Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. 33 Lífsstm Sykurkúlan gæti allt eins verið úr kristal svo mikið stirnir á hana. Sykurinn í slaufuna er eltur aftur og aftur þar til seiglan er orðin hæfileg. Sykubráðin er mjög heit og þess vegna notar Gert þunna hanska til varnar. Sykurslaufan i öllu sínu veldi og prýðir hvaða veisluborð sem er. Bleiku rósirnar voru svo eðlilegar aö aðeins ilminn vantaði. listfengur köku- gerðarmeistari Hér á landi er staddur meistari matarskreytingarmannanna, Gert Serensen kökugerðarmeistari, og heldur hann námskeið út þessa viku í Matreiðsluskólanum OKKAR fyrir áhugamenn og fagfólk. Gert Sorens- en hefur sérhæft sig í skreytingum úr sykri, súkkulaði og marsípani. Hann er þekktur víða um heim fyrir ótrúiega faUegar skreytingar, jafnt á mat sem á kökum. Hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum á veg- um Klúbbs matreiðslumeistara og hélt námskeið. Eftir það mátti sjá áhrif frá honum á veitingahúsum í aðalréttum og eftirréttum. Hann er þekktur af mörgum verkum sínum en mesta umfiöllun fékk 12 metra brúðartertan, sem hann gerði fyrir Simon og Janni Spies. „Matargerð er list“ er oft haft á orði í ýmsum merkingum. Listfengi sitt sýna matreiðslumenn og bakarar með ýmsum útfærslum og skreyting- um á mat. Fallega frágenginn matur eða kaka vekur óneitanlega vænting- ar þess sem á að neyta afurða meist- arans. Rósir úr marsípani DV fékk að fylgjast með einu nám- skeiðinu og voru vinnubrögð og hug- myndaauðgi meistarans nánast ótrú- leg. Námskeiðið hefst á kennslu í marsípanskreytingum á tertu. Yfir- borð, mynstraðir kantar og snúrur voru úr grænlituðu marsípani. Á miðja tertu var raðað heilu búnti af bleikum rósum, svo eðlilegum að aðeins ilminn vantaði. Gert fer yfir rósagerðina í máli og sýnikennslu á þann hátt að ekkert fer framhjá nem- endunum. Næst var tekið til við glæsilega sykurskreytingu. Úr jafn einfoldu hráefni og sykri má greinilega búa til stórkostlegt víravirki. Meistarinn bræddi sykur, vatn og glúkósa og hitaði upp í 150° eða þar til hættir að rjúka úr pottinum. Hann lætur syk- urmassann drjúpa af skeið í kúlulaga mót sem penslað hefur verið með olíu. Þetta verður að gera í nokkrum áföngum og þegar sykurinn hefur storknað er kúlan losuð úr mótinu. Úr smjörpappír er gert stórt kramar- hús og sykurbráð hellt í það. Klippt er framan af stútnum og sykurbráö- inni sprautað á olíuborna marmara- plötu. Þannig mótaði hann eyru og fiðrildi sem síðan voru límd með syk- urbráð á kúluna. Sykurslaufa í fánalitum Gert Sörensen sýndi nemendunum Eyrun eru fest á sykurkúluna með sykurbráðinni. DV myndir KAE líka vandasamari vinnu við sykur- skreytingar þegar hann kenndi þeim að gera slaufu úr sykri. Slaufan var í tveimur litum, hvítum og rauðum, sem er eins og allir vita dönsku fána- litimir. Slaufugerðin krefst fyrst og fremst þolinmæði og agaðra vinnu- bragða. Sykur, vatn og glúkósi er hitað í potti í 150° eða þar til hættir aö rjúka úr pottinum. Sykurbráðinni er skipt í tvo jafna hluta á kælda, olíuborna marmaraplötu. Annar hlutinn er litaður með rauðum mat- arlit og soyasósu. Sykurmassinn er eltur og teygður svo loft myndist í honum. Ræmum úr rauðum og hvít- um massa er þrýst saman svo rend- umar myndist. Ræmumar era Matur skornar niður og hitaðar undir Ijósi svo auðveldcira sé að forma þær. Síð- an era kantamir hitaðir og raðað saman þar til slaufan er tilbúin. Æfíngin skapar meistarann Nemendur fengu einnig aö spreyta sig við gerð skreytinga undir hand- leiðslu meistarans. A þessu nám- skeiði var bæði áhugafólk og fag- menn en matreiðslumenn vora í meirihluta. Það komast færri en vilja á samning hjá jafneftirsóttum meist- ara og Gert Sorensen er. Hann hefur aðeins tekið þrjá nema á löngum ferli og svo skemmtilega vill til að nú er nemi hjá honum íslensk stúlka; Linda Wessmann að nafni. Hann kenndi í nokkur ár við Hótel- og veit- ingaskólann í Kaupmannahöfn og hefur gefið út nokkrar mat- reiðslubækur. Áhugasömum lesend- um er bent á að bækur hans fást hér á landi. -JJ Uppskriftasamkeppni DV og Uncle Bens er I fullum gangi og era lesendur hvattir til þátttöku. Skila- frestur er til og með 7. maí og verða úrslit tilkynnt í júmbyijun. Aö- standendur keppninnar eru að leita eftir alls konar hugmyndum að réttum úr hrísgrjónum, svo sem forréttiun, aðalréttum og eftirrétt- um. Leitað er eftir dýrum, ódýrum og frumlegum réttum úr hrísgrjón- um með eða án hýöis. Merkiö uppskriftirnar dulnefni en látiö fylgja umslag merkt dul- nefninu sem í er nafn, heimilisfang og símanúmer. Uppskriftimir eiga aö vera vélritaðar og öll mál upp- gefin. Umslagið skal merkt „Hrís- grjónasamkeppni" og sendist DV, Þverholti 11,105 Rvik. Tíu uppskriftir veröa verðlaun- aöar en 1. verðlaun era sex daga lúxusferð fyrir tvo til Florida, aö verðmæti 120 þúsund. 2.-10. verð- laun eru formfagurt pottasett úr hágæöastáli. Dómnefndarmenn era þrír en þaö eru Úlfar Eysteinsson mat- reiöslumeistari, Valur Blomster- berg markaöstjóri SS og Jóhanna ÁJH. Jóhaimsdóttir blaöamaður. -JJ Þetta glæsilega pottasett er meðal verðlauna i uppskrittasamkeppní DV og Uncle Bens. En veglegustu verðlaunin eru ferð fyrir tvo tU Florida. Uppskriítasamkeppni DV og Uncle Bens: Vegleg verð- laun í boði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.