Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. Spumingin Hvað er það skemmti- legasta sem þú gerir? Soffia Ásgeirsdóttir móðir: Að hugsa um og annast bamið mitt. Maríanna Friðriksdóttir verslunar- maður: Að æfa líkamsrækt sem ég geri sex sinnum í viku. Friðjón Sigurðsson á eftirlaunum: Að tefla skák - og þá helst við skák- tölvur. Þær eru þægilegir andstæð- ingar. Þröstur Hjartartson bílstjóri: Að keyra vélsleða. Það er ekkert sem jafnast á við þaö. Eria Sigtryggsdóttir verslunarmað- ur: Að segja brandara og skemmta fólki, það er skemmtilegast. Guðmundur Harðarson nemi: Ég á einn hest og útreiðartúrar eru mín besta skemmtun. Lesendur Áfram, Flugleiðir! Gefist ekki upp fyrir kúgun launþegasamtaka S. skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir þeirri frekju verkalýðsfélaga og samtaka launamanna að víta kæru Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suðumesja og hafa í hótunum við fyrirtækið verði kæran ekki dregin til baka. Ég er sjálfur launamaður og hef aldrei annað verið. Hins vegar hefur mér í hveriu verkfalli blöskrað frekja og yfirgangssemi verkalýðsfélag- anna sem víla ekki fyrir sér að beita oíheldi. Meðal annars er það ofbeldi og ögrun að standa þannig í vegi fyr- ir öðrum að þeir komist ekki leiðar sinnar á frjálsu svæði eins og til dæmis í móttökusal flugstöðvar. Það er fyllilega komið mál til að samtök launþega séu einhvem tíma kölluð til ábyrgðar fyrir þau skemmdarverk sem þau vinna í verkfoflum - þótt ekki sé annað en að láta dómstóla skera úr um hvort þessi skemmdarverk séu lögmæt. Það er forystu verkalýðsfélaga, hvort sem þau eru innan ASÍ eða BSRB, að beita hótunum um við- skiptaþvingun, þegar þau standa frammi fyrir því að vera einu sinni kölluð til ábyrgðar fyrir otbeldisverk sín og skemmdarverk, til háborinnar skammar. Ég sem launamaður skora á Flug- leiðir að láta svona kúgun (black- mail) ekki á sig bíta heldur leiða þetta mál til fullra lykta fyrir dómstólum. Láta um leið reyna á þjóðhoflustu samtaka launþega, hvort þau leitast við að hefna sín með því að stinga undan íslensku flugfélagi og styrkja erlend. Þetta kjaftæði þeirra og hroki bendir eindregið til þess að enginn launþegi innan þeirra vébanda vinni hjá Flugleiðum og sé þess vegna sama hvort fyrirtækið er starfhæft eða ekki. Áfram, Flugleiðir! Gefist ekki upp fyrir kúgun og svigurmælum hvít- flibbaflðsins í pólitískri forystu laun- þegasamtaka! Garðyrkjuplast er yfirleitt farið að molna efir þrjú ár yfir vermireit. Víst eyðast plastpokarnir! Er gjaldtaka heimil? Konráð Friðfinnsson skrifar: Ég hef starfað við landbúnað í nokkur misseri, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Sækist fólk eftir sveitastörfum er um tvær al- gengar leiðir að velja. í fyrsta lagi að auglýsa í heppilegu dagblaði, í öðru lagi að snúa sér til Búnaðarfé- lags íslands. Sé síðari kosturinn valinn þarf við- komandi að gefa þar upp nafn, ásamt nafnnúmeri, annaðhvort símleiðis eða á staðnum. Að þessu loknu ættu hjólin fljótlega að fara aö snúast. Ekkert shkt gerist þó af félagsins hálfu fyrr en greiðsla að upphæð kr. 2.500,- fyrir einstakling hefur farið fram. Þá fyrst hefst hringrásin og þar með biðin. Loks hringir síminn. Á hinum enda línunnar reynist vera bóndi í leit að aðstoðarmanni. Eftir nokkrar al- mennar spurningar varðandi aldur, reynslu o.s.frv. er atvinnan gjaman tryggð. Með poka sinn og pjönkur mætir hjálparhellan á svæðið, tilbú- in í slaginn. Ekki er sagan þar með öll. Fáeinum dögum síðar berst vinnuveitandan- um bréf. Sendandinn reynist vera Búnaðarfélag íslands. Kompaníið krefst þess að því verði greiddar kr. 7000.- fyrir milligöngana um ráðn- ingu hjálparhellunnar! Ómak félags- ins var nú ekki annaö og meira en að gefa upp nafn manns og símanúm- er fyrir hvað er krafist kr. 9.500,- samtais. - Þessi þjónusta Búnaðarfé- lagsins var lengst af ókeypis, en breyttist í haust sem leið. Fróðlegt væri ef einhver hlutaðeig- andi fræddi okkur hin um tilurð þessarar gjaidtöku sem að mínu áliti er afar ósanngjörn. Fyrr má nú rota en dauðrota! Eg dreg það stórlega í efa að greiðslur fyrir slíka starfsemi innan öflugra stofnana, svo sem margnefnds Búnaðarfélags, standist gagnvart lögum. Sé hins vegar svo em þær siðlausar. Atvinnumiölun almennt ætti ekki að gera að féþúfu. - Svo djúpt má enginn sökkva. S.H. skrifar: í langvarandi og fjarskalega vit- lausri umræðu um plastpoka dag- vöruverslana undanfarið hefur sí- feflt verið hamrað á þeirri vitleysu að plastpokar úti á víöavangi eyðist ekki. Þetta er ekki rétt sem betur fer. Þeir eyðast. Hver og einn getur gert tilraun með þetta sjálfur. Látið stein eða sand í plastpoka og komið honum fyrir á góðum stað úti þar sem veður og vindar leika um hann. Eftir árið eða svo heldur hann engum þyngslum lengur. Eftir tvö ár er hann orðinn stökkur og brotnar ef brett er upp á hann. Eftir þriðja árið er hann farinn að molna í smátt við hreyfingu eins og til dæmis vind. Þetta á við venjulega höldupoka úr búð. Þynnra plast er trúlega fljót- ara að veðrast svo að það molni í smátt en þykkara lengur. En svons plastfilma lætur svo sannarlega und- an tímans tönn. Sjáið til dæmis svo- kallað garðyrkjuplast. Yflrleitt er það orðið stökkt og farið að molna eftir þrjú ár yfir vermireit. Þaö er fleira mgl í þessari um- ræðu. Staðhæft er að þjóðirnar í kringum okkur selji plastpoka sína sem maður fær utan um varninginn. Þetta er ekki nema að litlum hluta rétt. Og þær tiltölulega fáu verslanir í grannlöndum okkar, sem selja höldupoka sína, leggja manni þá til eitthvaö annað utan um vömrnar. Svo er þaö enn og aftur þessi spum- ing: Eigum við að trúa því að kaup- menn hafi verið að gefa okkur eitt- hvað í öfl þessi ár? Ef Landvemd er blönk væri nær að hún kæmi sér upp skafmiðum eins og aðrir. | ' ----------------- Ógreiðfær aðkoma Ingólfur Ingólfsson hringdi: Fyrir framan Kaupstað í Mjódd hafa verið settar grindur fyrir fram- an reiðhjólastæði, væntanlega í því skyni að koma í veg fyrir að bílum sé lagt þama. Gaflinn er hins vegar sá að grindumar em ekki nógu háar. Ef vel ætti að vera þyrfti þama handrið, svo sem 80 eða 90 cm hátt, til að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp, t.d. í hálku. Ég kom þama út úr versluninni með fullt fangið af vamingi núna í ófærðinni og var nærri rokinn um koll er ég rakst á grindurnar. Þetta þyrfti að athuga nánar með því að meta aðstæður upp á nýtt því þama er ekki rétt að staöið að mínu mati á svo fjölfömum stað. Til karlrembu-piparsveinanna: Barnabætur fá allir foreldrar Skattpínd móðir skrifar: Þið sem skrifuðuð gegn einstæðum mæðmm og barnabótum þeirra í les- endadálk DV, þið getið hætt að fárast út í hinar einstæðu mæður vegna bamabótanna. Einfaldara hefði veriö fyrir ykkur að kynna ykkur málið betur því það eru nefnilega allar mæður - og feður - sem fá bamabæt- ur. Ekki bara einstæðar mæður, þótt þeirra bætur séu örlítiö hærri. Það mætti segja mér að margar mæður séu einstæðar vegna ábyrgð- arleysis ykkar því það þarf jú alltaf tvo til. Odýrast fyrir ykkur og alla aðila er aö þið sjáið sóma ykkar í því að nota veijur, sem em mun ódýrari og hættuminni en aðrar getnaðar- vamir, og koma þar að auki best allra getnaðarvarna í veg fyrir eyðnismit. Þið, þessir herrar, sem vitið aug- ljóslega mjög vel hversu „fengsælt“ er á skemmtistöðunum, væntanlega af eigin reynslu, ættuð næst að hafa meðferðis allt sem til þarf og nota það, þá getið þið glatt ykkur við það að þurfa hvorki að borga bamsmeð- lög, né að sú fúsa kona, sem hugsan- lega fer með ykkur heim, þarf ekki að taka þá erfiðu ákvörðun síðar hvort hún fer í fóstureyðingu eða baslar fyrir afkvæmi ykkar. Og fyrir þessu getið þið skálað við barfélagana sem eru jafnvel giftar mæður og feður og eru að drekka - kannski út á barnabæturnar. Rúna hringdi: viö því að segja í sjálfu sér. En Ég vil færa bílstjóranum á bif- menn eru misjafhir og mismun- reiðinni R-6551 mínar bestu þakkir andi fúsir til aðstoðar viö ókunnugt fýrir aðstoð er hann veitti mér þar fólk á förnum vegi. sem ég var í ógöngum með minn Bílstjórinn á fyrrgreindum bíl bil á Lambastaðabraut á Seltjam- var sýnilega i þeim hópi manna amesi núna í ófærðinni. sem er tilbúinn til liðveislu þótt Ég var búinn að veifa nokkmm honum beri engin skylda tfl. Þaö bílum en ökumenn þeirra hafa er gott að vita að enn em tfl slflor sennilega verið of önnum kafhir til menn í þjóðfélaginu. að geta veitt aðstoð og er ekkert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.