Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. 9 Utlönd Sigur Samstöðu var ótvíræður G.Á. Pétursson hf. IláMuwéla markaðurínn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Samstaða vann stórsigur í kosningunum í Póllandi samkvæmt óopinberum niðurstöðum. Kommúnistaflokkurinn játaði í gær ósigur. Símamynd Reuter Leiðtogar pólska kommúnista- flokksins viðurkenndu í gær að frambjóðendur Samstöðu, hinna óháðu verkalýðssamtaka, hefðu unnið yfirgnæfandi sigur í fyrri hluta fyrstju þingkosninganna sem frambjóðendur stjórnarandstöðunn- ar fá að taka þátt í í Póllandi. Talsmaöur flokksins, Jan Bisztyga, sagði í gær að óopinberar tölur bentu til ótvíræðs sigurs Samstöðu í kosn- ingunum sem fram fóru á sunnudag. Hann sagði einnig að flokkurinn myndi ekki íhuga aðra kosti en þá er niðurstööur þessara kosninga bentu til, það er að flokkurinn mun hlíta þeim. Talsmenn Samstöðu kváðu alla frambjóðendur sína til neðri deildar hafa sigrað en þeir buðu fram til 161 af 460 sætum. Þá segjast þeir einnig hafa unnið sigur í kosningunum um flest sæti efri deildar en þar buðu þeir fram til 100 sæta. Tilhögun þess- ara kosninga kemur til vegna hring- borðsumræðnanna svokölluðu en samkvæmt niðurstöðum þeirra var Samstaða lögleidd og fékk að bjóða fram til þingkosninga. Niðurstöður kosninganna sýndu mikinn ósigur frambjóðenda komm- únistaflokksins til 100 sæta efri deild- ar en það voru einu sætin sem þeir kepptu um við frambjóðendur stjórnarandstöðunnar. Samstaða bauð fram til 35 prósent sæta í neðri deild en kommúnistum og banda- lagsflokkum þeirra voru tryggð 65 prósent sæta. Jaruzelski, hershöfóingi í Póllandi, í kosningunum á sunnudag. Símamynd Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sem hér sést i þingkosningunum á sunnudag, sagði niðurstöðurnar kalla á umbætur. Simamynd Reuter Svo virðist sem margir frambjóð- enda kommúnista og bandalags- flokka þeirra sem kepptu innbyrðis um 65 prósent sæta í neðri deild hafi ekki náð 10 prósent atkvæða í kosn- ingunum. í þeim tilfellum þar sem enginn nær 50 prósent atkvæða mun verða kosið milli tveggja atkvæða- mestu frambjóðendanna aftur þann 18. júní nk. Talsmenn Samstöðu sögðu að nið- urstöður kosninganna sýndu afleið- ingar fjögurra áratuga stjórnar kommúnista. Sagði Janusz Onys- zkiewicz, einn talsmannanna, að þjóðin hefði á þennan hátt verið að bregðast við fortíðinni og þeim vanda er Pólland á við að stríða í dag. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti fólk til að sýna stillingu. „Kosning- amar mega ekki kljúfa okkur. Niður- stöðurnar kalla á umbætur." Opinberar niðurstöður hafa enn ekki verið birtar. Búast má við að það verði á morgun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna kvaðst fagna niður- stöðunum sem sögulegu skrefi í lýð- ræðisátt. Reuter AMERISKA GARDSLÁTTUVÉLIN NÝ SENDING Frábær vinnuhestur í heimilissláttinn! 3,5 hestafla Briggs & Stratton mótor. 20 tommu hnífur. Ótrúlega gott verð vegna hagstæðra samninga við verksmiðjuna! Aðeins kr. 14.900,- ÓDÝRASTA VÉLIN Á MARKAÐINUM r H f Ttmarltfyriralla •jl ttHirml Heildarupphæð vinninga 4.310.810,-. Enginn var með 5 rétta, sem voru kr. 1.984.477,-. Bónusvinninginn fengu 5 og fær hver kr. 69.016,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 6.265,- og fyrir 3 réttar töiur fær hver um sig 381,-. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.