Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989.
5
Veturinn var harður á Patreksfirði - sem og viðar á landinu. Nú er vor í
lofti og Patreksfirðingar kunna að meta þaö sem aðrir landsmenn. DV var
á Patreksfirði fyrir fáum dögum og hitti þá meðal annars þessar tvær hress-
ar konur, Helgu Bjarnadóttur og Björgu Bjarnadóttur, á gönguskíðunum.
Þær sögðust hafa notað skíðin mikiö í vetur - bæði til gagns og gamans.
DV-myndir GVA
Jón Steinar fær engar upplýsingar um áfengiskaupin:
Málsókn byggð
á brauðfótum?
„Ég hef fengið nokkur svarbréf en
í þéim hafa ekki verið umbeðnar
upplýsingar. Ég hef ekki enn fengið
bréf, hvorki frá fjármálaráðuneyti
né Afengisversluninni en það er ekki
útilokað að þeir aðilar ætli að upp-
lýsa þetta. Ég mun í málinu skora á
stefnanda að afla þessara upplýs-
inga. Ég mun leggja fram öll þessi
bréfaskipti og mun síðan skora á
stefnanda að upplýsa þetta. Ég byggi
meðal annars á því að ef það verður
ekki gert er ekki hægt að halda því
fram að minn skjólstæðingur hafi
brotið þessar reglur þegar neitað er
að upplýsa um efni þeirra. Þetta er
nú þannig að þessar reglur hafa aldr-
ei verið formlega settar eða birtar
eða neitt þannig. Viö getum ekki vit-
að hvemig þær eru nema að skoða
framkvæmdina - það er eina aðferð-
in sem er tiltæk til þess aö kanna
efni þessara reglna. Mér sýnist að
málsóknin standi á nokkrum brauð-
fótum ef menn ætla ekki að upplýsa
þetta,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar er lögmaður Magnúsar
Thoroddsen, fyrrverandi forseta
Hæstaréttar, í máli ríkisvaldsins
gegn Magnúsi. Jón Steinar skilar
greinargerð vegna málsins í borgar-
dómi í dag.
„Mínar óskir um þessar upplýsing-
ar liggja fyrir og þær verða ítrekað-
ar. Askorun verður beint til stefn-
anda, dómsmálaráðherra fyrir hönd
ríkisvaldsins, að upplýsa þetta. Ég
hef því miður ekki vald til að fara í
þessar stofnanir og ná þessum upp-
lýsingum út með afli. Ef upplýsingar
fást ekki þá hefur það væntanlega
einhver áhrif á dómsniðurstöðuna í
málinu,“ sagði Jón Steinar Gunn-
laugsson.
-sme
Borgarráð vill ekki
þingið í Hótel Borg
„Þaö var algjör eining í borgarráði
um tillögu borgarstjóra varðandi
Hótel Borg,“ sagði Magnús L. Sveins-
son, forseti borgarstjórnar, í samtali
við DV. Borgarráð lýsti áhyggjum
sínum yfir yfirtöku Alþingis á Hótel
Borg og því að hótelrekstur yrði lagð-
ur niður í miðbæ Reykjavíkur. Einn-
ig segir í tiUögunni að Reykjavíkur-
borg óski eftir samningarviöræðum
við Alþingi um aðrar lausnir á hús-
næðisvanda þess.
„í umræðunum var rætt um aðra
möguleika á lausn húsnæðisvanda
Alþingis. Bent var á að skrifstofu-
húsnæði borgarinnar í Pósthús-
stræti losnaði þegar raðhús borgar-
innar verður tilbúið. í annan stað er
fyrir hendi byggingarréttur á húsi
Miðbæjarmarkaðarins en það hús
nær ekki í dag þeirri hæð sem sam-
þykki er fyrir," sagði Magnús.
Magnús sagði ennfremur að það
yrði mikill skaði fyrir Reykvíkinga
og landsmenn alla ef Hótel Borg
gegndi ekki lengur því hlutverki sem
því failega húsi væri ætlað. Hann
sagðist einnig sannfærður um að
margir alþingismenn væru hlynnt-
ari öðrum lausnum á húsnæðisvand-
anum.
-JJ
Fréttir
Bóndi á Ströndum ver varplandið:
Skaut fimm refi
á fimm dögum
- skaut þrjá refanna á sama deginum
„Það er ill nauösyn hjá mér að
vera að skjóta þessi dýr. Refimir
hafa ekki séð varpið í friði og því
hef ég þurft að grípa til byssunnar.
Skaut ég fimm refi á fimm dögum,
þar af þrjá á einum degi,“ sagði
Sigurður Marinósson, bóndi á
Kollafjarðamesi á Ströndum, í
samtali við DV.
„Ég setti hrosshaus upp í skarð í
hliðinni um 600 metra ofan við
bæinn. Þangað sést vel úr eldhús-
glugganum hjá mér og auðvelt að
sjá ef einhver dýr eru á ferðinni.
Fyrsta daginn, 3. apríl, skaut ég
eina tófu við veginn sem liggur á
milli bæjarins og skarðsins. Var
hún í felum við vegkantinn þegar
skólabílnum var ekið fram hjá en
stökk síðan út í móana.
Síðan liðu tveir dagar án þess að
nokkuð gerðist. Á þriðja degi skaut
ég síðan þrjá refi. Þá hafði ég farið
upp í skarðið. Varð ég var við ein-
hverja hreyfingu við urðarhól sem
þarna er. Fór ég í sveig til að kom-
ast hinum megin að hólnum og
skaut þar tvo refi á færi. Á leiðinni
að hólnum hitti ég tófu, frekar ræf-
ilslega, og náði henni fljótt.
Á fimmta degi náði ég síðan þeirri
síðustu þar sem hún var á vappi
við skarðið."
Sigurður segist ekkert hafa sko-
tið síðan þetta gerðist og mætti
varla vera að því þar sem hann
væri að undirbúa grásleppuveiðar.
Hafi öll dýrin, utan eitt, verið falleg
og vel á sig komin. Eitt dýranna
var sérstakt aö því leyti að það
hafði hvítar skellur milli fótanna.
Hin voru öll mórauð. Sigurður seg-
ist ekki hafa skotið mikið af ref en
í fyrra skaut hann eitt dýr í varp-
inu.
-hlh
AUGLÝSING
Það var sannkölluð markaðsstemming í Kolaportinu á laugardaginn og talið a.m.k. 13.000 manns
hafi mætt á svæðið.
Góð byrjun í Kolaportinu
-13.000 gestir á fyrsta degi
Markaðstorgsins í Kolaportinu
Það var mikið Qör í Kolaportinu sl. laugardag, en þá hóf göngu
sína fyrsti almenningsmarkaður hérlendis, þar sem allir geta
komið og selt nánast hvað sem er. Markaðstorgið verður haldið
í Kolaportinu hvern laugardag frá kl. 10-16, en það er Helga
Mogensen veitingakona sem stendur fyrir því í samvinnu við
Miðbæjarsamtökin.
„Við erum mjög ánægð með þessa
byijun," sagði Helga Mogensen
við lok markaðarins á laugardag-
inn. „Lionsmenn sem voru hér við
innganginn að selja Rauðu fjöðr-
ina sögðu mér um tvöleitið að
þeir teldu gestina vera orðna um
10.000. Síðan hefur straumurinn
aukist enn og við teljum því heiid-
arfjölda gesta vera um 13.000
eftir daginn. Þetta bendir til þess
að hugmyndin eigi góðan hljóm-
grunn hjá fólki og að slíkt mark-
aðstorg geti orðið fastur punktur
í borgarlífinu.“
Seljendur fóru að streyma að upp
úr klukkan átta á laugardags-
morgun og þegar markaðstorgið
opnaði, var efri hæð Kolaportsins
full af hinum margvíslegustu sölu-
básum. Nokkuð var af kaup-
mönnum og heildsölum að selja
vörulagera, en megin uppistaðan
voru þó einstaklingar með gamla
og nýja muni. Nokkrar fjölskyldur
höfðu greinilega lagað til í komp-
unum og var góð stemming í
kringum þá bása. Svo góð var
salan á gömlum, notuðum mun-
um, að sumir seljendur voru að
kveðja um hádegisbilið, búnir að
selja allt saman.
8000 kókosbollur seldar
Seljendur voru flestir ánægðir
með söluna og sumir hálf ringlað-
ir eftir daginn. Einn hafði selt
8000 kókosbollur og ekki haft
tíma til að fá sér bita allan dag-
inn. „Ég hafði ekki alltof mikla
trú á þessu fyrirfram en þetta er
búið að vera alveg ótrúlegt," hafði
þessi söluaðili að segja um mark-
aðstorgið.
Tvær stúlkur seldu blöðrur fylltar
helium á vægu verði og kepptust
við að þjóna endalausri biðröð
barna. Þær höfðu ekki bijóst í sér
að taka pásu en voru óneitanlega
fegnar þegar uppselt var um þijú-
leitið.
Ennþá betra næst
„Við fengum margar góðar tillög-
ur frá kaupendum og söluaðilum
sem við ætlum að nýta okkur í
framtíðinni til að gera Kolaportið
ennþá skemmtilegra," segir Helga
Mogensen. „Flestir söluaðiliar
hafa nú þegar pantað pláss næsta
laugardag og mjög margir nýir
aðilar látið skrá sig.
Við leggjum nú megin áherslu á
að fá sem flesta einstaklinga til
að selja gamla dótið úr kompunni
eða húsmuni sem fólk er að end-
urnýja. Slíkir söluaðilar gera
Kolaportið frábrugðið öllum öðr-
um útsölumörkuðum sem sífellt
er verið að halda.
Ég skora nú á fjölskyldur og
saumaklúbba að gera skurk í
þessu og vera með á laugardag-
inn. Því meira úrval því betra og
reynslan hefur nú sýnt að Kola-
portið er rétti vettvangurinn til
að koma hlutum í peninga" sagði
Helga að lokum.
Nú geta allir verið með
í Kolaportinu getur hver sem er
selt hvað sem er svo lengi sem
það er innan ramma laga og vel-
sæmis. Nýir söluaðilar geta leitað
upplýsinga eða tryggt sér pláss í
síma 621170 eða á kvöldin í síma
687063. Básinn kostar 2500 krón-
ur fyrir einstaklinga og 3500
krónur fyrir fyrirtæki. Hægt er
að leigja söluborð eða fataslár á
500 krónur.
Sérstakt komputilboð
Til að efla þátttöku fjölskyldna
og saumaklúbba með notaða muni
hefur verið ákveðið að bjóða aðil-
um, sem selja eingöngu notaða
muni, sérstakan afslátt af þátt-
töku næsta laugardag, og mun
þá básinn aðeins kosta 1500 krón-
ur. Þátttöku þarf þó að tilkynna
fyrirfram í ofangreindum síma-
númerum eða á skrifstofu Mið-
bæjarsamtakanna á Laugavegi
66.