Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Side 38
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988:
.§8
Afmæli
Árni Benediktsson
Árni Benediktsson framkvæmda-
stjóri, Kjalarlandi 23, Reykjavík, er
sextugur í dag. Árni er fæddur á
Hofteigi á Jökuldal og ólst þar upp
fram undir fermingu. Hann lauk
verslunarprófi frá Samvinnuskól-
anum 1949 og vann síðan í Land-
smiðjunni, Hraðfrystistöðinni hf. á
Sauðárkróki og Meitlinum hf. í Þor-
lákshöfn. Árni var framkvæmda-
stjóri Kirkjusands hf. 1963-1977 og
Framleiðni sf. 1977-1985. Hann var
formaður Félags Sambandsfisk-
framleiðenda 1968-1985 og fram-
kvæmdastjóri þess félags frá 1986.
Árni er varaformaður stjórnar Fisk-
veiðasjóðs íslands, í stjórn Fiskifé-
lags íslands, Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins, Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna og Út-
vegsfélags samvinnumanna.
Arni kvæntist 27. maí 1950 Björgu
Dúfu Bogadóttur, f. 31. júlí 1929,
verslunarmanni. Foreldrar Bjargar
eru Bogi Stefánsson, b. í Garði í
Kelduhverfi, síðar leiktjaldasmiður
í Þjóðleikhúsinu, og kona hans, Sig-
urveig Einarsdóttir. Bróöir Bjargar
er Stefán læknir. Bogi er sonur Stef-
áns, b. í Ólafsgerði, Erlendssonar,
alþingismanns í Ási, Gottskálksson-
ar, b. í Nýja Bæ í Kelduhverfi,
Magnússonar, ættföður Gottskálks-
ættarinnar, forfóöur Guömundar
Magnússonar (Jóns Trausta),
Bjarna Benediktssonar forsætisráð-
herra, Thors Vilhjálmssonar rithöf-
undar og Guðmundar Benedikts-
sonar ráðuneytisstjóra. Móðir Sig-
urveigar var Björg Grímsdóttir,
systir Sveins Víkings, prests og
biskupsritara. Börn Árna og Bjarg-
ar eru Margrét, f. 14. janúar 1952,
læknir í Lundi í Svíþjóð, Björg, f.
27. september 1957, myndlistar-
kennari og blaðamaður í Luleá í
Svíþjóö, gift Bjarna Bjarnasyni for-
stjóra og eiga þau tvo syni, og Bene-
dikt, f. 23. júní 1966, háskólanemi.
Systkini Arna eru Bjarni, f. 25. apríl
1922, d. 1968, rithöfundur í Rvík, gift-
ur Öddu Báru Sigfúsdóttur, veður-
fræðingi ogborgarfulltrúa, ogeiga
þau tvo syni, Hildur, f. 15. júlí 1923,
gift Stefáni Einarssyni, d. 1985, járn-
smíðameistara og eiga þau þrjú
börn, Lára Margrét, f. 4. febrúar
1925, verslunarmaður í Borgarnesi,
gift Karli Jónssyni vegaverkstjóra
og eiga þau tvö börn, Sigríður, f. 23.
mars 1926, símavörður í Rvík, Berg-
þóra, f. 30. apríl 1927, gift Sveinbirni
Bárðarsyni flugumferðarstjóra og
eiga þau íjóra syni, Guðrún Auður,
f. 11. desember 1930, skrifstofumað-
ur í Rvík, var gift Sigurði Rúnari
Guðmundssyni verkfræðingi og
eiga þau tvo syni, Hrafn, f. 14. des-
ember 1933, skrifstofustjóri í Rvík
og fyrrum kaupfélagsstjóri á Kópa-
skeri, kvæntur Finnlaugu Óskars-
dóttur og eiga þau sjö börn, Gísh
Egill, f. 14. janúar 1936, d. 1967, flug-
stjóri, kvæntur Elísbetu Steinunni
Jónsdóttur, verslunarmanni í Rvík,
Steinar, f. 23. ágúst 1937, fyrrum
skrifstofumaður í Rvík, var kvænt-
ur Jóhönnu Bjarnadóttur og eiga
þau tvö börn og Einar, f. 15. mars
1939, d. 1986, lyfsali í Hveragerði,
fyrri kona hans var Stella Jóhanns-
dóttir og eiga þau tvö börn, síðari
kona hans var Anna Ólafsdóttir
verslunarstjóri og eiga þau eina
dóttur.
Foreldrar Árna eru Benedikt
Gíslason, b. á Hofteigi og síðar rit-
höfundur í Rvík, og kona hans, Geir-
þrúöur Bjarnadóttjr. Benedikt er
sonur Gísla, b. á Egilsstöðum í
Vopnafirði, Helgasonar, b. á Gei-
rólfsstöðum í Skriðdal, bróöur Guð-
Arni Benediktsson.
rúnar, ömmu Gunnars Gunnars-
sonar skálds. Helgi var sonur Hall-
gríms, skálds á Stóra-Sandfelli, Ás-
mundssonar, bróður Indriða, afa
skáldanna Jóns og Páls Ólafssona.
Móðir Benedikts var Jónína Hildur
Benediktsdóttir, systir Þórarins, al-
þingismanns í Gilsárteigi, föður
Jóns tónskálds. Geirþrúður er dóttir
Bjarna Gíslasonar, b. á Sólmundar-
höfða á Akranesi, og kona hans,
Guðrún Sigurðardóttir. Árni verður
að heiman á afmælisdaginn.
Til hamingju með af mælið 30« desember
85 ára 50 ára
Gestur Sœmundsson, Ægisgötu 31, Akureyri. Magnús Sigursteinsson, Vesturgötu 13, Ólafsfirði. Guðbjartur Herjólfsson, Torfufelli 18, Reykjavík.
75 ára Halldór Jóhann Guðmundsson, Haðalandi 10, Reykjavík. Pétur K. Pétursson, Álftahólum 6, Reykjavík. Konráð Guðmundsson, Viðigrund 7, Kópavogi. Sigurbjörg F. Jónsdóttir, Langholtsvegi 99, Reykjavík. Jón Dahlmann, Torfufelli 6, Reykjavík.
Guðrún J. Guðlaugsdóttir, Bræöraborgarstíg 13, Reykjavík. Jóhanna Guðjónsdóttir, Skarðsbraut 11, Akranesi. Friðieifur Sigurðsson, Karlsrauðatorgi 14, Dalvík. Laufey Kristjánsdóttir, Vitastig 4, Hafnarfirði.
40 ára
70 ára íris Sigurðardóttir, Miöbraut 10, Seltjarnamesi.
Arndís Þorsteinsdóttir, Ystu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi. Ingibjörg Sæmundsdóttir, Hraunstíg 5, Hafnarfirði. Þórdis Jeremiasdóttir, Grundargötu 55,-Grundarfirði. Bergþór Ragnarsson, Reykási 25, Reykjavík. Gunnar Guðmundsson, Njálsgötu 7, Reykjavík. Jónína Þórdis Bjartmarsdóttir, Álfabrekku, Öngulstaðahreppi. Þórlaug Þorleifsdóttir, Traðarstíg 7, Bolungarvík. Stefán Einarsson, Boðagranda 6, Reykjavík. Ólöf Hilmarsdóttir, Fögrubrekku 33, Kópavogi. Matthildur Sverrisdóttir, Lindarseli 2, Reykjavík.
60 ára
Sigriður Kristjánsdóttir, Lyngbrekku 13, Kópavogi. Þórólfur Þorgrímsson, Móabarði 24B, Hafnarfirði. Ólafur Guðmundsson, Miðvangi 14, Hafnarfirði.
Kristín Sigurðardóttir
Kristín Sigurðardóttir, húsmóðir
í Stykkishólmi, meö aðsetur að
Rauðalæk 9, Reykjavík, er sextug í
dag. Kristín er fædd á Selsundi á
Rangárvöllum og ólst upp á Rangár-
völlum fram að fermingaraldri en
flutti þá til Rvíkur. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Ingimarsskólanum -
Gagnfræðaskóla Rvíkur -1946 og
vann því næst á bæjarskrifstofun-
um í Rvík en var í lýðháskólanámi
í Danmörku 1948. Kristín bjó í Búö-
ardal 1955-1965 en hefur átt heima
í Stykkishólmi síðan 1965.
Kristín giftist 28. október 1950
Friðjóni Þóröarsyni, f. 5. febrúar
1923, sýslumanni og alþingismanni.
Foreldrar Friöjóns voru Þórður
Kristjánsson, b. á Breiðabólstað á
Fellsströnd, og kona hans, Steinunn
Þorgilsdóttir. Börn Kristínar og
Friðjóns eru Sigurður Rúnar, f. 5.
júní 1950, mjólkursamlagsstjóri í
Búðardal, kvæntur Guðborgu
Tryggvadóttur, og eigaþau þrjú
börn; Þórður, f. 2. janúar 1952, þjóð-
hagsstjóri, kvæntur Þrúði Guðrúnu
Haraldsdóttur og eiga þau fiögur
börn; Helgi Þorgils, f. 7. mars 1953,
myndlistarmaður og kennari,
kvæntur Margréti Lísu Steingríms-
dóttur og eiga þau tvö börn; Lýður
Árni, f. 24. mars 1956, framkvæmda-
stjóri, kvæntur Ástu Pétursdóttur
og eiga þau þrjú börn; og Steinunn
Kristín, f. 29. apríl 1960, háskóla-
nemiogflugfreyja.
Bræður Kristínar eru: Kristján, f.
24. apríl 1924, rafvirki og eftirhts-
maöur hjá Rafmagnsveitu Rvíkur,
kvæntur Elísabetu Rósinkarsdótt-
ur; börn þeirra eru: Guðrún, b. á
Daðastöðum í N-Þingeyjarsýslu;
Kolbeinn. lögreglumaður í Rvík og
Jakob, framkvæmdastjóri í Rvík;
Árni, f. 9. maí 1927, bifreiðastjóri á
BSR, kvæntur Önnu Guömunds-
dóttur, börn þeirra eru: Una, gjald-
keri; Sigrún, ritari; og Guðmunda,
snyrtifræðingur.
Foreldrar Kristínar voru Sigurður
Lýðsson, b. í Selsundi og á Geldinga-
læk á Rangárvöllum og síðar vakt-
maður í Rvík, og kona hans, Guðrún
Bárðardóttir. Sigurður var sonur
Lýðs, b. í Hjallanesi á Landi, Árna-
sonar, b. í Tungu, Árnasonar, b. á
Galtalæk, Finnbogasonar. Móðir
Árna Árnasonar var Margrét Jóns-
dóttir, smiðs í Háagarði í Vest-
mannaeyjum, Jónssonar. Móðir
Jóns var Guðrún Brandsdóttir, b. í
Rimhúsum undir Eyjafiöllum,
Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, ættföður Víkingslækjar-
ættarinnar. Móðir Lýðs var Ingiríð-
ur Guðmundsdóttir, b. á Keldum,
Brynjólfssonar, b. á Vestri-
Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Árbæ,
Bjarnasonar, bróður Brands.
Guörún er dóttir Bárðar, b. í Norð-
ur-Móeiðarhvolshjáleigu, Eyjólfs-
sonar, og konu hans, Guðbjargar
Jónsdóttur, b. á Stóra-Hofi, Árna-
sonar, b. á Stóra-Hofi, Jónssonar.
Móðir Árna var Guörún Erlends-
Kristín Sigurðardóttir.
dóttir, b. og skálds á Sandhólaferju,
Árnasonar, og konu hans, Guðrún-
ar Þórðardóttur, Skálholtsráðs-
manns, Þórðarsonar. Móðir Guð-
bjargar var Kristín Einarsdóttir, b.
á Reyðarvatni, Gunnarssonar. Móð-
ir Einars var Kristín Jónsdóttir, b.
á Vindási, Bjarnasonar, bróður
Brands í Rimhúsum. Móðir Kristín-
ar Einarsdóttur var Guðbjörg Þor-
steinsdóttir, húsmanns í Þorláks-
höfn, Þórðarsonar, b. í Þorlákshöfn,
Gunnarssonar. Móðir Þorsteins var
Guöríöur Pétursdóttir, systir Sig-
urðar, föður Bjarna Sívertsen ridd-
ara. Móðir Guðbjargar var Ingibjörg
Halldórsdóttir, b. í Þorlákshöfn,
Jónssonar, og konu hans, Guðbjarg-
ar Sigurðardóttur, systur Jóns, afa
Jóns forseta. Systir Guðbjargar var
Salvör, amma Tómasar Sæmunds-
sonar Fjölnismanns.
Frosti Bergsson
Frosti Bergsson, framkvæmda-
stjóri Hewlet Packard á íslandi,
Frostaskjóli 43, Reykjavík, er fer-
tugur í dag. Frosti fæddist í Reykja-
vík en flutti ungur í Kópavoginn þar
sem hann sleit barnsskónum. Að
loknu gagnfræðaprófi 1965 hélt
hann til Englands þar sem hann
lagði stund á ensku í einn vetur.
Hann innritaðist síðan í Símvirkja-
skólann og lauk þar námi 1969. Síð-
an lá leiðin í Tækniskóla íslands og
þaðan í framhaldsnám i Árósum í
Danmörku þar sem Frosti útskrif-
aðist sem veikstraumstæknifræð-
ingur með fiarskipti sem sérgrein
1974. Frosti var sama ár ráðinn til
aö veita forstööu nýstofnaðri tölvu-
deild hjá Kristjáni Ó. Skagfiörð en
þeirri stöðu gegndi hann í tíu ár eða
þar til hann tók við framkvæmda-
stjórastöðu hjá Hewlett Packard
1984. Frosti keppti í frjálsíþróttum á
sínum yngri árum og náði góðum
árangri í hlaupum og hástökki.
Hann hefur verið virkur félagi í
Round Table, Spörtu og situr í stjóm
Gufubaðstofu Jónasar hf.
Frosti kvæntist 7. september 1970
Elínu Guðmundsdóttur, f. 20.janúar
1949, lögfræðinema. Foreldrar Elín-
ar eru Guðmundur Valur Sigurðs-
son klæöskeri og Halldóra Guð-
laugsdóttir. Frosti og Elín eiga tvö
börn. Þau eru: Freyr, f. 17. apríl 1970,
menntaskólanemi; og Anna Dóra, f.
7.júlí 1975, nemi.
Bróðir Frosta er Valdimar bakara-
meistari, kvæntur Helenu Gunnars-
dóttur, þau eiga þrjú börn: Kristínu
Berglindi, f. ll.júlí 1974, Katrínu
Brynju, f. 29. mars 1977, og Sigríði
Regínu, f. 16. september 1986. Systir
Frosta er Anna Rós kennari, gift
Haraldi Guðfinnssyni í Bolungar-
vík, börn þeirra eru María Kristín,
f. 1984, og Ingibjörg Huld, f. 1987.
Foreldrar Frosta eru þau Bergur
Haraldsson, framkværrtdasstjóri í
Kópavogi, og kona hans, Kristín
Valdimarsdóttir sjúkraliöi. Bergur
er sonur Haralds, b. á Bakka í Við-
víkurhreppi í Skagafirði, Jóhannes-
son, b. í Grundarkoti í Blönduhlíð,
Bjarnasonar. Móðir Bergs var Anna
Margrét Bergsdóttir, b. á Hofsá í
Frosti Bergsson.
Svarfaðardal, Jónssonar, og konu
hans, Óskar Rögnvaldsdóttur.
Kristín er dóttir Valdimars, b. á Blá-
mýrum í Ögurhreppi við ísafiarðar-
djúp, Sigvaldasonar, b. á Fremri-
Brekku í Saurbæ, Sigvaldasonar, b.
í Koti í Vatnsdal, Haraldssonar.
Móðir Kristínar var Ingibjörg Felix-
dóttir, b. á Máskeldu í Saurbæ, Ei-
ríkssonar, og konu hans, Helgu
Markúsdóttur.
Hrönn Steingrímsdóttir
Hrönn Steingrímsdóttir leikkona,
til heimilis að Njálsgötu 6, Reykja-
vík, verður fertug á nýársdag.
Hrönn fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún stundaði nám við
Leiklistarskóla Leikfélags Reykja-
víkur en þaðan útskrifaðist hún
1969. Hún lék síðan á fiölunum í
Iðnó frá 1970-78 en hefur auk þess
leikið í sjónvarpsmyndum og síðast
í kvikmyndinni Skytturnar.
Maður Hrannar er Sigurður Krist-
insson, f. 6.3.1938, en hann rekur
ásamt öðrum eigið fyrirtæki í
Reykjavík. Foreldrar Siguröar:
Kristinn Jónsson, fyrrv. forstjóri
Flugfélags íslands á Akureyri, og
Ástþrúður Sveinsdóttir.
Dóttir Hrannar er Steinunn Fjóla
Jónsdóttir menntaskólanemi, f.
1970.
Bróðir Hrannar er Þórir E. Stein-
grímsson, f. 5.6.1952, markaðsstjóri
hjá Vífilfelli í Reykjavík.'
Foreldrar Hrannar eru Steingrím-
ur Karl Guðmundsson, f. 22.5.1923,
lengst af sjómaður í Reykjavík og
síðar starfsmaður hjá Trésmíöa-
verkstæöinu Víði, og kona hans,
Fjóla Sigurðardóttir frá Þingeyri viö
Dýrafiörð, f. 12.6.1925. Þau bjuggu
lengst af í Reykjavík en fluttu síðan
til Hafnarfiarðar.
Fööurforeldrar Hrannar: Guð-
mundur Ágúst Jónsson, b. á Vífils-
mýrum í Önundarfirði, og kona
hans, Guðjóna B.N. Jónsdóttir ljós-
móöir. Guðmundur var sonur Jóns
á Hrafnatóftum Jónssonar og Önnu
Eiríksdóttur frá Grindavík. Guð-
jóna var dóttir Jóns, b. á Vífilsmýr-
Hrönn Steingrímsdóttir.
um, Jónssonar, b. á Sæbóli, Ebenes-
erssonar. Kona Jóns á Sæbóli var
Helga Jónsdóttir frá Alviöru í Dýra-
firði. Móðir Guðjónu var Ólöf Jón-
ína, dóttir Jóns, b. á Brekku á Ingj-
aldssandi, Nikulássonar og Batho-
níu Árnadóttur, b. í Dalshúsum í
Valþjófsdal, Jónssonar, b. í Dals-
húsum, Árnasonar, b. í Dalshúsum,
Bárðarsonar, b. í Arnardal, Illuga-
sonar, ættfööur Arnardalsættarinn-
ar.
Móðir Jóns í Dalshúsum var
Margrét Björnsdóttir, b. á Núpi í
Dýrafirði, Jónssonar, prests á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, Torfason-
ar, prests í Gaulverjabæ, Jónssonar,
silfursmiðs og lögréttumanns á
Núpi, Gissurarsonar, hálfbróður
Brynjólfs biskups Sveinssonar.