Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Fréttir Svavar Gestsson um átökin í Alþýðubandalaginu í Reykjavik: Reyndi að koma í veg fyrir þennan klofning Dalvlk: Mikil ölvun og knatt- spyrna eftir dansleik Geir A. Guðæinaaon, DV, Dalvflc Mikil ölvun var á Dalvik að- faranótt sjómannadagsins og að sögn lögreglunnar var talsvert að gera við aö halda uppi lögum og reglu. Nokkuð var um ryskingar og slagsmál og þurftu nokkrir aö leita læknis. Aðrir voru öllu friðsamari í gleðskapnum, m.a. var aUstór hópur karla og kvenna í knatt- spymu af miklum móð eftir aö dansleik lauk á sjötta tímanum um morgiminn. Ekki var veislu- klæðnaðurinn upp á það besta eftir þann leik á rykugum malar- velli. Margir fengu byltu, jafnt konur sem karlar. Ámeshreppur: Sauðburður innanhúss Regina Thorarenæn, DV, Gjögrú Sauðburður gengur ágætlega í Ámeshreppi á Ströndum þrátt fyrir að aUur sauðburður hafi farið fram í ftárhúsum, hlöðum og tómum geymslum. Það vita allir sem til þekkja að það er erf- iöasti tíminn í fjárbúskap þegar sauðburður fer fram í husum og ekki hægt að láta féð út vegna mikilla spjóa og kulda. Ámeshreppsbúar eru ýmsu vanir hvaö veðráttu snertir en slæm veörátta var í aUt fyrra- sumar og miklir kuldar en samt spmttu tún. AUt var sett i súr- hey. Bændur keyptu sér hey og eru ennþá aö fá þurrhey. Bændur í Ámeshreppi em vanir súr- heysverkun og væri óbúandi þar ef hún væri ekki tíl. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu og tel að hér sé um það að ræða að menn hafi býsna mikiö mismunandi póhtískar áherslur. Mér hefur virst að menn þarna legðu verulega áherslu á samstarf við Alþýðuflokk- inn og þá mun meira en menn í Al- þýðubandalaginu hafa vUjað gera,“ sagöi Svavar Gestsson menntamála- ráðherra. Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjuni: Góð þátttaka var að venju á sjó- mannadaginn í Vestmannaeyjum. Hátíðahöldin fóm fram á heföbund- inn hátt, hófust meö ýmsum uppá- Svavar sagðist ekki vera í vafa um að hægt væri aö stofna slíkt félag er ynni sem svæðisfélag. Hins vegar yrði Alþýðubandalagsfélag Reykja- víkur að samþykkja stofnun félags- ins. Önnur leið væri þó aö stofna „málefnafélag" sem ætti beina aðUd að flokknum. - Hvað ef upp kemur sú staða að þingmenn flokksins í Reykjavík komum í Friðarhöfn á laugardag. M.a. var kappróður, koddaslagur, sjóskíði og stakkasund. Á sunnudag var sjómannamessa, séra Bragi Skúlason messaði. Á Stakkagerðistúni voru aðalhátíða- verða ekki í sama félaginu - er það ekki dæmi um enn alvarlegri klofn- ing? „Ég tel að það væri þannig og ég hef verulegar áhyggjur af þessu. Ég gerði reyndar tilraun til þess að koma í veg fyrir þetta. Það var bara orðið of seint,“ sagöi Svavar sem er einmitt annar þingmanna Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Guðrún höldin, lúörasveit lék og Grímur Gíslason flutti hátíðarræðu. Viður- kenningar voru veittar fyrir björg- unarafrek. Dansleikir síöan um kvöldið Helgadóttir er hinn þingmaðurinn en hún er sem kunnugt er í stuðn- ingshði Ólafs Ragnars. Svavar vUdi ekki tala mikið um sáttatUraun sína en sagði aö hann hefði reynt á síðustu stundu að fá menn tíl aö sættast á aöra samsetn- ingu stjórnar í Alþýðubandalags- félagi Reykjavíkur. Menn hefðu ekki vUjaðsamþykkjaþað. -SMJ Baðklefar tvö ár i byggingu Þórhaflur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Þessa dagana er verið að ljúka við gerð nýrra búnings- og baðklefa við sundlaugina í Varmahlíð í Skagafirði sem staðið hefur yfir síðustu tvö ár- in. Þeir verða teknir í notkun um miðjan júní og mun þá aðstaða sund- laugargesta gjörbreytast tU hins betra. í nýju byggingunni eru auk bún- ingsaðstöðu sturtuböð og gufubaös- klefi. í bygginguna var á sínum tíma ráðist með það í huga að hún myndi einnig nýtast við íþróttahús Varma- hlíðarskóla sem fyrirhugað er að byggja við sundlaugina. Húsavlk: Margir skulda Jóharmes Sigurjónsson, DV, Húsavflc Staða atvinnufyrirtækja á HúsavUc er heldur bágborin um þessar mund- ir og eiga mörg þeirra í verulegum greiðsluerfiöleikum. Þetta kemur Ula við bæjarsjóð og í byrjun maí áttu bæjarsjóöur ög bæjarfyrirtæki úti- standandi rúmlega 70 mUljónir króna hjá fyrirtækjum og einstakl- ingum í bænum, þar af um 60 mUlj- ónir gjaldfallnar. Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri segir aö þessi staða mála gerði bæjar- yfirvöldum verulega erfitt fyrir. Tunnuhlaup í Friðarhöfn. DV-mynd Omar Fjölbreytt dagskrá sjómanna í dag mælir Dagfari Laugardagar til lukku TU skamms tíma var verslunum í Reykjavík bannað að hafa opið á laugardögum. Reykvíkingum var bannað að versla um helgar og borgarbúar máttu svelta um helgar ellegar þá bregða sér bæjarleið til að fá í matinn. Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur bannaði kaup- mönnum að hafa opið þegar við- skiptavinirnir máttu vera að því að versla. Á endanum gátu hvorki kaup- menn né viðskiptavinir unað þessu ástandi og verslanir voru opnaöar á þeim tíma sem fólk komst í búð- ir. Varð þá uppi fótur og fit hjá VR og fór félagið í verkfall til að mót- mæla því að félagsmenn fengju að vinna. Mun það vera í fyrsta og eina skiptiö sem verkalýðsfélag efnir til verkfaUs til aö knýja fram þá kröfu að félagsmenn takmarki vinnu sína. Auövitað var á endanum falhst á þessa kröfu VR og samningar und- irskrifaðir þar sem laugardags- verslun var aftur bönnuö. í kjara- samningum er nefnUega aldrei tek- iö tillit til þeirra sem samningana gera, hvað þá þriðja aöUa sem samningamenn lifa á. Af einhveijum ástæðum hafa margir kaupmenn hundsað þessa samninga og viðskiptavinir versl- ana í borginni hafa fengið frið tíl að kaupa í matinn þegar þeir mega vera að því. Þeir hafa enn opið á laugardögum. Margir hafa furðað sig á þessari hnkind í VR að fram- fylgja ekki samningunum og því gamla baráttumáh sínu að banna sínu fólki að vinna á helgarkaupi. Viöskiptavinir verslananna eiga hálft í hvoru von á því á hverri stundu að verkfallsverðir eða lög- regluþjónar elti þá uppi með inn- kaupakörfumar og taki þá fasta fyrir aö leyfa sér að versla á laugar- dögum. Menn læðast eins og þjófar á nóttu og eru þeirri stundu fegn- astir þegar þeir komast út úr versl- ununum óhultir og heihr heilsu. En Verslunarmannafélagið held- ur að sér höndum og lætur þessi samningsrof yfir sig ganga. Skýr- ingamar fengust í svari formanns- ins um helgina. Hann segir að at- vinnuástandið sé svo ótryggt og mikið framboð af vinnukrafti að VR treysti sér ekki til að banna blessuðu fólkinu að vinna! Það er sem sagt í gustukaskyni sem Versl- unarmannafélagið leyfir fólki, sem ahs ekki er í félaginu, og leyfir búðum, sem virða ekki lokunar- tímann, að fara sínu fram til að bjarga atvinnuástandinu í borg- inni. Athyghsvert er, að í þessu svari kemur fram, að það er ekki vegna hagsmuna viðskiptavinanna, það er ekki í þágu verslananna sjálfra, og það er ahs ekki með tilliti til félagsmanna í VR sem verslun er leyfð á laugardögum. Slík sjónar- mið koma VR ekki við. Félaginu er alveg sama þótt réttindalaust fólk gangi í vinnu félagsmanna og félaginu er hjartanlega sama þótt verslanir hafi samninga að engu. Þaö sem skiptir máli fyrir VR og formanninn er umhyggjan fyrir skólafólkinu sem þarf að fá vinnu. Og hvað er þá betra fyrir skólafólk- ið heldur en að taka að sér ólögleg störf um helgar, svo að það sé nokkum veginn tryggt að félags- menn í VR komist sjálfir ekki í yfir- vinnuna sem VR var búið að banna þeim að vinna? Skítt veri með verslanirnar sem útvega VR fólk- inu atvinnu og skitt veri meö kúnn- ana sem skaffa afgreiöslufólkinu atvinnu og skítt veri með laugar- dagslokunina meðan hún útvegar lausafólki atvinnu viö að brjóta samninga. Nú hélt maður að Verslunar- mannafélagið væri verkalýðsfélag en ekki atvinnubótasamtök. Maður hélt að VR væri hagsmunafélag en ekki góðgerðarstofnun sem stund- aði atvinnumiðlun um helgar. En allt er í heiminum hverfult og lengi skal manninn reyna. Það er mikið göfuglyndi fólgið í afstöðu Verslun- armannafélagsins og öll þessi fórn- fýsi stuðlar óbeint að því að verslun í Reykjavík færist allt í einu í eðli- legt horf. Búðir eru opnar þegar viðskiptavinunum hentar og versl- unareigendur fá allt í einu um frjálst höfuð strokið og mega hafa opiö þegar þeir sjálfir vilja. Það liggur við að maður óski þess að atvinnuleysið haldi áfram svo að viðskiptahættir í höfuðborginni verði í framtíðinni í samræmi viö hagsmuni þeirra sem versla. Þá geta alhr um frjálst höfuö strokið. Dagfari hefur alltaf sagt það: laug- ardagar eru til lukku. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.