Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Michael J. Fox og Pollman eiginkona hans eign- uöust dreng þann 30. maí síðast- liðinn. Barnið fæddist í Los Ange- les og var því gefið nafniö Sam Michael. Móður og barni heilsast vel. Fox og eiginkona hans, Poll- man, hittust fyrst þegar þau léku saman í þáttaröðinn Fjölskyldu- bönd en þar lét Pollman kær- ustuna hans Michaels. Þau giftu sig í júlí á síðasta ári og lýstu því yfir við brúðkaupiö að þau vildu eignast barn sem fyrst. Þeim hef- ur greinilega orðið að ósk sinni. Ingmar Bergman varð stjúpafi um miðjan maí og er allra afa stoltastur. Stjúpdóttir hans, Anna von Rosen, sem er dóttir konu Ingmars af fyrra hjónabandi hennar, eignaðist þá son með manni sínum, Johan Sundelius. Þetta er fyrsta bam þeirra hjóna og slúðurblöðin telja að það verði mikil upplyfting fyr- ir Ingmar að fá tækifæri til að leika sér við þann stutta í sum- arfríinu sínu síðar í sumar. Tom Selleck varð faðir ekki alls fyrir löngu. Tom þótti sýna mikla takta sem bamfóstri í myndinni Þrír menn og bam, svo mikla aö Burt Reyn- olds hefur farið þess á leit við hann aö hann taki að sér svipað hlutverk í revíu sem hann ætlar að setja upp á næstunni. Tom hefur ekki enn gefið ákveðið svar en samkvæmt óábyrgum heim- ildum finnst honum eins og hann hafi nóg að gera á þessu sviði á sínu eigin heimili. Steingrímur Hermannsson var hátt uppi á Lækjartorgi á sunnudaginn þeg- ar Sri Chinmoy upphafsmaður friðarhlaupsins hóf ráðherrann á loft með annarri hendi. Steingrimur virðist hafa fengið hellu fyrir eyrun eftir loft- ferðina - honum mun þó ekki hafa orðið meint af. DV-mynd S Viðstaddur hámessu Jóhannesar Páls páfa II. á Landakotstúni á sunnu- dagsmorgun var þessl ungl Kólombíumaður sem er búsettur hér á landl. Hann hélt á blóml og mynd af heilagri guðsmóður. Elnnig var hann útbúinn gylltum vængjum og á höfðinu bar hann gyllta kórónu alsettum blómum. DV-mynd Hanna Setning Friðarhlaupsins: Steingrímur hátt uppi Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra ræsti Heimsfriðarhlaupið ’89 á Lækjartorgi á sunnudaginn. Friðarhlaupið var fyrst haldiö fyrir tveimur árum og verður haldið á tveggja ára fresti framvegis. í ár er hlaupið í um 70 löndum. Á Islandi verður hlaupið með eld- inn hringinn í kringum landið að Vestfjörðum og Snæfellssýslu með- tahnni eða um 3000 lulómetra. Búist er við aö um 10 þúsund manns hlaupi með kyndilinn. Hl^upið er dag og nótt á tímabilinu 3.-25. júní. Stein- grímur Hermannsson ræsti hlaupið formlega en það kom í hlut annarra aö hlaupa fyrsta spöhnn. -JGH/-ÓTT Mikill fjöldi íslendinga og erlendra gesta var viðstatt setningu Friðarhlaups- ins þar sem fram fóru ýmis skemmtiatriði. Janni Spies: Ég er hætt að virnia í bili Janni Spies geislaði af lífsgleði á árlegum vor- fagnaði Spiesfyrirtækis- ins í Kaupmannahöfn. Hún tók sig vel út, íklædd matrósakjól og háhæluöum skóm. Hún hefur nú þyngst um tíu kíló og líður senn að því að hún veröi léttari. Við þetta tækifæri aíhenti hún Leifi bróður sínum lyklana að skrifstofunni sinni því að hún ætlar að draga sig í hlé og helga sig algerlega barn- inu. „Ég ætla ekki að vera mamma í hjáverkum og láta einhverja aðra passa bamið fyrir mig,“ sagði hún. Janni, sem er 26 ára gömul, og eigin- maöur hennar hafa ákveðið að bamið eigi að fá eins rólegt og eðli- legt uppeldi og frekast er kostur. Christian, eig- inmaður hennar, hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki hugsað sér að skipta um bleiur. Barniö á að ganga í sama skóla og bömin í hverfinu þeirra og umgangast böm þaðan - sviðsljósiö á ekki að verða hlut- skipti litla ungans. - ' Janni afhendir Leifi bróöur sínum lyklana að forstjóraskrifstofu sinni og þar meö starfið. Nú á að hugsa um barnið sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.