Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 13 Uppáhaldsmatur á suimudegi „Þessi uppskrift er svolitiö lík mér, væmin eins og ég,“ sagði Valdís Gunnarsdóttir, útvarpsmaður á Bylgjunni, er hún gaf okkur uppskrift af rækjupasta. DV-mynd KAE rækjupasta - að hætti Valdísar Gunnarsdóttur Valdís Gunnarsdóttir, útvarps- maöur á Bylgjunni, hefur jöfnum höndum fengiö lof og last fyrir þætti sína. Sumir hafa talið hana væmna en Valdís sagöi þegar hún var beðin um uppáhaldsuppskriftina að best væri þá að hafa hana svolítið Valdís- arlega eða væmna. Þetta var sagt meira í gríni en alvöru enda lítur pastarétturinn hennar Valdísar alls ekki út fyrir að vera annað en hrein- asta góðgæti. „Mér datt þessi uppskrift í hug þeg- ar ég hafði snætt á ítölsku veitinga- húsi í New York sem heitir Cana- stels. Ég leyfði mér að giska á hvað væri í réttinum sem ég pantaði mér,“ sagði Valdís er hún lét okkur hafa uppskriftina og bætti við: „Mér fmnst tilvalið að dreifa þessari upp- skrift vegna þess hversu rosalega góð hún er og ekki síður auðveld. Það minnir mig á að einu sinni reyndi ég að fara eftir uppskrift sem Helgi P. gaf ykkur en sú máltíð heppnaðist engan veginn. Það var eitthvað um eph, lauk og karrí og allt fór í vit- leysu hjá mér,“ sagði Valdís en hún sagðist vona að þessi ætti ekki eftir að vefjast fyrir lesendum. Uppskriftin lítur þannig út: Byijað er á að sjóða twist pasta (pakka af Muliers) í fullum potti af vatni ásamt 1 tsk. af salti og örlítilli olíu. /2 græn paprika Vj rauð paprika 2 bollar rækja (fersk) Sveppir, helst nýir, annars svona miðlungs dós 1 stór laukur 3 hvítlauksrif eða rúmlega ein og hálf tsk. pressaður hvítlaukur Allt steikt vel á pönnu í mikilli olíu (BertoUi). Safmn er síðan síaður frá og settur síðast út í sósuna. Sósa Slatti af Maribo-osti bræddur í ein- um til tveimur pelum af rjóma og lögurinn af grænmetinu settur út í. Sósunni er síðan hellt yfir allt saman og með þessu er borið fram hvít- lauksbrauð (með mikliun hvítlauk). - Það er alveg rosalega gott að drekka ítalskt rauðvín með réttinum eða ískaldan bjór, sagði Valdís. -ELA ISLAND UR NATO HERINN BURT Baráttufundur í Háskólabíó, þann 2. apríl 1989, kl. 14.00. Fundarstjóri Páll Bergþórsson. '0 Páll Ingibjörg gj Peter Brynja w, 3 Diddi Bubbi Bjartmar Dagskrá Ingibjörg Haraldsdóttir, formaöur miönefndar SHA, setur fundinn. Ávarp flytur Peter Armitage mannfræðingur og talar um baráttu Innú indjána á Labrador gegn heræf- ingum NATÓ. Bubbi og Bjartmar flytja tónlist. Frumflutningur og eina sýning á leikritinu „Réttvísin gegn RÚV“ eftir JÚSTUS, undir stjórn Brynju Benediktsdóttur Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi Fiðla) stjórnar fjöldasöng. Húsið opnar kl. 13.30 LANDSÖLUSAMNINGURINN 40 ÁRA Samtök herstöðvaandstæðinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.