan
heim,“ segir Sigurður G. Ringsted,
yfirverkfræðingur Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri, sem um áramótin tek-
ur ijeyndar við starfi forstjóra stöðv-
arinnar.
„Hvað mig snertir persónulega er
mér efst í huga að taka við nýju
starfi um áramótin. Það leggst vel í
mig en ég held þó að áfram verði
sami barningurinn því við getum
ekki keppt við ríkisstyrktan skipa-
smíðaiðnað erlendis."
Guirnar Ragnars:
Skólasystkini
hittust
„Það sem mér
er minnisstæðast
frá árinu eru
helst persónuleg
málefni," segir
Gunnar Ragnars
sem nú um ára-
mótin lætur af
störfum sem for-
stjóri Slippstöðv-
arinnar á Akureyri.
„Það verður mér minnisstætt að
við hittumst eina helgi í Borgarfirði
skólasystkini frá Siglufirði sem öll
urðum fimmtug á árinu og áttum
góöan tíma saman. Einnig er mér
minnisstæð ferð sem ég fór til Noregs
í haust en þar ferðaðist ég um dalina
og vesturlandið í vikutíma. Og að
sjálfsögðu er mér ofarlega í huga að
ég læt nú af störfum við Slippstöðina
eftir 20 ára starf þar.“
Jón Hjaltalín Magnússon:
Ólympíuleikarnir
í Seoul
„Ólympíuleik-
arnir í Seoul eru
mér minnisstæð-
asti atburðurinn
á síðasta ári,“
sagði Jón Hjaltal-
ín Magnússon,
formaður HSÍ.
„Von um batn-
andiefnahagslífá
íslandi,“ var svar
Jóns við spurningu um hvað nýja
árið bæri í skauti sér.
-HK
Ingunn St. Svavarsdóttir
Gjaldþrot og ný
atvinnutækifæri
„Minnisstæð-
ast er mér er ég
tók við embætti
oddvita í lok júlí
og þau umskipti
sem því fylgdu,“
sagði Ingunn St.
Svavarsdóttir,
sálfræðingur og
oddviti Prest-
hólahrepps. „Hér
var líka sérlega góð berja- og sveppa-
spretta í ár, ein sú mesta í áraraðir.
Haldið var hér reiðnámskeið sem ég
dreif mig á ásamt um það bil 50 öðr-
um og endaði það með hópreið í
Kelduhverfi.
Leiðinlegasti atburðurinn hér var
gjaldþrot rækjuvinnslunnar og
greiðslustöðvun kaupfélagsins, atvik
sem snerta alla í svo smáu sveitafé-
lagi. Jákvætt á árinu, sem er að líða,
er uppbygging laxeldis hjá tveimur
fyrirtækjum sem lofar góðu. Hér hef-
ur líka fundist gnægð af heitu vatni
sem nægir til upphitunar þúsund
húsa.
Það er ákaflega erfitt að spá hvað
nýtt ár ber í skauti sér. Ég óska okk-
ur alls góðs og vona að erfiðleikarnir
hér verði til að auka samheldni fólks
og þjappa því enn frekar saman. Von
mín og trú er sú að úr rætist hjá
okkur á nýju ári.“
-JJ
Guðrún Ágústsdóttir:
Norræna kvenna-
ráðstefnan
„Minnisstæð-
asti atburðurinn
á árinu sem er að
líða er tvímæla-
laust norræna
kvennaráðstefn-
an í Osló,“ sagði
Guðrún Ágústs-
dóttir, aðstoðar-
maður mennta-
málaráðherra.
Guðrún var í forsvari fyrir íslensku
undirbúningsnefndinni fyrir kvenn-
aráðstefnuna.
„Á nýju ári vona ég að sú sam-
staða, sem myndaðist meðal kvenn-
anna í Osló, skili sér í bættum kjör-
um þeirra. Ég óska þess líka að spá-
dómar um erfiða efnhagsstöðu hér á
Hvaðerþér minnisstæðast frá árinu 1988?
landi á næsta ári rætist ekki. Má
nefna að fískverð fer nú hækkandi
svo við getum vonað það besta.
Við búum við gott stjórnarfar sem
getur stutt landið okkar og stuðlað
að velferð þjóðarinnar. Á nýju ári er
óskandi að veðrið verði gott því þá
verður fólk hamingjusamara. Síðan
ættum við að vera góð hvert við ann-
að á nýju ári.“
-JJ
Jón Baldursson:
Norðurlanda-
meistaratitillinn
ánægjulegastur
„Norðurlanda-
meistaratitill ís-
lensku bridge-
sveitarinnar
finnst mér bera
hæst á líðandi
ári,“ segir Jón
Baldursson
bridgespilari,
„það var mjög
ánægjulegt. Annars fmnst mér fjöl-
miðlafárið í kringum ríkisstjórnar-
skiptin bera hátt yfir liðna atburði.
Auk þess sitja í manni þessar spreng-
ingar í flugvélum í útlöndum.
Nýja árið verður svo bara rólegt
og þægilegt - hvers vegna ekki?“
-ÓTT
Jóhann Hjartarson:
Einvígið við
Kortsnoj er
minnisstæðast
„Það er þannig
meö mig að mér
er jafnan minnis-
stæðast það sem
ég var síðast að
gera. Mér eru
raunar margir
atburðir minnis-
stæðir frá árinu en samt hlýtur ein-
vígið við Viktor Kortsnoj í Kanada
að vera mér minnisstæðast frá árinu
sem er að líða.
Ég er ósköp lítið farinn að hugsa
til næsta árs og get eiginlega ekkert
sagt um hvers ég vænti af því,“ sagði
Jóhann Hjartarson, stórmeistari í
skák.
-S.dór
Sigrún Waage:
Umferðarátak
félags
„Mér er efstj
huga frá árinu að
hafa leikið í Ves-
alingunum. En
sú uppfærsla stóð
allan veturinn og
fram á vor. Einn-
ig er mér mjög
minnisstætt það
umferðarátak
sem félag leikara stóð fyrir svo fækka
megi þeinn ömurlegu slysum sem
hafa átt sér s*tað,“ sagði Sigrún Wa-
age leikkona. „Ég vona að á næsta
ári eigi þetta átak eftir að bera árang-
ur og slysum fækki til muna.
Af erlendum vettvangi eru manni
efst í huga þær hörmungar sem hafa
orðið upp á síðkastið, í Armeníu,
járnbrautarslysið í London og nú síð-
ast flugslysið í Skotlandi.
Engu að síður lít ég björtum augum
til næsta árs og vonast til að slysum
almennt fækki og að efnahags-
ástandið eigi eftir að fara batnandi á
næsta ári.“
-GKr
leikara
lítrilUTI
(1 |
• ^ p
«g.
Á I M