Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Ifi Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSÓN Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Enn eitt vorið hvarf Blóðbaðið í Beijing í Kína um helgina minnir okkur á, að afturhvarf hefur oft orðið frá lýðræðislegri þróun í ríkjum kommúnismans. Einu sinni var talað um vorið í Prag í Tékkóslóvakíu, en því fylgdi ekkert sumar, held- ur pólitískur fimbulvetur, sem stendur enn. Til skamms tíma var Kína dálæti margra á Vestur- löndum og voru ráðamenn Bandaríkjanna þar fremstir í flokki. Til dæmis ferðaðist Bush Bandaríkjaforseti um Kína fyrir skömmu og sýndi ráðamönnum ríkisins óhóf- lega kurteisi í málum þekktra andófsmanna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum létu ekki sitt eftir liggja. Deng Xiaoping hefur verið hampað ótæpilega sem boð- bera hins nýja tíma vestræns hagkerfis. Menn gleymdu, að hann lét banna veggblöðin í Beijing, um leið og hann hafði notað þau til að komast aftur til valda. Um leið og frostið linast í einhverju slíku ríki, fyllast menn bjartsýni á Vesturlöndum. Mikill skortur er á sagnfræðilegu minni hjá vestrænum stjórnmálamönn- um og blaðamönnum. Menn láta eins og nokkurra stiga lækkun frosts marki komu eilífs sumars og friðar. Menn urðu fyrir vonbrigðum, þegar sumarið kom ekki í Ungverjalandi 1954, í Tékkóslóvakíú 1968 og í Póllandi 1981. Nú verða menn fyrir vonbrigðum, þegar sumarið kemur ekki í Kína 1989. Samt eru menn sífellt tilbúnir að trúa á nýjan leik á komu eilífs sumars. Þótt eríitt sé að finna dæmi úr sögunni um, að sumar fylgi í kjölfar pólitísks vors í löndum kommúnismans, er ekki rétt að fullyrða, að slíkt geti aldrei gerzt. Við vitum ekki, hvað verður úr vorinu í Sovétríkjunum, Póllandi og Ungverjalandi, sem er í blóma á þessu ári. Hugsanlega getur komið sumar eftir pólitískt vor í nokkrum ríkjum kommúnismans. Vesturlandabúar þurfa að gera sitt bezta til að hlúa að slíku, svo framar- lega sem þeir leggja ekki framtíð lýðræðisskipunar sinnar að veði, af einfaldri, mannlegri trúgirni. Þessi vandi hefur leitt til átaka í varnarsamtökum vestrænna ríkja. Annars vegar hafa staðið ráðamenn engilsaxnesku ríkjanna, sem vilja ekki, að gagnkvæmur samdráttur í vopnabúnaði leiði til tímabundinnar aukn- ingar á sóknarfærum Varsjárbandalagsins. Þeir vildu lengi vel ekki taka í mál, að hafnar yrðu viðræður austurs og vesturs um skammdrægar kjarn- orkuflaugar, fyrr en að loknum ákveðnum árangri í samdrætti hefðbundins herafla. Á því sviði hafa yfir- burðir Sovétríkjanna verið taldir hættulega miklir. Hins vegar hafa svo staðið ráðamenn í Vestur-Þýzka- landi, studdir valdamönnum í ýmsum bandalagsríkjum meginlandsins. Þeir hafa talið, að vorið í austri veitti Vesturlöndum heimssögulegt, tímabundið tækifæri til að ná umtalsverðum árangri í samdrætti vígbúnaðar. Bush Bandaríkjaforseti hafði forustu um málamiðlun á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Bruxelles fyr- ir réttri viku. Tillaga hans tók skynsamlegt tillit til beggja sjónarmiðanna og hlut eindreginn stuðning á fundinum, sem lauk í meiri sátt en við var búizt. Niðurstaðan er, að áfram verður unnið af krafti að samningum við Sovétríkin og fylgiríki þeirra um marg- víslegan niðurskurð vopna, en Vesturlönd ræða ekki um að loka kjarnorkuregnhlífinni, fyrr en eftir umtals- verðan árangur í samningum um hefðbundin vopn. Blóðbaðið í Beijing minnir okkur á að fara gætilega í viðskiptum við stjórnvöld, sem eru svo vanstillt í vald- beitingu, að þau aka skriðdrekum yfir eigið fólk. Jónas Kristjánsson Athafnir í stað orða Stuðningur Samtaka jafnréttis og félagshyggju við ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar byggðist fyrst og fremst á þremur megin- málum: 1. Að stigin yrðu veruleg skref til launajöfnunar og jöfnunar lífs- aðstöðu í landinu. 2. Að raunvextir yrðu komnir a.m.k. niður í 6% fyrir 1. janúar 1989. 3. Að gerðar yrðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, fyrst og fremst í þeim byggðarlögum þar sem eigið fjármagn útflutningsfyrirtækj- anna væri uppurið vegna mis- heppnaðrar ijármálastjórnar ríkisstjórnar Þorsteins Pálsson- ar. Vextir og gjaldþrot Að þessu sinni ætla ég að láta lesendur um að dæma hvernig hef- ur til tekist með fyrsta liðinn. Um annan liðinn er það að segja að raunvextir eru nú frá 7,25% upp í 9,25% í bönkunum, lægstir að sjálfsögðu í ríkisbönkunum. Ekk- ert bendir til þess að þeir lækki á næstunni án aðgerða ríkisvaldsins. Nafnvextir hafa hækkað að undan- fórnu í samræmi við verðbólgustig- ið. Var stefnan ekki raunhæf í vaxtamálunum eða skortir sam- stöðu um leiðir innan stjórnar- flokkanna til að ná settu marki í vaxtamálum? Við sem berum ábyrgð á ríkisstjórninni höfum rétt til að krefjast svara við því. Um þriðja hðinn er það að segja að við blasir verulegt atvinnuleysi viða um land og mun fara vaxandi þegar líður á árið. Því verður að gera ráðstafanir í tíma til að koma í veg fyrir neyðarástand á mörgum stöðum. Það er skerðing á mann- réttindum ef fólk fær ekki atvinnu í sinni heimabyggð. Ríkisstjómin verður að vinna samkvæmt því. Atvinnutryggingasjóður hefur bjargað mörgum fyrirtækjum og gengið það langt sem lög og reglu- gerð frekast leyfa. Eftir standa 14-18 fyrirtæki sem eru burðarásar atvinnulífs í sinni byggð og verða gjaldþrota ef ekki verða gerðar þeg- ar í stað ráðstafanir til að koma í veg fyrir það. Haft er eftir ýmsum ráðamönn- um að það sé allt í lagi þó sum af þessum fyrirtækjum verði gjald- þrota. Ég tel að slíkt tal sé ekki mikið ígrundað og í því felist lítill skilningur á aðsteðjandi vanda- málum þessara byggða og raunar þjóðarinnar í heild. Ekki má gleyma því að ríkisstjórnin hefur gefið þessum byggðum fyrirheit um að gera útflutningsfyrirtæki þeirra rekstrarhæf á ný. Það átti að vera m.a. hlutverk Hlutabréfa- sjóðs. Sú aðferð sem Hlutabréfa- sjóður átti að beita hefur enn sem komið er ekki gengið upp og vafa- samt að úr rætist. En hvaö sem því líður þá er ríkisstjórnin ekki laus frá sínum loforðum. Aðrar leiðir verður þá að fara því sú leið að gera þessi fyrirtæki gjaldþrota er ekki í samræmi við það sem um var rætt þegar ríkisstjómin var mynduð. Að 8 mánuðum liðnum Það eru liðnir átta mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og allan þann tíma hafa íbúar þessara byggðarlaga beðið og vonað að geröar verði raunhæfar aðgerðir sem tryggðu þeim áfram atvinnu í heimabyggð, sem dygði til lífsfram- færslu þeirra. Og nú, eftir átta mánaða bið, er farið að tala um gjaldþrot. Vonleysi hefur gripið um KiáUajirm Stefán Valgeirsson alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju sig í þessum byggðum og algjör örvænting í mörgum tilvikum. Það er ekki það eina að þetta fólk missi atvinnuna. Húsnæði þess er verð- laust þótt það vilji færa sig um set þangað sem atvinnan býðst. Er þetta raunhæf byggðastefna? Er þetta það jafnrétti sem stjórnar- flokkarnir ætla að stefna að? Eða hvað eða hverjir standa í vegi fyrir því að athafnir fylgi orðum? Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði á fundi í Kópa- vogi í aprílbyrjun að ríkisstjórnin hefði þá í mesta lagi þrjá mánuði til umráða til að leysa vanda út- flutningsfyrirtækjanna. Ég hygg að þegar þessi orð voru töluð hafi tíminn til aðgerða raunar verið lið- inn. Ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar hafði haldið þannig á málum að eigð fé útflutningsfyrirtækjanna á ýmsum stöðum var uppurið og meira en það þegar ríkisstjóm hans hrökklaðist frá völdum. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð til að halda atvinnulíf- inu gangandi og færa til baka fjár- magn í þjóðfélaginu til að ná því marki og orð skulu standa. Upprifjun, stefna og viðhorf I þessu sambandi vil ég rifja upp viðræður okkar Steingríms og skoðanaskipti eftir síðustu kosn- ingar. Mér barst bréf frá honum, dagsett 10. júní 1987, þar sem hann býður mér aðild að þingflokki Framsóknarflokksins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Ég svaraði þessu bréfi 16. júní og í því bréfi stóð m.a. eftirfar- andi: „Ég var kosinn á þing af Sam- tökum jafnréttis og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra og því verður að ræða efni þessa bréf í þeim Samtökum og taka afstöðu til þess þar.“ Steingrímur Hermannsson ásamt Páh Péturssyni þingflokks- formanni kom til fundar við okkur l. október 1987 á Akureyri. Við vorum 10 úr Samtökunum sem mættum á þennan fund. Við höfð- um meðferðis úttekt á starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, 11 vélritaðar síður. Þar stendur m. a. eftirfarandi: „Þessi umfjöllun og athugasemd- ir okkar við starfsáætlun ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar leiðir að okkar mati í ljós að þaö einstakl- ingsfrelsi sem ríkisstjórnin stefnir að í grundvallarmarkmiðum sín- um sé í raun frelsi þeim til handa sem sitji að fjármagni og völdum og leiðir ekki til aukins jafnréttis hveldur þvert á móti. Þessi skiln- ingur á einstaklingsfrelsi gengur þvert á þá skilgreiningu Samtak- anna, að raunverulegt frelsi ein- staklingsins felist í þvi að geta tek- ið ábyrgð á eigin lífi og samfélag- inu. Okkur sýnist að það gangi eins og rauður þráður í gegnum hvert atriði af öðru í starfsáætluninni, að þeim sem ráða fjármagninu sé ætlað að deila og drottna í okkar þjóðfélagi í næstu framtíð ef eftir þessum stjórnarsáttmála verður farið. Verði ríkisbankarnir gerðir að hlutafélagsbönkum, fólksflótt- inn til höfuðborgarsvæðisins lát- inn halda áfram og aðstöðumunur vegna búsetu ekki minnkaður þá hefur einstakhngsfrelsið brugðið sér í líki frjálshyggjunnar, ýtt enn frekar undir misrétti og það geta Samtök jafnréttis og félagshyggju ekki stutt.“ Hér kemur fram hver stefna okk- ar er og lífsviðhorf og hún hefur ekkert breyst. Við viljum meiri jöfnuð og aukið réttlæti. Þaö er okkar krafa. Ef ríkisstjórnin tekur á efnahags- og atvinnumálum í þessum mánuði, samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð var þegar hún var munduð, mun hún hafa meiri- hlutafylgi fyrir þeim aðgerðum á Alþingi. En hver vill bera ábyrgð á óbreyttu ástandi, gjaldþroti margra útflutningsfyrirtækja og auknu at- vinnuleysi? Gefi þeir sig fram sem vilja bera ábyrgð á slíku ástandi. Stefán Valgeirsson ,,En hver vill bera ábyrgð á óbreyttu ástandi, gjaldþroti margra útflutnings- fyrirækja og auknu atvinnuleysi?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.