Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989.
Fréttir
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins:
Tími til að ríkisstjórnin
snúi sér að alvörumálum
- og hætti þessum uppásnúningi sem er að fara með folk og fyrirtæki
„Þaö er eina hlutverk ríkis-
stjómarinnar aö sjá til þess aö að
gengið sé rétt skráö og að verð-
bólgan sé innan skynsamlegra
marka. Þaö er kominn tími til að
ríkisstjómin hætti að hugsa um
einhver smáatriði,“ sagði Guðjón
B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins,
á spástefnu Stjómunarfélagsins í
gær.
„Ég gleymi þvi aidrei þegar ég
einhveiju sinni var að keyra frá
Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur
að sagt var frá því í útvarpinu að
á löngum fundi ríkisstjórnarinnar
í gær hefði verið ákveðið lágmarks-
verð á fiski. Síðan voru taldar upp
einar tíu eða tólf tegundir. Núna
heyrir maður dramatískar fréttir
af því að fj ármálaráðherrann er að
rembast við að ákveða hvort það
eigi að vera sjö eða átta tegundir
af bjór í hillum áfengisverslana.
Þaö er kominn tími til að menn
hætti svona vitleysu og fari að tala
um alvömmál.
Ég held að menn átti sig ekki á
því hvað þetta kerfi okkar er þungt
og þrúgandi fyrr en þeir fá að kynn-
ast því að vinna í öðra andrúms-
lofti en því sem við þurfum að búa
við. Ég get þama talað út frá minni
persónulegu reynslu þar sem ég hef
starfað í Bandaríkjunum í tólf ár.
Ég fuliyrði að ég eyði að minnsta
kosti helmingi meiri tíma í starf
mitt hér og hamingjan hjálpi mér
að ég næ ekki tíunda hluta af þeim
árangri sem ég náði erlendis. Ekki
fyrir það að ég hafi versnað eða
mín vinnubrögð breyst heldur
vegna þess að hér rær maður í
þannig sjó að maður verður bæði
sjóveikur og raglaður.
Mál málanna er að í eitt skipti
fyrir öll þarf að gera þær ráðstafan-
ir í þjóðfélaginu sem duga. Það
þarf að ná niður verðbólgunni og
síðan þarf að skrá gengið rétt.
Samspil okkar við önnur lönd er
aö verða nánara með hveijum
mánuði sem líður og við höfum
ekkert efni á því að halda að efna-
hagslögmál gildi ekki á okkar
kletti. Þetta er algjör blekking.
Það þarf að leiðrétta þessa vit-
leysu sem við hljótum að vera sam-
mála um að er bókstaflega að fara
með fólk og fyrirtæki. Þessi enda-
lausi uppásnúningur sem tekur
mikinn tíma og mikið erfiði úr
þjóðinni. Þó það sé sjokkerendi þá
þarf bara að hafa hugrekki til þess
að leiðrétta þessa vitleysu. Það þarf
að einbeita sér aö því að ná fram-
leiðslugetu þjóðfélagsins í hámark
og halda henni þar. Síðan getum
viö leikið okkur að því að skipta
því sem kakan bíður upp á eftir
þeim reglum sem menn sætta sig
við,“ sagði Guðjón.
-gse
Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra boðaði langa fundi rikisstjórnarinnar um fjölþættar aðgerðir í efnahags-
mólum á spástefnu Stjórnunarfélagsins i gær. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sagði það hins vegar
eina hlutverk rikisstjórnarinnar að halda verðbólgu innan skynsamlegra marka og að skrá gengið rétt. Hún ætti
að snúa sér að því en hætta allri vitleysu. DV-mynd GVA
Spa fyrirtækja:
Bjartsýnni en Þjódhagsstofnun
Forsvarsmenn fyrirtækjanna í
landinu era bjartsýnni um þróun
hagvaxtar á næsta ári en Þjóðhags-
stofnun. Þeir búast hins vegar við
lægra verði á útflutningsafurðum.
Þetta má lesa af spám sjö fyrir-
tækja um þróun helstu hagstærða á
þessu ári sem birtar vora á spástefnu
Stjómunarfélagsins.
Ef meðalútkoma úr þessum spám
er borin saman viö spár Þjóðhags-
stofnunar kemur í ljós að fyrirtækin
spá 0,5 prósent samdrætti í lands-
framleiðslu á sama tíma og Þjóð-
hagsstofnun spáir 1,5 prósent sam-
drætti. Vilhjálmur Egilsson spáði
hins vegar 3 til 5 prósent samdrætti.
Fyrirtækin spá 14 prósent hækkun
launa, 20 prósent verðbólgu og 19
prósent lægra gengi krónunnar. Spá
Þjóðhagsstofnunar um þessi atriöi
hljóðar upp á 7 prósent launahækk-
un, 11 prósent verðbólgu og 5 prósent
lækkun á gengi krónunnar.
Fyrirtækin telja íslendinga fá um
2 prósent betra verð fyrir útflutn-
ingsvörar sínar á þessu ári en því
síðasta. Þjóöhagsstofnun er bjart-
sýnni og spair um 4 prósent hækkun.
Fyrirtækin spáðu fyrir um ýmnis-
legt sem Þjóðhagsstofnun gerir vana-
lega ekki. Spá þeirra um vaxtaþróun
var misjöfh; allt frá 7 og upp í 9,5
prósent. Fyrirtækin spáðu einnig
misjafnlega um atvinnuieysi á árinu
eða frá 1 prósenti upp í 2,5 prósent.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í
spánni era Eimskip, Flugleiðir,
Hampiðjan, Sambandið, Hekla, Nói,
Hreinn og Síríus og Johan Rönning.
-gse
Breyting á lánskjaravisitölimni:
Skuldugir og lágt launaðir koma verst út
Eftir aö ríklsstjómin hefur breytt þijú ár aö vinna upp hækkun láns-
grunni lánskjaravísitölunnar ins.
koma'launahækkanirmun verrvið Launþegi, sem hefur 100 þúsund
þá skuldugu launþega sem hafa lág krónur á mánuði, fengi hins vegar
laun en þá sem hafa hærri laun. 120 þúsund króna launahækkun á
Ef samið væri um 10 prósent einu ári. Þriggja miHjóna skuld
launahækkun fengi launþegi, sem hans hækkaöi hins vegar jafnmikiö
hefur 50 þúsund krónur á mánuði, og skuld þess sem hefur 50 þúsund
um 60 þúsund krónum meira i laun krónur á raánuði. Mismunurinn á
á einu ári. Efhann skuidaði 3 millj- launahækkun 100 þúsund króna
ónir í Húsnæðisstofnun hækkaði mannsins og hækkun á skuidinni
það lán um 165 þúsund krónur hans yrði því 45 þúsund krónur.
vegna áhrifa launahækkunarmnar Það jafegildir um 3,7 prósentum af
á lánskjaravísitöluna. Mismunur- árslaunum hans.
innerl05þúsundkrónursemjafn- Þeir sem skulda um 3 milljónir
gildir um 17,5 prósentum af laun- þurfa því aö hafa um 140 þúsund
um mannsins. króna mánaðarlaun ef 10 prósent
Það tekur þennan launþega tæp launahækkun á að skila einhveiju.
Launþegi með þau laun fengi um
168 þúsund krónum hærri árslaun.
Lánið hans hækkaði hins vegar um
165 þúsund krónur. Mismunurinn
er 3 þúsund. Það jafhgildir um 0,2
prósentum af árslaunum manns-
ins.
Eftir þvi sem launin verða hærri
en 140 þúsund krónur því betur
kemur 10 prósent launahækkun
við þá sem skulda 3 milljónir. Þessi
launahækkun hækkar þó ekki árs-
laun þess sem hefur 200 þúsund
krónur á mánuði nema um 75 þús-
und krónur umfram það sem
þriggja milijóna lániö hans hækk-
ar. Það ja&igildir um 3,1 prósent
hækkun á árslaununum. -gse
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Gengisfellingin
er afgangsstærð
- handstýring verðlags og Qármagnsmarkaðar
„Vitanlega verðum við að skra
gengið rétt. Ég er alls ekki að segja
aö gengisfelling komi ekki til greina.
En við verðum þá að hafa það tryggt
aö gengisbreyting hafi þau áhrif sem
við ætlum okkur á öllum sviöum
þjóðfélagsins en ekki bara sem til-
færsla frá launafólki tii atvinnuveg-
anna,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra meðal
annars á spástefnu Stjómunarfélags-
ins í gær.
„Ég heyri tillögur um allt frá 12 og
upp í 17 af hundraði gengisfellingu.
Mér finnst afar óráðlegt að ákveða
slíka gengisfellingu án þess að hafa
ákveðið fyrirfram fjölmargar hliðar-
ráðstafanir. Ég get ekki fallist á að
leiðrétta eigi stöðu atvinnuveganna
með því að færa til þeirra einungis
frá launþegum. Gengisfelhng er ekk-
ert annað en tilflutningur á tekjum
frá launþegum til atvinnuveganna.
Við eigum að flytja fjármagn til und-
irstöðuatvinnuveganna frá mörgum
öðram aðilum. Ég get ekki hugsað
mér að hér séu fyrirtæki sem ekki
herða mittisólina þegar þetta verður
gert. Það verður Landsvirkjun að
gera og þaö verða opinber fyrirtæki
og bankamir að gera. Ég held að
ástandið sé svo alvarlegt að það verði
allir að herða mittisólina en ekki
launþegar einir,“ sagöi Steingrímur.
Steingrímur fór nokkram orðum
um hveijar væra ástæðumar fyrir
því hversu illa væri komið í íslensku
efnahagslífi. Hann tók sök á sig fyrir
hallarekstur á ríkissjóði á undan-
fomum áram og fyrir ranga stefnu
siðustu ríkisstjóma í peningamálum
sem hefði ýtt undir þenslu. Atvinnu-
vegina skammaði hann fyrir allt of
mikla fjárfestingu á undanfómum
árum. Afleiðing af þessu væri verð-
bólga sem aftur er ein af meginá-
stæðunum fyrir því hversu illa væri
komið.
Steingrímur vildi að atvinnurek-
enduir tækju til hjá sér. Hann nefndi
að 70 fyrirtækjum hefði verið hafnað
hjá Atvinnutryggingarsjóði og fjöl-
mörgum þeirra yrði ekki bjargað.
Hann tók einnig sérstaklega fram að
losna þyrfti algjörlega við þær yfir-
borganir sem hér væra svo algengar.
Varöandi hlut rikisstjómarinnar
sagði hann að rætt yrði á næstu dög-
um um ráðstafanir í efnahagsmálum.
„Ég geri mér vonir um að sam-
komulag náist í ríkisstjórninni um
að vinna okkur smám saman út úr
þeim þrengingum sem við erum í.
Mín persónulega skoðun er sú að
eitthvert verðlagseftirlit þurfi að
vera á næstu mánuðum. Ég lýsi einn-
ig þeirri persónulegu skoðun minni
að skynsamlegra sé að handstýra
fjármagnsmarkaðinum í gegnum
brotsjóinn. Það þarf einnig að koma
fram ýmsum sértækum aðgerðum í
sjávarútvegi. Þaö þurfa að koma
fram ýmsar aðgerðir til að styrkja
samkepppnisiðnaðinn. Það þalrf
einnig að mynda launastefnu í sam-
ráði við launaþegasamtökin. Afgang-
urinn af þessu veröur að finna það
rétta gengi sem við getum búiö við,“
sagði Steingrímur.
-gse
Bankamenn munu sjá við handaf linu
- segir Vilhjálmur Egilsson
„Lykilatriðið til að ná niður vöxt-
unum er ekki handafl heldur að fyr-
irtækin fái að bera sig og fái tæk-
ifæri til að borga niður skuldirnar.
Það er alveg sama hvemig menn
snúa hlutunum núna. Það verður
bara meira um skammtímafyrir-
greiðslu í bönkunum ef sett verður
þak á vextina eða eitthvað slíkt. Það
verður bara meira um að menn velti
sömu peningunum aftur og aftur og
greiði iántökugjald tíu til tólf sinnum
á ári. Bankamir munu grípa til slíkra
aðgerða til aö ná í þær tekjur sem
þeir þurfa. Bankamenn kunna að
reka sína banka,“ sagði Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Versl-
unarráðsins, meðal annars á spá-
stefnu Stjórnunarfélagsins.
„Ég ætla ekkert að draga úr því aö
vextir era háir hér á landi. Ávöxtun
bankakerfisins umfram verðbólgu á
hlaupareikningslánum og viðskipta-
víxlum var á bihnu 16 til 19 prósent
á síðasta ári. Það er ljóst að ekkert
atvinnulíf þohr slíka vexti. En það
sem skiptir mestu máli til að ná nið-
ur vöxtunum er að breyta eftirspurn-
arástandinu á íjármagnsmarkaðin-
um. Þaö er ekki hægt að ná niður
vöxtunum á meðan sjávarútveginum
og samkeppnisgreinunum er haldið
svo niðri að þær era sífeht að æpa á
meira og meira lánsfé til að halda sér
gangandi," sagði Vilhjálmur.
-gse