Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. 15 Baráttan gegn eiturlyflum og eyðni: Hvert er hlutverk kirkjunnar? Mikið hefur verið rætt og ritað um eyðni og eiturlyf. Það er því ekki úr vegi aö gefa þeim málum nánar gaum frá heimspekilegu sjónarhomi einnig. - Lítum t.d. á eftirfarandi texta sem lesa má í Op. Jóh. 12. „Og höggormurinn spjó vatni úr munni sér á eftir konunni, eins og flóði, til þess að hún bærist burt af straumnum. Og jörðin kom kon- unni til hjálpar, og jörðin opnaði munn.sinn og svalg vatnsílóðið, sem drekinn spjó úr munni sér. Og drekinn reiddist konunni og fór burt til þess að heyja stríð við hina aðra afkomendur hennar...“ Táknmyndatexti Við fyrstu sýn virðist textinn vera torskilinn en nánari athugun leiðir annað í ljós. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að höggormur- inn og drekinn eru nefndir á víxl eins og um sömu persónu væri að ræða, eða tvær hliðar á sama hlut. Þetta leiðir rök að því að um tákn- myndatexta sé að ræða. Sama tel ég gilda um sköpunarsögu Gamla testamentisins. Hún er táknræn lýsing á sköpun guös sem á sér enn stað alla daga vikunnar en ekki frásögn af einni viku fyrir óra- löngu. Við mannfólkið erum sköp- uð í guðs mynd og tökum þátt í sköpuninni, jafnvel þegar okkur síst grunar. Hvað gerist þegar við segjum eða hugsum: „Ég held að ég sé orðinn veikur og gamall?" Undirmeðvitundin hefst þegar handa að framkvæma þessa skipun huga okkar. En hvernig ber að KjaHarinn Sigurður Gunnarsson dr. med. skilja textann í byijun þessarar greinar? Hvar eru drekinn og högg- ormurinn meðal okkar? Dulbúinn andstæðingur Drekinn er auðþekkjanlegri sem lítt dulbúinn andstæðingur okkar. Hann er til dæmis fíkniefnaneysla. Við þekkjum öll skaðsemi tóbaks og áfengis. Hvemig mætir menn og í seinni tíð einnig konur hafa látist fyrir aldur fram vegna tó- baksneyslu eða misst heilsu. Ekki verða reykingar öllum að aldurtila sem þær stunda heldur líkist þetta óhugnanlegu lotteríi þar sem vinn- ingamir eru m.a.: 1) Krabbamein í lungum, barka, tungu og blöðm. 2) Æðakölkun í ósæð, sem veldur fyrst getuleysi, síðan vaxandi fótkulda og jafnvel fótarsámm, 3) Æðakölkun í heila og hjarta er veldur lömun og dauða. Þeir óheppnu detta niður dauðir, sumir ekki fertugir aö aldri, eða verða aðeins skugginn af sjáif- um sér það sem eftir er ævinnar. Þeim heppnu, sem ekki hljóta vinn- ing í lotteríinu, endist ævin til að spilla andrúmslofti annarra til ar- mæðu og tjóns. Jafnvel enn verra er það með áfengið. Þeir óheppnu í þvi lotteríi draga oft heilu fjöl- skyldumar niður í hyldýpi örvænt- ingar. Blekkingar efnisheimsins En hver eru dæmi um höggorm- inn í lífi okkar? Hann er ekki jafn- augljós andstæðingur og drekinn en táknar fráhvarf frá andlegum verðmætum vegna blekkingar efn- isheimsins. Hann er því tengdur viðhaldi okkar sjálfra og sjálfs- bjargarviðleitni. Við þörfnumst matar og klæða sem við borgum með peningum. Kynhvötin er jafn- framt nauðsynleg til að tryggja til- vist nýrra einstaklinga. Ef við tröðkum ekki á höggorminum bít- ur hann okkur ekki og er akrinum gagnlegur. Baráttan felst í því að við gerum höggorminn að þjóni okkar í stað þess að við verðum þrælar hans. Engum okkar tekst þetta alltaf og að öllu leyti. Stundum tekst okkur hetur, stundum verr. í textanum segir einnig að jörðin hafi gleypt vatnsflóðið sem höggormurinn spjó. Hvergi er minnst á að byggðir hafi verið vamargarðar sem við vitum að geta brostið. Jörðin hefur löngum verið ímynd kærleikans því hún hefur ekki aðeins gleypt vatnsflóðið heldur notar hún vatn- ið til að viðhalda öllu lífi. Jákvæð hugsun Lítum ennfremur á eftirfarandi dæmi: Hvað gerðist ef næringar- fræðingur ráðlegði manni, sem á við offituvandamál að stríða: „Hugsaðu ekki um mat.“ Fari sjúklingurinn að ráðum hans er hætt við að hann hugsi með sér: „Ekki hugsa um mat, ekki hugsa um mat...“ og svo framvegis. Því næst kæmu í hug hans myndir af alls kyns krásum, steikum, búðing- um og tertum og hann fengi við ekkert ráðið. Hugsum okkur að næringarfræð- ingurinn hefði sýnt manninum hversu bragögóður hollur matur gæti verið og ráölegði honum síð- an: „Hugsaðu um að borða hollan mat og að hafa margt gott fyrir stafni, einnig góða tómstundaiðju." Við getum öll séð að þetta ráð væri vænlegra til árangurs. Sama gildir um kynhvötina. Manninum er eig- inlegt að hugsa jákvætt en á erfitt meö að berjast gegn hugsunum. í stað þess að líta á kynhvötina sem neikvæðan þátt mannlífsins er miklu árangursríkari leið að auka kærleika sinn til Krists sem einnig er kærleikur til guðs og allrar sköp- unarinnar. Við færum að skynja persónu Krists í allri sköpuninni, þó einkum bak við sérhvert andlit. Þannig mun áhugi okkar á efnis- legu gæðakapphlaupi og misbeit- ingu kynhvatarinnar smám saman þverra. Með þessari jákvæðu leiö gæti kirkjan leiðbeint okkur frá óhamingju tómleika efnishyggj- unnar, jafnvel frá slíkum vágesti sem eyðni. Þaö er af tvennu illu betra að kirkjan hefur þagað þunnu hljóði fremur en hafa stund- að siðavendnispredikanir og end- urvakið draug miöalda. Miklu betra væri þó að hún benti okkur á hina jákvæðu leið náungakær- leika og hætti að líta alltaf á hinar dökku hhðar mannsins - hjálpaði okkur að ná meiri þroska, þ.a. okk- ur langaði ekki í hluti sem væru okkur sjálfum og öörum til tjóns. Sigurður Gunnarsson „Það er af tvennu illu betra að kirkjan hefur þagað þunnu hljóði fremur en hafa stundað siðavendnispredikanir og endurvakið draug miðalda.“ íslenskir farmenn: Ein af tekju- lægstu stéttunum Innan tíðar verður verkalýðs- hreyfmgin sett í erfitt próf. Það standa nefnilega fyrir dyrum kjarasamningar og mér vitanlega eru menn ekki farnir að undirbúa þá í smáatriðum. Það hefur til dæmis lítið heyrst um hver kröfu- gerð verkalýðshreyfingarinnar veröur. Meðal þeirra félaga sem nú þurfa að rétta sinn hlut er Sjó- mannafélag Reykjavíkur sem sem- ur fyrir hönd farmanna. Gæti skipt máli Á undanfórnum árum hefur tvennt gerst í málefnum farmanna sem ég tel mjög alvarlegt. í fyrsta lagi hefur farmönnum fækkað um samtals 300 á síðastliðnum tíu árum, enda þótt flutningar til landsins hafi margfaldast. Þetta hefur fyrst og fremst gerst með því að kaupskipaútgerðirnar hafa í vaxandi mæli nýtt erlend skip með erlendum áhöfnum, sem þykir hag- kvæmt vegna lúsarlaunanna sem útlendingum eru greidd. í öðru lagi hefur yfirvinna dregist verulega saman hjá farmönnum og taxtalaunin alls ekki fylgt launa- þróun míög íjölmennra starfshópa, sem sjómenn hafa í gegnum árin borið sig saman við. Þetta tvennt þýðir aö stéttarfélög farmanna verða nú að spyrna við fótum og rétta hlut okkar farmanna. íslenskar kaupskipaútgerðir hafa nefnilega í vaxandi mæli viljað flaggá skipunum út og sigla undir erlendum fána. Hefur þessi hótun stöðugt glumið í eyrum isíenskra farmanna og orðið til þess að marg- ir góðir farmenn hafa yfirgefið stéttina. KjaUarinn Jóhann Páll Símonarson sjómaður Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ur undanfarin misseri barist hart gegn útflöggun, að íslensk skip séu sett undir erlenda fána og íslensk farmannastétt með því lögð niður. Hefur þessi barátta Sjómannafé- lagsins orðið til þess að leiguskip- um hefur fækkað. í raun og veru er þetta framferði kaupskipaút- gerðarmanna sambærilegt við það að reyna að halda niðri launum í fiskvinnslu eða öðrum atvinnu- greinum með því að flytja inn ódýrt vinnuafl frá þriðja heiminum. 'Hótanir og dónaskapur forsvars- manna í kaupskipaútgerðum í garð íslenskra farmanna og endurtekn- ar tilraunir til að halda niðri laun- um stéttarinnar gætu hæglega orð- ið til þess að innan skamms þætti farmönnum nóg komið og tækju öll samskipti við þessi fyrirtæki tíl, gagngerrar endurskoðunar. Menn veröa að gera sér ljóst að íslensku skipafélögin nærast á ein- okunaraöstöðunni sem þau hafa á siglingum tíl og frá landinu. Það getur vel farið svo að erlend skipa- félög fái áhuga á því að sigla til ís- lands og rjúfa einokun skipafélag- anna og þá gætí það skipt félögin verulegu máli að hafa gott samstarf við samtök farmanna, en ekki hafa í frammi skítkast og hótanir eins og nú er. Litlar leiksýningar Kjaramálum farmanna hefur í langan tíma verið skipað með lög- um. Á síðastliðnum 19 árum, sem ég hef starfað við farmennsku, hafa samningar í flestum tilfellum stað- ið yfir í fimm til sex vikur, sleitu- laust. Margsinnis hafa forsvarsmenn „Farmenn sætta sig ekki lengur við það að kjarasamningum þeirra sé skipað með lögum. Því skyldu hinir svoköll- uðu félagshyggjuflokkar átta sig nú á.“ skipafélaganna gengið grátandi fyrir ráðherra og heimtað lagasetn- ingar á farmenn. Allt frá árinu 1979 hefur kjara- samningum okkar verið skipað með lögum ef undan eru skildir samningar í örfá skiptí sem náðust fram efir langt verkfall og sífelldar hótanir um lagasetningu. Alltaf þegar við höfum verið að semja setur Vinnuveitendasam- bandið upp htlar leiksýningar og fer að tala um þjóðarhag og krefj- ast lagasetningar. Hver man ekki eftir því þegar Þórarinn V. Þórarinsson mætti í Karphúsinu ásamt fylgdarliði,, uppábúinn, og.þóttíst vilja semja um kaup og kjörn árið 1987 en datt út úr hlutverki sínu þegar tjaldið féll í miðri sýningu með því að upp komst að drengurinn var með til- búin bráðabirgðalög upp á vasann og sendi farmenn út á sjó með lög- um? Þetta sýnir kúgunaraðfarir Vinnuveitendasambandsins sem það kýs að beita með aðstoð stjórn- valda. Farmenn semji sjálfir í upphafi nefndi ég að kjarasamn- ingar stæðu fyrir dyrum. Við far- menn krefjumst þess að Vinnuveit- endasambandið og stjómvöld láti okkur farmönnum það eftír að semja við skipafélögin. Farmenn sætta sig ekki lengur við það að kjarasamningum þeirra sé skipað með lögum. Því skyldu hinir svo- kölluöu félagshyggjuflokkar átta sig nú á. Varðandi komandi kjara- samninga er það mikilvægast að störf farmanna og íjarvistír frá heimilum og fjölskyldum verði að fullu metin, auk einangrunar á vinnustað, svo sem gera áttí með kjaradómi árið 1979. Þá treystu dómendur sér ekki til að meta at- riði þessi sem sýndi að þeir voru vanhæfir í sínu starfi. Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ur margítrekað þær kröfur sínar að fá þetta mat en ekki fengið og raunar talað fyrir daufum eyrum ráðamanna, ráðherra og alþingis- manna. Það verður skilyrðislaust að nást fram hækkun grunnlauna þar sem yfirvinna hefur dregist saman um 40% á síðustu misserum. Þá verður að tryggja frekari fækkun leigu- skipa og krefjast þess að frítt fæði verði undanþegið skatti, enda engu lagi líkt að farmenn skuli þurfa að greiða skatta af fríu fæði sem þeir fá á meðan þeir eru til sjós. Framkoma Þórarins V. Þórarins- sonar gagnvart Verslunarmanna- félagi Suðumesja er sennilega ætl- að að gefa tóninn í komandi kjara- samningum. En framkvæmda- stjórinn ungi skal vita það að það verður tekið á móti ef hann ætlar að beita fyrir sig ráðherrum og dómsvaldi í kjarasamningum. Þessi framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins verður að fara að átta sig á því að það eru í landinu verkamenn og sjómenn sem eru búnir að fá nóg af endur- sýndum leikþáttum. Jóhann Páll Símonarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.