Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 22
[.AUGA'RDAGUR 1. APRÍL 1989. 22 i »\y SEM á mái Uppl IDLAR ÓS 3 afgreiðslu DV str ludögum og þriöju ýsingar í síma KAST ax dögum. 27022. Rafveita Hafnarfjarðar jíá Útboð/Forval r W W Byggingaverktakar Rafveita Hafnarfjarðar lýsir eftir verktökum til að taka þátt í forvali útboðs vegna byggingar aðveitustöðvar við Öldugötu í Hafnarfirði. Verkefnið er að byggja og afhenda Rafveitu Hafnarfjarðarfullbúið hús. Verk- tíminn er mjög skammur. Afhenda skal spennasal 1 eigi síðar en 15. júlí 1989, rofasal eigi síðar en 10. september 1989 og húsið fullbúið að innan eigi síð- ar en 1. nóvember 1989. Aðal magntölur eru: Steypa...........................ca. 500 m3 mót............................ca. 3500 m2 stál..........................ca. 42000 kg. Athygli er vakin á að undirsláttur undir plötur er allt að 7-8,5 m hár. Væntanlegir verktakar skulu senda skriflega umsókn þar um til Tækniþjónustu Sigurðar Þorleifssonar, Strandgötu 11, Hafnarfirði, fyrir miðvikudaginn 5. apríl 1989.1 umsóknunum skal gerð grein fyrir tækja- eign fyrirtækisins ásamt fjárhagslegri og tæknilegri getu þess til að takast á við verkefnið. Valdir verða 6 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði. Rafveita Hafnarfjarðar ÚTBOÐ Landgræðsla 1989-1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu magntölur: Suðurlandskjördæmi Reykjaneskjördæmi Vesturlandskjördæmi Vestfjarðakjördæmi Norðurlandskjörd. vestra Norðurlandskjörd. eystra Austurlandskjördæmi Nýsáning Áburðardreifing 90 ha 90 ha 95 ha 100 ha 170 ha 170 ha 125 ha 125 ha 90 ha 90 ha 215 ha 21 5 ha 150 ha 110ha Útboðsgögn verða afhent frá og með 4. apríl nk. hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og fyrir viðkomandi kjördæmi á eftirtöldum umdæmisskrifstofum: Selfossi, Borgarnesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 17. apríl 1989. Vegamálastjóri Fógetaembættiö í Keflavík Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á skrifstofu- húsnæði bæjarfógetans í Keflavík að Vatnsnesvegi 33. Húsið er tveggja hæða steinhús, 300 m2 að grunn- fleti. Verkefnið er að endurinnrétta alla efri hæð húss- ins og breyta innréttingum á um helmingi neðri hæðar. Á verktímanum mun embættið hafa hluta af starfsemi sinni í þeim hluta hússins sem ekki er verið að vinna við eða lokið veröur við. Efri hæð hússins skal skila fullgerðri 18. ágúst 1989 en neðri hæð 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent frá kl. 14.00 þriðjudaginn 4. apríl nk. til og með fimmtudags 13. apríl gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður til sýnis væntanlegum bjóðendum 6. apríl og 13. apríl nk. milli kl. 16.00 og 17.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu IR, Borgartúni 7, þriðjudaginn 18. apríl 1989 kl. 14.00. iNNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Djúpuvíkurmyndin var lika ágæt og vakti Ijúfsárar minningar um þá tíma þegar íslendingar höfðu efni á að sóa ennþá meiri verðmætum heldur en nú. Dýrbítar til landverndar í Sjónvarpinu um páskana var fram borið ýmiss konar íslenskt efni til hátíðabrigða. Það voru sýndar heimildarmyndir um hreindýr, tófur, Djúpuvík og Þor- stein flugkappa og svo var sýnd sjónvarpskvikmynd um annan ís- lenskan flugkappa frá 16du eða 17du öld. Það er alltaf vel þegið að fá að sjá íslenskt efni á skjánum, en eins og jafnan á stórhátíðum hafa mai-gir öðrum hnöppum að hneppa heldur en hnöppunum á sjónvarpstækinu, fjölskyldur hittast og gefa sér jafn- vel tíma til að tala saman og fólk stundar ferðalög og útilif þannig að ærin ástæða er til þess að íhuga hvort ekki sé rétt aö hafa þá reglu aö endursýna rjómann af því ís- lenska efni á rúmhelgum dögum sem fer framhjá svo mörgum á tyUidögum. Ég náði í að sjá hreindýrin, Djúpuvík og flugkappana í Sjón- varpinu og þakka kærlega fyrir mig. Sérstaklega þótti mér gaman að hreindýramyndinni og ánægjulegt að í henni skyldi lögð áhersla á að þessi dýr eru hluti af náttúru lands- ins, en ekki óvinur hennar, því nú um stundir heyrist oft eitthvert holtaþokuvæl um að hin eina og sanna náttúruvemd sé fólgin í því að friða öræfin fyrir öllu sem lífs- anda dregur og setja svo upp skilti á miðju landsins: Gangið ekki á grasinu. Samkvæmt því sjónarmiði kæmi til greina að leysa vanda refabænda með því að kaupa af þeim tófumar á einu bretti og sleppa þeim lausum og gera þær að landvörðum (gætu verið með sérstök hálsbönd eins og hundar sem eru búnir að borga skattana sína). Dýrbítamir gætu síðan snarlega útrýmt grasbítum eins og sauöumn og hreindýmm, þannig að öræfajurtirnar fengju að verða mannhæðarháar. Þá væri auðvitað eftir aö útrýma hrossum en þótt ég sé ekki dýra- fræöingur tel ég að það mundi koma af sjálfu sér á eftir. Fjölrrúðlaspjall Þráinn Bertelsson Ég tel líklegt að hungraðir refim- ir mundu hópa sig saman þegar þeir væm búnir að naga síðustu beinin af sauðkindunum eða hreinsdýrskálfunum og fara síðan um öræfin í hjöröum, hundruðum eða jafnvel þúsundum saman, í leit aö æti. Og þá mættu hestar og hestamenn fara aö biðja fyrir sér, rétt eins og bændur í Síberíu ku hafa verið ákaflega heimakærir um það leyti sem úlfarnir þar um slóð- ir vora upp á sitt besta og fóru hópum saman áður en þeim var breytt í pelsa. En þessi vísindalega kenning mín um sameiginlega lausn á vanda refabænda og landfriðun er náttúr- lega útúrdúr, því að ég var að tala um hreindýramyndina. Perlur í þeirri mynd vora kaflar úr gömlu hreindýramyndinni hans Eðvarðs Sigurgeirssonar á Akureyri, en þann mann ætti Félag kvikmynda- gerðarmanna að gera að heiöurs- félaga - ef það er þá ekki búið að því fyrir löngu. Sem sé: ágæt mynd og fróðleg. (Átakanlegt þótti mér þó að komast að því sem hlýtur að vera vel varð- veitt ríkisleyndarmál í Noregi, en það er að Ólafur Noregskonungur skuh vera svo hroðalega matvand- ur að taka með sér nesti þegar hann kemur í íslandsheimsóknir. Ég vona að íslenskir ráðamenn kunni sig betur en svo að þeir mæti í fín- ar veislur erlendis og fúlsi við rétt- unum og sneiði þess í stað ofan í sig hákarl og séu að paufast með íslenskt brennivín með, rétt eins og Ólafur sjóli með hreindýrskrofiö sitt forðum.) Djúpuvíkurmyndin var líka ágæt og vakti ljúfsárar minningar um þá tíma þegar íslendingar höfðu efni á að sóa ennþá meiri verðmæt- um heldur en nú. En skyldu hinar yfirgefnu draugafabrikkur á Djúpuvík, Siglufirði, Hjalteyri og víðar vera nægileg áminning til okkar um að umgangast sameigin- legar auðhndir okkar af meiri virð- ingu og fyrirhyggjusemi en hér áður fyrr þegar tækniöldin var að renna upp og ahar auöhndir virt- ust óþrjótandi? Svo voru það flugmyndimar. Fyrst Þorsteinn Jónsson. Hugguleg mynd um sérstæðan mann. Ekki sérlega þægileg mynd fyrir flug- hrædda, því að manni fannst boð- skapurinn vera eitthvað á þessa leiö: Skrýtið að maður sem hefur flogið svona mikið skuli ekki vera margdauður fyrir löngu. Hin flugmyndin var hálftíma- langt sjónvarpsleikrit „Flugþrá“. Mér þótti mikill fengur að mynda- töku Guðmundar Kristjánssonar „on location“, sem í mörgum myndskeiðum lagði áherslu á feg- urð og víðáttu himinsins í sam- ræmi við það sem maður hélt að ætti að vera uppistaða myndarinn- ar - Flugþrá. Lokaskot myndarinn- ar af upprisu andans var ákaflega fagurt og eftirminnhegt og sýnir aö Friðrik Þór hefði getað gert miklu betri mynd ef hann hefði ekki gleymt sér við eymd og and- leysi og blóð og skít og ofbeldi á jörðu niðri, en á því sviði taka aðr- ir honum fram. Þráinn Bertelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.