Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 35
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 47 dv LífsstOl Lestu smáa letrið ef þú kaupir þér pakkaferð: Ferðaskrifstofan ábyrgist fátt annað en ferð og hótel - kaupa verður allar tryggingar sér Ferðaiangar ættu að hafa í huga að tryggja sig gegn ófyrirsjáanlegum atvikum. Almennir ferðaskilmálar ferða- skrifstofanna eru svo almennir að fefðaskrifstofan sem selur þér pakkaferðina ber í raun og veru enga aðra ábyrgð en að koma þér á áfanga- stað og að þú fáir þá gistingu sem þér var lofað þegar þú keyptir farseð- ilinn. Þetta kemur fram þegar feröalang- urinn fer að lesa smáa letrið sem fylgir farseðlinum hans eða þegar hann fer að glugga í bæklinga ferða- skrifstofanna og les kaflann sem ber yfirskriftina: Almennir ferðaskil- málar Félags íslenskra ferðaskrif- stofa. Einfalt dæmi úr smáa letrinu: „Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á tjóni sem þátttakendur í ferðum hennar kunna að verða fyrir á lífi sínu, líkama eða farangri. Þátttak- endur eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, sjúkra- og farangurs- tryggingu fyrir milligöngu ferða- skrifstofunnar eða hjá tryggingarfé- lögum... Effarþegiveikistíhópferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði, sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann Ferðir ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum sem ferðaskrifstofunni verður ekki kennt um.“ Eins og áður sagði getur ferðalang- urinn tryggt sig gegn flestum ofan- greindra atriða með því að kaupa ferðatryggingu. Sjúkra- og ferða- slysatrygging Visa og Eurocard er ekki nóg því hún greiðir einungis kostnað sem hlýst af sjúkrahúsdvöl. Almennar ferdatryggingar Að sögn Ólafs Jóns Ingólfssonar hjá Sjóvá-AImennum selja trygging- arfélögin allar almennar ferðatrygg- ingar. Ferðalangur sem vill fara vel tryggður í fríið sitt kaupir sér yíir- leitt líftryggingu, sjúkra- og ferða- slysatryggingu, farangurstryggingu, dánar- og örorkubætur og auk þess dagpeninga sem greiðast þann tíma sem viðkomandi missir úr vinnu verði hann veikur á ferðalagi eða hann slasast og er frá vinnu af þeim orsökum. Einnig er hægt að kaupa svokallaða ferðarofstryggingu. Hægt er að kaupa hluta af þessum tryggingum, sumir vilja til dæmis ekki kaupa sér farangurstryggingu heldur taka áhættuna sjálfir og aðrir vilja ekki líftryggingu og svo mætti lengi telja. Slíkar tryggingar eru mis- dýrar, fara til að mynda eftir því hvort ferðinni er heitið til Evrópu eða annarra heimsálfa, en algengt verð liggur á bilinu 700-2000 krónur fyrir einstakhng miðað við þriggja vikna ferð innan Evrópu. í vafa- sömu ástandi Þó svo ferðalangurinn haldi að hann sé fulltryggður með allar þess- ar tryggingar er málið ekki svo ein- falt. Ef hægt er að rekja slys til óvar- kárni hans sjálfs fær hann engar bætur. Sem dæmi má taka að ef við- komandi er við skál og fer að klifra á milli svala, dettur niður og slasast þá á hann ekki rétt á bótum þar sem hægt er að rekja slysið til áhættu sem hann tók sjálfur í vafasömu ástandi. Ferðarofstryggingin tekur yfir veikindi eða slys sem verða á ferða- lagi. Ferðalangur sem slasast eða veikist áður en orlofsferð hans er hálfnuð fær ferðina endurgreidda. Verði að flytja ferðalanginn heim í sjúkraflugi borgar feröarofstrygg- ingin einnig slíkt en sjúkraflug getur verið mjög dýrt. Deyi ferðalangur í slysi er borgað- ur kostnaður vegna flutnings líksins heim og fargjald fyrir maka og börn. Auk þess eru dánarbætur greiddar ef um slys er að ræða en ekki ef við- komandi læst af veikindum. Greiðsla og pöntun Þegar ferðalangurinn pantar sér ferð verður hann að greiöa staðfest- ingargjald innan viku eftir pöntun. „í ferðaáætlun á að vera tekið fram hvaða þjónusta er innifalin í verði. Uppgefið verð á ferðinni getur tekið ýmsum breytingum því ferðaskrif- stofumar gefa einungis upp áætlað verð í verðskrám, bækhngum og á pöntunareyðublöðum. Verðið getur breyst í samræmi við þær verðbreyt- ingar, sem kunna að verða fram til brottfarardags á seldri þjónustu, hvort sem verðbreyting stafar af breytingu á fargjöldum, eldsneytis- hækkunum, gengi íslensku krón- unnar, innlendum kostnaðarhækk- unum, eöa þeirrar þjónustu sem innifaiin er í áætluðu verði ferðar- innar.“ Að sögn Karls Sigurhjartarsonar, formanns Félags íslenskra ferða- skrifstofa, er mikið af þeim ferðum sem ferðaskrifstofurnar selja í um- boðssölu. „Ef viðskiptavini finnst á hlut sinn gengið snýr hann sér til þeirrar ferðaskrifstofu sem seldi honum ferðina og leggur fram kvört- un við hana. Sumar ferðaskrifstofur hafa þann háttinn á að sá hluti ferðar sem er greiddur fyrirfram er þar með verð- tryggður. Svo er til að mynda hjá þeirri feröaskrifstofu sem ég rek. Ef við komum aftur að umboðssöl- unni, til dæmis ef hækkanir verða á flugfargjöldum hjá flugfélögunum eða aðrar hækkanir hjá umboðsaðil- um, getur ferðalangurinn átt á hættu að verða rukkaður um hærra gjald en upphaflega var gert ráð fyrir." Afpöntun eða breytingar á ferð „Ferðalang er heimilt aö aftur- kalla farpöntun sé það gert innan viku frá því að pöntun var gerð. Ber- ist afpöntun síðar en fjórum vikum fyrir brottför er ferðaskrifstofunni heimilt aö halda eftir staðfestingar- gjaldinu. Sé afpöntun gerð með minna en 28 daga, en meira en 14 daga fyrirvara, heldur ferðaskrifstof- an eftir 25 prósentum af andviröi ferðarinnar. Berist afpöntun með skemmra en 14 daga fyrirvara á ferðaskrifstofan rétt á 50 prósentum fargjaldsins, en sé fyrirvarinn tveir virkir dagar er fargjaldið óaftur- kræft. Heimilt er að breyta pöntun ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara og breytt er í sam- bærilega ferð. Sé það gert með skemmri tíma skoðast það sem afpöntun og nýpönt- un og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til greiðslu samkvæmt ofan- sögðu. Ferðaskrifstofan vekur athygli á að í öðrum ferðum en þeim sem hún skipuleggur sjálf er hún aöeins hugs- anlegur umboðsaðili þeirra fyrir- tækja og einstakhnga, sem hún skipt- ir við, og ber því ekki ábyrgð á van- efndum þeirra aðila.“ Forfallatrygging Ef ferðalangur vill nú tryggja sig fyrir því að hann fái það sem hann hefur borgað endurgreitt komist hann ekki í ferðina af óviðráðanleg- um orsökum kaupir hann svokallaða forfallatryggingu. Verðið á henni er í flestum tilvikum miðað við 3,5 pró- sent af andvirði ferðarinnar og er það fé óendurkræft sé ferðin farin. Forfallatrygginging tekur yfir ýmis óviðráðanleg atvik svo sem slys, veikindi, þungun, barnsburð eða dauöa náinna ættingja. Ferðinni aflýst Náttúruhamfarir, verkfóll, um- ferðarslys, borgarastyrjaldir, styrj- aldir eða aðrir slíkir þættir gætu taf- ið ferðalánginn eða eyðilagt með öllu ferð hans. Hann ætlar að leita eftir bótum hjá ferðaskrifstofunni sinni en kemst þá að raun um að húr. ber enga ábyrgð á slíku og er máhð með öllu óviðkomandi. Sama gildir ef pöntunarloforð gisti- húsa eða samgöngutækja bregöast og er ferðaskrifstofunni á grundvelli þess heimilt að ailýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt um það tafarlaust. Sé ferð aflýst endurgreiðir ferða- skrifstofan það sem greitt hefur verið upp í ferðakostnaðinn en er að ööru leyti ekki skaðabótaskyld. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á breytingum eða seinkunum sem kunna að verða á áætlunum farar- tækja sem notuð eru. Beri til þess nauðsyn aö breyta áætlun ferðar áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess svo og að nota önnur gistihús og farartæki en upphaflega var ráð fyrir gert. Heimilt er að krefjast greiðslu aukakostnaðar ef breytingin stafar ekki af ástæðum sem ferða- skrifstofan ber ábyrgð á. Kvörtunamefndin Að sögn Elvu Benedikstdóttur, starfsmanns Neytendasamtakanna, eru flestar þær kvartanir sem Kvört- unamefnd um ferðamál berast vegna*- þess að ferðaskrifstofan stendur ekki viö gerða samninga varðandi hús- næði eða að fararstjóri er ekki ís- lenskumælandi. Þá er viðkomandi ferðaskrifstofu sent bréf og hún beð- in um að skýra mál sitt. Sé augljóst að gerðir samningar hafi verið brotn- ir eigi ferðamaðurinn rétt á bótum. „Aðalatriðið er að fólk kvarti strax. Ef þarf að láta fólk hafa annað hús- næði en um var samið er það skil- yrði að það sé í sama gæðaflokki og jafnframt þarf ferðaskrifstofan að geta sýnt fram á að skipta hafi orðið um húsnæði af ófyrirsjáanlegum or- sökum. Ef seinkun verður á flugi á fólk rétt á bótum ef það er sannanlegt að^ töfin hafi valdið því skaða, til dæmis ef það missir af tengiflugi. Hins vegar ef töfin veldur engum skaða er hvorki flugfélag eða ferðaskrifstofa bótaskyld. Annars virðast mér ferðaskrifstof- uraar í flestum tilfellum reiðubúnar að leysa þau mál sem upp kunna að koma þannig að báðir aðilar geti sætt sig við lausnina. Hins vegar eru alltaf einhveijir svartir sauðir sem láta kvartanir sem vind um eyru þjóta og þá kemur til kasta kvörtun- arnefndarinnar,“ segir Elva Faraverður að landslögum „Við skoðum hvert og eitt málsat- vik nákvæmlega og metum það út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í mál- inu,“ segir Friðjón Örn Friðjónsson, lögfræðingur og oddamaöur í kvört- unarnefnd um ferðamál. „Við leitum eftir svörum frá máls- aðilum, og klásúlan almennir feröa- skilmálar íslenskra ferðaskrifstofa er einungis einn þáttur málsins. Það verður að hafa í huga að þeir eru samdir einhliða af Félagi ferðaskrif- stofa en eru ekki landslög. Þó að _ ferðalangurinn skrifi undir að hlíta þessum skilmálum eru heimildir fyr- ir því að slíkur samningur sé látinn víkja í ákveðnum málum. Það er erfitt að gefa einhverjar yfir- lýsingar um þetta, því öll kærumál fara eftir málsatvikum hverju sinni. Og í deilumálum úrskurðum við samkvæmt landslögum en ekki eftit þessum skilmálum,“ segir Friðjón. -J.Mar Það er ýmislegt sem kemur á óvart þegar ferðaskilmálar Félags islenskra ferðaskrifstofa eru lesnir. Þó gaman sé á sólarströnd ætti ferðalangurinn að kynna sér skilmálana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.