Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Síða 26
26
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði
Meryl
Streep
hefur fallist á aö taka aö sér
hlutverk í mynd sem fyrir-
hugaö er aö gera um ævi Christ-
inu sálugu Onassis. En til þess
aö Meryl geti leikið hlutverkiö
á trúverðugan hátt hefur henni
verið fyrirskipað aö fara í
strangan matarkúr. Þaö ætti að
gleðja þá sem berjast við aukak-
ílóin að Streep á ekki að grenna
sig heldur á hún að bæta á sig
nokkrum tugum kílóa.
linda
Grey
er sögð hafa logið til um aldur
sinn í mörg ár. Ástæðan ku
vera sú að hún telur sér trú um
að hún fái ekki nein hlutverk
segi hún satt og rétt til um aldur
sinn. Illar tungur vestan hafs
segja að Linda sé kominn á sex-
tugsaldurinn og benda því til
sönnunar á að hún sé að verða
verulega hrukkótt í framan.
Svo er bara hveijum á að trúa.
John
Denver
hefur trúlega náð á toppinn sem
söngvari. Stærsti draumur
hans í lífinu er að fá að bregða
sér út í geiminn um borð í geim-
fari. Hann hefur lagt inn beiðni
tál NASA en þeir hafa hafnað
málaleitan hans alfarið. Rúss-
amir hafa hins vegar boðið Jóni
að koma í ferð með þeim borgi
hann 70 þúsund dali fyrir farið.
Svo Jón þarf sennilega að fara
að telja peningana sína.
Rainier fursti hefur ákveðið sig. Albert prins á að taka við af honum en
ekki fyrr en hann hefur öðlast meiri reynsiu.
65 ára og segir að fjölskylda sín hafl
aldrei verið eins samheldin og eftir
dauða Grace, eiginkonu hans. „Fjöl-
skylda mín er það sem hefur hjálpað
mér að yfirbuga sorgina eftir lát
hennar, sérstaklega þó barnabörnin.
Við verðum stundum ósammála en
aldrei svo að það komi niður á sam-
heldninni."
Mónakóbúar segja stoltir að Karó-
lína prinsessi hkist móður sinni æ
meir. Þeim finnst hún hafa hafa stað-
ið sig með sóma við opinber tækifæri
á síðustu árum. Auk þess hefur hún
lagt fram ríkan skerf við að fjölga í
fjölskyldunni. Af þeim sökum hafa
margir gert því skóna að hún sé
hæfari til þess að stjóma ríkinu held-
ur en bróðir hennar sem þekktur er
íyrir að lifa hinu ljúfa M.
En nú er bara að bíöa og sjá hvern-
ig fer þegar Albert verður búinn að
öðlast nægilega reynslu og jafnvel
að festa ráð sitt.
Albert
prins
mun
Rainier fursti hefur ákveðið að sitja
áfram í embætti sínu - um sinn
a.m.k. En það er ákveðið hver það
verður sem tekur við af honum. Það
verður Albert prins.
ítalska dagblaðið Oggi hefur það
eftir Rainier að Albert þurfi samt að
öðlast meiri reynslu áður en hann
fær að taka við sem fursti af Món-
akó. Rainier er ósáttur við þær
vangaveltur sem hafa verið uppi um
að Albert og Karólína séu í einhverri
samkeppni um furstaembættiö.
„Þessar sögusagnir eru ekki á rökum
reistar. Við tölum oft um það í fjöl-
skyldunni hvemig það verður þegar
Albert tekur við af mér,“ segir hann.
taka
Rainier hefur nú setið við stjórn-
völin í ríki sínu í 40 ár sem mun vera
mettími í Evrópuríki. Hann er orðinn
Göngum við I kringum.
Jóladans
DV-mynd Jóna Imsland.
Höfn:
í Heppuskóla
Júlia Imsland, DV, Hötrv
Að venju var haldin jólatrésskemmtun fyrir bömin á Höfn milli jóla og
nýárs og að þessu sinni í rúmgóðum íþróttasal Heppuskóla.
Lionessur og kvenfélagskonur buðu öllum upp á heitt súkkulaði og kökur.
Þama voru að sjálfsögðu nokkrir galvaskir jólasveinar sem skemmtu sér
og bömunum og að venju áttu þeir góðgæti í pokahorninu.