Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Page 30
50 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. Meiming Yffir hið liðna bregður blæ blik- andi fjarlægðar Þetta er eiginlega saga bak við sög- una, orðin að ævintýri sem ljómar í minningunni, enda er það skrifaö undir forsögninni: Manstu gamla daga? Höfundur tekur líka skýrt fram í formála að ekki megi líta á þetta sem sagnfræði heldur sem minningar höfúndar sem lifði þetta ævintýri ungur að árum. Þetta er raunar líka sagan á bak við síldina því að hún sjálf er lítil söguhetja í þessari bók þó að hún sé auðvitað höfuðskepna þessa ævintýris samt. En minningin er stundum ofurlitið viðsjál. Þó að Siglufjörður væri auð- vitað sildarbær af guðs náð og Norð- manna held ég fráleitt að hann hafi verið eins ljómandi af mannkostum og allri siðprýði og honum er lýst þarna. Höfundur kvartar yfir því að síldarbærinn hafi verið rægður og smánaður og landsmenn lýst honum löngum sem díki syndanna svo að frægð Sódómu og Gómorru bliknaði við og auðvitað var þetta af öfund einni. Ég held að þetta sé of sagt. Þótt menn vissu vel að margt væri brallað í síldarbænum man ég ekki til þess að fólk hneykslaðist hástöf- um. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Gullin minning En nú er Siglufjörður ekki lengur meiri síldarbær en hvert annað þorp í fjarðarbotni hringinn í kringum landið og uppljómuð eða hneykslan- leg síidarævintýri eru að mestu úr sögunni og fæst þessara sjávartúna eiga alvitra dómara í hreppstjórasæti eða guðsþjón á oddvitastóli eins og þá Hafliða og séra Bjarna. En þótt þessi saga á bak við söguna sé gullin minning er hún fallega sögð og miðlar vafalaust mörgum réttum myndum til lesanda og svipbrigði og atvik lífsins eru bráðskýr í frásögn- inni. Fólkið, sem leitt er á sviðið, er flest öðlingar og útlendum gestum er ekki borin illa sagan heldur. Ein- staka sinnum örlar að vísu á pústr- um og sterklegum tilþrifum, en lýs- ingar á blóði og bláum augum eru ekki nærgöngular. Og ástafarið er dregið mildum línum. Fyrirmenn Siglfirðinga á þessum ævintýraárum verða flestir einstakir öðlingar og lífsspekingar í lýsingu Björns Dúasonar - og hafa ef til vill verið það. Norðmaðurinn Ole Olsen Tynes hlýtur lof og prís svo sem vera ber, og er forystuhlutverk hans í síld- arævintýrinu hvergi skorið við nögl. Hafliði Guðmundsson hreppstjóri er fáum líkur að stjómsnilli sinni og lífsviskudómum á þessu hála svefli. Ýmsar táknsögur eru sagðar um þetta. Mikil forsjá er í séra Bjarna Þorsteinssyni, jafnt á himnavegi sem jarðargötu. Mest er þó vert um þær daglífsmyndir og andrúmsblæ sem upp er brugðið í þessum frásögnum og margt er vel sagt frá skipum og erlendum skipstjórum og ýmsum timaskiptaviðburðum í sögu síldar- bæjarins. Sildarsöltun á Siglufirði. Kímilegar myndir Síðast í bókinni er allmikifl bálkur um menninguna sem birtist best í fari Þormóðs Eyjólfssonar og karla- kórsins Vísis sem varla verður oflof- aður. Loks eru rifjuð upp allmörg dægurlög sem sungin voru á þessum tima á Siglufirði og líklega flest ort þar. Þar eru ýmsar kímilegar myndir af athöfnum og umstangi sem horft er á homauga. Þetta er sjaldnast mikill skáldskapur en ágætt sýnis- hom af skemmtun fólksins á þessari tíð. Bjöm Dúason er vel pennafær, og þótt hann skrifi um Siglufjörð æsku sinnar í bjarma blikandi flarlægöar geymist þama margt sem betur er komið í bók en glatkistunni sem á sér rúm á bak við söguna. A.K. Björn Dúason: Síldarævintýriö á Siglufirði Útgefandi: Höfundur 1988 Gamalt vín á nýjum belg Eftir nokkurt hlé gefur Stofnun Áma Magnússonar á íslandi nú aftur út bækur. Samkvæmt upplýs- ingum, sem fram komu á blaða- mannafundi fyrir nokkm, mun tölvuvæðing stofnunarinnar hafa komið í veg fyrir útgáfu - þ.e. bæk- umar lokuðust inni í tölvu þar til emhver komst að því hvernig át'ti að gefa skipun um að prenta út. Nú, þegar lykilorðið er fundið, koma því út fjórar bækur i kippu og þar á meðal er Sturlustefna, safn ritgerða sem vom samdar ög flutt- ar á*sjö alda ártíð Sturlu Þórðar- sonar (1214-1284) sagnaritara en nú em liðin 704 ár síðan Sturla dó. Sturlunguáhugi - ný útgáfa og doktorar I Sturlustefnu er saman komið úrval af helstu sjónarhomum fræðimanna á Sturlu, verk hans og samtíð. Þó saknar maður þarna manna eins og Robert J. Glendinn- ing, sem Jónas Kristjánsson talar um í sinni grein að hafi „skrifað heila bók“ um drauma í íslendinga sögu; ekki þó út frá því hvort menn trúi á þá, heldur til að sýna hvem- ig draumar em notaðir til að hefja ættmenn Sturlunga upp úr mann- hafinu og gera þá að aðalpersónum sögunnar. Ahugi almennings á Sturlungu og öðmm fornum sögum hefur stóraukist á undanfömum árum, jafnvel svo að Hemmi Gunn fær mann til að svara spumingum um Sturlungu i léttum og hressum sjónvarpsþætti. Fólk á kost á nýrri útgáfu sem á eflaust sinn þátt í þessum áhuga svo að enginn þarf að bíða eftir fyrirhugaðri Sturl- unguútgáfu á vegum Fomritafé- lagsins eins og Jónas Kristjánsson segir að lesendur þurfi að gera. Jónas Kristjánsson nefnir og að fræðimenn hafi lítið sinnt Sturl- ungu en svo skemmtilega vill til að á síðustu ámm hafa komið fram tveir íslenskir doktorar í Sturlungu við erlenda háskóla: Guðrún Nor- dal og Úlfar Bragason. í ávarpsorð- um að Sturlustefnu hefur þó ekki fundist rúm til að geta þessara miklu breytinga sem orðið hcifa síð- an 1984: nýrrar útgáfu og nýrra doktora. Og ekki hefur heldur unn- ist timi til að taka saman nafnaskrá eða ritaskrá. Um ritaskrá má þó vísa lesendum í inngang aö nýrri Sturlunguútgáfu. Eina skráin í Sturlustefnu er á hluta úr blaðsíöu meö yfirskriftinni: „Handrit". Ekki kemur þó fram af hverju þessi handrit hafa ratað í skrána eða hvaö þau eiga sameiginlegt. Bókmenntir Gísli Sigurðsson Sturla kunni sittfag í upphafsgrein bókarinnar rekur Guðrún Ása Grímsdóttir flest það sem vitað er um ævi Sturlu og legg- ur áherslu á bókmenntalegt upp- eldi hans og hlutleysi í fcgsögn. Einnig vinnur hún úr þeirri hug- mynd að Sturla hafi haft með sér Kringluhandrit til Noregs árið 1263 til að mýkja skap konungs. Stefán Karlsson fylgir á eftir og beitir öll- um þunga síns lærdóms til að leiða rök að því að það sé „líklega trú- legt“ að Sturla hafi skrifað Resens- bók, alfræðihandrit sem brann í Kaupmannahöfn 1728. Sumt af Res- ensbók var skrifað upp áður og hefur verið gefið út en um annað verður að styðjast við efnisyfirlit á latínu sem Stefán birtir án þess að þýða og verður því að ráðleggja lesendum að rifja upp skólalatín- una sína og taka einn kúrs í mið- aldalatínu áður en ráðist er í þessa grein. Einnig þurfa menn að kynna sér „hvem sess alfræðibækur skip- uðu í skólum miðalda" en Stefán gengur út frá að það sé „alkunna". Við skjótan yfirlestur hjó ég eftir tveimur prentvillum í greininni og voru þær óþarfar. Hermann Pálsson skrifar grein um skáldskap Sturlu og gerir grein fyrir því að hann beri með sér að Sturla hafi þekkt vel til eldri kvæða, dróttkvæða og eddukvæða, og að hann hafi verið vel heima í goðsögum. Hermanni er mjög lagið að draga upp lifandi myndir af mannlifi á Sturlungaöld, rétt eins og hann hafi sjálfur verið viðstadd- ur, og merkileg er sú hugmynd að Sturla hafi lært þaö af latneskum málshætti að gæfan væri hverful. Tor Ulset sýnir síðan fram á að Sturla hafi þekkt eldri konunga sögur þegar hann skráði sögu Há- konar gamla. Aðferð brjóstvitsins . ÞegarhérerkomiðíSturlustefnu dettur lesanda í hug að miklum lærdómi hafi verið beitt til að sýna fram á eitthvað sambærilegt við það að Halldór Laxness hafi snemma ætlað að verða rithöfund- ur, hafi jafnan haft aðgang að al- fræði Britannicu og sé vel að sér í bókmenntum fyrr og síðar. Það var því með nokkurri von um aðrar áherslur að undirritaður réðst í grein Jónasar Kristjánsson- ar sem er óumdeildur sem einn helsti fomfræðingur landsins. í grein sinni, „íslendinga sögur og Sturlunga“, tekst Jónas á við hinar stóru spurningar þannig að hér er komin eins konar forystugrein rits- ins. Hann þakkar þann áhuga sem erlendir fræðimenn hafa sýnt sög- unum en varar þá við að telja að okkar sögur séu angi evrópskrar sagnaritunar. í staðinn bendir Jón- as hinum erlendu fræðimönnum á að bera íslenskar sögur saman við íslénskar sögur. Jónas vill bera Sturlungu saman við íslendinga sögur og miðar þá við að Sturlunga sé nærri sönn og að höfundar Is- lendinga sagna hafi talið sig skýra satt og rétt frá. Með því að bera þessar bókmenntagreinar saman ætlar hann að komast að því hvað muni satt í íslendinga sögum. Jónas pakkar nokkrum Amrík- önum saman sem hafa reynt að finna einhverja byggingu í sögun- um og segir þeim - og beinir orðum sínum líka til Norðmanna - að sög- urnar hafi enga byggingu heldur séu þær sprottnar úr lífinu sjálfu. Hann brosir í kampinn yfir að- ferðum útlendinganna og mælir sjálfur með aðferðum bijóstvitsins við rannsóknir á fornum ritum. Jónas kemst að þeirri niðurstöðu með aðferðum sínum að íslendinga sögur byggi á raunveruleikanum (eða munnmælasögum sem hann telur - þvert ofan í þá fræðimenn sem fást við munnmælarannsóknir - að jafngildi raunveruleikanum) og leitist við að lýsa honum. Þó virðist Jónas ekki telja loku fyrir það skotið að nokkuð sé ýkt í bar- dagalýsingum eins og þegar Gunn- ar og Kári drepa marga menn í senn, einir og óstuddir - því að ekkert „sambærilegt er að finna í Sturlungu“. Nýju fötin keisarans Preben Meulengracht Serensen kippir dálítið klæðunum af undan- gengnum rannsóknum hinna ís- lensku fræðimanna þegar hann tal- ar um, í framhaldi af rannsóknum Glendinnings, sem áður var vikið að, að við verðum að nálgast ís- lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar sem bókmenntatexta sem lúti innri lögmálum og losa okkur þar meö undan hugmyndinni um að sagan sé sannindaskráning líkt og ann- álar. í sögu Sturlu skiptist á frá- sagnarkaflar og leikrænar svið- setningar þegar dragi til stórtíð- inda. Samtölin og sjónarhorn í þeim noti Sturla til að túlka frá- sögnina og þannig sé m.ö.o. ekki hægt að greina í sundur form og sannleikskjarna. Allt sé háð lög- málum frásagnarinnar sem lyfti sér upp úr því að vera skráning atburða og fái sjálfstætt listrænt gildi. Leiðin að raunveruleikanum liggi um textann sem bókmennta- verk. Ágæt sagnfræði Seinni hluti Sturlustefnu snýst að mestu leyti um sagnfræðirann- sóknir. Helgi Þorláksson og Magn- ús Stefánsson reyna að komast að Bardagi á Sturlungaöld, séður með augum nútimamannsins (Snorri Sturluson eftir Þráin Bert- elsson). persónunni Sturlu og því hlutverki sem hann lék í samningnum við Noregskonung 1262 og eftirmálum hans; hvort hann var þjóðfrelsis- hetja eða drottinsviki, og er sérlega áhugavert að fylgjast með athug- unum þeirra. Guðrún Ása ritar aðra grein og sýnir nú fram á að lýsingar á sárafari í íslendinga sögu séu miðaðar við að standast réttarkröfur. Gunnar Karlsson bendir á hVemig hetjudýrkun og sjónarmið fórnarlamba hetjudáða togast á í íslendinga sögu og loks heldur Marlene Ciklamini því fram að íslendinga saga sé undir áhrif- um evrópskra trúarrita og komi það fram í meðferð höfundar á hin- um drambsama frænda sínum sem iðrist í lokin, Stúrlu Sighvatssyni. Sturlustefna er kærkomin hliðar- lesning fyrir þá sem liggja í Sturl- ungulestri um þessar mundir. Enda þótt ýmislegt í ritinu sé orðið úrelt, sumpart vegna þess hve lengi það hefur verið í vinnslu, og lítið sé gert til að sýna lesendum fram á listrænt gildi verka Sturlu Þórð- arsonar (hér eru þau P.M. Sorens- en og M. Ciklamini undanskilin) þá er tvímælalaust fróðlegt að kynna sér þau sjónarmið sem þar koma fram. Sturlustefna Ritstj. Guörún Ása Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson Stofnun Árna Magnussonar 1988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.