Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989.
11
Utlönd
Átök í Úsbekistan
Tugir manna hafa látíst og að
minnsta kosti hundrað níutíu og fjór-
ir fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi
eftir átökin í sovéska lýðveldinu Ús-
bekistan um helgina.
Um sex þúsund vopnaðir hermenn
voru sendir til að koma á kyrrð á
svæðinu umhverfis borgina Fergana
sem er suðaustan við höfuðborgina
Tasjkent. Innanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, Vadim Bakatín, segir að
fleiri verði sendir ef þörf krefur.
Samkvæmt lýsingu sovésks sjón-
varpsfréttamanns á ástandinu í
Fergana voru tugir manna látnir og
hundruð særðir. Fréttinni var ekki
sjónvarpað í Moskvu en breska
fréttastofan BBC náði sendingunni.
í því sem virtíst vera sama frétt en
send út tveimur og hálfri klukku-
stundu síðar í Moskvu var búið að
þurrka út frásögnina af því hversu
margir hefðu fallið. Áður haföi so-
véska fréttastofan Tass greint frá því
að tveir hefðu beðið bana í átökunum
og sjötíu og tveir hefðu verið fluttir
á sjúkrahús. í fréttinni, sem send var
út í Moskvu, mátti samt sjá fjölda
vopnaðra hermanna í viðbragðs-
stöðu, bæði í Fergana og umhverfis
borgina.
Svo virðist sem upptök átakanna
séu morð á Úsbekistana í apríl. So-
véska sjónvarpið sagði að spenna
hefði aukist milli þjóðarbrotanna í
kjölfar mikils atvinnuleysis ungs
fólks. Þykir sú játning koma á óvart
í landi þar sem atvinnuleysi er ekki
viðurkennt opinberlega.
Reuter
HVERVANN?
333.578 kr.
Vinningsröðin 3. júní:
22X-2XX-2X1-X1X
Christer Pettersson, sem grunaður er um morðið á Olof Palme. Til vinstri er teikning af manni þeim sem sást á
hlaupum nálægt morðstaðnum. Símamynd Reuter
Kveðst saklaus
„Ég myrti ekki Olof Palme og ég
reyndi ekki að myrða Lisbet Palme.“
Þetta sagði Christer Pettersson, sak-
borningurinn í réttarhöldum aldar-
innar í Svíþjóð sem hófust í Stokk-
hólmi í gær. „Morðið var óhæfuverk
sem ég hefði aldrei getað unnið.“
En í lok fyrsta dags réttarhaldanna
varð sakbomingurinn þó að viður-
kenna að þrátt fyrir yfirlýsta andúð
hans á skotvopnum hefði hann hald-
ið á shku árið 1987, ári eftir morðið
á Olof Palme, og að hann hefði meira
að segja keypt startbyssu í glæpsam-
legum tilgangi.
Við réttarhöldin hafði Pettersson
svör á reiðum höndum, næstum því
áður en saksóknari hafði lagt fyrir
hann spurningarnar. Hann var ró-
legur þegar hann lýsti því hvað hann
hefði haft fyrir stafni morðkvöldið
þann 28. febrúar 1986.
Kvaðst hann hafa farið til mið-
borgar Stokkhólms í spilavítið Oxen
en þangað fór hann i amfetamínleit.
Lýsti hann kvöldi sínu í vítinu og
hvernig hann væri „90 prósent" viss
um að hann hefði tekið 22.45-lestina
heim til sín í úthverfi í norðurhluta
borgarinnar. Hann hefði hins vegar
sofnað þar sem hann hefði drukkið
50 cl af áfengi, vaknað á endastöðinni
og snúið við með lestinni. Heim sagð-
ist hann hafa verið kominn rétt fyrir
miðnætti. Áður hafði verjandi Pett-
ersson lýst því yfir að skjólstæðingur
hans hefði ekki verið á ferli í mið-
borginni fyrir norðan Kungsgatan
um morökvöldið.
Samkvæmt lýsingu saksóknara
var Pettersson bæði við Grand-bíóið,
sem Palmehjónin voru í, morðkvöld-
ið og við gatnamótin Sveavágen-
Tunnelgatan þar sem Palme var
myrtur. Er það svæði fyrir norðán
Kungsgatan.
Verjandinn hóf réttarhöldin á því
að biðja um leyfi til að fá að kalla sem
vitni tvo menn úr öryggislögreglunni
sem rannsakað hafa hið svokallaða
PKK-spor. Lengi var unnið eftir
þeirri kenningu að kúrdísku hryðju-
verkasamtökin PKK bæru ábyrgð á
morðinu á Palme. Saksóknari vísaði
kröfunni á bug en ákvörðun verður
tekin síðar.
Gífurleg öryggisgæsla er við réttar-
sahnn þar sem aðeins er pláss fyrir
fimmtíu fréttamenn og sex áheyr-
endur. Fyrir utan sahnn slógust ljós-
myndarar næstum til þess að geta
náð bestu myndunum og fréttamenn
til þess að verða fyrstir inn.
Klukkan tíu í gærmorgun voru þó
flestir komnir inn og meðal áheyr-
andanna sex var konan sem aldrei
missir af mikilvægum réttarhöldum.
Þar var hka kona sem komið hafði
frá Gautaborg th Stokkhólms ein-
göngu til að fylgjast með þessum rétt-
arhöldum. í sal á hæðinni fyrir neð-
an sátu þeir fréttamenn sem ekki
komust fyrir í réttarsalnum. Þeir
fylgdust hins vegar með réttarhöld-
unum af sjónvarpsskjám.
Fjöldi erlendra fréttamanna er
kominn til Stokkhólms til að fylgjast
með réttarhöldunum sem búist er við
að standi fram í miðjan júlí.
Sænska ríkisútvarpið útvarpar
beintfráréttarhöldunum. TT
12 réttir = 233.538 kr.
Enginn var meö 12 rétta - og því er tvöfaldur pottur núna!
11 réttir = 100.040 kr.
Einn var meö 11 rétta - og fær í sinn hlut kr. 100.040,-.
-ekkibaraheppni
Herstöðin lögð niður?
Formaður stjórnarandstöðu- Aqqaluk Lynges, eftir ferð hans th Straumfirði myndi valda'Græn-
flokksinsInuitAtaqatigiitersann- Bandaríkjanna meö utanríkis- og lendingum verulegum efiiahags-
færður um aö Bandaríkin muni öryggismálanefnd þingsins í mai- legum erfiðleikum þar sem heima-
leggja niöur herstöö sína í Syöri- lok. Nefndin hitti meðal annars stjórnin yrði sjálf aö standa straum
Straumsfirði og að heimastjómin á embættismenn í bandaríska varn- af kostnaði við að reka bæinn sem
Grænlandi fái thkynningu um armálaráðuneytinu og yfirmenn myndast hefur í kringum flug-
þettaísumar.eftilvihþegaríjúní. herstöðvanna á Grænlandi. brautina.
Þetta er skoðun formannsins, Lokun herstöðvarinnar i Syöri- Ritzau
Yooooodelehhíúúúú
Sumaráœtlunin tll Zúrich hefst 10. júní.