Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. Sérstæð sakamál________ dv Þá er allt er þrennt er Þetta var búinn aö vera heitur júní- mánuður og enn var hitabylgja yfir Boston. Er kom fram á kvöld þess 24. júní var þrjátíu og sjö ára gamall starfsmaður á auglýsingastofu, Swa- in Fisher, á leið úr vinnunni er sá atburður gerðist sem skipti sköpum fyrir hann og konu hans, Cheryl. Skothríð í bílageymslu Klukkan var rétt rúmlega hálf- átta er Swain Fisher gekk út af skrif- stofu sinni. Hann hafði orðið að þola hitann eins og aðrir borgarbúar. Föt- in beinlínis loddu við fólk þennan dag, svitinn lak af því við minnstu áreynslu og til merkis um það hve heitt hafði verið það sem af sumri var mátti nefna tölur um gosdrykkja- sölu sem orðin var meiri en áður voru dæmi til svo snemma sumars. Swain varpaði öndinni léttar er hann kom niöur í bílageymsluna því vinnudagurinn sem veriö hafði óvenju erfiður, ekki einungis sakir hitans heldur vegna langs fundar síð- degis, var á enda. Sérgrein hans á skrifstofunni var auglýsingatextar. Er hann var í þann veginn að stíga inn í bíhnn sinn kvað við skot. Kúlan hæfði hann í bakið og hann féll á gólfið. Dökkhærð kona Enginn hefði haft misstu hug- mynd um hvemig tilræðismaðurinn leit út hefði ekki svo viljað til að augnabliki eftir að skotið reið af kom tuttugu og sjö ára gömul kona, Anna Gale, út úr lyftunni og gekk inn í bílageymsluma. Þá sá hún dökk- hæröa konu hlaupa burt. Anna Gale veiti henni ekki sérstaka athygli en nokkrum augnablikum síðar kom hún auga á Swain Fisher þar sem hann lá í blóði sínu. Er hún hafði gengið úr skugga um að hann drægi enn andann hljóp hún að næsta síma og bað um lögreglu og sjúkrabíl. Fisher var nokkru síðar ekið í skyndi til Saint Laurentssjúkrahúss- ins en þá var ljóst aö nokkrar sek- úndur gátu ráðið því hvort tækist að bjarga lífi hans eða ekki því skotsár- ið var lífshættulegt. Hann var því tafarlaust fluttur á skuröstofu er komiö var með hann á sjúkrahúsið. Uppá líf og dauða Á meðan læknar gerðu sitt besta til þess að bjarga lífi Fishers reyndi lögreglan aö gera sér grein fyrir því hvers vegna honum hefði verið sýnt banatilræði. Ekki var á miklu að byggja og engri raunverulegri lýs- ingu eftir að fara, aðeins því sem Anna Gale hafði sagt, að hún hefði séð dökkhærða konu hlaupa út úr bílageymslunni. Haft var samband við samstarfs- fólk Swains Fisher en enginn úr þeim hópi gat gefiö neina þá skýringu sem orðið gæti til þess aö upplýsa málið. Það næsta sem lögreglan geröi var að búa sig undir að færa frú Fisher tíðindin um að maður hennar heföi særst lífshættulega er honum hefði verið sýnt banatilræði. Heim til Cheryl Lögreglunni þótti viðurkvæmi- legra að fá yfirmann Fishers, Budd Carson forstjóra auglýsinagstofunn- ar, til þess aö koma með heim til frú Fisher en heimili hjónanna var í norðurhluta Boston. Féllst Budd á það og fór með í lögreglubílnum. Ljós var í húsinu og allmargir bílar fyrir framan það er mennirnir þrír komu að því. Kona Fishers, Cheryl, opnaði fyrir þeim. Hún var í sam- kvæmiskjól og sítt ljóst hár hennar féll niður yflr axlimar. Hún leit undrandi á Budd Carson og rannsóknarlögreglumennina tvo sem með honum vom. „Ég hélt það væri Swain,“ sagði hún. „Hann er oft í seinna lagi. Er nokkuö að?“ Budd Carson tók fast um handlegg hennar og gekk með henni inn í for- stofuna. Rannsóknarlögreglumenn- irnir gengu inn á eftir þeim. Innan úr stofunni heyrðist mannamál og hlátur. Það leyndi sér ekki að yfir stóð mannfagnaður. Féll saman „Þaö reyndi einhver að myrða Swain í kvöld,“ sagði Carson. „En sem betur fer tókst það ekki og..." Lengra komst hann ekki því Cheryl féll nú grátandi saman. Og það var ekki fyrr en Carson hafði tekist að sannfæra hana um aö sennilega væri Swain ekki í lífshættu að hún jafnaði sig nokkuð og þáöi boð hans um að koma með honum á sjúkrahúsið. Fyrst sagðist hún þó verða að segja gestunum hvað gerst hefði. Þetta Lorna Carson. væri fimm ára brúðkaupsafmælis- dagur þeirra hjóna og hefðu þau ver- ið búin að bjóða heim fólkinu sem þama væri. Reyndar hefði hún búist við því Swain kæmi þaö snemma heim að þau gætu saman tekið á móti gestunum. Hún hefði verið búin aö bíða lengi en hefði litiö svo á að hann væri seinn eins og svo oft áður af því hann ætti það til að vera svo utan við sig á stundum. Löng aðgerð Budd Carson sagði við Cheryl aö hann skyldi ræða við gestina, nóg væri álagið á hana samt. Og þar eð hún vildi ekki fara á sjúkrahúsið í samkvæmiskjól varð það úr að Car- son skyldi fara inn til gestanna á meðan hún færi upp á efri hæðina og skipti um fót. Gestimir, sem komnir voru til aö samfagna Fishershjónunum á fimm ára hjúskaparafmæhnu, urðu felmtri slegnir er þeir heyrðu hvaö Carson haföi að segja en hann skýröi þeim frá því aö Swain hefði orðið fyrir slysi. Aö segja allan sannleik- ann fannst honum ekki koma til greina eins og á stóð. Klukkan tíu um kvöldið komu Car- son, Cheryl og rannsóknarlögreglu- mennimir á Saint Laurentssjúkra- húsið. Þá tilkynnti hjúkrunarkona þeim aö Swain lægi enn á skurðar- borðinu og því gæti Cheryl farið heim aftur. Henni yrði skýrt frá því Swain Fisher. hvemig manni hennar liöi um leiö og aðgerðinni lyki. En Cheryl vildi bíöa. Hún sagðist vilja vera nærri Swain. Hún og Car- son vom því látin taka sér sæti í bið- stofu en á meðan tóku þrír varðmenn sér stööu fyrir framan skurðstofuna. Nærtveggja tíma bið Tíminn leið hægt að mati Cheryl og Budds Carson þar sem þau sátu í biðstofunni og biðu eftir því að fá fregnir af aðgerðinni. Er klukkuna vantaði stundarfjórðung í ellefu var bið þeirra loks á enda. Þá var þeim sagt að aðgerðin hefði tekist vel. Tek- ist hefði að ná kúlunni úr baki Swa- ins og myndi hann ná sér til fulls. Fór Carson þá heim. Ekki var þó bið Cheryl á enda. Hún sagðist vilja fá að sjá mann sinn en það var þó ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina að talið var rétt að leyfa henni það. Einn skurðlæknanna, Timon Kikoris, fór með henni inn í sjúkrastofuna. Hann kveikti ljós yfir rúminu og þá var sem Swain vakn- aði af svæfingunni. Hann var enn ekki búinn að fá málið en sýndist þó mög órólegur og reyndi að lyfta hægri handleggnum eins og hann vildi benda á eitthvað en gat ekki valdið honum svo hann féll aftur máttlaus á rúmið. Skothvellur Kikoris læknir sneri sér þá við því hann ætlaöi að segja konu hans, Cheryl, að best væri fyrir þau að fara því maður hennar væri enn ekki búinn aö jafna sig það vel að hann gæti rætt við hana. Þá sá hann að hún hélt á skamm- byssu. Hann reyndi að ná til hennar og taka um handlegg hennar en var of langt frá til þess að komast aö henni í tæka tíð. Allt í einu reið skot af byssunni og lenti kúlan í brjósti Swains sem rak upp hátt óp en var svo örendur. Kikoris náði byssunni nú auðveld- lega úr hendi Cheryl því hún reyndi ekki að beijast á móti. Og augnabliki síðar komu varðmennimir þrír hlaupandi inn í sjúkrastofuna. Saga Cheryl Cheryl Fisher var þegar í stað flutt á lögreglustöð þar sem hún gerði játningu sína. Þá skýrði hún frá því að hún hefði myrt mann sinn vegna afbrýðisemi og örvæntingar. Þá um morguninn er hún hefði vakn- að hefði hún fundið bréf frá honum þar sem hann hefði sagst ætla að sækja um skilnað við hana því hann væri ástfanginn af annarri konu. En Cheryl sagðist hafa verið gift tvívegis áður og hefðu bæði hjónaböndin end- að með skilnaði. Hún hefði þvi fyllst sjúklegu hatri er hún hefði lesið það sem í bréfi manns hennar stóð. Hún hefði ekki séð að hún þyldi enn einn skilnað og því hefði hún ákveðið að myrða mann sinn. Cheryl greindi síðan frá því að hún hefði orðið sér úti um dökka hár- kollu, setið fyrir manni sínum og skotið hann. Því næst hefði hún hald- ið heim til sín og undirbúið veisluna sem hún hefði verið búin að ákveöa að aflýsa ekki því hana hefði vantað fiarvistarsönnun. En Swain dó ekki eftir að Cheryl skaut hann í bílageymslunni. Það varö þó ekki til þess aö hún hætti við fyrirætlan sína og því lét Swain Fisher lífið í rúmi sínu á Saint Laur- entssjúkrahúsinu á þennan óvenju- lega hátt. Konan sem Swain tók fram yfir konuna sína var tíu árum yngri en hann eða aðeins tuttugu og sjö ára. Hún heitir Lora Carson og vann á sömu auglýsingastofu og Swain. Reyndar er hún dóttir Budds Car- son, þess sem fór með rannsóknar- lögreglumönnunum heim til Cheryl Fisher til þess að færa henni tíðindin um að reynt hefði verið að ráða mann hennar af dögum. Cheryl Fisher.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.