Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Page 35
FÖSTUDAQUU 30. DESEMBER 1988. 55e Sérstæð sakamál Morð eða Leonard Grieves. Dominic Osborne var rólyndur og frekar vinnusamur maður og enginn vissi neitt til þess að hann ætti sér ástmey eða hefði verið konu sinni ótrúr. En dag einn fannst hann látinn undir stýrinu á bíl sínum og þegar lögreglan kom á staðinn varð ekki annað séð en hann hefði verið myrt- ur. Þannig leit það að minnsta kosti út við fyrstu sýn. Það vaí föstudagur og klukkan orðin um níu um kvöldið er síminn á lögreglustöðinni í New- town hringdi en það var upphafið á þessu óvenjulega máli sem gerðist á Englandi. í símanum var frú Miriam Os- borne. Hún var þrjátíu og níu ára er atburður þessi gerðist í ágúst síðast- hðnum. Lögregluþjónninn, sem svaraði, heyrði þegar að konunni var allmikið niðri fyrir. Hún sagði frá því að maður hennar, Dominic, hefði ekki komið heim úr vinnunni og hún óttaðist að eitthvað hefði komið fyrir hann. Lögregluþjónninn sem svaraði í símann lét sér ekki bregða. Það var fóstudagur og því afar líklegt að Dominic Osþorne hefði komið við á krá eins og svo margir gera í vikulokin er þeir hafa fengið útborgað. Hann sagði því Miriam Osborne að vera róleg, maður henn- ar myndi vafalaust skila sér heim er liði á kvöldið. Engin ástæða virtist til að ætla að eitthvað heföi komið fyrir hann. Hann hefði áreiðanlega brugðið sér út „með félögunum" og kæmi er þeim þætti sem þeir hefðu „fengið nóg“. Morguninn eftir hringdi Miriam aftur til lögreglunn- ar og vísaði til samtalsins kvöldið áður. Sagði hún að maður hennar væri enn ekki kominn heim og fengi því vart staðist sú ályktun lögreglu- þjónsins sem hefði talað við hana kvöldið áður að maður hennar hefði brugðið sér á krá með starfsfélögun- um. Hann væri ekki vanur slíku. Meira sagði Miriam ekki í þessu sam- tali sem lauk er hún hafði verið full- vissuð um að svipast yrði um eftir manni hennar. Hafði hún þá gefið upp nafn fyrirtækisins sem hann vann hjá og nokkurra samstarfs- manna hans. Lögreglan hóf þegar að spyrjast fyrir um Dom- inic Osborne og talaði í upphafi við nokkra þeirra sem unnu með hon- um. Fékkst þannig upplýst að hann hafði farið heim úr vinnunni klukk- an tvö daginn áður, á föstudeginum, en það mátti teljast heldur óvenjulegt þegar hann átti í hlut. Enginn starfs- félaganna gat gefið á því nokkra skýringu hvers vegna hann hefði far- ið svo snemma af vinnustað. Er hér var komið sögu þótti ástæða til að hefja skipulega leit að Dominic og síðar um daginn bar hún árangur. Dominic Osborne fannst látinn um tuttugu og fimm kílómetra fyrir utan Newtown seint síðdegis. Sat hann í bíl sínum, undir stýri, en var með tvo ljóta áverka á höfði. Er rannsóknarlögregla hafði verið kvödd á vettvang og hún haföi lýst yfir að allt benti til þess að um morð væri að ræða héldu rannsóknarlög- reglumenn heim til frú Osborne. Henni brá við fregnina en er hún virtist hafa jafnað sig nokkuð báöu rannsóknarlögreglumennirnir hana um að svara nokkrum spurningum. Dominic Osborne. Vísbending Frú Osborne sat hljóð á meðan einn rannsóknarlögreglumannanna varpaði fram þeirri spurningu hvort hún gæti komið fram með nokkra tilgátu um hver morðinginn væri. Þá sagði hún að nokkru áður hefði hún komist að því að maður hennar hefði verið henni ótrúr. Ætti hann ástmey í næstu borg, Lewkesbury. Það fannst lögreglumönnunum ekki ótrúlegt. Kenning Miriam var á þá leið að ástkonan hefði myrt Dominic. Sjálf kvaðst hún skömmu áður hafa komist að sambandi mannsins sín og þessarar konu og í kjölfarið hefði fylgt mikið rifrildi þeirra hjóna. Kvaðst Miriam hafa krafist þess að hann hætti þegar að umgangast konuna. Síðdegis á fóstu- dag, eftir að hann fór úr vinnunni, hefði hann vafalaust átt stefnumót við ástkonuna og sagt henni að hann myndi nú binda enda á samband þeirra. Hún hefði þá greinilega brugðist við með því að ráðast á hann. Aðspurð hver ástkonan væri sagð- ist Miriam ekki vita það. Það þótti lífsreyndum rannsóknarlögreglu- mönnunum ótrúlegt því venjulega ganga eiginkonur hart fram í að fá að vita hver sú kona er sem ógnar hjónabandi þeirra við slíkar kring- umstæður. Einkennileg niðurstaða Þetta var ekki það eina sem vakti undrun lögreglunnar og olli þeim sem rannsókninni stýrðu miklum heilabrotum. Skömmu eftir viðtaliö við frú Osborne barst niðurstaöa lík- skoðunar á Dominic Osborne. Sýndi hún að hann hafði ekki látist af högg- unum tveimur, sem hann haföi feng- ið á höfuðið, heldur af koltvísýrings- eitrun. Nú þótti rétt að taka á málinu á enn ákveðnari hátt en fyrr því málið var búið að taka á sig annarlegan blæ. Brátt kom líka ýmislegt í ljós sem fáa hefði grunað. Miriam Osborne hafði átt elskhuga, Leonard Grieves sem var þrjátíu og sjö ára, í rúmt ár. Þá hafði Dominic Osborne látiö líf- tryggja sig síðla árs 1987 fyrir jafn- virði um þriggja og hálfrar milljónar króna. í líftryggingarskjalinu var hins vegar ákvæði um að trygging- arféð yrði ekki greitt ef sá tryggði svipti sig lífi innan árs frá þeim tíma er hann haföi keypt trygginguna. Kenningin sem lögreglan kom nú fram með var í fyrstu leyndarmál nokkurra manna sem héldu á fund frú Miriam Os- borne en í ljós kom að hún reyndist rétt. Er þeir komu heim til hennar hófst mikil yfirheyrsla og lauk henni með því að hún sagði allt af létta en það jafngilti játningu...en þó ekki ját'n- ingu á því að hafa myrt Dominic Osborne. Áfimmtudegin- um, daginn áður en Dominic hvarf, haföi hann komið heim til konu sinnar og sagt henni að hann hefði komist að því að hún stæði í ástarsambandi við Leonard Grieves. Hafði hann borið sig illa vegna þess vanda sem upp var kominn. Morguninn eftir haföi Dominic far- ið til vinnu og skömmu síðar hafði kona hans farið að heiman. Síðdegis, er hún kom heim, fannst henni eitthvað athugavert við bíl- skúrinn og er hún fór að athuga hann nánar sá hún að bíll manns hennar var í honum og hann í honum. Hún komst inn í skúrinn og sá þá að hann hafði svipt sig lífi með því að setja vélina í gang og bíða þess að eiturguf- urnar kæfðu sig. Vandi á höndum Um hríð hafði Miriam staðið sem lömuö en svo hafði hún hringt til Leonards Grieves og sagt honum hvernig komið væri. Nokkru síðar kom hann og þá sagði hún honum að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum komast upp að Dominic hefði framið sjálfs- morð því þá fengi hún ekki líftrygg- ingarféð eftir hann greitt. Nú voru góð ráð dýr. Hvað var hægt að gera svo að tryggingafélagið yrði að horga? Skömmu síðar varð hugmyndin til. Um kvöldið settist Miriam Osborne undir stýrið á bíl mannsins síns sem lá látinn í honum. Hún ók út fyrir borgina að trjá- lundi og þar dró hún líkið af Dom- inic undir stýrið en tók síðan fram þungan hamar og sló tvö þung högg í höfuðið á líkinu. Síðan íleygði hún hamrinum í stöðuvatn þarna nokkru frá. Leonard Grieves hafði komið ak- andi á eftir henni í sínum bíl. Er þau höfðu skoðað öll verksummerki fannst þeim sem engum sem að kæmi gæti dulist að um morð væri að ræða. Er þau höfðu ekið aftur til New- town hringdi Miriam svo til lögregl- unnar. Fyrir rétt Fyrir nokkru kom Miriam Osborne fyrir rétt. Málið vakti verulega at- hygli vegna þess hve óvenjulegt það er. Reyndar hafa sumir komist svo að orði að Miriam „hafi myrt látinn mann“. Aö sjálfsögðu gat rétturinn ekki dæmt hana fyrir morð því sannað var að Dominic Osborne var látinn er honum voru veittir höfuðáverk- arnir. Miriam fékk því aðeins hálfs mán- aðar fangelsi fyrir að hafa leikið illa hk og reynt að blekkja lögregluna með ósannindum. Leonard Grieves var ekki hægt að dæma. Hann hafði í rauninni ekkert annað gert en aka Miriam heim eftir að hún hafði ekið bílnum að tijálund- inum og ekki þótti sannað að hann hefði átt það mikinn þátt í að reyna að blekkja lögregluna að refsivert gæti talist. Miriam og Leonard fluttust skömmu síðar til annarrar borgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.