Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
Spumingin
Notar þú tölvu?
Þorkell Guðjónsson, nemi í MS: Já,
ég fer í tölvufræðslu í skólanum og
ég nota líka reiknitölvu.
Lovísa Gunnarsdóttir, vinnur í sund-
laugunum í Laugardal: Bara litla
reiknivél, annaö er það ekki.
Kristjana Mjöll Sigurðardóttir kenn-
ari: Ég nota stundum Makintosh
tölvu í skólanum við ýmis verkefni
eins og t.d. próf.
Brynja Traustadóttir, nemandi í
Flensborg: Það er nýkomin Makint-
osh tölva heima og ég nota hana til
að skrifa ritgerðir fyrir skólann - það
er mjög þægilegt.
Geirlaug Björnsdóttir forstöðumað-
ur: Nei, en það stendur til hjá mér
að læra á tölvu.
Lilja Dögg Björgvinsdóttir, nemandi
í ML: Ég á eftir að nota tölvu á næsta
ári í skólanum.
Lesendur
Sendiherrastaða á íslandi:
Ekki óskastarf erlendra
stjornarerindreka
Guðjón skrifan
í Finnlandi eins og víöar þykir
það ekki neitt óskastaif aö vera
skipaður sendiherra á íslandi. Því
er það að i hinu austlæga landi,
Finnlandi, eru menn komnir i
vandræöi með að skipa nýjan
sendiherra Finnlands á Islandi.
Þeir stjómarerindrekar, sem
uppfylla skilyrði fyrir því að verða
sendiherrar, hafa allir sem einn
neitað að taka við af núverandi
sendiherra Finna hér. Eru því uppi
raiklar en vandræöalegar ráða-
gerðir um aö fá bara einhvern úr
viðskiptaliflnu til að taka viö sendi-
herrastarfi í Reykjavík.
Viö íslendingar ættum aö geta
litið í eigin barm, Ætli það væri svo
eftirsótt hjá íslenskum stjómarer-
indrekum að taka við sendiherra-
stöðu í Grænlandi eöa í Færeyjum,
ef við hefðum þar sendiherra? Lik-
lega ekki.
Einu sinni heyrði ég þvi fleygt að
í sumum löndum, sem hafa hér
sendiráö, væri það talin refsing að
senda stjómarerindreka hingað til
lands, þ. á m. sendiherra. Þetta
gildir sennilega ennþá, a.m.k. miö-
að við fréttina um þaö vandræöa-
ástand sem skapast hefur í herbúö-
um finnskrar utanríkisþj ónustu
vegna skipunar sendiherra á ís-
landi.
En hvað er svona vont við að búa
á íslandi? Varla er þaö „hreina loft-
iö“, eða óhreinindi á götum og á
víðavangi og almennur sóðaskap-
ur? Ekki lengur bjórleysi. Varla er
það skortur á mannasiðum inn-
lendra (þeir koma bara til dyranna
eins og þeir em klæddir og segja
„þú, þig, þér, þín“, því þéringar
lögöust af fyrir mörgum áram)! -
Og ekki erura við uppáþrengjandi,
fjandakomið, hvorki í umferðinni
né á mannaraótum, við forum bara
beint af augum og alltaf stystu leið til dvalar? Ekki er erfitt fyrir oklcur
(Fram, frara, aldrei að víkja vista íslenska sendimenn erlendis.
o.s.frv.). Fá færri en vilja. - Andsk... er
Hvers vegna er þá erfitt aö fá er- þetta að verða eitthvað snúið!
lenda diplóraata tíl aö koma hingaö
Málfar og
virðing-
arleysi
Hlustandi skrifar:
Það er sannarlega gleöilegt að um-
ræða um vöndun málfars er stöðug
og vakandi. Auðvitaö er íslensk
tunga gildasti þátturinn í allri velferð
þjóðarinnar. Miskunnarlaus og köld
efnishyggja virðist vera á góðri leið
með að færa uppeldi bama aö miklu
leyti frá foreldrum til ýmissa stofn-
ana.
Böm hafa ávallt lært málið af for-
eldrum og einnig afa og ömmu og átt
þess kost að fá skýringar eftir þörf-
um. Nú fá böm því miður ekki mörg
tækifæri til að ræða ítarlega við sína
nánustu. Tímann þarf aö nota til
annarra hluta enda eykst orðafæð
ungs fólks. Því miður er lítil von um
að þama verði breyting á.
Útvarpið á lögum samkvæmt að
vera fyrirmynd í meðferð tungunn-
ar. í seinni tíð hefur þaö brugðist
þessari skyldu sinni og ráðið í þjón-
ustu sína alltof marga málsóöa og
illa læst fólk. Þetta geta allir heyrt
daglega. Það er auðvitað alvarlegt
mál að aðalþulir, fréttamenn sem
flytja mikið talað mál og aðrir slíkir,
skuli ekki, margir hveijir, vera
björgulegri en raun ber vitni. -
Skyldi þetta fólk ekki vera prófað
fyrir ráðningu?
Vitleysan í næturútvarpinu (sem
flestir telja óþarft) náði hámarki með
vélmenninu umtalaða. Nú Uggur
ljóst fyrir aö lifandi maður er með í
spilinu og kemur inn í dagskrána
tvisvar á nóttu með fréttalestur. Sá
ágæti maður þyrfti að vera betur
vakandi og betur læs - og reyndar
hressilegri á allan hátt. En dæmin
um virðingarleysi útvarpsins fyrir
tungunni era auðvitað miklu fleiri.
Örtröðin að komast ofan í er ekki alltaf þessu lík en oft mikil samt.
í laugunum:
Víkið, hér kem ég!
Laugargestur skrifar:
Ekki veit ég hvemig hinum al-
menna vegfaranda yrði viö í um-
ferðinni ef nokkrir samborgarar
tækju skyndilega upp hjá sér að fara
ferða sinna á skriðdrekum í stað
hinna hefðbundnu flórhjólafarkosta.
Hvað þá ef ökumenn tækju í sífellu
þann kostinn aö aka bílum sínum
aftur á bak milli staða - og það án
minnstu tilrauna til að hafa gát á
aöstæðum framundan. Hætt er við
að í hvorugu tilfellinu yrðu ökuþór-
amir látnir leika lausum hala á göt-
unum enda dytti fæstum slíkur akst-
ursmáti í hug.
Oft verður mér þó hugsað til slíkra
aksturshátta er ég reyni að synda
enda á milli í almenningslaugum
borgarinnar þar sem æði margir
sundgestir stunda þá iðju að göslast
leiðar sinnar í þéttskipuðum laugun-
um, ýmist á skriðsundi eöa baksundi.
Gefur auga leið að hvoragur sund-
mátinn gefur iðkendum hina
minnstu möguleika til að fylgjast
með ferðum annarra sundmanna
enda virðist flestum þeim er svona
busla standa návæmlega á sama um
afdrif hinna laugargestanna. - Hér
kem ég, ykkur er hollara að víkja eða
hafa verra af ella!
Þykist ég vita að margir lesendur
hafi ýmsar sögur að segja af árekstr-
um við slíka einstefnu-göslara er
virðast telja sig eiga allan rétt í vatn-
inu þótt eflaust sé þetta hið tillits-
samasta fólk er upp úr kemur.
Auðvitað er ekki hægt að ætlast til
þess að unnendur bak- og skriðsunds
leggi (ó)siði sína niður með öllu en
ekki er ósanngjarnt að mælast til
þess að þeir hagi hundasundi sínu í
samræmi við aðstæður hverju sinni
og syndi þá frekar bringusund þegar
margt er um manninn í laugunum.
Að lokum vil ég beina þeim tilmæl-
um til forráðamanna Vesturbæjar-
laugarinnar að þorra sundlaugar-
gesta - þeim er hafa eðlflegt húð-
næmi gagnvart hitastigi - sé ekki att
saman í yfirfullan „heitapott" meðan
annar stendur hartnær mannlaus
daglangt, svo brennandi heitur að
liggur við suðu.
Reyklausar Eyjar 1990
Hulda Sigurðardóttir skrifar:
„Látum ekki reykinn ráða okkur
af dögum“, segir Guðrún Agnars-
dóttir í grein á reyklausa daginn. Og
hver er ekki sammála því? En viö
Eyjabúar önduðum að okkur annars
konar reyk þennan dag og höfum
gert í tugi ára.
Það er óskapleg mengun hér frá
tveimur loðnubræðslum sem bræða
dag og nótt meirihluta ársins. Þess-
um reyk öndum við að okkur, unga-
börnin í vögnunum og bömin á leik-
skólunum leika sér í kófinu. Híbýh
fyllast af reyk ef maður slysast til
að opna glugga.
Hægt er að setja upp mengunar-
vamir viö bræðslumar og eiga þær
aö hafa lokið því á þessu ári en við
Eyjamenn erum ekki bjartsýnir því
undanþágugleðin hjá ráðamönnum
er ansi mikil og rúm þegar bræðslu-
menn eiga í hlut.
Hver maður á rétt á því að anda
að sér hreinu lofti og börnin okkar
að alast upp án þess að þurfa að anda
reyknum að sér strax í frambernsku.
Við vitum að í loðnuna sem fer í
bræðslu era sett ýmiss konar eitur-
og rotvamarefni. - Tunnur og pokar
með eitrinu standa í rööum við
loðnumóttökumar. Svartar tunnur
kirfilega merktar: Toxic, hauskúp-
unni o.fl. o.fl.
Það þarf nú ekki að segja manni
að þessi eiturefni breytist í fiölvítam-
ín er þau gusast út í andrúmsloftiö.
Nú hafa bræðslurnar sett met í mót-
töku á loðnu. Þær ættu þá einmitt
núna að vera vel undir það búnar
að ráðast í framkvæmdir við meng-
unarvamir.