Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 4
4 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. Fréttir Kj arasamningaviðræðumar: Ósamstæð launþega- hreyfing í pattstöðu - verkalýðsforingjar úr Verkamannasambandinu reyna að leysa hnútinn Tekið í nefiö og hrært í kaffibolla á tiðindalausum samningafundi. Nú virðist sem skoðanir Guðmundar J. og félaga hans i Verkamannasambandinu ætli aö veröa ofan á í kjarasamningunum. DV-mynd GVA Það munu vera ár og dagar síðan kjarasamningaviðræður hafa farið í jafnharðan hnút og nú. Á liðnum árum hefur verkalýðshreyfmgin gjarna hótað aö beita verkfalls- vopninu hafi stefnt í pattstöðu svip- aða því sem nú er í kjarasamning- um. Oft hefur það dugað henni til að koma málunum á hreyfmgu. Ekkert er fjarri lagi en aö hún geti gert það að þessu sinni. Verkalýðs- foringjar viðurkenna hka aö staða atvinnuveganna, og þá alveg sér- staklega útflutaingsgreinanna, sé með þeim hætti að þær séu ekki aflögufærar. Þess vegna mæna allir til ríkisstjórnarinnar. Þó viður- kenna líka flestir að staða ríkis- sjóðs sé slík um þessar mundir, að þangað verði ekki mikið sótt án nýrra skatta. Þrír ósamstæðir hópar í raun eru það þrír hópar í þjóð- félaginu, en ekki samstæð laun- þegahreyfmg, sem eru aö reyna að ná samningum, Alþýöusambandið, BSRB og BHMR. Aö sjálfsögðu eiga þessir hópar margt sameiginlegt, en eigi aö síður er lítil sem engin samvinna milh þeirra í raun. BHMR sker sig aö því leyti úr, aö laun félaga þess eru mun hærri en almennt gerist í hinum hópunum. Foringjar BHMR eru líka lang- haröastir af sér, boöa verkfall 6. apríl og viröast ekki taka neitt tillit til stööunnar í þjóðfélaginu og eru ósveigjanlegir í afstöðu sinni. Skoðanaágreiningur Það er nú orðið opinbert að veru- legur ágreiningur er innan félaga í BSRB. Sumir vilja gera skamm- tímasamning meö flatri krónutölu- hækkun, sem gæfl þeim lægst laun- uðu tiltölulega mest. Aðrir hópar vflja ekki hlusta á þau rök. Þeir segja sem svo að þeim komi ein- hveijir láglaunahópar ekki viö. Þeirra sé aö ná viöunandi samning- um fyrir sína félagsmenn, ríkið geti séð um láglaunahópana. Eftir formannafund BSRB í fyrrakvöld hggur fyrir að hvert fé- lag fyrir sig, innan BSRB, ætlar að róa einskipa með yfirstjóm banda- lagsins sem eins konar miðstöð án umboðs tfl samninga. Þaö er heldur ekkert leyndarmál aö uppi er verulegur skoöanaá- greiningur innan Alþýðusam- bandsins. Ásmundur Stefánsson, forseti sambandsins, fór fyrir hópi, í byijun samningalotunnar, sem vildi gera samninga tfl haustsins. Þar var gert ráö fyrir 6 tfl 7 prósent kauphækkun á tímabihnu og auk þess átti eitthvað að koma til frá ríkinu. Annar hópur, undir forystu Guðmundar J. Guömundssonar, formanns Verkamannasambands- ins, vildi fara öðmvísi að. Sá hópur vfldi, og vih enn, gera viöamikinn langtímasamning, þar sem gert væri ráð fyrir frekar lítilli kaup- hækkun, en þeim mun þykkari fé- lagsmálapakka. Fram að því, að pattstaöan kom upp, leiddi forysta Alþýðusam- bandsins undir forystu Ásmundar samningaviðræöumar. Miðstjóm- arfundur Alþýðusambandsins á miövikudaginn var leiddi í Ijós aö samningamáhn væm komin í patt- Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson stöðu og forystan ekki með neitt nýtt á pijónunum. Til að vinna tíma Þegar þetta lá fyrir tóku nokkrir verkalýösleiðtogar úr Verka- mannasambandinu sig saman og ræddu málin. Þeir voru sammála um að samningamenn væru að faha á tíma og finna þyrfti lausn. Þar fæddist sú hugmynd aö vinna tíma meö því aö ná samkomulagi í 40 daga við ríkisstjómina. Þaö felur í sér að setja aftur á verðstöðvun, beita nýjum lögum til vaxtalækk- unar og aö ná samkomulagi við Vinnuveitendasambandið um flata kauphækkun upp á 1500 krónur. Þessir 40 dagar veröi síðan notaöir tfl að gera viöamikinn kjarasamn- ing tfl lengri tíma bæði við Vinnu- veitendasambandið og ríkisstjórn- ina. Þeir vflja aö þarna verði tekið á málunum með öðmm hætti og á víðara sviði en áður hefur verið gert. Hugmyndin hefur verið borin upp við ríkisstjórnina og var henni vel tekið þar. Þaö mun og mála sannast að eins og staðan er, sé þetta eina lausnin. Hitt er aftur á móti ljóst að mis- takist samningagerðin á þessum 40 dögum, sem rætt er um, verða hér meiri háttar átök á vinnumarkaö- inum. Þau átök gætu hæglega orðið til þess að ríkisstjórnin yrði að segja af sér og efna til þingkosn- inga. Þetta virðist því vera næsta útspihð í samningaviöræðunum og verður að öhum líkindum lagt fram á samningafundi ASÍ og VSÍ á mánudaginn. Ekki er víst að hugmyndinni verði vel tekið af öllum innan samninganefndar Alþýðusam- bandsins. Svo gæti farið aö klofn- ingur kæmi upp á mihi fuhtrúa Verkamannasambandsins og hinna, sem eru Landssamband iðn- verkafólks, Sókn og Landssam- band Verslunarmanna. Iðnaðar- mannafélögin eru ekki með lausa samninga fyrr en í haust. Menn eru þó almennt á því að fyrst flest félög Verkamannasambandsins standa að hugmyndinni, hafi önnur félög eða sambönd ekki stöðu til annars en að fylgja með. Ekki síst þar sem ríkisstjómin hefur tekið jákvætt í máhð. Brú yfir til BSRB Þeir foringjar úr Verkamanna- sambandinu sem að þessari hug- mynd standa eru jafnframt að reyna að mynda brú yfir til þeirra félaga í BSRB, sem vflja gera hóf- sama kjarasamninga til styttri tíma. Margt bendir til þess að þaö takist. Fari svo verður ekki annað séö en aö önnur félög innan BSRB verði aö fylgja með. Staðan býður tæplega upp á að einstök minni fé- lög innan bandalagsins geti náð meiru fram en stóru félögin, en það eru einmitt nokkur þeirra sem eru tilbúin til aö skoða skammtíma- samninga. Þar í hópi er Starfs- mannafélag ríkisstofnana. Aðfara- nótt fimmtudagsins munaði afar htlu að það gerði skammtimasamn- ing við ríkið. Það var ekki samn- ingamönnum félagsins að kenna aö það tókst ekki. Eftir stendur þá BHMR meö 11 félög sem boðað hafa verkfall 6. apríl. Ekki verður séð að þau geti fengið eitthvað annað og meira, jafnvel þótt þau beiti verkfalls- vopninu. Margir telja aö forystu- menn þessara 11 félaga hafi ofmetið stöðu sína í kjarasamningunum. Ef samkomulag tekst við hinar stóru launþegahreyfingar, ASÍ og BSRB, er hætt við að tiltölulega lít- ih hópur í BHMR fái þar engu breytt og neyðist tfl aö þiggja þaö sama. S.dór 520 milljón króna aðstoð við loðdýrabændur: Markaðurinn snýr á loðdýraaðstoðina - refabændur fá styrk til að rækta mink þegar verð á honum fellur Sæmkvæmt áætlunum Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins er gert ráð fyrir að refabændur fái í ár um 70 tfl 80 mihjónir króna í styrk til þess að skipta úr refarækt í ræktun minka. Á sama tíma hafa refaskinn hækkað örlítið á erlendum mörkuð- um en minkaskinn hins vegar lækk- að í veröi. „Kannski má segja að bændurnir hefðu mátt fara sér dáhtið hægar í þessar breytingar,“ sagði Jón Guð- björnsson, framkvæmdastjóri Fram- leiðnisjóðs. „Sjóðurinn reyndi ekki að hafa áhrif á hvaö bændumir gerðu. Hann veitti þeim stuöning til að fara yfir í minkarækt eða til þess að halda áfram refarækt. Ég er hins vegar ekki sannfærður um það hafi veriö skynsamlegt að skipta alfarið yfir í minkarækt eins og margir bændur gerðu.“ Stjóm Framleiönisjóðs ákvað aö veija 150 mihjónum króna til styrkt- ar refaræktinni. Bændur höföu tvo kosti. Annars vegar aö þiggja 10 þús- und króna styrk fyrir hveija refa- læðu á næstu þremur ámm. Hins vegar að fá þennan styrk greiddan allan út í ár til þess aö standa straum af skiptum yfir í minkarækt. Af þeim 70 til 80 mihjónum sem Framleiöni- sjóður greiöir út í ár fer um þriðjung- ur tfl þeirra sem ætla að halda áfram refarækt. Afgangurinn rennur til þeirra bænda sem hafa byijaö minkarækt. Það jafngfldir því að bændur sem hafa skipt yfir í minka- rækt hafi átt um 40 prósent af dýmm þeirra sem þegið hafa aðstoð frá sjóðnum. Til þess að gera sjóðnum kleift að veita þessa styrki samþykkti ríkis- stjórnin í lok janýar að fresta 40 miUjón króna afborgun af láni sjóðs- ins hjá Seðlabankanum. Þetta lán var tekið í fyrra vegna fjárútláta Fram- leiðnisjóðs vegna loðdýraræktar. Auk þessa hefur sjóðurinn tekið 200 mihj- ón króna lán hjá Seðlabanka vegna framlaga til ýmissa búháttabreytinga - þar á meðal loðdýraræktar. Á lánsfjárlögum, sem samþykkt voru fyrir páska, var Framleiðnisjóði síðan heimilaö að taka 60 mihjón króna lán vegna loðdýraræktar. Þessum fjármunum á að verja til „fjárhagslegrar endurskipulagning- ar loðdýrabúa“, eins og þaö hét í samþykkt ríkisstjórnarinnar. Þaö felur í sér aö Framleiðnisjóður ann- aðhvort greiðir skuldir loðdýrabú- anna eða skuldbreytir þeim. Afborganir frystar enn og aftur Stuðningur ríkisstjómarinnar tengdist einnig fleiri sjóðum land- búnaðarkerfisins. Hún ákvað aö heimila loðdýraræktinni að fresta afborgunum af 1,3 mihjarða skuld sinni hjá Stofnlánadeild landbúnað- arins í ár og næsta ár. Afborganir eru um 93 milljónir í ár og 123 millj- ónir á næsta ári. Þessi stuðningur jafngildir því allt að 216 milljónum króna. Á undanfornum árum hafa stjórn- völd þrásinnis frestað afborgunum af skuldum loðdýraræktarinnar hjá Stofnlándeildinni. Auk þess hefur deildin yfirtekið skuldir greinarinn- ar hjá öðrum aöflum. Heildarskuld loðdýraræktarinnar hjá Stofnlána- deild hefur því vaxiö jafnt og þétt og er nú orðin um 25 prósent af heildar- útlánum deildarinnar. Til viðbótar þessum ráðstöfunum samþykkti ríkisstjórnin síðan 55 mihjón króna niðurgreiðslur á fóðri tfl loðdýrabænda. 520 milljón króna aðstoð Þetta er sá stuðningur sem loð- dýraræktin hefur aðgang aö nú um- fram hefðbundnar lánveitingar og styrki landbúnaöarins. 205 mihjónir em beinn styrkur til greinarinnar. 60 milljónir eru lán eöa styrkir til að bæta skuldastöðu greinarinnar. 216 milljónir eru frysting á afborgunum af skuldum greinarinnar. í ljósi þess aö litlar líkur eru til þess að mark- aðsaðstæður erlendis skáni á næst- unni og þess að gripið hefur verið til slíkra frystinga mörg undanfarin ár er ef til vill einungis spurning hve- nær það kemur tfl umræðu að af- skrifa eitthvað af þessum 1,3 mill- jörðum króna. Auk þessa hefur 40 milljón króna afborgun af láni Fram- leiönisjóös hjá Seðlabankanum verið fryst. Samanlagt felst aðstoð sjóðakerfis- ins og ríkisstjórnarinnar til loödýra- ræktarinnar í frystingu, styrk- og lánveitingum á um 521 milljón króna. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.