Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. LífsstHI Verðlag: Tokyo trónir á toppnum Sólarhringurinn í Paris kostar 17.119 krónur. í síðasta tölublaði Business Tra- veller er birtur verðlisti yfir dagleg- an kostnað vegna dvalar kaupsýslu- manns í helstu iðnaðar- og fjármála- borgum um allan heim. í samantektinni er tekið mið af kaupsýslumanni sem ferðast einn og á eigin vegum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi búi í góðu herbergi á fyrsta flokks hóteli og inn í verðið er reiknaður kostnaður vegna matar, leigubíla og þjónustugjalds auk þess sem reiknað er með lítils háttar upp- hæð í skemmtanir. Þaö kemur sjálfsagt fáum á óvart að Tokyo er langdýrasta borgin því Dýrustu og ódýrustu borgir heims aupmh. ló 16.589 ólmur 16.642 Öll verð miðast við að dvalið sé á hóteli í meðal- verðflokki. Matur og þjónusta er innifalin í verði. DVJRJ Hærra en 10.000 kr. □ Lægra en 10.000 kr. hún hefur í langan tíma haft orð á sér fyrir að vera dýr enda kostar sólarhringurinn þar tæpar 22.000 krónur. Dvalarkostnaður í borgun- um sem koma næst á eftir Tokyo, New York, París, London og Stokk- hólmi, er svipaður eða í kringum 17.000 krónur. íslenskir ferðalangar ættu að hafa í huga hversu vel Túnis kemur út í þessum verðsamanburði þar kostar sólarhringurinn ekki nema tæpar 5000 krónur. Túnis er sá staður sem liggur einna næst ís- landi af ódýrari stöðunum og því ef til vill ekki svo vitlaust að skoða þann ferðamöguleika nánar, fyrir þá sem hyggja á ferðalög á næstunni. -J.Mar Flugleiðir: TVö þúsund sæti á tilboðsverði Flugleiðir bjóða upp á 2000 sæti í áætluarflugi á tilboðsveröi til Kaup- mannahafnar og Lúxemborgar í sumar. Sala á farmiðum er þegar hafm og henni lýkur þann 8. apríl næstkomandi. Flugfar til Lúxemborgar kostar samkvæmt tilboðinu 14.670 krónur fyrir manninn og fyrir böm á aldrin- um 2-11 ára kostar miðinn 9.830. Til samanburðar má geta þess að súper- apex á þessari leið kosar 20.520 krón- ur. Tilboðsverð til Kaupmannahafnar kostar 16.900 en bamamiöi 11.320, súper-apex miði á þeirri leið kostar 21.140 krónur. Einu ferðaskilmálarnir eru þeir að ferðin taki minnst viku en mest þijár vikur. Ekki er nauðsynlegt að kaupa flug og bO eða flug og sumarhús þó það sé einnig í boði. Ef bíll er tekinn á leigu í Kaup- mannahöfn í tvær vikur kostar hann 24-25 þúsund krónur miðað við íjóra í bíl. í Lúxemborg kostar bíllinn fyrir fjóra 17.429 krónur í tvær vikur. Þar er einnig hægt að taka á leigu sumar- hús í Biersdorf og kostar það í tvær ' I it’ u.chi ) I: [ 1.1 J VI,-1 nsií- vikur, frá 1. apríl - 17. júní, 25 þús- und krónur. Frá 17. júní - 5. ágúst kostar húsið hins vegar 44.600 krón- ur, í tvær vikur. Tveggja vikna ferö, flug og bíll til Kaupmannahafnar kostar því sam- kvæmt þessu tilboði fyrir hjón með tvö börn rúm 80 þúsund. Sams konar ferð til Lúxemborgar kostar um 65.500 krónur. Ef fjölskyldan tekur á leigu sumar- hús í Biersdorf í tvær vikur kostar ferðin um 74.000 krónur á ódýrari tímanum en tæpar 100 þúsund krón- urádýraratímabilinu. -J.Mar Veðrið kl. 12 á hádegi föstudag Reykjavík 4' amborg 13° " Berlín 17° Frankfurt14 París 18° (j(J Lúxemborg 19° (J Vín 23° Madrid 13 i>3 a’íí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.