Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 32
F R ÉTT/VS K O T I -Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Akureyri: Drengur „ drukknaði í Glerá Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Hörmulegt banaslys varð í Glerá á Akureyri í gærkvöldi er 7 ára gam- all drengur drukknaði þar. Tveir drengir á svipuðum aldri til- kynntu um það kl. 21 að drengurinn hefði fallið í ána skammt fyrir neðan efstu brúna. Björgunarsveitir og kaf- arar komu strax á vettvang og leit- uöu drengsins. Þeir fundu lík hans skömmu eftir miönætti. > Skemmdarverk í skjóli nætur Skemmdarverk voru unnan víða í Reykjavík aðfaranótt mánudags. Skorið var á hjólbarða á bifreið sem stóð við Sjónvarpshúsið við Lauga- veg. Skemmdir voru unnar á bensín- dælu á bensínstöð Olís við Klöpp. Hlífðardúkur yfir báti á svæði Snar- fara var skorinn og eyðilagður. Þá - var skotið með loftriffli á radíóvita á Reykjavíkurflugvelh. Lögreglan hefur þessi mál til rann- sóknar. -sme Kominn heim í vatn og brauð Mennirnir tveir sem ferðuðust til Evrópu og Bandaríkjanna, með kred- itkort sem þeir komust yfir með svik- samlegum hætti, eru nú báðir komn- ir heim. Þeir sitja nú báðir í gæslu- varðhaldi. Nokkuð er um liðið frá því að fyrri maðurinn kom heim og hefur hann verið í gæsluvarðhaldi frá komu sinni til landsins. Um helgina kom hinn maðurinn til landsins. Hann var handtekinn strax og færður í fangageymslur. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 28. júní. Ekki er vitað hversu miklum peningum mennimir eyddu á ferðalaginu. -sme Fangageymslur: Týpisk vorölvun Tuttugu manns gistu fangageymsl- ur lögreglunnar í Reykjavík í nótt sem leið. Þetta er með því mesta sem gerist á virkum degi. Lögreglan segir að um hefðbundna vorölvun sé aö ræða. Með hækkandi sól og betra veðri ber ailtaf meira á ölvun á al- mannafæri. -sme Sorpuröun Kópavogsmarma í Leirdal neðan Seljahverfis: Náttúruverndarráð er ekki motfallið neyðarráðstöfun af okkar hálfu, um til að skila umsögnum um því sorpurðun í Leirdal er hvorki beiðni Kópavogs um heimild til í þökk okkar né annarra. Á þessu sorpurðunar í Leirdal. svæði hérna eru hins vegar engir „Þetta verður aldrei nema bráða- haugar opnir nema þessir í Gufu- birgðalausn hjá okkur,“ sagði nesi og ef við fáum synjun verður Kristján ennfremur, „og rétt að neyðarástand hjá okkur,“ sagði undirstrikaþað. Viðmunumeinnig Kristján Guðmundsson, bæjar- frámkvæma töluvert mikla flokk- stjóri í Kópavogi, í viðtali við DV í un á sorpi áður en það er urðað morgun. þarna, taka út öll eiturefni sem við í gær rann út frestur sem Holl- getum, svo sem málningarefni og ustuvemd ríkisins hafði geflð aðil- rafhloður.“ -HV Allt virðist nú ste&ia í að fyrir- hugaðri sorpurðun Kópavogs í landi rétt við Seljahverflð í Breið- holti verði ekki mótmælt af þeim aðilum sera með slík mál fara. Holl- ustuvernd ríkisins hefur nú fengið i hendur umsagnir fyrstu sérfræði- stofnana af þeim sem beðnar voru um álit. Náttúruvemdarráð skilaði álitsgerð sinni í gær og að sögn tals- manns Hollustuverndar var hún tiltölulega jákvæð. „Það em ákveðnir þættir sem menn hafa áhyggjur af,“ sagði Ólaf- ur Pétursson hjá Hollustuvernd í viðtali við DV. „Þar á meðal er hugsanleg grunnvatnsmengun og verður að skoða hvaða aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir hana. Það virðist þó ekki vera veruleg hætta á mengun." „Ég vil ekki leggja neitt mat á þær umsagnir sem ég hef séð, þar eiga aörir aðilar að meta. í raun er þetta „Gott flot í DV“ Gunnar Martin Úlfsson við pappírsbátinn sem hann ætlar að sigla upp á Akranes síðar í mánuðinum. Stjóm Sambandsins: Ólafur for- maður áfram Ólafur Sverrisson, stjómarformað- ur Sambands íslenskra samvinnufé- laga, mun vera næsta öruggur um að verða endurkjörinn formaður stjórnar á aðalfundi félagsins í dag. „Það er klappað og klárt,“ eins og einn heimildarmanna D V orðar það. Sterkar sögusagnir hafa verið um Þröst Ólafsson, framkvæmdastjóra KRON, sem næsta stjórnarformann Sambandsins og að forstjórinn, Guð- jón B. Ólafsson, styddi hann. Þröstur mun hafa veikt stöðu sína mjög að undanfórnu og er þar nefnd til sög- unnar afstaða hans í skipulagsmál- um Sambandsins svo og slæm af- koma KRON á síðasta ári. Fulltrúar KRON á aðalfundi Sam- bandsins hafa ólmir viljað fá Þröst sem stjórnarformann. Landsbyggðin hefur hins vegar verið á móti því. í morgun var talið að fulltrúar KRON muni margir að öllum líkindum styðja Ólaf þegar þeim var orðið ljóst að Þröstur væri ekki inni sem stjórn- arformaður. -JGH - segir Gunnar Martin Úlfsson „Ég setti bátinn í hafiö til að sjá hvemig hann tæki við, hvemig hann flyti. Ég get ekki sagt annað en að mér lítist vel á hann, nema hvað hann er allt of léttur. Það er svo gott flot í DV að ég verð að þyngja bátinn um ein hundrað kíló,“ sagði Gunnar Martin Úlfsson í viðtali við DV. Gunnar Martin sjósetti um síðustu helgi pappírsbát sinn sem hann hefur gert úr eintökum af DV. Bátnum ætlar hann aö sigla frá Reykjavík upp á Akranes þann 18. júní. Með ferðinni er Gunnar Martin meðal annars að safna áheitum á sjúkra- húsið á ísafirði og skorar hann á alla Vestfirðinga að taka góðan þátt í fjár- söfnun til þess. Til dæmis með áheit- um fyrir hverja mílu sem honum tekst að sigla pappírsbátnum. „Það eru ellefu mílur upp á Akra- nes,“ sagði Gunnar Martin, „og ég er viss um að mér tekst að koma bátnum alla leiö, þótt það fari auðvit- að eftir veðri og vindum. Auk þess að eiga eftir að þyngja bátinn um hundraö kíló eöa svo á ég eftir að setja í hann þóftir og mastur. Þá verður mér ekkert að vanbúnaði.“ HV Stefán formaður Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hefur skipað Stefán Frið- finnsson, aðstoöarmaður sinn, stjórnarformann íslenskra aðalverk- taka. Ragnar Halldórsson, húsa- smíðameistari úr Njarðvík, hefur verið skipaður annar fulltrúi ríkisins í stjórninni. -gse LOKI Indverski kraftaverkamaður- inn þyrfti endilega að gefa Steingrími nýtt minni! Veðrið á morgun: Hlýnandi áöllu landinu - Á morgun verður suðlæg átt. Skýjað sunnanlands og vestan en líklega þurrt. Bjart veður á Norö- ur- og Austurlandi. Lítið eitt hlýnandi á öllu landinu. Hitinn 8-12 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.