Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. 27 Afmæli Þóra Elfa Bjömsson Þóra Elfa Björnsson, húsmóöir og kennari, Skólagerði 41, Kópavogi, varð fimmtug í gær. Þóra Elfa fæddist í Reykjavík. Hún stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 1956-59 og lauk þá sveins- prófl í setningu en prófi í uppeldis- og kennslufræði lauk hún frá KHÍ 1986. Þóra starfaði hjá Prentsmiðjunni Hólum 1955-61, í Prentsmiðjunni Eddu 1974-75 og 1981-83, í Hag- prenti 1978-81 en hefur verið kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík frá 19,83. Þóra Elfa sat í stjórn Prentnemafé- lagsins 1956-58, var trúnaðarmaður FBM1981-82, satí trúnaðarmanna- ráði 1982-83, í iönréttindanefnd 1983- 85, í stjóm Rauða kross deildar Kópavogs frá 1979, í stjórn Kennara- félags Iðnskólans í Reykjavík 1984- 87, í stjóm Sambands sérskóla frá 1987 og í fulltrúaráði KÍ frá 1987. Þóra á nokkur ljóð í Ljóðum ungra skálda 1955 og í blöðum og tímarit- um en auk þess hefur hún þýtt barnabækur. Maður Þóru er Gísli Guðmunds- son loftskeytamaður, f. 3.4.1931, sonur Guðmundar Kr. H. Jóseps- sonar vörubifreiðarstjóra og konu hans, Guðmundu Vilhjálmsdóttur. Böm Þóru og Gísla eru Helga, f. 4.1.1958, kennari á Bíldudal, en son- ur hennar er Hjörtur, f. 14.11.1975; Ingibjörg, f. 22.1.1962, meöferðar- fulltrúi; Jósep, f. 30.7.1964, setjari og tónhstarmaöur, og Sæmundur, f. 10.12.1967, nemi í rafeindavirkjun og er unnusta hans María Artúrs- dóttir. Hálfsystir Þóru Elfu er Stefanía G. Karlsdóttir, kaupmaður í Reykja- vík, gift Ólafi Jóni Ólafssyni skrif- stofumanni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Þóru Elfu: Karl Leó Björnsson, f. 22.2.1908, d. 6.7.1941, sýsluskrifari, og kona hans, Hall- dóra Björnsson, Beinteinsdóttir, f. 19.4.1907, d. 28.9.1968, skáldkona og starfsmaður Alþingis. Bróðir Karls var Júlíus, faðir Ott- ós J. Björnssonar dósents. Karl var sonur Guðmundar, sýslumanns í Borgamesi, bróður Kristjáns, fóður Þuríðar, prófessors í KHI. Guð- mundur var sonur Björns, b. á Svarfhóli, Ásmundssonar, og konu hans, Þuríðar Jónsdóttir Ijósmóður, systir Málfríðar ljósmóður, móður Málmfríðar Einarsdóttur rithöfund- ar. Móðir Karls var Þóra, systir Halldórs sýslumanns, afa Halldórs Júlíussonar, forstöðumanns á Sól- heimum, og Láru Valgerðar Júhus- dóttur, lögfræðings ASÍ. Þóra var dóttir Júlíusar, læknis á Blönduþsi, Hahdórssonar, yfirkennara í Rvík, Friðrikssonar, bróður Óhnu, langömmu Snæbjarnar Jónassonar vegamálastjóra. Móðir Þóm var Ingibjörg, systir Bjöms, afa Björns Sigfússonar háskólabókavarðar. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, prests og læknis á Grenjaðarstað, Jónssonar, bróður Guðnýjar, ömmu Haraldar Níelssonar prófessors. Önnur systir Magnúsar var Margr- ét, amma Ólafs Friðrikssonar. Móð- ir Ingibjargar var Þórvör Skúladótt- ir, prests í Múla, Tómassonar, bróð- ur Einars, fóður Hálfdanar, langafa Helga Hálfdanarsonar þýöanda og Helga, föður Ragnhhdar alþingis- manns. Móðir Þórvarar var Þórvör Sigfúsdóttir, prófasts og skálds, á Höföa, Jónssonar o£konu hans, Guðrúnar Ketilsdóttur, prests í Húsavík, Jónssonar. Móðir Guðrún- ar var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúlalandfógeta. Hallóra, móðir Þóru, var systir Sveinbjarnar, skálds og allsherjar- goða. Halldóra var dóttir Beinteins, b. á Draghálsi, Einarssonar, b. og hreppstjóra á Litla-Botni, Ólafsson- ar. Móðir Einars var Ragnhildur Beinteinsdóttir, lögréttumanns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundar- sonar, á Hólum í Stokkseyrar- hreppi, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættföður Bergsætt- arinnar. Móðir Beinteins á Draghálsi var Sigríður, systir Margrétar, langömmu Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarhankastjóra Landsbank- ans, Ólafs Odds Jónssonar, prests í Keflavík og yfirlæknanna Ásgeirs Ellertssonar og Helga Guðbergsson- ar. Margrét var dóttir Helga Erl- ingssonar, b. í Stóra-Botni, og konu hans, Steinunnar Gísladóttur, b. á Miðsandi, Sveinssonar. Móðir Steinunnar var Sigríður Árnadóttir, b. á Eystra-Miðfelli, Þorsteinssonar, og konu hans, Ellisifar Hansdóttur Khngelbergs, b. á Krossi, ættföður Khngelbergsættarinnar. Móðir Eh- isifar var Steinunn Ásmundsdóttir, systir Sigurðar, langafa Jóns for- seta. Móðir Hahdóm var Helga Péturs- dóttir, b. á Draghálsi, bróður Sess- elju, ömmu Þorsteins Jónssonar flugmanns. Pétur var sonur Jóns, b. á Ferstiklu, Sigurðssonar, b. á Þóra Eifa Björnsson Efra-Skarði, Péturssonar. Móðir Péturs var Sigríður Vigfúsdóttir, lögréttumanns á Leirá, Árnasonar, bróður Jóns, ættföður Fremra- Hálsættarinnar. Annar bróðir Vig- fúsar var Hákon, faðir Helgu, konu Jóns Þorvaldssonar í Dehdartungu, ættforeldra Deildartunguættarinn- ar. Móðir Helgu á Draghálsi var Hahdóra Jónsdóttir, b. á Efstabæ í Skorradal, Símonarsonar, ættfóður Efstabæjarættarinnar, langafa Magnúsar skálds og Leifs prófessors Ásgeirssona og Sigurðar, föður Inga sagnfræðilektors. Jón var einnig iangafi Péturs Ottesen alþingis- manns og Jóns Helgasonar, ritstjóra ogrithöfundar. Til haminsiu með daeinn Jens Arínbjörn Jónsson, Smyrlahóh, Haukadalshreppi. Hermann Þorsteinsson, 95 ára ögmundur Ólafsson, Noröurbrún 1, Reykjavik. Stóragerði 19, Reykjavík. Gisli Jónsson, Brekkuhvammi 4, Hafharfirði. Yalgerður Gísladóttir, Álfalandi 8, Reykjavík. Oddný Ólafía Sigurjónsdóttir, Furulundi 3A, Akureyri. 90 ára María O. Jónsdóttir, Brönastekk 4, Reykjavík. 85 ára 50 ára Petrina Ásgeirsdóttir, Vahargötu l, Flateyri. Lilja Sigurðardóttir, Háaleitisbraut 151, Reykjavík. Ragnheiður K. Bjömsdóttir, Vaharbraut 1, Akranesi. Tómas Waage, Lindargöt 56, Reykjavík. Björg Sigurðardóttir, Birkivöhum 13, Selfossi Klara Heiðberg Árnadóttir, Kotárgerði 3, Akureyri. Gylfi B. Gíslason, 80 ára Fremristekk 15, Reýkjavík. Gerður Sigfúsdóttir, Austurvl^iíb Reyðarfirði. Áifheimum 7, Reykjavik. Árni Húnfjörð Friðriksson, Ásbúðartröð 7, Hafnarfirði. Erlingur Lúðvíksson, Hrauntungu 103, Kópavogi. 75 ára Ólína Jónsdóttir, Brekkuvegi 3, Seyðisfiröi. 40 ára 70 ára Gyða Sigríður Tryggvadóttir, Efri-Fitjum, Þorkelshólshreppi. Svanhvít Jónsdóttir, Hríseyjargötu 8, Akureyri. Björn Daniel Hjartarson, Mánabraut 1, Höfn í Homafirði. Ásgeir Baldursson, Hrafnagilsstræti 37, Akureyri. Þóra Þorvaldsdóttir, Baughóli 34, Húsavík. Kristin Gísladóttir, 60 ára Engjaseh 84, Reykjavík. Bergljót Þorsteinsdóttir, Reykhóh II, Skeiðahreppi. Þorvaldur Skaftason, Hólabraut 12, HöfBahreppi. Sigríður Sigurgisladóttir, Sunnuvegi 6, Þórshöfii. Gísli Jónsson Gísli Jónsson, prófessor í raf- magnsverkfræði í HÍ, Brekku- hvammi 4, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Gísli er fæddur í Reykjavík og lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði í HÍ1953. Hann lauk prófi í raf- magnsverkfræði í Danmarks tekn- iske höjskole í Kaupmannahöfn 1956 og var verkfræðingur á Raforku- málaskrifstofunni 1956-1958. Gísh var verkfræðingur hjá Rafmagns- eftirhti ríksisins 1958-1960 og rak eigin verkfræðiskrifstofu 1960-1961. Hann rak eigin verkfræðistofu 1960- 1961 og var rafveitustjóri Hafn- arfjarðar 1961-1969. Gísli var slökkvihðsstjóri Hafnarfjarðar 1961- 1965 og framkvæmdastjóri Sambands ísl. rafveitna 1969-1975. Hann var stundakennari í verk- fræði- og raunvísindadeild HÍ1972- 1974 og hefur verið prófessor í raf- orkuverkfræði í HÍ frá 1. janúar 1975. Hann var formaður Félags raf- veitustjóra sveitarfélaga 1966-1969 og rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags ísl. 1972-1973. Gísh var forseti Rotarýklúbbs Hafn- arfiarðar 1975-1976 og hefur verið formaður Krabbameinsfélags Hafn- arfiarðar frá 1989. Gísli var í stjórn- skipuðum nefndum um leiðir til lausnar fiárhagsvandræðum Raf- magnsveitna ríkisins 1963, raforku- laganefnd 1965, um opinberarfram- kvæmdir 1966, RARIK-nefnd th að kanna leiðir.th að bæta afkomu Rafmagnsveitnaríkisins, 1968 og RER-nefnd um stafsemi Rafmagns- eftirlits ríkisins og eftirhtsstörf með raforkuverum, 1972. Gísli hefur samið fiölda greina sem hafa birst í blöðum og tímaritum. Gísh kvænt- ist, 23. júh 1953, Margréti Guðna- dóttur, f. 9. janúar 1930, fulltrúa hjá Skattstofu Reykjanesumdæmis. Foreldrar Margrétar eru Guðni Markússon, trésmiður á Kirkju- lækjarkoti í Fljótshhð, og kona hans, Ingigerður Guðjónsdóttir. Börn Gísla og Margétar eru Elín, f. 19. febrúar 1956, gift Gunnari Lin- net, tölvunarfræðingi í Hafnarfiröi, og eiga þau þrjú börn, Guðni, f. 16. október 1957, húsgagnasmiður í Hafnarfirði og innanhússarkitekt, kvæntur Kristjönu Þórdísi Ásgeirs- dóttur tónmenntakennara og eiga þau fiögur börn og Ingunn, f. 26. júní 1967, bankastarfsmaður í Hafn- arfirði,unnusti hennar er Hahdór Jónas Ágústsson rafeinadvirki og eiga þau eitt barn. Systir Gísla er Aðalheiður, f. 11. maí 1927, gift Har- Gisli Jónsson. aldi Sæmundssyni frímerkjakaup- manni og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Gísla voru Jón Guðna- son, gestgjafi á Kolviðarhóh, síðar b. á Leirá í Borgarfirði og kona hans, Ehn Gísladóttir. Jón var sonur Guðna, b. á Leirá, Þorbergssonar, b. á Arnarstöðum, Helgasonar. Móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, b. á Syðra-Apavatni, Jónssonar, bróður Amórs, föður Einars hæsta- réttadómara, afa Einars Laxness, framkvæmdastjóra menntamála- ráðs. Elín var dóttir Gísla, trésmiðs í Rvík, Halldórssonar. Sigríður Jónasdóttir Sigríður Jónasdóttir verkakona, Litlahvammi 6, Húsavík, er sjötug í dag. Sigríöur fæddist á Húsavík, ólst þar upp og hefur ætíð átt þar heima. Hún giftist 1937 Pétri Sigurgeirssyni bifreiðarstjóra og eignuðust þau tvær dætur, Kristjönu, f. 1940, hús- móður í Njarðvíkum, sem gift er Jóni Sveinssyni húsasmíðameist- ara, og Jónasínu, f. 1942, húsmóður og leiðbeinanda hjá Dvalarheimhi aldraðra á Húsavík, sem gift er Herði Amórssyni forstöðumanni. Sigríður missti mann sinn árið 1944 en giftist aftur árið 1954 Aðalgeir Friðbjamarsyni húsasmið og áttu þau tvo syni, Eið, f. 1955, málara í Reykjavík, sem er kvæntur Sigurl- ínu Hilmarsdóttur, og Pétur Óskar, f. 1957, sjómann í Keflavík, sem er kvæntur Agnesi Adólfsdóttur. Seinni mann sinn missti Sigríður 1976. Systir Sigríðar var Ragnheiður, amma Lindu Pétursdóttur alheims- fegurðardrottningar. Foreldrar Sig- ríðar voru Jónas Bjarnason, vega- verkstjóri á Húsavík, og Kristjana Þorsteinsdóttir húsmóðir. Bróðir Jónasar var Bjarni, faðir Matthíasar, fv. heilbrigðisráðherra. Jónas var sonur Bjarna, b. á Hraunshöfða í Öxnadal, Kráksson- ar, b. og landpósts á Hólum í Öxna- dal, bróður Guðbjargar, langömmu Björns Jónssonar, ráðherra og for- seta ASÍ. Krákur var sonur Jóns, h. á Skjaldarstöðum, Bjarnasonar, bróður Sigríðar, langömmu Guðríð- ar, langömmu Jóns Helgasonar ráð- herra. Móðir Jónasar var Sigríður, systir Óskar, laiigömmu Sigfúsar Jóns- sonar, bæjarstjóra á Akureyri. Sig- ríður var dóttir Guðmundar, b. á Brún í Svartárdal, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Jóns Pálma- sonar alþingisforseta, föður Pálma á Akri. Ingibjörg var einnig lang- amma Kristjáns, föður Jónasar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Systir Ingiríðar var Guð- rún, langamma Páls á Guðlaugs- stöðum, afa Páls Péturssonar á Höllustöðum og langafa Hannesar Hómsteins lektors. Ingiríður var dóttir Guðmundar ríka, b. í Stórad- al, Jónssonar, b. á Skeggstöðum, Þorvaldur Hreinn Skaftason Sigríður Jónasdóttir Jónssonar, ættföður Skeggstaðaætt- arinnar. Kristjana var dóttir Þorsteins, b. í Engimýri í Öxnadal, Jónassonar, b. í Engimýri, Magnússonar, bróður Kristjáns, föður Magnúsar fiár- málaráðherra. Sigríður er við góða heilsu og starfar fullan vinnudag á dvalar- heimih aldraðra á Húsavík. Hún heldur upp á afmæhð sitt laugardaginn 10.6. að heimili dóttur sinnaráHúsavík. Þorvaldur Hreinn Skaftason sjó- maður, til heimihs að Hólabraut 12, Skagaströnd, er fertugur í dag. Þorvaldur fæddist á Skagaströnd og lauk þaðan bamaskólanámi en að því loknu fór hann á sjó og hefur stundað sjómennsku síðan, á eigin bát yfir sumartímann nú í seinni tíð. Hann hefur tekið virkan þátt í starfi Leikfélags Skagastrandar og leikið með félaginu í fiölda ára. Þorvaldur kvæntist 26.12.1969 Emu Sigurbj ömsdóttur, f. 20.5.1951. : Foreldrar Ernu eru Sigurbjörn Sig- urðsson, f. 23.8.1912, og Margrét Árnadóttir, f. 15.9.1929, búsett á Blönduósi. Börn Þorvalds og Ernu eru Sigur- björn, f. 5.10.1969; Hafdís, f. 29.6. 1971 ogJónas,f.25.5.1976. Systkini Þorvalds era Hjalti, vagn- stjóri hjá SVR; Jónas, bhstjóri á Blönduósi; Vhhjálmur, sjómaður á Skagaströnd, og Anna, húsmóðir í Njarðvík. Uppeldissystir Þorvalds er Valdís Edda, húsmóðir á Skaga- strönd. Foreldrar Þorvalds eru Skafti Fanndal Jónasson, f. 25.5.1915, og Jóna Guðrún Vhhjálmsdóttir, f. 15.7.1918, en þau eru búsett í Lundi á Skagaströnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.