Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
7
I>V
Skoðanakönnun DV:
Aukinn meirihluti
vill hvalveiðar
Fréttir
Vaxandi meirihluti íslendinga vill
halda áfram hvalveiöum þrátt fyrir
mótmæli úr ýmsum áttum. Þessi
meirihlijti hefur aukist síðan DV
gerði sams konar könnun í nóvemb-
er síðastliðnum. Miklu um það veld-
ur vafalaust kvikmynd Magnúsar
Guðmundssonar og umræður sem
upp úr henni hafa sprottið.
DV spurði: Ertu fylgjandi eða and-
vígur því, að íslendingar hætti hval-
veiðum? Sama spurning var notuð í
könnun DV í nóvember. Úrtakið í
skoðanakönnuninni voru 600 manns.
Jafnt var skipt milli kynja og jafnt
milli . Reykjavíkursvæðisins og
landsbyggðarinnar.
Af heildinni í úrtakinu kváðust
13,8 prósent vera fylgjandi stöðvun
hvalveiða, sem er fækkun um heil
9,7 prósentustig síðan í nóvember.
71,5 prósent eru andvíg stöðvun hval-
veiða, sem er aukning um 9,2 pró-
sentustig síðan í nóvember. Óá-
kveðnir eru nú 13,7 prósent, sem er
fækkun um 1,4 prósentustig síðan í
nóvember. Þeir sem ekki svara eru
1 prósent, sem er fækkun um 0,8 pró-
sentustig frá fyrri könnun.
Þetta þýðir að af þeim sem taka
afstöðu eru aðeins 16,2 prósent fylgj-
andi stöðvun hvalveiða, sem er
minnkun um 11,2 prósentustig frá
nóvember. En 83,8 prósent vilja hval-
veiðar áfram, sem er aukning um
11,2 prósentustig frá nóvember.
DV spurði svipaðrar spurningar í
október 1985. Af þeim sem tóku af-
stöðu voru þá 18,4 prósent fylgjandi
stöðvun hvalveiða en 81,6 prósent
voru andvíg því að hvalveiðum yrði
hætt.
-HH
Ummæli fólks
í könnuninni
Karl sagði að við ættum tvímæla-
laust að klára vísindaveiðarnar á
hvölum. Annar sagði að við hefðum
aldrei átt að fara út í þetta og bæri
okkur að hætta nú. Kona sagði að
kvikmynd Magnúsar hefði breytt
skoðun sinni. Kona á Selfossi kvaðst
\ólja láta veiða hval áfram. Sér þætti
góður súr hvalur.
Kona á Stokkseyri sagði að íslend-
ingar mættu veiða eins mikinn hval
og þeir vildu. Stjórnmálamenn væru
sumir asnar. Karl sagðist eindregið
vilja að við veiddum miklu meira af
hvalnum. Annar sagði að við ættum
að virða samkomulag og ekki skýla
okkur hak við vísindaveiðar sem
kallaðar væru. Hann sagðist þó ekki
vilja að grænfriðungar réðu gerðum
okkar.
Karl sagði að nóg væri af hval og
fráleitt að láta hann eta allan fisk.
Annar karl sagði að við ættum að
veiða enn meira af hval. Karl sagði
að við ættum að reka okkar sjávarút-
veg án þess að spyrja aðra.
Karl sagðist fylgjandi áætluninni
um vísindaveiðar. Annar sagði að við
ættum að ljúka við tímabil vísinda-
veiða þegar það væri búið. Karl á
Norðurlandi sagði að sér þætti hval-
kjöt gott og veiða ætti meiri hval.
Kona kvaðst ekki vilja láta hætta
að veiða hval eins og málin stæðu.
Karl í Reykjavík taldi meira tapast
en vinnast með hvalveiðum. Kona á
Reykjavíkursvæðinu sagði að við
ættum ekki að láta undan þrýstingi.
Karl á höfuðborgarsvæðinu sagði að
við ættum ekki að láta puntudúkkur
í útlöndum stjóma okkur. Kona
sagði að hvalurinn, sem við veiddum,
væri ekki í útrýmingarhættu. Karl
sagði að við ættum aldrei að hætta
að veiða hvah.
-HH
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar;
til samanburðar eru niðurstöður fyrri kannana DV:
okt. '85 nóv. '88 nú
Fylgjandi stöðvun hvalveiða 14,7% 23,5% 13,8%
Andvígirstöðvun hvalveiða 65,0% 62,3% 71,5%
Óákveðnir 15,5% 12,3% 13,7%
Svara ekki 4,8% 1,8% 1,0%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
verða niðurstöðurnar þessar:
okt. '85 nóv. '88 nú
Fylgjandi stöðvun hvalveiða 18,4% 27,4% 16,2%
Andvígirstöðvun hvalveiða 81,6% 72,6% 83,8
Með eða móti stöðvun hvalveiða 100
80 - ■ Fylgjandi D Andvígir
60 -
40 -
20 - 0 - m 1 ■
Okt. 85 Nóv. 88 Nú
Dahli leikurinn
er hajtnn í búðinni þinni
Nú bregður |l« á leik við alla sem vita hvað eru
góðar kökur. Á umbúðunum er auðvitað
merkið. Ekki henda umbúðunum, klipptu
merkin út og geymdu þau þar til þú átt 15. Þá bið-
urðu um nj|§|j umslag í búðinni þinni (um leið og
þú kaupir sextándu kökuna). Merkin 15 seturðu í
umslagið og sendir okkur. Að launum færð þú svo
100 krónur, eða þú getur notað þessar 100 krónur
sem greiðslu fyrir þennan glæsilega þýska postulíns
kökudisk.
Dahli leikurinn stendur til 31. maí.
Dahli kökur og tertuhotnar - alveg óhorganlegt meðlœti.
FJÖRVI - VÖRUMIÐSTÖÐIN HF.
Sími 687877