Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989.
Fréttir
Harka að færast 1 kjaradeilu verkalýðsfélaganna:
Ætla að af la sér
verkfallsheimilda
Forráöamenn Verkamannafélag-
anna Dagsbrúnar í Reykjavík og
Hlífar í Hafnarfiröi áttu með sér fund
í gær þar sem rætt var um aö félögin
öfluðu sér verkfallsheimilda um eða
eftir helgina. Þá var einnig rætt um
samvinnu þeirra í milli komi til ein-
hverra aðgerða. Ýmsir verkalýðs-
foringjar utan af landi, sem DV ræddi
við, sögöu að ekki væri um annað
að gera en aö afla verkfallsheimilda
þar sem alger kyrrstaða ríkti í samn-
ingamálunum.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins,
sagði að hann vissi til þess að nokkur
verkalýðsfélög, fyrir utan Dagsbrún
og Hlíf, ætluðu að leita eftir verk-
fallsheimild um eða eftir helgina.
Hann sagði að nákvæmlega ekkert
hefði gerst á samningafundi í gær og
nú væri beðið eftir útreikningum
Þjóðhagsstofnunar á kjarasamningi
opinberra starfsmanna og ríkisins.
Vinnuveitendasambandið óskaði eft-
ir þessum útreikningum fyrr í vik-
unni.
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn,
sagði í gær að hann sæi enga aðra
leið færa eins og málin standa nú en
að félögin öfluðu sér verkfallsheim-
ilda og skipulegðu aðgerðir á næst-
unni. Það gengi ekki lengur að at-
vinnurekendur réðu einir ferðinni í
samningamálunum en þannig hefði
þaö verið til þessa og öllum tillögmn
verkalýöshreyfingarinnar hefði ver-
ið hafnað.
Það virðist því ljóst að aukin harka
er aö færast í kjaradeilu Alþýðusam-
bandsins og Vinnuveitendasam-
bandsins. Enginn samningafundur
verður haldinn fyrr en niðurstöður
Þjóðhagsstofnunar liggja fyrir en það
verður ekki fyrr en á morgun í fyrsta
lagi.
S.dór
Setudómari í
sparisjóðsmálið
Adólf Adólfsson, bæjarfógeti í Bol-
ungarvík, hefur veriö skipaður setu-
dómari í máli ákæmvaldsins gegn
Valdimar Össurarsyni, fyrrverandi
sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Rauða-
sandshrepps. Stefán Skarphéðins-
son, sýslumaður í Baröastrandar-
sýslu, birti Valdimar ákæru í málinu
og óskaði eftir að setudómari yrði
kvaddur í málið. Dómsmálaráðuney-
tið hefur nú skipað setudómara.
Það var fyrir um einu og hálfu ári
að Bankaeftirlitið gerði athugasemd-
Kortsnoj
Pétur L. Péturasan, DV, Barœkma;
Nigel Short tókst að ná Ijubojevic
að stigum og deila þeir því sér efsta
sætinu á heimsbikarmótinu í skák
hér í Barcelona. Kasparov fylgir
þeim fast á eftir.
Spenna er farin að fær;ast 1 leikinn
nú eftir elleftu umferð mótsins. Short
og Kasparov vinna hverja skákina á
fætur annarri, meðan Ljubojevic
lætur sér nægja jafntefli. Jóhann
Hjartarson tapaði í gær skák sinni
gegn Kortsnoj og er þar með kominn
í níunda sæti.
Meira var um sigra í elleftu umferð
mótsins en oft áður. Þannig vann
Short skák sína gegn Seirawan en sá
síöamefndi var kominn í tímahrak.
Kasparov, sem verður 26 ára í dag,
vairn skák gegn Speelman í fyrradag
og í gær vann hann aðra gegn landa
sínum, Beliavski, og skaust þar með
ir við fjárreiður Sparisjóðs Rauða-
sandshrepps. í rannsóknum, sem
fram hafa farið, hefur komið í ljós
að um helming af innstæðum í sjóðn-
um vantaði. Akæra á hendur spari-
sjóðsstjóranum fyrrverandi var gefin
út í kjölfar rannsóknarinnar.
Sparisjóðsstjórinn hefur neitað öll-
um sakargiftum og telur hann sig
hafa átt laun, risnu og húsaleigu hjá
sparisjóðnum og því haft tilkall til
þeirra peninga sem vantaði í sjóðinn.
-sme
nn Jóhann
í þriðja sætið. Að auki vann Nikolic
Nogueiras.
Ljubojevic gerði jafntefli gegn Ju-
supov, Speelman gerði jafntefli gegn
Ribli og Vaganian og Spassky skildu
jafnir. Skák Salov og Illescas fór í bið.
Staðan er því þannig að lokinni ell-
eftu umferð:
Ljubojevic 7,5 stig, Short 7,5, Ka-
sparov 6,5, Hubner 6, Kortsnoj 5,5,
Júsupov 5,5, Salov 5 stig og biðskák,
Seirawan 5, Jóhann Hjartarson 5,
Spassky 5, Beliavski 4,5, Nikolic 4,5,
Vaganian 4,5, Illescas 4 stig og bið-
skák, Ribli 4, Speelman 4 og Nogueir-
as 3 stig.
Þessir tefla í dag:
Spassky - Nikolic, Dlescas-Vagan-
ian, Kasparov - Salov, Ribli - Beliav-
ski, Júsupov-Speelman, Seiraw-
an - Ljubojevic, Kortsnoj - Short,
Hubner-Jóhann Hjartarson. Nogu-
eiras fær frí.
Reyklausa deginum í gær iauk með samkomu ð Lækjartorgi. Þar var bor-
inn eldur að stampi með 2000 sígarettum f, en það er tæplega þriðjungur
af ársneyslu þess sem reykir pakka á dag. Slökkviliðiö kæföi fljótlega eld-
inn til þess aö koma i veg fyrir óbeinar reykingar samkomugesta.
DV-mynd BG
Eiginflárstaða Amarflugs er neikvæð um nær 477 milljónir:
Hyggjast snúa dæminu við
með björgunaraðgerðunum
Að sögn Kristins er búist við að tap
verði á rekstri fyrirtækisins í ár upp
á nokkra tugi milljóna. Hið nýja
hlutafé mun því étast að nokkru upp
á þessu ári.
Á síðustu tveimur árum hefur far-
þegum Amarflugs fjölgað um 75 pró-
sent og fragtflutningar hafa aukist
um 150 prósent. Á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs fjölgaði far-
þegunum um 13 prósent miðað við
sömu mánuði í fyrra á sama tíma og
farþegaflutningar til og frá íslandi
stóðu í stað.
-gse
Rétt tæplega 99 milljón króna tap
varð á rekstri Amarflugs í fyrra.
Reksturinn sjálfur skilaði því engu
til aö mæta fjármagnskostnaði.
Við þetta tap bætist 108 milljón
króna tap vegna gengismunar og
vaxtagjalda. Auk þess tapaði fyrir-
tækiö um 17 milljónum vegna ann-
arrar starfssemi. Heildartap félags-
ins varð þvi um 224 milljónir króna.
Eigið fé Amarflugs var neikvætt
um tæplega 477 milljónir um síðustu
áramót. Félagiö skuldaði með öðrum
orðum 477 milljónir umfram eignir.
Á blaðamannafundi í gær kynnti
Kristinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, á blaða-
mannafundi f gær. DV-mynd GVA
Kristinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Amarflugs, með
hvaða hætti eigendur fyrirtækisins
hyggjast rétta við reksturinn. Það
mun verða gert með þvi að ríkissjóð-
ur fellir niður 150 milljón króna lán,
KLM-flugfélagið fellir niður 45 millj-
ón króna lán, félagiö fær um 150
milljónir í söluhagnað af flugvél fé-
lagsins og hlutafé verður aukið um
155 milljónir. Auk þess er stefnt að
enn frekari hlutafláraukningu upp á
160 mifljónir. Með þessum aðgerðum
á eigið fé fyrirtækisins að verða já-
kvætt.
Viðtalið dv
liffi og hrærist
í félagsmálum
"V . ■■■■■■ y\
Nafn: Ragnheíöur Björfc
Guðmundsdóttir
Aldur: 30 ár
Staða: Nemi í Samvinnu-
háskólanum
„Námiö og skólastarfið er svo
yfirgripsmikið og tímafrekt að
varla hefur fundist tími fyrir
annaö í vetur. Helst ere þaö
gönguferðir í þessari fallegu nátt-
úre sem. er hér allt umhverfis
skólann minn. Maður uppgötvar
eitthvað nýtt í umhverfmu á
hveijum degi. Ég hef alla tíð haft
gífurlegan áhuga á öllu félags-
málastússi og áður en varði var
ég búin að hella raér í félagsmálin
í Samvinnuháskólanum," segir
Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir, nýkjörinn formaður
Skólafélags Samvinnuháskólans
að BifrösL Ragnheiður er fyrsta
konan sem gegnir formannsstöðu
í rúmlega sjötíu ára sögu skólans.
Nemendur á háskóladeildinni í
vetur éru 34 alls en af þeim ere
aðeins 9 konur.
Þótt Ragnheiður sé ung að
árum hefur hún komið viða við
í félagsstörfum. Hún skipaði
þriðja sætíð á lista Alþýðuflokks
í síðustu borgarstjómarkosning-
um, sat í flokksljóm Alþýðu-
flokksins og í stjóm Kvenrétt-
indafélags blands. í Verslunar-
skólanum tók hún einnig virkan
þátt í félagsmálum og var m.a.
formaður málfundafélagsins.
Áhugi á bókhaldí og rekstri
,JÉg hóf fyrst afskipti af sveitar-
stjómarmálum fyrir tíu árum á
Súgandafirði. Þar bjó ég í nokkur
ár og átti mitt heimíli og staif sem
bókari hjá sveitarfélaginu. Fimm
árem síðar venti ég mínu kvæði
í kross og fluttist til Reykjavlkur
og hef unnið við bókhald og rekst-
ur. Frá því ég lauk stúdentsprófi
hef ég verið að leita eftir heppi-
legu framhaldsnámi og sló svo tll
þegar Samvinnuháskólinn hóf
starfeemi sína í haust sem leið.
Námið er tvö ár á háskólastigi en
tU þess að fá einhveija gráöu
verður aö bæta við einu árí er-
lendis.“
Hleypti ung heimdragan-
um
Uppeldisstöövar Ragnheiðar
ere á Suðureyri við Súganda-
ijörð. Ejórtán ára hóf hún nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík og
leigöi hjá vandalausum. Þaöan
lauk hún landsprófi tveimur
árum síðar, stundaði nám í Versl-
unarskólanum og lauk stúdents-
prófi 78.
„Ég þrýsti á foreldra mína um
leyfi til að fara til Reykjavíkur til
aö Ijúka unglingaskólanum. Ég
haíði nefnilega miklar áhyggjur
af því aö krakkamir I Reykjavík
væru að læra meira en við heima
á Súgandafirði."
Foreldrar Ragnheiðar ere Ingi-
björg Jónasdóttir og Guömundur
Ellasson, kaupmaður á Suður-
eyri. Hún á einn yngri bróður,
Ellert, sem er 23 ára. Ragnheiöur
er ógift, barnlaus og á sig sjálf,
eins og hún orðar þaö.
-JJ