Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 25 Hinhliðin Áhugamálið er matargerð segir Jónas R. Jónsson Jónas R. Jónsson hefur stjórnaö Söngvakeppni Sjónvarpsins und- anfarið og var kynnir í beinni út- sendingu er úrslitin fóru fram sl. fimmtudagskvöld. Jónas er gamal- kunnur sjónvarpsmaður. Hann stjómaði mörgum skemmtiþáttum á árum áður og sl. haust var hann með slíka þætti á Stöð 2. Auk þess hefur hann verið kynnir í umferð- arffæðsluþáttum. Jónas starfar allajafna í Hljóðrita milli þess sem hann vinnur við fjölmiðla. Fullt nafn:Jónas Rúnar Jónsson. Fæðingardagur og ár:17. september 1948. Maki:Helga Benediktsdóttir. BörnrMargrét Ragna, 19 ára. Bifreið:BMW árg. 1988. Starf:Fjöhniðlamaður. Laun:Þau skipta ekki máli. Áhugamál:Matargerð. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu?Sennilega þrjár. Hvað tlnnst þér skemmtilegast að gera?Að ferðast og borða góöan mat. Hvað fínnst þér leiðinlegast að gera? Mála en ég geri það ekki oft. Uppáhaldsmatur: Allur thailenskur matur en ég bý oft til slíka rétti. Uppáhaldsdrykkur:Gott rauðvín. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag?Ég fylgist ekkert með xlirótturm en ætli það sé ekki Einar Vilhjálmsson. Uppáhaldstimarit:REP sem er fag- rit fyrir hljóðupptökumenn. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna:Þessari spumingu er nú ekki auðsvarað þar sem svo margar fallegar konur eru til. En ég veit ekki hvað hún heitir þessi fallega sem ég sá. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni:Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta?Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari:Sean Coimery. Uppáhaldsleikkona:Hún Julie Walters, sem lék í Educating Rita, er alveg superleikkona. UppáhaldssöngvariiPeter Gabriel. Uppáhaldsstjórnmálamaður:Stein- grímur Hermannsson. Hlynntur eða andvígur hvalveiðum íslendinga:Það fer eftir mörgu. Ég er andvígur hvalveiðum en ég er líka andvígur því að erlendir aöilar ráöskist meö okkar veiöiréttindi. U ppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Hlynntur eða andvígur veru vam- arliðsins hér á landúAndvígur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best?Ég skipti mikið á milh stöðva eftir þvi hvaða dagskrárgeröar- menn eru hveiju sinni. Uppáhaldsútvarpsmaður:Stefán Jón Hafstein en mér fmnst hins vegar rás tvö ekki best. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið?Það er viku- og árstíöa- bundið. Ég hugsa að ég horíi nokk- uð jafnt og fer eftir því efni sem boöið er upp á. UppáhaIdssjónvarpsmaður:SÍg- mundur Emir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður:Ekki tiL Uppáhaldsfélag i íþróttum:Ekki til. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni?Það þarf nú meira pláss en þetta fyrir allt það, en við getum sagt aö verða betri maður. Hvað gerðir þú í sumarfríinu?Ég ók um Evrópu í þrjár vikur. Næsta sumar fer ég með Dómkórnum í kórferö til Þýskalands og Tékkósló- vakíu og leggjum við í hann 20. ágúst. -ELA Átöppun á öli Óskað er tilboða í átöppun á öli, á dósir, flöskur og barkúta fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11.00 f.h. mánudaginn 17. apríl nk. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 - SÍMI 26844 HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN LAUFÁSVEGURX - 101 REYKJAVÍK Síðustu námskeið vetrarins Innritun stendur yfir Vefnaður, almennur.........................3. apríl Körfugerð.......................... 4. apríl Tauþrykk...................................4. apríl Innritun fer fram á skrifstofu skólans Laufásvegi 2 II. hæð eða í síma 17800. Skrifstofa skólans er opin á mánudögum og miöviku- dögum frá kl. 9-17, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 14.30-18 og á föstudögum frá kl. 9-12. Utan skrifstofutíma tekur símsvari við skráningu. Hafnarfjörður-tæknimaður Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til að veita forstöðu hönnunardeild viö embætti bæjarverkfræðings, jafnframt því að vera staðgengill bæjarverkfræðings. Menntun í þéttbýlistækni og skyldum fögum er áskil- in. Veruleg reynsla í þróun skipulags og hönnun gatna og veitukerfa er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veita bæjarverkfræðingur og bæjarritari, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Umsóknir skulu berast á sama stað eigi síðar en 18. apríl nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Komið í Höllina og sjáið stjörnurnar Alþjóðlegt fimleikamót í Laugardalshöll 1. og 2. apríl 1989. í dag og á morgun kl. 14.00 gefst íslendingum kostur á að sjá okkar besta fimleikafólk, auk erlendra fimleikastjarna frá 8 löndum, keppa á sterkum Reykjavíkurleikjum. Verið velkomin. Fimleikasamband íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.