Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. 15 Umönnun aldraðra og örykja: Réttur til aðstoðar „Mikill kostnaður fyrir ríkissjóð fylgir vistun einstaklinga á elliheimilum og sjúkrastofnunum", segir m.a. í greininni. Við Islendingar teljum okkur búa í velferðarþjóðfélagi, státum okkur af löggjöf sem tryggi hag þeirra sem minna mega sín - sjúkra, aldraðra og öryrkja. Víst er það að reginmunur er á aðstöðu þeirra frá því sem var, áður en al- mannatryggingum var komið á fót, en lengi má gera betur en vel. Sí- fellt koma í ljós göt í „kerfmu“ og jafnvel mismunun. Kverinalistakonur hafa á undan- fömum árum lagt fram fjölmörg mál til endurbóta á tryggingalög- gjöfinni. Fyrir nokkrum dögum lögðu þær fram frv. sem miðar að því að tryggja hag þeirra sem ann- ast aldraðra eða öryrkja í heima- húsum. Lög um almannatryggingar, sem nú era í gildi, kveða svo á að greiða megi maka elh- og örorkulífeyris- þega makabætur allt að 80% af grunnlifeyri og tekjutryggingu ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Umönnunarbætur Nú er það svo að fleiri en makar kunna að hafa tekið að sér umönn- un elli- eða örorkulífeyrisþega, t.d. börn, tengdaböm, skyldmenni eða jafnvel vandalausir sem eru á sama heimili og sá sem umönnunarinnar nýtur. Kvennalistakonur telja eðli- legt að sá sem annast elh- eða ör- orkulífeyrisþega og getur ekki af þeim sökum stundað vinnu sér til framfæris hljóti einhveijar bætur vegna þess. Við kjósum að nefna þær „umönnunarbætur". Sústefna hefur að undanfórnu rutt sér til rúms að rétt sé að elli- og örorkulíf- eyrisþegar njóti aðhlynningar í heimahúsum svo lengi sem þeir óska og fært telst. Flestir una sér best og líður best á eigin heimili og í því umhverfi sem þeir hafa vanist. Örorka fólks er af mismunandi orsökum og aðstaða þeirra sem annast þá mjög breytileg. Dæmi er Kjallaiiim Málmfríður Sigurðardóttir þingkona Kvennalistans um móður sem er bundin við gæslu á þrítugum geðsjúkum syni. Hann er ekki „nógu veikur“ til að fá inni á stofnun en þcirf þó stöðuga gæslu. Hann hefur fullar örorkubætur og á þeim verða þau bæði að lifa því hún getur ekki stundað vinnu, er algerlega bundin við að gæta hans. Mikill kostnaður fyrir ríkissjóð fylgir vistun einstaklinga á elli- heimilum og sjúkrastofnunum. Daggjald fyrir einstakling á elh- heinúlum var 1. janúar 1989 1.593 kr. Daggjald á hjúkrunarstofnun- um var þá 2.799 kr. þar sem það var lægst og 6.353 kr. þar sem það var hæst. 1. janúar 1989 voru 80% af grunnlífeyri og tekjutryggingu 22.030 kr. á mánuði eða um 735 kr. á dag. Af þessum tölum má sjá að þótt almannatryggingar greiddu aðstandendum slíka upphæð vegna umsjár einstakhngs, sem annars yrði að vera á stofnun, þá sparaðist ríkinu samt sem áður mikið fé. Oft og tíðum leggur fólk hart að sér við að hafa ellihruma eða farlama ætt- ingja í heimahúsum og við teljum saimgirnismál að hið opinbera komi fil móts við það. Því höfum við lagt fram á Alþingi frumvarp um aö 13. gr. almanna- tryggingalaganna orðist svo: „Maki eða annar heimihsfastur einstaklingur, sem annast ehi- eða örorkulífeyrisþega og getur af þeim sökum ekki stundað vinnu utan heimihs, á rétt á umönnunarbótum er nemi aht að 80% af grunnlifeyri og tekjutryggingu. Sá sem annast hefur ehi- eða ör- orkulífeyrisþega í a.m.k. fimm ár samfleytt getur við lát hans eða lok umönnunar öðlast rétt th lífeyris hhðstæðs ekkjulifeyri njóti hann ekki greiðslna frá lífeyrissjóði eða Tryggingastofnun ríkisins og sé af einhverjum ástæðum ekki fær um að stunda vinnu utan heimilis. Hafi einstakhngur ekki getað stundað vinnu vegna umQnnunar elh- eða örorkulífeyrisþega sam- fleytt undanfarin fimm ár á hann rétt á styrk th starfs- eða endur- menntunar, samkvæmt mati trygg- ingaráðs, í því skyni að fá atvinnu á ný th að framfleyta sér þegar umönnunarstarfi lýkur.“ Hvað eru foreldraekkjur? „Foreldraekkjur11 nefna Norð- menn uppkomið fólk sem hefur búið heima og hugsað um sjúka eða fatlaða foreldra eða foreldri sem ekki getur komist af án hjálpar. Yfirleitt eru þetta konur. Við lát foreldris eða umönnunarlok af öðr- um ástæðum, svo sem vistunar á sjúkrastofnun, er þetta fólk tíðum mjög iha sett í lífsbaráttunni. Al- gengt er th sveita að þessar „for- eldraekkjur" sitji á jörð sem hefur lítinn sem engan fuhvirðisrétt og er því verðhth eða verðlaus eign. Yfirleitt eru þetta fuhorðnar kon- ur og ógiftar og ekki færar um að reka búskap án aðstoðar. Þær hafa oftar en ekki einangrast inni á heimilinu við einhæf störf og treysta sér ekki út á almennan vinnumarkað vegna ókunnugleika við launuð störf en eru ekki komn- ar á ehilífeyrisaldur. Sjaldnast geta þær tahst öryrkjar en lenda mihi stafs og hurðar í kerfinu þrátt fyrir að þær með umönnunarstörfum sínum hafi án efa sparað ríkinu stórfé. Þessu frumvarpi er ætlað að rétta hlut þessara einstakhnga og veita störfum þeirra viðurkenn- ingu. Akvæðin um styrki til starfs- eða endurmenntunar handa þeim sem langtímum hafa verið bundnir inn- an heimilis við umönnun sjúkra, aldraðra eða öryrkja eru til að auð- velda þeim að framfleyta sér af eig- in rammleik. Við samningu þessa frumvarps hefur verið stuðst við norsk tryggingalög og tekið mið af því hvernig þar er staðið að bótum th þeirra sem þessu frumvarpi er ætlað að ná th. Málmfríður Sigurðardóttir ,,Sú stefna hefur að undanförnu rutt sér til rúms að rétt sé að elli- og örorku- lífeyrisþegar njóti aðhlynningar í heimahúsum svo lengi sem þeir óska og fært telst.“ Bætt nýting hráefnis - vemdun umhverfis: Endurvinnsla plasts getur aukist Notkun plastefna í umbúðir er gríðarlega mikh hér á landi. Mest er notkunin í fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði en hún er mikh í landbúnaði og á fleiri sviöum. Plast berst í miklum mæh á sorphauga en í náttúrunni er það yfirleitt th óþurftar. Endurvinnsla á plasti er þegar nokkur á íslandi og gæti ver- ið mun meiri með auknu samstarfi og nýjum starfsaðferðum. Endurvinnsla plasts Umtalsverð plastframleiðsla fer fram hér á landi úr innfluttu hrá- efni (polyethylen). Framleitt er himnuplast af nokkrum geröum sem notað er í umbúðir, m.a. í poka af ýmsu tagi. Himnuplast er einnig flutt inn til sömu framleiðslu. Plastprent hf. í Reykjavík er eina fyrirtækið á þessu sviði hér á landi sem endurvinnur plast auk um- fangsmikhlar plasthimnufram- leiðslu og fuhvinnslu umbúða úr henni. Sérstök endurvinnsludehd er starfrækt í verksmiðjunni sem vinnur úr því sem th fehur í vinnsl- unni og fer forgörðum við prentun plastumbúða og er þetta umtals- vert magn. Plastúrgangur er flokk- aður jafnóðum í vinnsludehdum verksmiðjunnar og er þar komið fyrir mismunandi htum pokum th að auðvelda það verk. Fyrirtækið endurvinnur umbúðir sem það fær utan um hráefni er það kaupir. Frumkvæði Plastprents hf. á þessu sviði er lofsvert og reynsla þess Kjallariim Stefán Bergmann í stjórn Náttúruverndarfélags Suðvesturlands dýrmæt th að byggja upp frekari endurvinnslu í landinu. Tækjabún- aður fyrirtækisins er ekki fuhnýtt- ur th endurvinnslu eins og er og getur afkastað mun meiru en því sem th fehur í eigin verksmiðju. Ónýttir möguleikar Frá sjónarhomi umhverfis- verndar er mikhvægt að takast megi að endurvinna sem mest af plasti og draga úr óhóflegri notkun þess þar sem um hana er að ræða. Hér á landi er nærtækast að fyrir- tæki í plastiðnaði taki upp samstarf um endurvinnslu, fyrst th að full- nýta þá afkastagetu sem fyrir hendi er og síðan th að auka hana frekar. Enn sem komið er er það aðeins Plastprent hf. sem siniúr endur- vinnslu og þyrfti það að breytast. Flokkun plasts th endurvinnslu er nákvæmnisvinna vegna þess aö plastefni eru ólík að gerð og eiga ekki öh saman. En með markvissu samstarfi við stóra notkunaraðila í iðnaði, verslun og víðar mætti örugglega ná saman miklu magni umbúða sem enginn vafi leikur á hvers eðhs eru. Flokkun á heimhum krefst meiri imdirbúnings og kynningar. Telja má víst að einnig þar megi ná mikl- um árangri með því að taka upp skipulegar aðferðir th að gera fólki auðveldara að flokka plastið, t.d. með htamerkingum er framleið- endur tækju að sér að auðkenna plastumbúðimar og plastvöruna með og síðan yrði flokkað eftir í samsvarandi htaða söfnunarpoka er heimilin fengju. Vinnsla á heim- hisplasti mundi að öhum líkindum útheimta meiri hreinsun í endur- vinnslu og því meiri tækjabúnað. Flokkun er grundvöhur að end- urvinnslu og fengin reynsla sýnir að ná má miklum árangri með fyr- irhyggju og skipulagningu er gerir kleift að nota einfaldari hreinsi- tækni við endurvinnslu plastsins. Efnisfræði, niðurbrot og umhverfisáhrif Aukin fræðsla um efnisfræði plastefna er nauðsynleg og þyrfti að gefa út aðgenghegt efni um þau fræði og leggja áherslu á mismim- andi eiginleika plastefna, mögu- leika á endurvinnslu, um niðurbrot þeirra í umhverfinu og eiturefni sem losna úr sumum þeirra við ófuhkominn bruna. Hver vih eiga frumkvæði að slíku riti hér á landi? Almennar umræður og læshegt upplýsingaefni er líklegt th að styrkja vitimd fólks um plastið, um eiginleika þess, gagnsemi og ókosti og vhja th að taka þátt í flokkun og stuðla að endurvinnslu þess. Niðurbrot plastefna í náttúrunni er ýmsu háð, s.s. lengd sameinda þeirra, ljósmagni og sýrum í um- hverfinu og fleiru og ekki er það nema hluti efnanna sem sundrast og samlagast umhverfinu. Auð- veldast brotna niður efni sem gerð eru úr stuttum sameindakeðjum og jafnframt eru það veikustu efn- in. Út frá ofangreindum atriðum þarf að meta umhverfisáhrif efn- anna og leggja á ráðin um förgun þeirra eða endurvinnslu. Líklegt er að svo fari að sett verði strangari skhyrði um framleiðslu og notkun plastefna í framtíðinni, m.a. skilyrði um niðurbrot þeirra í náttúrunni en auðvelda má það með íblöndun efna sem að því stuðla og virðast aðferðir th þess vera að þróast. Óhóf og neikvæð umhverfisáhrif Á sumum sviðum geta menn ver- ið sammála um að óhófs hafi gætt í notkun plastefna. Gott dæmi er notkun burðarpoka hér á landi og má jafnvel ráða af yfirlýsingum framleiðenda að þeim hafi blöskrað og gert sér grein fyrir að slíkt getur komið óorði á framleiðsluna. Ann- að dæmi eru plastflöskur sem á stuttum tíma hafa rutt glerflöskum á haugana í stórum sth. Mörg fleiri dæmi eru th og ný svið geta opnast hvenær sem er. Stefán Bergmann „Flokkun á heimilum krefst meiri und- irbúnings og kynningar. Telja má víst að einnig þar megi ná miklum ár- angri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.