Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 28
44 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. Andlát Hulda Laxdal lést aö morgni 26. jan- „ijar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Ingólfur Guðmundsson húsasmíða- meistari, Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ, lést á heimih sínu 25. janúar sl. Einar Leó Guðmundsson skósmiður lést í Landakotsspítala að morgni 26. janúar. ögmundur S. Elimundarson frá Hell- issandi, Stigahlíð 24, er látinn. Jarðarfarir Lára Lárusdóttir, Hagamel 48, rgeykjavík, andaðist í Landakotsspít- ala 17. þ.m. Jarðarforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Agnes Sigríður Guðmundsdóttir, Öldugötu 34, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. jan- úar. Ólafur Magnússon, Boðahlein 14, Garðabæ, er látinn. Útfór hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmundur Július Jónsson, fyrrum bóndi, Vorsabæ, Austur-Landeyjum, lést á Landspítalanum 16. janúar. Útíor hans fer fram frá Voðmúla- staðakapellu laugardaginn 28. janúar kl. 14. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 11.30 og frá Fossnesti, Selfossi, kl. 12.30. Hann fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1914. 3ja vikna gömlum var honum komið í fóstur hjá þeim hjónunum Þorgerði Halldórsdóttur og Eyjólfi Eyjólfssyni. Ólafur stimdaði lengst af sjómennsku. Eftirlifandi eiginkon hans er Kristjana Þorsteinsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Útför Olafs verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Jakob Bjarnason lést 15. janúar. Hann fæddist 29. desember 1926 í Reykjavík. Foreldrar hans vom hjónin Helga E. Andersen og Bjarni Þ. Magnússon. Jakob stundaði nám í Verslunarskólanum og vann ýmis störf uns hann hóf störf hjá Hafskipi hf., fyrst sem verkstjóri, síðan í launadeild félagsins og alls starfaði hann í tuttugu og tvö ár hjá Haf- skipi. í janúar 1987 hóf hann störf í Timbursölu BYKO. Eftirlifandi eig- inkona hans er Hulda Jakobsdóttir. Útför Jakobs verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Áslaug S. Erlendsdóttir lést 17. jan- úar. Hún fæddist 22. júní 1901 á Búð- areyri við Seyðisfjörð. Hún var dóttir hjónanna Ásbjargar Ásbjamardótt- ur og Erlends Erlendssonar. Hún giftist Júlíusi Sigurðssyni en hann lést árið 1972. Þau hjónin eignuðust þijú böm saman. Fyrir hjónaband hafði Áslaug eignast dóttur. Útfór Áslaugar verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag kl. 15. Fundir Kvenfélag Neskirkju heldur aðalfund mánudagskvöldið 30. janúar kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Safnaðarfélag Ásprestakalls Aðalfundur félagsins verður haldin þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í félags- heimilinu. Venjuleg aðálfundarstörf. Frú Ragna Jónsdóttir kemur á fundinn og segir frá kvennaráðstefnu í Osló sl. sum- ar. Borgarmál Sjálfstæðisflokks Borgarmálaráðstefna fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldin laugardaginn 28. jan- úar í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ráð- stefnan er opin öllu áhugafólki um borgarmál. Fjallað verður um helstu málefni á vettvangi borgarmála s.s. félags- og menningarmál, skipulags- og umhverfismál, frístundamál, heil- brigðismál, atvinnumál, umferð og samgöngur o.fl. Einnig mun Davíð Oddsson ræða „Áherslur í borgar- málum“, haldnir verða fundir starfs- hópa og niðurstöður kynntar. Ráð- stefnan stendur yfir frá kl. 9.30-17. NÝJA POSTULAKIRK JAN iSLANDI HAALBITISBRAUT 58-60 (MIÐBÆR) Gestaguðsþjónueta sunnudag kl. 114)0. Gene Storer um- damtlsöldungur predlkar. Kalliveitingar aö loklnní guös- þjónustu. SPURNINGAR OG SVÖR VIÐ ÞEIM Hvert « flildl og hverjlr eru koetlf helUgrar Inralfllunar Mm pratuU tremkvoemlrT ». Heltöfl innsiglun er annaö skref andurteeötngar al vatnl og anda (heUtifl ekim er Mð fyrra). S|á Poetulas. 8. 14-17. Fyrlr heUaga Inraifllun ber 1« Föðurtm áv&rt I eál þetw er meötakur aam verður bam Guðtt. b. Þetta Irjðvgaða Itt er virkur, UfanrU máttur fyrlr hlna fyrrl upprlau (við enduikomu Krists). Fyrir þennan tilvarknað er metki Lambslra og náln hlmnesks föður guðsbarna rnerkt á enni þeirra. c. Heilaga innsiglun getur aðeins lifandi postuli framkvæmt sem eklpaður hefur varl# *f hSluOpostula fyrir orð hans og handayfirlagningu á enni hins irúaða. Pú er Martanlega velkomlMn). Meiming Lítil hetja í háska „Nakin rafmagnsperan yfir borð- inu brá köldum geislabaug um höf- uð þeirra, sem lutu hvort að öðru.“ Þannig er á einum stað lýst mæðg- unum sem eru aðalpersónur í bók norsku skáldkonunnar Herbjargar Wassmo, Húsið með blindu gler- svölunum. Þetta er eins konar helgisaga um smæhngja sem verða leiksoppar illra örlaga, full af seið- andi ljóðrænu og mannkærleika. Sem heilsteypt verk stendur hún fylhlega fyrir sínu, þótt hér sé að- eins um að ræða fyrsta bindi af þremur i skáldsagnabálki, sem færðu höfundinum, norsku skáld- konunni Herbjörgu Wassmo, verð- skuldaða viðurkenningu í formi bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Steypt í glötun Ég las Húsið með blindu glersvöl- unum á hálfri nóttu skömmu fyrir jól en náöi ekki að skrifa um hana þá, frekar en baka smákökuteg- undirnar tíu og allt það. Þegar ég las hana aftur núna í janúarrökkr- inu náði hún enn sterkari tökum á mér en í fyrra skiptið. Hún gerist í sjávarþorpi norðan við heim- skautsbaug þar sem móðirin Ingi- ríður býr með Þóru, telpu sem hún hefur eignast með þýskum herfor- ingja á hernámsárunum. Eftir stríðið fær Ingiríður að kenna á hefndarþorsta landa sinna. Hárið er rakað af henni og hún hrapar niður á neðsta þrep mannvirðinga- stigans. í eymd sinni tekur hún saman við Hinrik, sem einnig er fómarlamb stríðsins, líkamlega og andlega bæklaður. Það lendir að mestu á Ingiríði að vinna fyrir fjöl- skyldunni utan heimilis, og á með- an misnotar Hinrik telpuna kyn- ferðislega. í bókarlok vinnur Þóra hetjudáð, en eins og málum er hátt- að verður það til að þrýsta móður hennar enn dýpra í félagslega eymd. Þrátt fyrir gagnkvæma ást er þeim mæðgum ekki skapað nema steypa hvor annarri í glötun. Lítilþægni Þær og Hinrik búa í afdankaðri timburhöll, Hundraðsheimihnu, þar sem fátækt erfiðisfólk og utan- garðsmenn hafa hrúgast saman og líta ekki stórt á sig. „Það hvarflaði ekki að fóikinu í Hundraðsheimil- inu, að það ætti að erfa jörðina vegna lítilþægni sinnar." Konan á Herbjörg Wassmo. Bókmermtir Inga Huld Hákonardóttir loftinu kiknar og missir vitið þegar sjöunda bamið fæðist andvana, svo elsta dóttirin og besta vinkona Þóru, Sóla, verður að taka viö heimilisstjóm, „íjórtán ára kona með augu sem voru gömul fyrir aldur fram“. Annar vinur Þóru er Friðrik, mállaus og heyrnarlaus drengur. Þær konur bókarinnar sem eru nógu sterkar til að hlúa að eiga raunar ekki börn sjálfar. Það eru unga kennslukonan, Gunna, og systir Ingiríðar, Rakel, gift góð- menninu Símoni og alltaf hlýtt í kringum þau. í draumalandi Það er ekki mikið af samtölum í þessari bók. Persónumar bera harma stna í hljóði. Venjulega misheppnast þeim ef þær reyna að segja hvað þeim býr í brjósti. Styrkur frásagn- arinnar liggur mjög í því hvað and- stæðum er fimlega teflt saman. Ljós og skuggar skiptast á í síbreytileg- um blæbrigðum, einkum í huga litlu telpunnar, Þóra. Hún er alltaf að leita að fegurð og hlýju, reyna að handsama bjarta morgna, finna frelsið sem felst í að hlaupa úti með vindinum. Á verbúðarlofti Símon- ar á hún griðastað, draumaland. Þar fyllist höfuð hennar af sögum sem liggja fullbúnar í stöflum „uppvið vegginn, í skugganum af kassahúsgögnunum, milh. þak- bjálkanna. Þær bestu fjölluðu ævinlega um pabba sem kom heim“. En eftir hveria birtustund verður myrkrið enn ágengara, enn svart- ara. Tilraunir hennar til að hjálpa móður sinni takast ekki alltaf eins og skyldi og friðsæll baðdagur breytist í martröð þegar hrak- mennið Hinrik nauðgar henni. Það er „háskinn" sem ævinlega vofir yfir. Ljóðræn hrynjandi Fyrstu bækur Herbjargar Wassmo voru ljóðabækur og ljóð- ræn hrynjandi sögunnar er sterk í meðförum þýðandans, Hannesar Sigfússonar. Það var ekki við öðru að búast hjá höfundi Dymbilvöku og Imbrudaga, þessara heillandi ljóðaílokka sem opnuðu ungu fólki sjötta áratugarins nýja veröld. Ég hef ekki lesið frumtexta Herbjarg- ar, en hann kynni að vera harðari, miskunnarlausari. Á stöku stað gætir áhrifa frá aldarfjórðungs dvöl Hannesar í Noregi, „dauðfætt barn“ fyrir andvana (bls. 61), eða setning eins og „það var komið stórt gat á hana“ (bls. 57), þegar Þóra er dofin af sorg. Vandaður yfirlestur heföi getaö bætt hér úr. Að öðru leyti er bókin mjög vel úr garði gerð, búin fallegri kápu eftir Sigurborgu Stefánsdóttur. Veröld Þóru, varnarlausrar hetju, kemst skýrt til skila. Ég vildi óska að hann Davíð okkar læsi þessa bók fyrir næstu atkvæða- greiðslu, þar sem peningum út- svarsgreiðenda skal ausið í blind- ar, dauðar glerhalhr, en framlögin spömð og skorin við nögl þegar að því kemur að hlúa að bömunum í borginni, svo mörgum í háska. Herbjörg Wassmo: Húsiö með blindu glersvölunum. Hannes Sigfússon þýddi. Útgefandi: Mál og menning. 177 bls. v AUGLYSINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.