Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Page 11
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989. 11 Utlönd Recruit-hneykslið 1 Japan: Takeshita að falli kominn Nú, þegar Recruit-hneykslið í Japan virðist vera orðið nær stjómlaust skrímsli, eru allir sam- máia um að Noboru Takeshita, for- sætisráðherra Japans, sé kominn í alvarleg vandræði. Vandamálið er að það hefur eng- inn getað bent á hugsanlegan eftir- mann hans. AUir þeir sem taldir voru hugsan- legir eftirmenn hafa nú annað- hyort tengst málinu eða eru of gamlir eða of ungir til að koma til greina. Vinsældir Takeshita eru nú í al- geru lágmarki. Stjómarandstaðan krefst afsagnar hans og margir yngri þingmenn Fijálslynda flokksins, flokks Takeshita, em orðnir uggandi um þingsæti sín. Stjómmálaskýrendur em sam- mála um að Recruit-hneykslið, sem felst í stórkostlegum greiðslum frá Recnnt-fyrirtækinu til háttsettra opinberra embættismanna, sem flestir em í Frjálslynda flokknum, hafi gjörsamlega eyðilagt mögu- leika Takeshita á að vera kjörinn til forystu í flokknum í annað tveggja ára kjörtímabil. Kosning um það embætti fer fram í október næstkomandi. Þeir segja einnig að sífellt aukist líkumar á að hann verði neyddur til að segja af sér áður en þessu kjörtímabili lýkur þrátt fyrir að hann virðist staðráðinn í að sitja sem fastast. Hver getur tekið við af Takeshita? En spumingin, sem brennur á allra vönun, er þessi: ef ekki Takes- hita, hver þá? Takeshita var kjörinn formaður Fijálslynda flokksins og forsætis- ráðherra árið 1987 eftir harða bar- áttu við tvo aðra frambjóðendur, Kiichi Miyazawa, sem þá var fjár- málaráðherra, og fyrrverandi ut- anríksráðherra landsins, Shintaro Abe, en þeir em báðir í forsvari fyrir stóra hópa innan flokksins. Miyazawa missti alla möguleika á að verða eftirmaöur Takeshita þegar hann neyddist til að segja af sér embætti í desember síðastliðn- um eftir að uppvíst varð að hann tengdist hneykslinu. Abe var þar með oröinn líkleg- asti eftirmaður Takeshita, allt þar til síðasta fóstudag aö dagblöð birtu fregnir af því að eiginkona hans hefði verið á launum sem ráðgjafi hjá Recruit-fyrirtækinu í mörg ár. Abe viðurkenndi að fregnimar væm réttar og bætti viö að hann hefði einnig fengið framlög frá fyr- irtækinu. Hann neitaði að skýra frá því hveijar upphæðimar hefðu verið en sagði að greiðslumar Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans, á mjög undir högg að sækja hann hefur flækst inn i. Talið er að dagar hans í embætti séu senn taldir. hefðu verið löglegar. Engu að síður segja sérfræðingar aö upplýsingamar geri vonir Abes um formennsku í flokknum í raun að engu, að minnsta kosti í bili. Yasuhiro Nakasone, sem gegndi embætti forsætisráðherra á ámn- um 1983-87, hefur gælt við þá hug- mynd að komast aftur til æðstu metorða í japönskum stjómmál- um. Þær vonir urðu að engu þegar upp komst að hann tengdist Rec- ruit-hneykslinu líka. Þingið hefur í heilan mánuð stað- ið í vegi fyrir kröfum stjómarand- stöðunnar um að Nakasone verði látinn bera vitni um tengsl sín við Recruit-fyrirtækið. Hann hefur neitað að bera vitni. Leitað til eldri manna Sérfræðingar láta sér helst koma til hugar að leitað verði til eldri manna til að taka við flokknum. Þar er fremstur í flokki Masayoshi Ito sem er sjötíu og fimm ára. Hann var forsætisráðherra um skamma hríð árið 1980. Ito, sem er áhrifamaður innan einnar valdamestu klíku flokksins, auk þess að vera formaður fram- kvæmdastjómar hans, er áhrifa- mikill og virtur, og, það sem mestu máli skiptir, ekki tengdur Recruit- hneykslinu. Hins vegar er á kreiki orðrómur um að hann eigi við heilsuleysi að að stríða. Takeo Fukuda, fyrrum forsætis- ráðherra landsins, sem er áttatíu og fjögurra ára gamall, hefur einn- ig verið nefndur til sögunnar. Hugsanlegt er að tekinn veröi maður sem ekki er í innstu klíku í Fijálslynda flokknum. Talað er um að Michio Watanabe, sem er sextíu og fimm ára, geti tekið við af Takeshita. Hann hefur gegnt mörgum ráöherrastöðum en er þekktastur fyrir að tala af sér og vera ekki sérlega orðvar. Stjóm- nú vegna Recruit-hneykslisins sem Símamynd Reuter málaskýrendur telja ólíklegt að flokkurinn fái honum stöðu for- manns og forsætisráðherra þegar ástandið er jafnviðkvæmt og nú er. Ef einn af öldungunum í flokkn- um veröur fyrir valinu er ljóst að það er einungis til bráðabirgöa á meðan flokkurinn leysir úr þeirri flækju sem orðin er. Takeshita á förum Fjölmiðlar í Japan hafa haft eftir stjómarandstöðunni að líklegt sé að Takeshita segi af sér eftir að fjár- lög hafa verið samþykkt í þinginu, í maí að þvi er búist er við. Segja menn innan stjómarandstöðunnar að næsta víst sé að forsætisráð- herrann segi af sér fyrir kosningar til efri deildar þingsins sem fara fram í ágúst. Að sögn manna innan stjómar- andstöðunnar er líklegt að val á eftirmanni Takeshita muni koma IUjÖgáÓVart. Reuter Gerðu vorverkin ígarðinum rtieð góðum en ódýrum verkfærum frá okkur Vestur-þýska trjáklippur, 2ja handa, kr. 1.47' Svissneskar hágæða trjáklippur fyrir atvinnumenn, verð frá kr. 1.415,- Garðhrífur, 12 tinda, kr, 819,- Laufhrífur kr. 1.081,- Stungugafflar, frá kr. I.07lggg Kantskerar kr. 845,- Spíssskóflur kr. 985,- Vinsælir garðhanskar kr. 155,- Plastkörfur frá kr. 495,- Ruslapokagrindur á hjólum kr. 2.950,- (pokar fylgja) Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 RÝMINGARSALA Vegna breytinga verða allar vörur seldar með allt að 60% afslætti Verðsýnishorn Verð Vsrð áður kr. 27.258 62.040 1.348 3.939 Atari 520ST 40.410 450 3.700 5.950 6.985 1.410 2.200 8.840 4.890 n i ■ i 5' ! r f | j Strimlavél 9.675 5.590 3.500 8.512 4.790 mixerar - aimar - skáktölvur - raiknivélar - effsktar - mfkrófónar - ferðasjónvörp - farðaútvörp - malitaki - spannugjafar - hlaðslutaki - rsykskynjarar - bil- hátalarar - Ijósasjó - dyraslmar. Æ Tw« möguiegt Laugavegi 26 - s. 21615

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.