Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989.
Fréttir
Skipstjóri danska skipsins Mariane Danielsen ris úr sæti eftir yfirheyrslur
í sjórétti i Keflavik í gærdag. Hann sagðist hafa drukkið þrjá bjóra og einn
viskisjúss síðustu timana fyrir strandið. Mariane Danielsen er að áliti björg-
unarmanna komin til að vera þar sem skipið er strand í briminu við Hóps-
nesið. Hálfslompaður skipstjóri virðist hafa séð til þess.
DV-myndir Brynjar Gauti
Sjópróf í strandi Mariane Danielsen:
Skipsljórinn varð
sífellt drukknari
- sagði hafiisögumaðurinn
„Þegar átti að fara sleppa land-
festum fór skipstjórinn niður og ég
varð einn eftir uppi í brú. Það geröi
hann tvívegis eftir að ég kom um
borð. Hann kom þó upp þegar ég
kailaði en maðurinn sem okkur hafði
samist um að mundi stýra lét ekki á
sér bæra. Skipið sigldi út úr höfninni
á hægaferð og meðan ég hugaði að
siglingaljósum breyttist stefna skips-
ins í sífellu þrátt fyrir skipanir mínar
um beina stefnu. Loks þegar lítill
maður, að ég held Filippseyingur,
kom og tók við stýrinu varð aUt í
lagi með stjórn skipsins. Ég þurfti
að ganga milii brúarvængjanna og
huga að djúpsjávarljósum og elti
skipstjórinn mig á röndum við það.
Hann var orðinn enn drukknari en
fyrir brottfór og datt á gólfinu inni í
brúnni," sagði Bjami H. Þórarins-
son, hafnarstjóri í Grindavík, í sjó-
prófum í strandi danska skipsins
Mariane Danielsen í Keflavík í gær.
Bjami var hafnsögumaður á leið
Mariane Danielsen út úr Grindavík-
urhöfii áður en skipiö strandaði í
vestanverðu Hópsnesi. Hann sagði í
sjóprófunum að þar sem skipstjórinn
hafi verið undir áhrifum þegar hann
kom um borð til að fara með skipið
út og notaði óeðlilega mikið vélarafl
við að koma skipinu frá bryggju hafi
hann ákveðið að hætta við að fara
með skipið út úr höfninni. „Ég fór
niður og heimtaði landganginn. Varð
bið á því og upphófst málþóf miíli
mín og skipstjórans. Ég er ekki mik-
ill málamaður og fyrir milligöngu
enskumælandi manns á hafnarbakk-
anum var ákveðið að ég færi með
skipið út með því skilyrði að annar
en skipstjórinn stæði við stýrið.“
Bjami segir síðan frá því þegar
hann fer frá borði.
„Ég hafði farið með skipið lengra
út en venja var til og gaf stýrimann-
inum upp stefnuna sem fylgja átti.
Ég fór niður að stiganum sem lá nið-
ur í hafnsögubátinn en þar var eng-
inn. Annar stýrimaður kom loks og
hjálpaði mér niður og við sigldum frá
skipinu. Rétt á eftir fer skipið að
beygja mikið á bakborða og ég kaila
í talstöðina en fæ ekkert svar. Horfð-
um við síðan á skipið sigla í strand
án þess að geta aðhafst nokkuð.
Beygjan var þaö mikil að skipið var
á góðri leið með að sigla í hring og
inn í höfnina aftur.“
Framburður annarra vitna var á
þá vegu að skipstjórinn hafi verið
undir áhrifum áfengis við siglinguna
út úr Grindavíkurhöfn. Að sögn Sig-
urðar Halls Stefánssonar dómsfor-
seta hafa engar bilanir komið fram
við athugun á tækjum skipsins. Þó
ekki megi álykta neitt bendi málsat-
vik til þess að skipið hafi ekki verið
í mjög traustum höndum eftir að
hafnsögumaður fór frá borði.
-hlh
Skipstjórinn á Maiiane Danielsen:
- segir stýrisvélina hafa bilað
„Ég drakk þijá bjóra og einn komið fr4 landi. Að því loknu fór
viskýsjúss seinnipart föstudagsins. ég inn í kortaklefá til að sjá hvort
Meiradrakkégekkiogégskilektó kortin pössuðu. Þegar ég kom það-
framburð vitna um að ég hafi veriö an út sá ég aö skipið stefndi hart í
drukkinn f brúnni Ég þolí vel að bak. Ég tók sjálfstýringuna strax
drekka áfengi og verð ektó fijótt úrsambandi,reyndiaðréttaskipið
fullur,“sagðíPeterSteenKristens- af og bakka því en það varð um
en, skipstjóri á danska flutningas- seinan. Þetta gerðist allt á um 8
skipinu Mariane Danielsen, við sjó- mfnútum.“
prófin í Keflavik í gær. Sagðl skipstjómn aðspurður að
Stópstjórinn mínntist þess ekki ekkert hafi verið að skiplnu þann
að hafnsögumaður hafi neltað að tfma sem hann hafi verið með það
fara með skipið út vegna ölvunar eða frá byijun desember siöastliðn-
hans og átti ekki ætíð svör við um. En hvað fór úrskeiðis? Af
spumingum réttarins varðandi hverju sigldi skipið allt í einu í
staðsetningu og fleiri tækniieg at- þveröfuga átt og upp í fjöru? í viö-
riði á útsiglingunni. En hvað gerð- tali við DV eftir yfirheyrslumar
ist eftir að hafnsögumaðurinn fór sagði stópstjórinn: „Þaö voru
firá boröi? pumpur í stýrisvélinni sem gáfu sig
„Ég fylgdi uppgefinni stefiiu í og þess vegna beygði stópið á
þriöjung sjómflu og setti vólina á % sQómboröa þó svo að sjálfstýringin
afls. Ég leit i radarinn og breytti væri á. Það á eftir að koma í ljós
stillingum hans til að undirbúa viö firekari rannsókn.“
stefnubreytingu þegar lengra væri -hlh
Einvígi Jóhanns og Karpovs að hefíast:
Hættulegt að
vanmeta Jóhann
- sagði Karpov á blaðamannafimdi í gær
Jón L. Arnason, DV, Sealtie:
„Ég tel mig þekkja veikleika Jó-
hanns og styrkleika eftir að hafa teflt
við hann fjórar skákir," sagði Ana-
toly Karpov á blaðamannafundi hér
í Seattle í gær þar sem hann og Jó-
hann Hjartarson sátu fyrir svörvun.
Karpov kvaðst vera sigurviss, enda
væri það nauðsynlegt ef ektó ætti illa
að fara. „Ég held að Jóhann hljóti
að vera jafnviss um sigur,“ bætti
hann við.
Jóhann og Karpov svöruðu spurn-
ingum fréttamanna hvor í sínu lagi,
Jóhann fyrstur. Fundurinn var hald-
inn á skrifstofu friðarleikanna 1990
sem fram fara í Seattle en mótstjóm
þeirra stendur að einvíginu. Floren-
cio Campomanes, forseti FIDE, sagöi
fyrstur nokkur orð. í máh hans kom
fram að kona er nú í fyrsta skipti
aðaldómari í svo mikilvægu einvígi
heimsmeistarakeppninnar, frú
Jarectó frá Bandaríkjunum. Aðstoð-
ardómarinn er kínverskur en átti í
vandræðum meö vegabréfsáritun og
var enn ektó kominn til Bandaríkj-
anna.
Jóhann var spurður hvaö hann
þyrfti að gera til að vinna Karpov.
„Ég þyrfti að gera allt rétt og hann
allt rangt,“ svaraöi hann en þaö var
háttur skákmeistaranna að snúa út
úr spurningum blaðamanna. Hann
var spurður hvort hann stæöi framar
Karpov á einhverju sviði skáklistar-
innar: „Ég veit ektó hvaða svið það
gæti verið en mig langar gjaman til
að komast að því,“ svaraði Jóhann.
„Ég reyni aö búa mig undir einvígið
eins vel og ég get, með þeim bestu
aðferðum sem ég þekki,“ sagöi hann
ennfremur.
Bandarískir blaðamenn sýndu ís-
landi mikinn áhuga og spuröu
hvemig stæöi á því aö skáklistin
væri þar í svo miklum metum. Jó-
hann hafði skýringar á hraðbergi og
það vakti mikla kátínu viðstaddra er
hann sagði að svona í framhjáhlaupi
mætti geta þess að miðað við höfða-
tölu væru íslendingar bestir í öllum
greinum!
Karpov kvaöst hafa kannað að-
stæður á skákstað fyrir mánuði er
hann gerði sér ferð til Seattle. Hann
vonaðist eftir áhugaverðu og spenn-
andi einvígi en hafði orð á því aö sér
fyndist sex skáka einvígi of stutt og
því þyrfti að breyta fyrir næstu
keppni. „Jóhann er afar sterkur
skákmaður og reyndur og hefur á
síðasta ári náð að sanna styrk sinn.
Það er hættulegt að vanmeta hann,“
sagði Anatoly Karpov.
I kvöld verður dregið um þaö hvor
stýrir hvítu mönnunum í fyrstu
skákinni sem hefst kl. 17 á morgun
eöa kl. 1 aðfaranótt sunnudags að
íslenskum tíma.
Starfsmenn ísal hlýða á tónlist þeirra Diedre Irons og Miha Pogacnik í
kerskála álversins í Straumsvík i gær. Tónleikarnir voru upphaf hljómleika-
farar Irons og Pogacnik um Evrópu. DV-mynd GVA
Aldi hættir viðskiptum við íslendinga:
Upplýsinga-
stríðið tapað
- segir Theódór S. Halldórsson hjá SL
„Það er greinilegt að upplýsinga-
stríðið hefur tapast í V-Þýskalandi
en grænfriðungar eru geysilega
öflugir á þeim vettvangi,“ sagði
Theódór S. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar lag-
metisiðnaðarins. Fyrirtækiö Aldi
Sud hefur rift viðskiptasamningum
sínum við íslendinga en að sögn The-
ódórs sögðu forráöamenn fyrirtætós-
ins við hann að þeir hefðu fengið
svartan blett á sig í Þýskalandi vegna
viðskiptanna.
Theódór áætlaði að tjón SL vegna
þessa máls væri um 600 milijónir
króna auk þess sem áratuga mark-
aðsstarf væri að fara í súginn. Theód-
ór taldi þó að þeirra tjón væri mun
minna en það sem aðrir fiskframleið-
endur hefðu orðið fyrir. 40% af lag-
metisframleiðslu íslendinga fer til
V-Þýskalands.
Fulltrúar lagmetisiðnaðarins fóru
á fund Halldórs Ásgrímssonar sjáv-
arútvegsráöherra í gær. Theódór
sagði að þeir hefðu lagt fram sínar
tiilögur en vildi ektó greina frá því á
hvaöa formi þær væru. Halldór ætlar
að flýta opinberri heimsókn sinni til
V-Þýskalands til að ræða þessi mál
við þýsk stjómvöld.
-SMJ
Landsbankinn:
Annað að
gera en að
fást við
dægurflugur
- segir Pétur Sigurðsson
„Ég vil engu til svara um þetta
mál. Við höfum annað að gera í bank-
aráði Landsbankans um þessar
mundir en að fást um dægurflugur
fjölmiðla,“ sagði Pétur Sigurðsson,
formaður bankaráðs Landsbankans’
aðspuiúur hvort fjallað hefði verið
um Ögurvíkureignarhlut Sverris
Hermannssonar í bankaráði Lands-
bankans. .s.dór
Kvótaskerðingin á Vestfjörðum:
Sjómenn
í sjokki
- segir formaður Bylgjunnar
„Þetta er þvílíkt högg að sjómenn
em í sjokki yfir þessari skeröingu.
Ég fullyrði að þeir munu beita öllu
afli til aö fá skerðingunni hnekkt,“
sagði Reynir Traustason, formaðúr
Stópstjóra- og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar á Vestfiörðum, í samtah
yið DV.
Stjóm Bylgjunnar hefur sent frá
sér formleg mótmæli viö skerðing-
unni. Þar er bent á aö veiðiheimildir
vestfirskra togara muni lækka um
allt að 70 prósent í grálúðuveiðunum
og 20 prósent í þorski á sama tíma
og heildarsamdráttur í veiðum er 10
prósent. Þá er bent á að fiskveiði-
heimildir Vestfirðinga hafi verið
skornar það mikið niður vegna
kvótakerfisins að hvorki sé verjandi
né á bætandi gagnvart þeirri byggö
sem á hvað erfiðast uppdráttar í
landinu. Skorað er á stjómvöld að
taka upp réttlátari stefnu ífiskveiði-
málum.
Reynir sagöi aö hann vildi helst að
sjómenn gripu til róttækustu ráöa til
aö hnekkja þessari nýjustu skerð-
ingu. Og í raun væri ekki að vita til
hvaða ráða yrði gripið, slík væri reiði
sjómanna. Hann sagði að auðvitað
yrði pólitískum þrýstingi beitt. Þaö
væri alveg öruggt aö þingmenn kjör-
dæmisins yrðu látnir taka þetta mál
fyrirafþvíaflisemþeirhafa. -S.dór