Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Side 31
FQS.TUR$(5/UR.30. DESEMBER 1988. Matthías Á. Mathiesen: Friðarvilji og ósamlyndi „Af alþjóða- vettvangi er mér minnisstæðastur sá mikli friðar- vilji sem hefur fylgt þróun af- vopnunarmála. Umhverfismálin settu einnig svip sinn á þetta ár og kalla á vakningu þjóöa í millum á sama hátt og afvopnunarmálin. Hér innanlands v?r slæmt árferði þetta ár. Stjórnarskiptin og ósam- lyndið í fyrri ríkisstjórn settu svip á árið. Það var mikil upplifun fyrir mig og konu mína að vera við setningu ólympíuleikanna í Seoul. Hafnar- íjörður hélt upp á 80 ára afmæli sitt á árinu og bar þar hæst opnun Hafn- arborgar, menningar- og listamiö- stöðvar, en það var höfðingleg gjöf Sverris Magnússonar lyfsala og konu hans,“ sagði Matthías Á Mathiesen, fyrrverandi samgönguráðherra. „Á komandi ári getum við vonast eftir framhaldi á þeirri þróun sem verið hefur í alþjóðamálum. Innan- lands getum við vonast til þess að vinna okkur leið út úr öldudalnum og yrði það best gert með breyttri stjómarforystu." -gse Sigrún Þorsteinsdóttir: Framboðið og þeir möguleikar sem það opnaði „Mér er minn- isstæðast fram- boð mitt til emb- ættis forseta og þeir möguleikar sem það opnaði til að þróa lýð- ræði eins og stjórnarskráin býður upp á til að forsetinn geti komið fram sem ábyrg- ur fulltrúi fólksins í landinu. Mér er einnig minnisstæður sá grátkór sem stjórnmálamenn hafa komið á hér. Það yrði eftirminnilegt ef þeim tæ- kist að væla inn heimatilbúna kreppu. Þetta er ekki vandamál held- ur verkefni sem þeir eru kjörnir til að leysa,“ sagði Sigrún Þorsteins- dóttir, húsmóðir í Vestmannaeyjum og fyrrum frambjóðandi til embættis forseta íslands. „Ég vona að á næstunni fari þjóðin að beina kröftunum að hinum raun- verulegu þörfum sínum en sinni ekki bara emhverjum löngunum. Við verðum að standa sameinuð vegna þess sem gerist í Evrópu 1992. Það þarf að gerast á næsta ári því að það verður of seint 1992. Einnig vænti ég mikils af þeim mikla viöburði sem verður í Flórens 7. janúar þegar al- heimssamtök manngildissinna koma saman. Það fer héðan um 100 manna hópur. Þessi atburður mun væntan- lega hafa áhrif um alian heim. Eins vænti ég þess að Flokkur mannsins fari í samstarf viö einhvern af stærstu flokkum landsins. Viö mun- um hafa hugsjónakraftinn og stór flokkur yrði sá bakhjarl sem við þurfum." -sme Guörún Helgadóttir: íslendingum er engin vorkunn „Frá liðnu ári er mér minnis- stæðast það sem hefur verið að gerast í afvopn- unarmálum í heiminum.. Sú þíða, sem þar hef- ur orðið, vekur nýjar vonir,“ sagði Guðrún Helgadóttir, forseti samein- aðs Alþingis. „Af innlendum vettvangi verður eftirminnilegust tilurð nýrrar ríkis- stjórnar og þær hræringar sem urðu í tengslum við hana. 51U Hvað er þér miimisstæðast frá árinu 1988? Annars hefur þetta ár verið gott. Árferði hefur verið með besta móti og aflabrögð meö eindæmum góð. Því horfi ég með bjartsýni til nýja árs- ins. íslendingum er engin vorkunn því þeir hafa það alveg í hendi sér hvernig fer.“ -Pá Ólaíúr Jóhann Ólafsson: Heimsmyndin raskaðist „Þaö sem mér er langminni- stæðast úr mínu prívatlífi frá síð- asta ári er að fað- ir minn, Ólafur Jóhann Sigurðs- son, lést síðsum- ars í júlí. Við það raskaðist heims- mynd manns ansi mikiö,“ sagði Ólaf- ur Jóhann Ólafsson rithöfundur. „í kjölfar þessa hef ég komið oftar heim og staðið stutt viö í einu. En séð meira af íslandi en ég geri yfirleitt. Þar af leiðandi er mér minnisstæður þessi leiðinda barlómur í stjórnend- um landins sem stjórnað hafa þessu gróðabúi síðustu árin. Af efnahagslífi annars staðar er mér minmstæður sá skjálfti sem hef- ur verið í bandarísku efnahagslífi, sem nú er skuldugasta þjóð í heimi. Menn tala um að heimskreppa sé í nánd og eru mjög uggandi vegna þess. En vonandi skýrist það á næsta ári. Úr hörmungageiranum eru manni minmsstæðust þessi tilbúnu flugslys og jaröskjálftarnir í Armeníu. Það verður spennandi að fylgjast með stjórnarskiptunum í Bandaríkj- unum og forvitnilegt að sjá hvernig hinum nýja forseta muni semja við Rússana. Og ég vona að efnahags- kreppan hér verði ekki í hugum skapandi manna. En það hefur sem betur fer sýnt sig að lista- og skemmt- analíf bómstrar á krepputímum.“ -GKr Haraldur Henrýsson: Sextíu ára afmæli Slysavarnafélagsins „Þegar ég lít til baka yfir árið 1988 er hugur minn helst bund- inn við þann fé- lagslega vettvang sem ég er mest tengdur, það er Slysavarnafélag íslands. Þetta hefur verið sextíu ára afmælisár fé- lagsins og þess hefur verið minnst á ýmsan hátt. Þar ber hæst mikið af- mælisþing síðastliöið vor sem bar þess órækan vott að enn býr mikill þróttur í félaginu. Það sannar líka mikið starf þúsunda karla og kvenna um allt land. Ég minnist meðal ann- ars með ánægju heimsóknar til ísa- fjarðar í sumar þegar slysavarna- og björgunarsveitir þar tóku á móti nýj- um og glæsilegum björgunarbáti sem gegnir þýðingarmiklu öryggishlut- verki fyrir ísafiarðardjúp. Einnig er mér ofarlega í huga áframhaldandi uppbygging Slysavarnaskóla sjó- manna. En ég tel það starf afar þýð- ingarmikið. Eg vildi gjarna að fiár- veitingavaldið yrði örlátara á fé til þess starfs. Mikil slysatíðrii í um- ferðinni er mér mikið áhyggjuefni. Tala látinna í ár er orðin hærri en undanfarin ár. Tölur um alvarleg meiðsli sýna aö almenn notkun bíl- belta í framhaldi af gildistöku nýrra umferðarlaga í mars hefur haft áhrif til góðs. Að því er varðar næsta ár er ljóst að þjóðin býr nú við erfiðari hag en verið hefur um hríð. Engin ástæða er til að ætla annað en úr rætist - enda leggi hver sitt af mörkum. Á vettvangi míns félags eru menn fullir áhuga til átaka í áframhaldandi slysavarna- og björgunarmálum. Hjá sjálfum mér verða þau tímamót-að frá áramótum verð ég skipaður í nýtt starf sem ég hlakka að takast á við og vona að mér auðnist að rækja í þágu réttlætis," sagði Haraldur Henrýsson, forseti Slysavarnafélags- ins og hæstaréttardómari. -sme Reykjavík Akureyri Njarovík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.