Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Side 25
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989. 41 LífsstQl Matareitranir: Þrír sýklar valda flestum tilfellum Tölur frá Svíþjóð, Englandi, Kanada og Bandaríkjunum sýna að 80-95% sýkinga af völdum mata- reitrana orsakast af þremur teg- undum örvera. Það eru stap- hylococcus aureus, clostridium perfringens og salmonella. Á árunum 1976-1987 hafa verið staðfest 35 tiifelli matareitrana hér á landi og má rekja 80% þeirra til þessara þriggja tegunda. Gera má ráð fyrir að tilfelli séu nokkru fleiri en skráð eru. Sýkingum af völdum matareitr- ana hefur fjölgað jafnt og þétt á undanfömum áratugum. Matvæh eru framleidd og unnin í mun stærri einingum og dreift til fleiri neytenda en áður þekktist. Ef sýkt- ar vörar berast í stórum einingum til neytenda er veruleg hætta á að faraldur brjótist út. Þetta kemur fram í grein sem dr. Róbert Hlöð- versson ritar í nýjasta tölublaði Bóndans. Fyrir örfáum áratugum fór nán- ast öU matreiðsla fram í heimahús- um. í dag neytir stór hópur manna daglega matar á veitingahúsum, mötuneytum eða kaupir tíibúna rétti sem framleiddir eru í stórum eldhúsum. Þetta' hefur að sjálf- sögðu í fór með sér stóraukna hættu á útbreiðslu matareitrunar. Staphylococcus aureus St. aureus getur Ufað og fjölgað sér í matvælum við 7-45°C en kjör- hitastig hans er við 35°C. SýkilUnn þolir iUa hitun og drepst sé hann hitaður í 30 mínútur við 63°C. Eit- rið sem hann framleiöir þolir þó nokkuð hærra hitastig en suða nægir þó til að eyðUeggja það. Sýk- iflinn er algegnur í slímhúð og á húð manna og mikU hætta er á mengun við handfjötlun matvæla. Þetta á sérstakelga við ef fólk er með slæman hósta, opin sár, ígerð- ir eða kýU. St. aureus framleiðir eitur sem virkar á miðtaugakerfið og veldur uppköstum, niðurgangi og miklum magaverkjum. Einkennin koma fram 1-8 klst. eftir neyslu en eru oftast horfm eftir 1-2 daga. Dæmi um matvæU sem búa yfir ákjósanlegum vaxtarskilyröum fyrir sýku þennan eru kjötréttir, álegg, sósur, salöt, búðingar og mjólkurvörur. Clostridium perfringens Þessi sýkUl, sem er mjög algengur í vatni, jarðvegi, saur og hráu kjöt- i, veldur hlutfaUslega flestum mat- areitrunum á íslandi eða 40% skráðra tilfeUa. GerUUnn vex best við ca. 45°C. Gróin sem hann mynd- ar þola þó mun meiri hitun. Við suðu matvæla spíra gróin og fjölg- un gerlanna getur orðið mjög hröð þegar matvæU eru geymd við her- bergishita eftir suðu. Eftir neyslu mengaðra matvæla myndar sýkill- inn eiturefni við grómyndun í þör- munum. Fyrstu sjúkdómseinkenni koma fram 8-22 klst. eftir neyslu og lýsa sér í miklum magaverk, niðurgangi og ógleði en sjaldan í uppköstum. Þar sem sýkilhnn er loftfæUnn er hann helst til staöar í súrefnis- snauðu umhverfí svo sem í kjöt- og pottréttum, þykkum sósum og súpum. Skortur á hreinlæti við matargerð er algengasti orsakavaldur matareitrana. Það er þvi mikilvægt að starfsfólk í matvælvaiðnaði fylgist vel með þeim málum og reki öflugt innra eftirlit. örverur standa yfir í 1-7 daga. Nokkur hluti þeirra sem sýkst hafa verða áfram einkennalausir smitberar. Adrar eitraðar Salmonella Salmonella veldur iðrasýkingu bæði í mönnum og dýrum. Skráð tilfelU voru alls 5 á árunum 1976-87 á íslandi. Sýkingum er skipt í tvo flokka eftir því hvort þær valda taugaveiki eða taugaveikibróður og hins vegar matareitrun. SýkilUnn fjölgar sér best við lík- amshita en getur lifað við 5-46” C. hitun við 60°C í 30 mínútur drepur sýkiUnn. Algengast er að salmon- ella berist í matvæU með saur dýra við slátrun en einnig getur mengun orðið úr saur manna og úr meng- uðu vatni. Þótt hrá matvæU séu menguð af salmonellu er oftast hættulaust að neyta þeirra eftir suðu. Alvarleg- asta mengunin á sér stað við mat- reiðslu þegar gerlarnir berast úr hráum mat í soðinn. Sérstaklega á þetta við þegar soðinn matur er geymdur í herbergishita fyrir neyslu. Salmonellusýking sem upp kom í Búðardal fyrir nokkrum árum orsakaðist af því að hráir kjúkling- ar komust í snertingu við soðinn mat í geymslu. Sjúkdómseinkenni koma venju- lega fram 6-36 stundum eftir neyslu en í sumum tilfellum ekki fyrr en eftir 1-2 vikur. Helstu ein- kenni eru hiti, beinverkir, höfuð- verkur, niðurgangur og uppköst og Clostridium botuhnum veldur matareitrun sem nefnist botulis- mus. Eitrið sem myndast er með allra hættulegustu eiturefnum sem til eru og hefur oft valdið dauðs- föllum. Tvö tilfelli hafa greinst hér- lendis og voru í báðum tilfellum rakin til blóðmörs. Ófullnægjandi niðursuða getur orsakað botuhsmus því gróin eru mjög hitaþolin og því nauðsynlegt að matvælin séu soðin niður viö hátt hitastig og undir þrýstingi. Bacihus cereus er sýkill sem veldur matareitrunum sem svipar mjög til eitrana af völdum algeng- ustu sýkla. Fimm tilfelh af völdum hans hafa komið upp hér á landi á síðasthðnum árum. I þeim tilfehum var orsakavaldurinn m.a. súrmat- ur, kjötálegg og grænar baunir í kjötsósu. Aspergihus flavus er myglusvepp- ur sem er algengur í komvöru, hnetum, sojamjöh, kókosmjöh og fiskimjöh. Við sérstakar aðstæður myndar sveppurinn eitur sem nefn- ist aflatoxin og er eitt hættulegasta eitur sem þekkist og þarf mjög htið magn th þess að valda bráðum dauða. Mest er hættan á að mengað- ar vörur séu fluttar inn frá löndum þar sem loftslag ert rakt og heitt. Minni hætta er talin í norðlægum löndum en þó hafa komið upp nokk- ur tilfelh aflatoxíneitrunar í Svíþjóð á undanfómum árum. Rétt meðhöndlun matvæla fyrir neyslu getur forðað veikindum. Neytand- inn verður að geta treyst því að matvæli sem hann greiðir dýru verði séu framleidd undir ströngu gæðaeftirliti. Hvemig á aö forðastsýkingu? Ónóg kæling er ein meginorsök matareitrunar. Athuganir hafa sýnt að nauðsynlegt er að kæla matvæli eftir suðu niður í 8°C á minna en 4 klst. til að koma í veg fyrir fjölgun gerla. Gæta þarf þess einnig að afþíða frosin matvæh fullkomlega og í kæhskáp. Við suðu og steikingu þarf aö gæta þess að nægjanlega hátt hita- stig sé notað og að maturinn sé gegnsteiktur eða soðinn. Ekki er ráðlegt að halda mat heitum í lengri tíma en 2 klst. fyrir neyslu. Mjög áríðandi er að starfsfólk í matvælaiðnaði ástundi persónu- legt hreinlæti og komi ekki nálægt framleiðslunni sé það með ein- hvers konar sýkingar. Einnig ætti að vera sjálfsögð varúðarráðstöfun starfsfólks í þessari grein að fara í rannsókn þegar það kemur úr sól- arlandaferðum þar sem salmoneha getur verið landlæg. Nútímamaðurinn kaupir nánast öh þau matvæli sem hann þarfnast í verslunum. Hann veit sjaldnast neitt um uppruna þeirra eða hvernig meðhöndlun þau hafa fengið og treystir því í bhndni að dýr matvæh séu gæðavara. Sá sem einu sinni hefur orðið fyrir matareitrun af völdum ákveð- innar fæðutegundar kaupir hana ekki aftur. Það ætti því að vera kappsmál allra framleiðenda að geta fuhvissað sína kaupendur um að vörur þeirra séu framleiddar undir ströngu gæðaeftirhti. -Pá Neytendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.