Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. Popp Fáir ef nokkrir dægurtónlistar- menn hafa afkastað meiru en Elvis Costello síðastliðin tólf ár. Árið 1986, þegar hann hafði verið níu ár í brans- anum, sendi hann frá sér breiðskífur númer tólf og þrettán. Flestir bjugg- ust við einni eða jafnvel tveimur plöt- um árið eftir. En þá kom Elvis á óvart. Hann lét tvö og hálft ár líöa þar til sú næsta kom út. Og hún er einmitt tiltölulega nýkomin. Spike heitir hún - í höfuðið á Spike Jones. „Nei, ég var ekki aðgerðalaus og slappaði af þessi rúmlega tvö ár frá því að Blood And Chocolates kom út,“ sagði Elvis Costello nýverið í blaðaviðtali. Slíkt telst til tíðinda núorðið. Hann hefur sannast sagna verið afar tregur til að ræða við blaðamenn hin síðari ár. Eitthvað virðist sú stefna þó vera að breytast. En hvað hefur hann verið að fást við? „Ég hef reyndar verið ákaflega lat- ur við að spila á tónleikum. Kom reyndar fram á Glastonbury síðast- liðið sumar og lék á Hjaltlandseyja- hátíðinni. Þá má ekki gleyma hljóm- leikaferð sem ég fór um Bandaríkin einn míns liðs. Tróð upp í framhalds- skólum. Það var verulega skemmti- legt. Áhóteli Elvis Costello er kvæntur Cait O’Riordan sem í eina tíð lék á bassa- gítar meö írsku þjóðlagapönksveit- inni The Pouges. Hún fékk fyrir nokkru hlutverk í kvikmyndinni the Courier svo að þau hjónin fluttust til Dyflinnar um tíma. „Við þurftum aö búa á hóteli í eina þrjá mánuði," sagði Elvis í viðtalinu. „Eg samdi eitthvað af músík fyrir myndina á þeim tíma og þar byijaði ég að semja fyrir næstu plötuna mína. Sat bara og bjó til lög. Skrapp öðru hveiju í gönguferð og hélt svo áfram að semja. Á endanum tókst mér að beija saman helminginn af lögunum á Spike." Elvis hélt áfram: „Þar á eftir tók við hljómleikaferð um Suðurríki Bandaríkjanna, Japan og Ástrahu með The Confederates, bara með einhveijum hópi hljóð- færaleikara sem var á lausu hverju sinni. Það var bráðskemmtilegt en um leið erfitt. Alltaf þegar hljóm- sveitin var að smella saman var búið að breyta henni. Af þessu má sjá,“ bætti Elvis Cost- ello við, „að tíminn leið ekki alger- lega í aðgerðaleysi þótt ég sæti ekki í hljóðverum og dældi út plötum. Ekki má svo gleyma því að ég samdi dálítið með Paul McCartney fyrir næstu plötu hans, einnig unnum við dálítið saman, ég og Ruben Blade, ég samdi nokkra texta fyrir Aimee Mann í ’Til Tuesday og lag á plötuna með Roy Orbison. Reyndar fór ég í frí öðru hveiju. Skrapp til Græn- lands að sumri til og Ítalíu um páska. Það var eiginlega ný lífsreynsla fyrir mig. Ég hafði þá ekki tekið mér frí í tíu ár eða svo.“ Gamlarog nýjarhetjur Ekki má gleyma einu atriðinu enn sem hélt Elvis Costello uppteknum milli Blood And Chocolate og Spike. Að hóa saman hljómhstarmönnun- um sem koma fram á nýju plötunni. „Maður hleypur svo sem ekki í það eina helgi að ná saman hði eins og því sem er meö mér á Spike. Fyrri hluti síðasta árs fór að miklu leyti í að hanga í símanum, ræða við fólk, athuga hvort það vildi vera með mér á plötu og hvenær það hefði tíma til að koma i hljóðverið. Það er sannar- lega léttir aö komast að því að líflð er ekki bara plötuupptökur/hljóm- leikaferð, plötuupptökur/hljómleika- ferð. Það getur hka verið gaman að gera eitthvað sem skiptir ferh manns engu meginmáli. Og þó 'að það sem maður gerir þeyti manni ekki á topp vinsældahstanna þýðir það ekki að það sé eitthvað ómerkilegra en hitt. „Hópurinn sem Elvis CosteUo fékk tU að vinna með sér er glæsUegur. Fyrst skal frægan telja TBone Bur- nett sem stýrði gerð Blood And Chocolates. Roger McGuinn greip í gítarinn, þama var Paul McCartney, Chrissie Hynde, gamla brýnið Jim Keltner, ÁJlen Toussaint og The Dirty Dozen Brass Band sem er okk- ur Islendingum að góðu kunnugt. Hér eru aðeins nokkrir nefndir enda var platan tekin víða upp: í HoUy- wood, New Orleans, Dyfhnni og Lundúnum. Sé rýnt betur í hljóð- færaleikaralistann fer ekki hjá því að maður sakni gamalla félaga úr hljómsveitinni Attractions. Aðeins Pete Thomas kemur við sögu og það htihega. „Það þarf góða ástæðu tíl að við komum saman að nýju,“ sagði Elvis Costello. „Vissulega vorum við orðn- ir vel samspUaðir sem hljómsveit eft- ir margar plötur og hljómleikaferðir. Við gerðum margt gott og ýmislegt sem var kannski ekki alveg jafngott. Eins og staðan er í dag komum við ekki tíl með að æsa upp fortíðarfíkn fólks með því að fara í lújómleikaferð saman. Við erum svo sem engir óvin- ir. Ég hef þó á tilfinningunni að Steve Nieve hti öðrum augum á Elvis Cost- eho And The Attractions en ég. Mig langaði reyndar til að hóa þeim öll- um saman og taka með mér lagið í nokkrum lögum á plötunni. Steve stoppaði það eiginlega. Hann vildi annaðhvort vera með í öUum lögun- um eða engu. Sem sagt enginn auka- maður heldur fjórði partur í hljóm- sveit. Það var einfaldlega ekki á dag- skrá. Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa afstöðu því að Steve Nieve kemur fram á annarra plötum í aukahlutverki. Ég sé ekki muninn fyrir hann að leika á mínum plötum og annarra. En hann lítur þetta öðr- um augum - rétt eins og við séum hljómsveit, Rolhng Stones eða eitt- hvað svoleiðis. Ég ht á okkur sem fjóra einstakhnga...“ Plötusalan Plötur Elvis CosteUos hafa selst misjafnlega. Sumar satt að segja ekk- ert aUt of vel. „Ég fórnaði miklum tíma í Spike. Auðvitaö langar mig til að hún seljist, komist í hendurnar á fjölda fólks. Ef mér væri alveg sama stæði ég einfaldlega ekki í því að semja tónlist og taka upp plötur. En ég ynni aUt öðruvísi ef mitt háleit- asta markmið væri að komast í létt- metisþætti útvarps og sjónvarps. Og hvers vegna ætti ég ekki að setja mér og músíkinni minni einhver önnur markmið?” hélt Elvis Costello áfram. „Ég fékk lögin mín aldeilis spiluð með hinu léttmetinu þegar ég var 23ja. Satt að segja var það ekkert sérstakt. Eiginlega hálffyndið. Ég veit ekki almennUega hvert maður fer og segir fólki frá verkunum sín- um. Það er raunar ekki hægt nema í nokkrum dagblöðum og tímaritum. Ég geri það sem ég get og eftir það er það fólksins að ákveða. Ef það kaupir plötuna á það hana. Eg á hana ekki lengur...Ég sel raunar mikið af plötum. Meira en fjölmargir aðrir. Þetta fer allt eftir því hvaða mark maður setur sér. Það er hægt að setja það mjög hátt og stefna á toppinn á vinsældalistunum með hverja plötu. Sumar eiga slíkt þó ekki skihð. Það ergir mann að hafa lagt mikla vinnu í plötu sem síðan er dæmd ómaklega. Ég mótmæli reyndar bara þegar mér þykir snúið út úr verkunum mínum. Eða reynt að komast ódýrt frá þeim eins og til dæmis þegar gagnrýnend- ur hlusta í raun og veru ekki á plöt- umar heldur skrifa einungis um af- stöðu þeirra til mín.“ Einu taka menn eftir sem rýna í umslagið utan um Spike. D.P.A. McManus er reyndar höfundur lag- anna, ýmist einn eða með öðrum, en Elvis Costeho er til staðar að þessu sinni. Enginn Napoleon Dynamite, The Costello Show né The Imposter. Nöfnin sem Elvis hefur notað á ferh sínum em orðin allnokkur. Það er eiginlega dáhtið gott að hafa þann gamla á sínum stað aftur. Án ahra stæla. Samantekt: ÁT Enn ein platan með Elvis Costello er komin út lifið er ekki bara plötu- upptökur og hljómleikar Platan SPIKE heitir eftir Spike Jones Elvis ásamt konu sinni, Cait O’Riordan. Hún samdi með honum lagið Baby Plays Around á Spike.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.