Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. Tveggja manna þingflokkur fæðist í dag Nýr þingflokkur fæðist á Alþingi núna um hádegisbilið þegar Ingi Bjöm Albertsson les upp yfirlýsingu frá sér og Hreggviði Jónssyni í sam- einuðu þingi. Þeir félagar era famir úr Borgaraflokknum í kjölfar þeirra deilna sem þar hafa ríkt að undan- fomu. Að sögn Hreggviðs gerðu þeir ráð fyrir gagntilboði við kröfum sínum fram á síðustu stundu. Það kom hins vegar ekki. Þeir félagar segjast hafa viljað koma upp starfsreglum í þingflokkn- um til samræmis við þaö sem ríkir í öðram þingflokkum. Þar á meðal var umdeild bókun þeirra um brottvikn- ingu þingmanna: „Gangi þingmaður gegn ákvöröun og vilja þingflokks er heimilt aö víkja honum úr þingflokki samþykki tveir þriðju hlutar þing- manna það.“ Þá vildu þeir taka upp mætingar- skyldu á þingflokksfundi og að þing- menn gæfu þar upp hvemig þeir ætluðu að greiða atkvæöi í þingi. Að sögn Hreggviðs vildu þeir aldrei víta neinn þingmanna Borgara- flokksins persónulega en krafa þeirra um að eftirfarandi bókun yrði samþykkt olli miklu fjaðrafoki: „Þingmenn Borgaraflokksins stað- festa að stefna flokksins í skattamál- um, eins og hún birtist í stefnuskrá flokksins, er sú stefna sem þingmenn flokksins munu starfa eftir. Því harmar þingflokkurinn þau mistök sem áttu sér staö er frumvörp um tekju- og eignaskatt og vöragjald vora samþykkt fyrr á þinginu." Einnig viídu þeir að það yrði fært í fúndargerð að frekari stuðningur við ríkisstjóm Steingríms Hermaxms- sonar kæmi ekki til greina. Þeir Hreggviður og Ingi Bjöm munu væntanlega gera kröfu um fundaraðstöðu fyrir hinn nýja þing- flokk en Borgaraflokkurinn hefur haft alla sína aðstöðu í Kirkjuhvoli. -SMJ Ósammála um kvótann „Þaö hafa engar þær aðstæður komið upp að undanfömu sem ég tel að réttlæti aukinn þorskkvóta. Þess vegna er ég sammála ákvörðun sjáv- arútvegsráöherra," segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær aö breyta ekki kvóta þessa árs. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands- ins, er þessu ósammála og vill auka kvótann. „Ég tel skilyrði til að auka við þorskkvótann um þetta 5 til 10 prósent." -JGH „Ég verö að segja eins og er að herra um tilboð háskólamanna tilboði háskólamanna í gær vera það var líkast því að lesa fúrðusögu sem lagt var firam í gær. bjartsýnn á framhaldið. þegar raaður fékk gagntilboð há- Páll Halldórsson, formaður sam- Ólafur Ragnar var einnig spurð* skólaraanna í hendur í gær. Það er taka háskólamanna, sagði í raorg- ur um frarahaldið og hann sagöi erfittaösvaraþvíhvemigbregðast un að saraningaraenn ríkisins færa að miðaö við gagntilboö háskóla- . á við svona furðusögu, þar sera far- vægt sagt fijálslega með tölur i manna í gær segði hann það eitt iðerffaraá70till00prósentkaup- sambandi viö tilboð háskóla- aðerfittværiaðspáihvaðskáldum hækkun. ísland er ekki það undra- manna. Veriö væri að tala ura dytti í hug. land að hægt sé að greiða háskóla- þriggja ára samning. Þar væri gert Nýr saraningafúndur hafði ekki raönnura slík laun. Menn voru að ráð fyrir ákveðinni breytingu strax verið boðaður í morgun en deiiuað- býsnast yflr 8 prósent hækkun til í upphafl, sem vissulega tæki að- ilar ætiluöu að ræða við ríkissátta- opinberra starfemanna á dögun- eins í, en lita yröi á málið til lengri semjara fyrir hádegi í dag. um,hvaðþáraeðþetta,“sagði01af- tíma. PáU sagðist þrátt fyrir við- S.dór ur Ragnar Grímsson fjárraáiaráð- brögð samningamanna ríkisms við Með krana á dýpkunarpramma var hægt að lyfta dráttarbátnum litillega. Reynt verður að ná bátnum af slysstað i dag. Rannsókn vegna slyssins stendur nú yfir. DV-mynd S HáUdór í Bonn: Enn engin mótmæli Viðræður milh Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra og þýska starfsbróður hans, Wolfgang von Geldem, fóru fram í vestur- þýska sjávarútvegsráðuneytinu í morgun. í viðræðum sjávarútvegsráðher- ranna var megináhersla lögð á við- skipti íslands og Vestur-Þýskalands, sérstaklega hvað varðar fiskútflutn- ing íslendinga til Bremerhaven og Cuxhaven. Einnig var lögð áhersla á viðskipti íslands og Evrópubanda- lagsins. Þar sem Þjóðveijar eru í bandalaginu eru viðskipti okkar við Þjóðverja háð reglum þess. Eftir viðræðumar var blaða- mannafundur og síðan var ferðinni heitið til Cuxhaven og Bremerhaven. Engin mótmæli af neinu tagi hafa enn átt sér stað í tenglsum við heim- sókn Halldórs. Greenpeacemenn hafa sett fram óskir um fund með Halldóri sem yrði væntanlega um helgina en engin afstaða hefur enn verið tekin tilþeirraróskar. -hlh Banaslys er dráttar- bát hvolfdi Sextíu og fimm ára gamall maður drukknaði er dráttarbátnum Bimin- um, sem hann stýrði, hvolfdi í mynni Hafnarfjarðarhafnar um klukkan tvö í gærdag. Dráttarbáturinn var að draga pramma út úr höfninni er slysið varð. Sá sem lést var einn á dráttar- bátnum. Hreiðar Hreiðarsson, sem var um borð í prammanum, sá fljótt hvað var að gerast. Hann var íklædd- ur flotbúningi og fór strax úr honum og stakk sér til sunds. Honum tókst ekki að opna stýrishús bátsins og hjálpa félaga sínum sem aldrei komst út úr stýrishúsinu. Sjórinn var kald- ur og því kólnaði Hreiðari fljótt. Hann átti fullt í fangi með að ná til lands. Hann var færður á sjúkrahús en fékk að fara þaðan að lokinni skoðun. Talið er að slysið hafi orðið með þeim hætti að þegar dráttarbátnum var beygt hafi átakið á milli bátsins og prammans skekkst mikið og viö það hafi bátnum hvolft. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði vinnur að rannsókn slyssins. í gær var reynt að ná dráttarbátnum af slysstað. Það tókst ekki og verður reynt frekar í dag. -sme LOKI Fæðing á þingi - og Ijósmóðirin úti í París! Veðrið næsta sólarhring: Litlar breytingar Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á veðri þennan sólar- hringinn. Frekar kyrrt verður víð- ast hvar. Hitastigið veröur lægra en flestir óska sér. Einhver úrkoma gæti orðið á stöku stað. En það sem mestu skiptir - kyrrlátt veður. rDVeru okki bYSKjðar 6 upplýatngum tri Voðurstofu (slonds. tr oru fengnitr eriendls a ORIENT BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.