Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Sandkom Uno'* Stuttueflir aðjóhannes Pállpáfin. kvaddiísland varíslendlng- umkynntur nýrsálmurá Lækjartorgi. Þaövarkenni- meistarinn ShriChinmoy, upphafsmaður fnðarhlaupsins, sem það gerði. Sálm- urinn er óður til ekki ómerkari manns en Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra. Hann hijóðar svo í íslenskri þýöingu: „Steingrímur Hermannsson, „num- erouno“ einstakur leiðsögumaður iands fss og elda. Bæði e^ö utan sem innan ertu vis- dómstum. Þú leiðir þitt land með samúðarríkri hönd. Þitt er landið sem þarfhast ekki hers, engrariddarasveita. þjóö ástar, gleði, góðvildar, hiíðu og eindar.“ RæðurStein- grims i söngleik? Itilefjniaf friðarhlaupinu ásunnudaginn gerði Shri Chinmoy, fnnnkvöðull hlaupsins, lag viðgamlan neðusUifeftir SteingrímHer- mannsson. Stúfúrinner sunginn á ensku við einhvers konar sáimalag. Textinn hfjóðar svo á ís- lensku: „Ég vil að fsland verði að griðarstað fyrir þá sem viija hittast í friði og ieita lausna á þeim mörgu vandamálum sem hrjá mannkynið.1' Þetta syngja fylgjendur Shri Chin- moy meö þeim hátíöleika sem hæfir sálmasöng. Ef Shri Chinmoy heldur áfram aö semja lög við ræður Stein- gripis aettu framsóknarmenn að geta sett upp söngleik fyrir næstu kosn- ingar. Hann gæti heitiö „Numero uno". Steingrímurer gleyminn Þaðerekki ofsögumsagtaf gleymsku Steingríms Hermannssím- ar.Þegarhann tókámótipáfa áKeflavíkur- fiugvelli - við : komuþesssíð- arnefhdatil landsins-sagði Steingrímur þetta vor vera þaö kald- asta í manna minnum. Vel má vera að þetta sé það kaldasta vor sem Steingrímurmaneftir. Eneinsogvið vitum man hann ekki allt. Við sem höfum betra mirrni en forsætisráð- herrann munum eftir kaldara vorí. Það er staðreynd að aðeins eru örfó ár síðan hér var kaldara að vori til. Ekki þarf að fóra lengra en til ársins 1983. Þávarmunkaidaraennú. Kennarará Krókn- um Kennarará : Sáuðárkróki eruekkiáeitt sáttirmeð launakjörsín. Þannighagar tilþarnyrðra aðhlutikenn- aranýturhúsa- leiguhlunnmda írábæjarsjóðL Þaöeruþeir kennarar sem flust hafa norður til að stunda þar kennslu. Þeir kennar- ar, sem ekki rýóta hlunnindanna, kröfðust þess að bæjarsjóður gretddi þeim sömu upphæðir og vinnufélög- um þeirra eru greiddar i formi húsa- leiguhlunninda. Þessu hafhaði bæj- arstjórnin-ogekkibaraþað-heldur var líka ákveðið að skera niður húsa- leiguhlunnindi til þeirra sem þeirra hjóta. Barátta hlunnindalausu kenn- aranna varð því til þess að þeir sem fengu styrki fiá bæjarsjóði missa hluta af sínum hliumindum. Umsjón: Slgurjón Egilsson Fréttir Alingi vill fá að fjarlægja þetta hús að Tjarnagötu 3 C ... Alþingi ætlar að hreinsa til 1 miðbænum: Vill leyfi til að fjarlægja tvö hús Alþingi hefur sótt um leyfi til bygg- ingamefndar Reykjavíkur til að rífa eða flytja tvö hús við Alþingishúsið. Þetta em húsin Tjamargata 3 C og 5 A. Mun byggingamefndin væntan- lega leita ráða hjá húsfriðunamefhd um það hvort rífa skuli húsin eða vemda þau. „Þetta svæði í kringum Alþingis- húsið er orðið þinginu til vansa og við ætlum endilega að reyna að snyrta þaö eitthvað til. Þessi hús verða aö fara, það em alveg hreinar línur,“ sagði Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings. Guðrún sagði að það væri síðan annarra að ákveða hvað gert yrði við húsin en þau væm í eigu Alþingis. Guðrún sagði að ef húsin fæm þá myndi þar verða rúm fyrir bílastæði fyrir Alþingi en sem kunnugt er hafa forsetar þings átt í deilum við borgar- stjóra vegna bílastæðismála. Guðrún sagði að Alþingi gæti ekkert nýtt þessi hús. Það em AA-samtökin sem hafa nýtt þessi hús en að sögn þingforseta hefur borgarstjóri lýst því yfir að borgin muni hlaupa undir bagga með samtökunum og finna nýtt húsnæði fyrir þau. Guðrún sagði að þessi hús hefðu verið snotur í eina tíð og þá hefði meðal annars Indriði Einarsson skáld búið í öðru þeirra. Því gæti verið umhugsunarvert hvort ástæða væri til að flytja húsin á einhvem stað til varðveislu. -SMJ ... og eins þetta hús sem er við Tjarnargötu 5 A. DV-myndir Hanna Stykkishólmur: Laun ógreidd og fram- tíð Rækjuness óljós Valdimar Hreiðarsson, DV, Stykkishólmi: Starfsemi Rækjuness hf. hefur leg- iö niðri undanfarnar vikur og hafa málefni fyrirtækisins valdiö mönn- um verulegum áhyggjum, ekki síst þar sem um er að ræða einn stærsta vinnuveitanda bæjarsins. Starfsfólk hefur ekki enn fengið greidd laun sín og framtíð fyrirtækisins er óljós. Fyrir stuttu hélt bæjarstjóri fund með atvinnumálanefnd bæjarins og fulltrúum starfsfólks þar sem rædd var staða mála. Fyrir dyrum stendur að halda fund með forsvarsmönnum Rækjuness. Bæjarstjórn hefur haft málefni fyr- irtækisins til umíjöllunar og gerði alyktun þar sem þeim tilmælum var beint til fyrirtækja í sjávarútvegi aö þau fullnýttu kvóta sinn þannig að hann kæmi Stykkishólmi til góða sem slíkur. Ennfremur voru lána- stofnanir hvattar til að veita fyrir- tækjum í sjávarútvegi þá fyrir- greiöslu sem nauðsynleg væri og taka þátt í endurreisn fyrirtækja á þeim grundvelli sem aðstæður leyfðu. í samtali við Sturlu Böðvarsson bæjarstjóra kom fram að fyrirhugað er frekara starf að þessum málum til að tryggja atvinnu þeirra sem starfað hafa hjá Rækjunesi, annað hvort með því að fyrirtækið hefji rekstur á ný eða með öðrum hætti. Tefla við Bayern Miinchen Skákmennirnir í Taflfélagi Reykja- víkur mæta skákliði Bayern Múnchen í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í skák. Teflt verður í Reykjavík og verður keppnin annað- hvort 1.-2. júlí eða 15.-16. júlí. í liði Bayern eru margir kunnir skákmenn en liðið er nú efst í hinni erfiðu þýsku deildarkeppni í skák. Ungverjinn Zoltan Ribli teflir á 1. borði en einnig eru þeir Kinder- mann, Hickl, Bischoff, Hertneck, Schlosser og Hecht í sveitinni. -SMJ HÖRKUTÓL FRÁ PANASONIC BJÓÐUM TAKMARKAÐ MAGN AF ÞESSUM EINSTÆÐU RYKSUGUM 1000 VÖTT. TVÍSKIPTUR VELTIHAUS. HÓLF FYRIR FYLGIHLUTI í RYKSUGUNNI. INNDRAGANLEG SNÚRA. STIGLAUS STYRKSTILLIR. RYKMÆLIR FYRIR POKA. OG UMFRAM ALLT HLJÓÐLÁT, NETT OG MEÐFÆRANLEG. VERÐ AÐEINS KR. 8.950,- JAPISS Brautarholti 2 - Kringlunni - Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.