Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Síða 24
40
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
■ Bátar
Smábátaeigendur! Höfum fyrirliggj-
andi dýptarmæla, ratsjár, lóran C og
sjálfstýringar í trillur. Friðrik A.
Jónsson hf., Fiskislóð 90, símar 14135
og 14340.
Ti! sölu þessi 21 fets bátur frá Trefjum
með 75 ha. Evinrude, talstöð, eldavél,
2 handfærarúllur o.fl. Verð 680 þús.
Uppl. í síma 28916 og 34916.
NY FRAMLEIÐSLA:
3,8 rúmlesta fiskibátar til sölu hjá
Bátasmiðju Guðmundar. Aflið nánari
upplýsingar í símum 50818 og 651088.
■ Bílar til sölu
Cadillac Seville ’83 til sölu, einn með
öllu. Af sérstökum ástæðum er þessi
glæsilega bifreið til sölu. Verð 1450
þús. Skipti á ódýrari eða skuldabréf.
Uppl. í síma 91-83820.
Peugeot 405 GR '88 til sölu, útvarp,
segulband, 4 sumardekk, 2 vetrar-
dekk. Verð 830 þus. Uppl. í síma 41089.
FRÁ BORGARSKIPULAGI REYKJAVÍKUR
Stóragerði
Á Borgarskipulagi er verið að vinna tillögur að breyt-
ingum Stóragerðis.
ibúum Stóragerðis og öðrum sem áhuga hafa á
bættu umferðaröryggi í götunni er bent á að kynna
sér tillögurnar og greinargerð á Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, alla virka
daga milli kl. 8.30 og 16.00 frá föstudegi 14. apríl
til föstudags 28. apríl 1989.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega
á sama stað innan tilskilins frests.
Borgarskipulag Reykjavíkur.
Range Rover ®84 til sölu, 4ra dyra, 5
gíra, vökvast., miðstýrðar læsingar,
sóllúga, höfuðpúðar á fram- og aftur-
sætum, álfelgur, Michelin dekk, litur:
ljósblár, gott lakk, ekinn 79.000, út-
varp og segulband, tengi og loftnet
fyrir síma. Verð 1.200 þús. Skipti
möguleg á ódýrari, nýlegum japönsk-
um bíl. Uppl. í síma 91-624205.
Cherokee Pioneer 1987 til sölu, verð
1450 þús., ekinn 38 þús. km, innfluttur
nýr, til greina kemur að taka ódýrari
bíl eða bíl á sama verði t.d. Benz 190
E. Uppl. í síma 91-686477 til kl. 19 og
686168 eftir kl. 19.
Dodge Shadow ES 2.2i Turbo '88 til
sölu, svartur, ekinn 3.400 mílur, sjálf-
skiptur, vökvastýri, aflbremsur, rafin.
í rúðum, speglum, centrallæsingar,
sumar- og vetrardekk. Aðeins bein
sala. Verð 1100-1150 þús. Uppl. í síma
91-25952 um helgina og á kvöldin.
Toyota pickup 4x4 Extra Cab ’85 er til
sölu. Bíllinn er upphækkaður með
veltigrind og ótal aukahlutum, þ. á
m. talstöð. Glæsilegur bíll. Uppl. í
síma 17678 frá kl. 16-20.
Toyota Corolla ’87 til sölu, ekinn 25
þús. km. Verð 530 þús., staðgreitt 470
þús. Uppl. í síma 37276. Brynja.
■ Ymislegt
Nýinnfluttir notaðir sleðar frá USA.
Polaris Indy 400 86/87, verð 300 þús.
Polaris Indy trail 87/88, verð 300 þús.
Arctic Cat Wildcat 1988, verð 410 þús.
Arctic Cat E1 Tigre EXT ’89, v. 420 þús.
Ski-doo Formula MXLT ’87, v. 350 þús.
Sleðamir eru sérstaklega fallegir og
vel með famir. Nánari uppl. í síma
91-17678 frá kl. 16-20.
SKÍTA-
MÓRALL
Ert þú með slæma samvisku gagnvart
garðinum þínum og því lífi sem þar
þrífst? Við ökum skít (hrossataði af
bestu gerð) i garðinn þinn og dreifum
ef þú vilt eins og þú vilt. Símapantan-
ir í síma 17514 og 35316 (í Rvík) kl.
20-22 alla daga. Því fyiT því betra fyr-
ir garðinn. Mundu mig, ég man þig.
Geymið auglýsinguna.
■ Þjónusta
NÝJUNG
tfm/ ,
^BERGVIK
Bergvík, Eddufelli 4, Reykjavik, kynnir
nýjung í markaðstækni með aukinni
notkun myndbanda. Hér á Islandi sem
og annars staðar færist það í vöxt að
fyrirtæki notfæri sér myndbandið til
kynningar á vörum og þjónustu ýmiss
konar. Við hjá Bergvík höfum fúll-
komnustu tæki sem völ er á til fjölföld-
unar og framleiðslu myndbanda á fs-
landi. Við hvetjum ykkur, lesendur
góðir, til að hafa samband við okkur
og við munum kappkosta að veita
ykkur allar upplýsingar varðandi fjöl-
földun og gerð slíkra myndbanda.
Við hjá Bergvik höfum bæði reynslu
og þekkingu á þessu sviði og okkar
markmið er að veita sem fjölþættasta
þjónustu á sviði myndbanda. Bergvík,
Eddufelli 4,111 Reykjavík, s. 91-79966.
Við smíðum stigana. Stigamaðurinn,
Sandgerði, s. 92-37631/37779.
r
Notaðu
endurskinsmerki
og komdu heil/l heim.
niæsERosR
Ginsana og Gericomplex
í DV 23.2. skrifar Páll Ásgeirsson
grein um ginseng af greinilegri
vanþekkingu. Bæði er hallað réttu
máli og fullyrðingar eru villandi.
Fróðlegt væri að vita hvaða hvatir
liggja að baki þegar menn leggja
sig niður við að rægja ákveðnar
vörutegundir. Hér skulu nú aðeins
hraktar nokkrar viilandi og rangar
staðhæfingar.
Blaðamaður birtir einungis
myndir af þeim tveimur ginsengaf-
urðum sem Heilsuhúsið dreifir, og
lætur að því Uggja í myndatexta að
verðið sé allt að 60.000 kr. kílóið af
ginsana vökva. Þetta er mjög fiarri
lagi. Flaska, 250 ml, kostar 723 kr„
kílóið kostar því tæpar 2900 kr. Sé
keypt tvöföld pakkning er verðið
enn lægra.
Ginsana eykur starfsþrek
Blaðamaður segir fátt sannað um
hollustu ginsengs. Þetta er rangt.
Þvert á móti er staðfest með ótal
prófunum að ginseng er styrkjandi
og eykur andlega og líkamlega af-
kastagetu. í sænska læknablaðinu
(Lakartidningen nr. 51, 1987) eru
birtar niðurstöður tvöfalds blind-
prófs sem framkvæmt var af dósent
Per A. Tesch, við Karolinska instit-
utet, Stokkhólmi, Hans Johanns-
son, framkvæmdasfióra íþrótta-
mála hjá LM Eriksson, og dr. med.
Peter Kaiser, við lífeðlisfræðistofn-
im Karolinska sjúkrahússins í
Stokkhólmi.
Eftir 8 vikna neyslu á Geri-
complex urðu niöurstööur rann-
sóknarinnar eftirfarandi: Viö há-
marksálag á þrekhjóli er hjartslátt-
KjaUariim
örn Svavarsson
framkvæmdastjóri
Heilsuhússins
ur hægari, minni mjólkursýra í
blóði (minni þreyta) og lægri
áreynsluþröskuldur. Viö upphaf
rannsóknarinnar hafði sá hópur,
sem fékk Gericomplex hylkin,
sama þrek og jafnstór hópur sem
fékk placebo hylkin, en eftir rann-
sóknina var þrekið meira en hjá
samanburðarhópnum. Þessar nið-
urstöður benda til að neysla á Ger-
icomplex auki starisþrek og úthald
við líkamlega áreynslu. Margar
prófanir hafa verið gerðar með
Ginsana GU5 og Gericomlex sem
staðfesta aukið starfsþrek, einkum
við mikla einbeitingu. Of langt mál
væri að rekja þessar rannsóknir
hér en vilji einhver fá sérprentun
af niðurstöðum þeirra eða annarra
rannsókna, sem hér eru nefndar,
má senda beiðni þar um, merkt
G115, í pósthólf 43,121 Reykjavík.
í greininni segir að niðurstöðum
tilrauna beri helst Scunan þegar um
er aö ræða áhrif sem ekki er hægt
að meta hlutlægt. Þetta er rangt þvi
dýr eru notuð viö margar rann-
sóknir og þar eru niðurstöður
óyggjandi. Sama má segja um þol-
prófanir t.d. á íþróttamönnum þar
sem niðurstöður eru lesnar beint
af mælitækjum.
Nægir að benda á sundþolspróf
sem Consultox Laboratories í Lon-
don framkvæmdi á músum. Þetta
var tvöfalt blindpróf þar sem 2 hóp-
ar músa fengu nákvæmlega sömu
meðhöndlun, sama fæði o.s.frv.,
nema annar hópurinn fékk Gins-
ana G115. Eftir 4 vikur voru allar
mýsnar settar í sundþolspróf þar
sem þær voru látnar synda þar til
þær gáfust upp. Þá eru þær teknar
úr vatninu. Sá hópur sem fékk
Ginsana G115 synti að meðaltah
51,8% lengur en hinar.
Látið er að því hggja að ekki séu
notuð tvöfold bhndpróf við tilraun-
imar. Hér er enn farið með rangt
mál því leiðbeiningar um notkun á
Ginsana GU5 og Gericomplex
byggjast á niðurstöðum tvöfaldra
bhndprófa. Hér hefur þegar verið
bent á rxokkrar, en yfir 50 vísinda-
legar rannsóknir hggja að baki
Ginsana G115, bæði khnískar,
lyfiafræðhegar, eiturefnafræðileg-
ar og anahtískar.
Staðhæft er að ýmsir hafi ofnæmi
fyrir ginseng. Ég leyfi mér að benda
á að bestu næringarefni geta valdið
ofnæmi hjá einstaka manni. Ætlar
greinarhöfundur að vara við notk-
un mjólkur vegna þess að um 1-2%
smábama hafa ofnæmi fyrir
mjólk? Með tilliti til hve öflugt
næringarefni Ginsana er er
ánægjuleg staðreynd að mjög sjald-
an koma upp ofnæmistilfelh af þess
völdum.
Ginseng er hættulaust
Fuhyrt er að nyög stórir skammt-
ar geti reynst banvænir. Margar
eiturefnafræðilegar prófanir, m.a.
hjá fæðu- og lyfiafræðistofnun
Bandaríkjanna, hafa sannað að
Ginsana G115 er algerlega óskaö-
legt efni. Þessi fuhyrðing er því
röng.
Próf. Emilio Trabucchi, við lyfia-
fræðideild Háskólans í Mílanó,
rannsakaði 60 rottur og 60 mýs með
tilliti til eitrunar. í ljós kom aö efn-
ið var ekki mælanlegt í blóðinu þó
gefnir væra stórir skammtar (10
hylki á hvert kg/hkamsþyngd) því
síður að nokkurt dýr hafi drepist.
Dýrin þoldu þessa stóm skammta
mjög vel og án nokkurra eitmnar-
merkja.
Ginsana GU5 og Gericomplex er
mikið notað af íþróttafólki, skák-
fólki, leikuram og öðra fólki í störf-
um sem gera miklar kröfur til huga
og handa.
Þar sem sífeht fleira íþróttafólk
notar þessi efni með frábærum ár-
angri vora þau prófuð með tilhti
th svonefndra doping (lyfia) áhrifa.
Niðurstaðá þeirrar rannsóknar var
að engin lyfiaáhrif mældust. Ágæti
Ginsana GU5 fyrir íþróttafólk var
hins vegar rækhega staðfest með
bhndprófi á toppþjálfuðum íþrótta-
mönnum á aldrinum 18-31 árs í 9
vikur. Súrefnisupptökuhæfnin
jókst um rúm 16%. Mjókursýruúr-
fehing minnkaöi verulega (minni
þreyta), og hjartsláttur var hægari
en þjá viðmiðunarhópnum við
sömu áreynslu.
Ahar rannsóknir og prófanir sem
gerðar hafa verið með Gericomplex
og Ginsana GU5, sem og reynsla
fiölda fólks út um ahan heim stað-
festa ágæti þessara efna th að auka
líkamlegt og andlegt starfsþrek og
viðhalda góðu hehsufari.
öm Svavarsson
„Margar prófanir hafa veriö gerðar
meö Ginsana G115 og Gericomplex sem
staðfesta aukiö starfsþrek, einkum við
mikla einbeitingu.“