Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 11 Breiðsíðan DV-myndbrot vikunnar DV-mynd Kristján Ari Einarsson Herra ísland: Sigurvegarinn fær silfursleginn pípuhatt „Við fengum á milli þrjátíu og íjöru- tíu ábendingar auk þess sem við töluðum við marga aðra karlmenn. Allflestir reyndust hafa mikinn áhuga á keppninni,“ sagði Sveinn Rafnsson, einn aðstandenda keppni um herra ísland, sem fram fer á Hótel íslandi 6. apríl nk. Skipuð var nefnd til að vinna úr ábendingum sem bárust og var rætt við alla sem bent var á. Ellefu voru valdir úr þeim hópi sem keppa til úrshta. Herramennirnir eru á aldr- inum átján til tuttugu og fjögurra ára. „Miðað við þau viðbrögð, sem við fengum, er mikill áhugi á keppni sem þessari og hún á tvímælalaust rétt á sér,“ sagði Sveinn. Þau skilyrði eru sett aö herramir séu 176 -190 sm háir. Sérstök fimm manna dóm- nefnd, sem skipuð verður þremur konum og tveimur karlmönnum, munu velja fegursta herrann. „Þetta er mjög svipað og í fegurð- arsamkeppni kvenna. Sigurvegarinn þarf að hafa góða líkamsbyggingu, góða framkomu, sterkan persónu- leika og auðvitað skiptir útlitið miklu máh,“ sagði Sveinn. Keppendur eru frá Keflavík, Sauð- árkróki, Vestmannaeyjum og af höf- uðborgarsvæðinu. í fyrra kepptu sex herrar til úrslita og Arnór Diego var kosinn herra ísland. Arnór mun krýna arftaka sinn og setja á höfuð hans silfursleginn pípuhatt. „Það var Flosi Jónsson, gullsmiður á Akur- eyri, sem bjó til hattinn sem er mjög glæsilegur en sigurvegarinn fær hann áletraðan til eignar. Auk þess fær hann utanlandsferð fyrir tvo, fataúttekt frá Valentínó fyrir fimm- tíu þúsund, úttekt frá Adidas fyrir þrjátíu og fimm þúsund og fleiri góða vinninga.“ Aðstandendur keppninnar fyrir utan Svein eru Kristján Kristjánsson og tímaritið Samúel. Þeir Sveinn og Kristján eru báðir Akureyringar Strangt æfingaprógramm fer fram á hverjum degi þar til úrslit ráðast. Hér er það Gunnar Austmann sem æfir sig í göngu. Aðrir keppendur fylgjast grannt meö. Myndir Gunnlaugur Rögnvaldsson enda var keppnin haldin á Akureyri í fyrra. Herramir koma fjórum sinnum fram á sviðinu á Hótel íslandi, fyrst í íþróttabúningum, þá í sundskýlum, samkvæmisfötum og loks við krýn- inguna. Tekið verður á móti gestum með lúðrablæstri og boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði. Sveinn sagði að kvöldið yrði nánast eins og þegar Fegurðarsamkeppni íslands færi fram. Herrarnir munu sjálfir velja vinsælasta keppandann úr hópnum en dómnefnd velur bestu ljósmyndafyrirsætuna. -ELA Hver þeirra verður valinn fegursti karlmaður landsins? Hér eru níu keppendur af ellefu. Þeir eru: Lengst til vinstri Eli Þórsson, fyrir ofan hann er Haukur Magnússon, þá Gunnar Austmann og Eiður Eysteinsson. í neðri röð frá vinstri eru: Kristján Svanberg, í miðið er Sölvi F. Viðarsson og Guðni Sigurðsson við hliðina á honum og fremstir á myndinni eru Hafsteinn Viðar og Þorsteinn Broddason. Á myndina vantar Sigurbjörn Hallgrímsson og Gunnar Hilmarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.