Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. Sælkerinn Enn kæra Þjóðverjar Þegar hafin var sala á áfengum bjór hér á landi var sagt frá því í frétt- um að Þjóðveijar hefðu í hyggju að kæra íslendinga fyrir að flytja ekki inn þýskan bjór. Þessi frétt var væg- ast sagt hálfeinkennileg. íslendingar hijóta að ráða því hvaða bjór þeir kaupa og svo mun vera bruggaður „þýskur" bjór hér á landi. Líklegast munu Þjóðveijar hafa hætt við þessa kæru því eitthvað mun víst vera flutt inn af þýskum bjór til íslands. Nú munu Þjóðveijar hafa í hyggju aö kæra frændur okkar Svía fyrir að kaupa ekki meira af þýskum vínum. Sala á þýskum vínum hefur dregist saman um 25% í Svíaríki. Þá kvarta Þjóðverjar yfir því að það sé ótrúlega erfitt að eiga viðskipti við Áfengis- einkasölu sænska ríkisins. Það sem Sælkerasíðunni þótti hins vegar at- hyglisvert við þessa kæru Þjóðverja á hendur Svíum er meöal annars það, að þeir segja aö sænska áfengis- einkasalan selji sérlega léleg þýsk vín, vín sem ekki myndu seljast í Þýskalandi nema þá niðurgreidd á vínhátíðum. Nú er það svo að í versl- unum sænsku einkasölunnar eru nokkrar tegundir af ágætum þýskum vínum þó mikið sé af rush. Ef fulltrú- ar vesturþýska landbúnaðarráðu- neytisins vissu um það rusl af þýsk- um vínum sem hér er á boðstólum hefðu þeir svo sannarlega ástæðu til að kvarta eða kæra. Annað eins rusl af vínum þaðan er líklegast hvergi á boöstólum í heiminum og hér á landi. Er full ástæða til aö endurskipu- leggja innkaupin á þýskum vínum. í Þýskalandi má fá mörg ljómandi vfn en þau vín eru ekki flutt inn til ís- lands - því miður. Hvítlaukurinn er nær þvi allra meina bót. Er hvítlaukur hollur? Það ætti að vera óþarfi að spyija þessarar spurningar, auðvitað er hvítlaukur meinhollur. Tilefni þess að þetta efni er tekiö upp hér er að einhver misvitur maður skrifaði um þaö hér í blaðinu að hvítlaukur væri ekki neitt sérlega hollur. Hvítlauk var þegar fariö að nota til matargerð- ar 2000 árum fyrir Krist. Hvítlaukur- inn var stundum kallaður „lyf fá- tæka mannsins". í matreiðslubók frá því 1390 segir meðal annars aö besta meðalið sé góð matreiðsla og enska skáldið Chauser segir í einu kvæða sinna. „Well loved be garleek onion and leek“. í hvítlauknum er efniö alhcin sem er sótthreinsandi og hef- ur góð áhrif á slímhimnur líkamans. í hvítlauknum er oha sem er auðug af joði og brennisteini og eru þessi efni góð fyrir skjaldkirthinn. í heims- styijöldinni fyrri notuðu herlækn- arnir hvítlauk til sótthreinsunar. Hvítlaukur er mjög góður fyrir astmasjúklinga því hann er slímleys- andi. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á aö hvítlaukur er góður gegn of háum blóðþrýstingi. Sem sagt, það er um að gera að borða mikið af hvít- lauk. Hér kemur uppskrift að góðu hvítlaukslæri sem heitir „Harris hvítlaukslæri". Lambalæri (ekki þyngra en 2 kg) 2 sneiðar beikon, fínt saxað 6 pressuð hvítlauksrif 2 msk. mjúkt smjör 1 msk. söxuð steinselja 1 msk. paprikuduft 1 msk. vínedik eða sítrónusafi salt og pipar. A. Skerið í lærið feminga, 2x2 cm að stærð. B. Blandið saman: Smjörinu, beikon- inu, hvítlauknum, vínedikinu, salti og pipar. Smyijið þessari blöndu vel á kjötið. Geymið það í 2 klukkutíma við stofuhita. C. Steikiö kjötið í u.þ.b. 1-1 'A klukkutíma í 250 gráða heitum ofni. KARATEFÉLAG VESTURBÆJAR Byrjenda- og framhaldsnám- skeið hefjast 3. apríl. Innritun hafin. Uppl. í síma 12355 og 12815. SNOTOKAW JÍAR&TE Líklegast er hvergi í heiminum eins mikið úrval af lélegum þýskum vínum og í verslunum ÁTVR. HViTVíK Bók um bjór Almenna bókafélagið hefur gefið út bók sem nefnist Bókin um bjórinn og er hún þýdd úr finnsku af Borg- þóri S. Kjærnested. Það verður að segjast eins og er aö það er frumlegt að þýða bók um bjór úr finnsku. Bókin er skemmtilega skrifuð og er hún frekar skemmtirit en fagrit. Þó er í bók þessari ágætur fróðleikur um bjór. Þá eru í riti þessu ahnokkr- ar mataruppskriftir þar sem eldað er í bjór. í bókinni má meðal annars lesa þessa klausu sem mun vera eftir finnskan blaðamann, Topelíus að nafni. „Davíð htli lagði í bardaga við risann Golíat og varð að drepa hann, htla bjórflaskan verður að hnekkja stóru áfengisflöskunni - og hver sá sem sendir þessa htlu glerpostula inn á bændaheimihn, í bát flskimanns- ins, skip farmannsins og bústað ríka mannsins, á staði þar sem áfengi hefur verið selt fram til þessa, hann hefur átt frumkvæði að nýrri stefnu sem mun tæma fangaklefana, fækka á veitingastöðunum, efla og styrkja samhygð og samstöðu sem og velferð mannanna." Svo mörg voru þau orð en þetta var ritað 1853. Allir áhuga- menn um bjór, já og mat, ættu að eignast þessa skemmtilegu bók. Rétt fyrir jól rakst Sælkerasíðan á bók eftir Hinrik Guðmundsson verk- fræðing og nefnist hún Áfengir drykkir. Þetta er endurútgáfa og mun bókin fyrst hafa komið út 1953. Uppistaðan í bók þessari er upp- skriftir að ahs konar vínblöndum. Þá er kafh um vín og víntégundir, um brennda drykki og fleira. Rétt er að benda á að í þessari bók er einnig kafli um bjór og er hann mjög fróð- legur og ættu bjórsölumenn að lesa hann. Bókin um bjórinn er skemmtileg aflestrar. Les Abbesses í verslun ÁTVR í Mjódd eru í boði ýmis sérpöntuö vín eins og sagt hefur verið frá hér á Sælkerasíðunni. Nýlega rakst Sæl- kersíöan þar á gott Búrgundarrauð- vín frá Beaune. Þetta er sjaldgæft vín sem maður sér ekki oft og heitir það Les Abbesses. Þetta er ekta gamal- dags Búrgundarvín. Vínið, sem hér er á boðstólum, er árgerð 1985 og er það enn ekki orðið Sælkerinn Sigmar B. Hauksson fullþroskað, það verður gott á næsta ári. Þetta er ilmlítið vín en bragð- mikið. Bragðið er skarpt aldinbragð með góðri sýru og eftirbragðið er ljómandi. Þetta er rétta vínið með góðu nautakjöti og ostum. Fyrir þá sem eru aö koma sér upp „vinkjall- ara“ er tilvalið að kaupa þetta vín og eiga, þetta er svo dæmigert Búrg- undarrauövín eða eins og það er kall- að „alveg týpiskt".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.